Morgunblaðið - 11.06.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Spítali
í kverkataki
Frá Bergþóru Karlsdóttur og Mar-
gréti Guðmundsdóttur:
ÞAÐ ER engin nýlunda, að á undan-
förnum árum hefur æ meiri kreppa
og fjárskortur gert vart við sig í
heilbrigðisþjónustu í landinu. Við
viljum þó vekja sérstaka athygli á
vanda St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði, sem er fimmta stærsta sjúkra-
hús landsins m.t.t. starfsemi.
Miðað við þá starfsemi, sem fer
fram við spítalann, hefur verið
þrengt illa að honum. Á meðan
stöðugildum hefur fækkað við spít-
alann og fjárveiting skorin niður
hafa innlagnir á lyflækningadeild
St. Jósefsspítala aukist um 69% frá
árinu 1991 til ársins 1994, þrátt
fyrir styttri legutíma og veikari ein-
staklinga.
Til gamans fylgir hér með sam-
anburður á skiptingu launaliða fjár-
laga ársins 1995 per stöðugildi á
nokkrum sjúkrahúsum; er þá miðað
við brúttólaun.
fj . stöðugilda kostnaður per stöðugildi
Akranes 161 1.976 millj.
Húsavík 98 1.835 millj.
Neskaupstaður 60 2.172 millj.
St. Jósefsspítali 105 1.714 millj.
Lyflækningadeild sinnir bráða-
vaktaþjónustu allan sólarhringinn
alla daga ársins fyrir Hafnarfjörð,
Garðabæ og Bessastaðahrepp, auk
valgreinaþjónustu með áherslu á
meltingarfærasjúkdóma, þar sem
þjónustan er bæði svæðisbundin og
á landsvísu. Bráðainnlagnaþáttur-
inn er vaxandi og nálgast nú allt
að 80%. Fækkun stöðugilda, aukin
bráðaþjónusta ásamt fjölgun inn-
lagna hefur aukið verulega álag á
starfsfólk. Eftir sem áður er megin
markmið starfsmanna spítalans að
veita sjúklingum bestu þjónustu
sem völ er á á hveijum tíma.
Það sem af er árinu hafa 400
sjúklingar verið lagðir inn á lyf-
lækningadeild St. Jósefsspítala.
Góð samvinna hefur ríkt á milli
spítalans og heilsugæslustöðva á
þjónustusvæðinu.
Á röntgendeild spítalans eru
gerðar allar almennar röntgenrann-
sóknir ásamt ómskoðunum bæði
fyrir inniliggjandi og utanspítala
sjúklinga og hefur aukning þessara
rannsókna orðið um 22% á fyrr-
greindu tímabili. Sérstaklega ber
að vekja athygli á sérhæfðri óm-
skoðun á leghálsi en það er ein
öruggasta rannsóknin varðandi
byijunarstig krabbameina í leg-
hálsi.
Um valgreinaþjónustu hand-
lækningadeildar og öfluga þjónustu
göngudeildar og rannsóknastofu
verður ekki fjallað um hér, en von-
andi bætt úr því síðar. Vilja íbúar
Hafnarfjarðar og nágrennis geta
átt þess kost að leita til St. Jósefs-
spítala eða vilja þeir sækja alla þjón-
ustu til stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík (sem þegar anna vart því
álagi sem þeir eru undir)?
Við skorum á nýjan heilbrigðis-
ráðherra að gefa okkur svigrúm til
áframhaldandi starfsemi og þróun-
ar.
BERGÞÓRA KARLSDÓTTIR,
hj úkrunardeildarstj óri
lyflækningadeildar,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
yfirröntgentæknir röntgendeildar St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Knattspyrnuleik-
skilningur
Frá Hlöðveri Erni Rafnssyni:
í FRAMHALDI af atviki sem átti sér
stað í leik KR-Fram langar undirrit-
aðan að benda á nokkrar staðreyndir.
Hinn slasaði leikmaður KR-inga
var búin að liggja dágóða stund á
leikvellinum þegar Gauti Laxdal
spyrnir boltanum í innkast. Gauti var
ekki undir neinni pressu þegar spyrn-
an átti sér stað. Um leið og Gauti
spyrnir boltanum fær hann gott
klapp frá fjölmörgum áhorfendum
leiksins. Fyrirliði KR-inga hljóp
15-20 metra til að sækja boltann.
Fyrirliði KR-inga fylgist ekki vel
með því sem gerist í leikjum, ef hann
tekur ekki eftir því, að samheiji liggi
meiddur og þegar Gauti fær klapp
frá áhorfendum. Ég veit ekki um
nokkurt dæmi þess að leikmaður
hafi fengið klapp frá áhorfendum
fyrir það að sparka í innkast, úti á
miðjum velli.
Einnig hafði fyrirliðinn 2-3 mín-
útur til að hugsa um, hvað gerst
hafði, á meðan hinn slasaði samheiji
fékk umönnun frá sjúkraþjálf-
ara/liðsstjóra. Um leið og fyrirliðinn
tók hið umdeilda innkast, og sendi á
samheija sinn, gall við mikið baul
frá áhorfendum. Enn virtist fyrirlið-
inn ekki átta sig á því hvað var að
gerast, þegar hann fékk boltann aft-
ur frá samheija sínum og sendi fyrir-
gjöfina.
Ég sem gamall þjálfari hefði aldrei
valið leikmann sem fyrirliða, sem
ekki virðist hafa betri skilning á
leiknum en raun ber vitni.
Ég á erfitt með að hlusta á viðtöl
við þjálfara KR-inga og fyrirliðann,
þar sem þeir telja KR-inga koma
heiðarlega fram í þessu máli.
Dæmi siðan hver sem vill.
HLÖÐVER ÖRN RAFNSSON,
Selfossi.
Áskorun til KR-inga
Frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur:
ÁSKORUN þessari er beint til 1.
deildar leikmanna KR og þjálfara
þeirra, Guðjóns Þórðarsonar.
I Ieik KR og Fram mánudaginn
5. júní sl. brutuð þið drengskapar-
reglu sem gilt hefur í knattspyrnu
lengur en margir ykkar hafið stund-
að þessa íþrótt. Þið hafið gefið
ýmsar skýringar sem ég, sem
knattspynuáhugamður og Framari,
get ekki tekið gildar. Sumir ykkar
teljið ekkert athugavert, aðrir vissu
ekki hvað var að gerast og kemur
það kannski knattpsyrnuáhuga-
manni eins og mér mest á óvart,
að leikmenn eru ekki betur með á
nótunum en svo að þeir verða ekki
varir við þegar samheiji liggur í
valnum, leikurinn er stöðvaður um
hríð og aðstoðarmenn koma inn á
leikvanginn til þess að sinna leik-
manninum. Enn aðrir tala um heið-
arleika en það breytir engu í þessu
tilviki því drengskaparreglan var
brotin. Þess vegna skora ég á ykk-
ur að gera annað tveggja, lýsa því
yfir að þið ætlið ekki að virða þessa
reglu eða að viðurkenna mistökin
og verða menn að meiru.
Með knattspyrnukveðju.
RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR,
Mosfellsbæ.
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 3 7
í fUOTTVM
3ARNAF0T
VONPUÐ - NIPSTERK - FALLEG
OGÓDYR!
49
WNDGALLAR TILBOÐ kr 2 44,
GAllAPcruÚ^^’00^'
LAIsemallirkwkkar.els
TIL BOÐl
Kr.
1990
SUMARJAK.LAR TILBOÐ kr. L990j-
2-11 ára. 100% Nylon Fóður: 100%.Bomull
Litir: Grænt, rautt, blatt,
T.v. AMICO BOLUR kr.1.290.-
2-10 ára.100% Bómull
GALLABUXUR TILB09 kr. 1.290.-
4-14 ára.100% Bómull
T.h. PÓLÓBOLUR kr .1490.-
2-10 ára.100% Bómull
PEYSA kr. 2.490.-
2-10 ára.100% Bómull
SUMARJAKKI TILBOÐ kr. 1.990,-
GALLABUXUR TILBOP kr. 1.290.-
4-14 ára. 100% Bómull
MnwfðlM |
m
R}RNIN
WM
Lwmo&m
LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 * FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-391
KIRKJUVEGI 10 • VESTM.EYJUM »81^1481-3373