Morgunblaðið - 13.06.1995, Side 16

Morgunblaðið - 13.06.1995, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lotus samþykkir 3,5 milljarða dala yfirtöku IBM New York. Reuter. IBM hefur skýrt frá samkomulagi um að kaupa Lotus Development fyrir um 3,5 milljarða Bandaríkja- dala, og það er umfangsmesta yfir- taka á fyrirtæki, sem um getur í hugbúnaðariðnaðinum. Louis Gerstner forstjóri kallaði kaupin „mjög mikilvægan atburð fyrir IBM“ þegar hann sagði frá þeim á blaðamannafundi. Áætlað er að IBM kaupi Lotus fyrir sem svarar 64 dollara á hluta- bréf. Að sögn Gerstners heldur Jim Manzi stöðu yfirframkvæmdastjóra og mun stjórna Lotus þegar fyrir- tækið sameinast IBM, en Manzi hafði ekki gert ráð fyrir að halda áfram störfum hjá Lotus. Hann fær stöðu varaforseta hjá IBM og heyrir beint undir Gerstner. Upphaflega bauð IBM 60 dollara á hlutabréf og sérfræðingar höfðu spáð því að IBM yrði að hækka boð- ið til þess að tryggja vinsamlegan samning við Lotus. Sérfræðingamir höfðu búizt við að tölvurisinn Arm- onk í New York mundi tilkynna að hann hefði hækkað boð sitt í 63-64 dollara á hlutabréf. Bækistöðvar Lotus em í Camridge, Massachusetts, og fyrir- tækið hannaði Lotus 1-2-3, hinn kunna reiknivang, á fyrstu áram einkatölvuiðnaðarins. Þótt 1-2-3 hafi notið mikillar hylli hefur reiknivang- urinn mætt harðri samkeppni frá Microsoft, en Lotus Notes-hugbún- aðurinn hefur náð miklum vinsæld- um. Lotus Notes er talinn svo mikil- vægur búnaður að hann geti gert IBM kleift að endurheimta fyrri sam- keppnisaðstöðu í tölvuiðnaðinum. IBM hefur ekki áður reynt að komast yfir fyrirtæki sem hefur ver- ið fráhverft yfirtöku. Fýrir fjóram áram gafst NCR Corp upp fyrir símafyrirtækinu AT&T eftir fjögurra mánaða baráttu. Ef Lotus hefði ekki samþykkt kaupin hefði komið til svipaðrar bar- áttu nú. REIAIS & CHATEAUX. 1 iti 1 í A : L K ERAMATSEÐI L L 1 w w í 4 RFTTA VEISLUMALTIÐ 2.500 yjl A LAUGAROOGUM PARMASKINKA MEÐ MELÓNU. EÐA_ SILUNGATERRINE MEÐ SAFFRAN VINAIGRETTE. <Q>*ÍS> EGGALDINSÚPA MEÐ PAPRIKURJÓMA. (&r&1 STEIKTUR LAX MEÐ HUMRI. EÐA_ NAUTAHRYGGSTEIK rjB £YE MEÐ TÓMATBASIL OG SKARLOTTULAUK. SÚKKULAÐI MARQUISE MEÐ HUNANGSÍS. AU » BORÐAPANTANIR í SÍMA 552 5700 BLAÐAÚTGEFENDUR eru að kanna leiðir til þess að mæta auknum kostnaði sem myndast vegna mikillar verðhækkunar á dagblaðapappír. Dagblaðapappír hækkar um þriðjung London. Reuter. . VERÐ á dagblaðapappír í Bretlandi hækkar um þriðjung í næsta mán- uði og útgefendur kanna leiðir til þess að mæta þeim aukna kostn- aði. Til greina kemur að gefa út minni blöð og hækka verð þeirra og auglýsinga. Útgefendur óttast að pappírs- vandinn geti orðið langvarandi. Verðið mun hækka meir en sem nemur verðbólgu fram á mitt næsta ár að sögn aðalframkvæmdastjóra EMAP Plc, Robins Millers. Miller gerir ráð fyrir að verð á dagblaðapappír muni hækka um 10% í janúar 1996 og sú hækkun bætist ofan á hækkunina í júlí og 15% meðaltalshækkun í janúar sl. USM News Ltd, sem er aðili að Repola Oy í Finnlandi og umsvifa- mesti seljandi dagblaðapappírs í Bretlandi, hækkar verðið um 33% í júlí og hyggst halda því óbreyttu fram á fyrsta ársfjórðung 1996. Aylesford Newsprint, eign Svenska Cellulosa AB og sameign- arfyrirtækis Mondi Ltd og Minorco SA, hyggur á 30% hækkun og sama er að segja um finnska fyrirtækið Enso-Gutzeit Oy. Verð Enso á meg- inlandi Evrópu hækkar um 20%. Forstjóri pappírsfyrirtækis segir að þrátt fyrir hækkanirnar verði dagblaðapappír í Bretlandi ódýrari en í nokkra öðru landi á þessu ári. Og þótt verðið hækki segja seljend- ur að afkoma þeirra sé verri í raun en á áranum 1989-90. Ódýr þrátt fyrir allt „Hagnaður útgefanda hefur ver- ið mikill vegna tiltölulega ódýrs Utgefendur óttast að vandinn verði langvarandi hráefnis," sagði forstjórinn. „Þrátt fyrir miklar hækkanir á þessu ári er dagblaðapappír enn tiltölulega ódýr. Þrátt fyrir 30% hækkun í júlí fáum við 50% lægra verð en fyrir fímm árum.“ Umfang og hraði verðhækkan- anna, eða öllu heldur minni afslátt- ur, hafa komið útgefendum á óvart. Listaverð vinsælasta blaðapapp- írsflokksins hefur verið 450 pund tonnið síðan 1989, en útgefendur fengu í raun 30-40% afslátt þegar kom fram á 1994 að sögn sérfræð- inga. Þar sem dagblaðapappír var ódýr vora gefin út blöð uppfull af auglýsingum, sem voru seldar með miklum afslætti, en það hefur breytzt. Ein lausnin á vandanum er að gefa út blöð í minna broti og færri blaðsíður. Hver blaðsíða í ritum brezka útgefandans National Magazines hefur verið stytt og mjókkuð um 6 millimetra og um- svifamesti útgefandinn, IPC, hefur í athugun að taka sér það til fyrir- myndar. Heimsvandamál Síður Daily Express og Daily Mirror hafa verið minnkaðar og sérfræðingar segja að með því spari Mirror 4-5 milljónir punda á ári. Sumir telja að Rupert Murdoch, sem kom af stað verðstríði dagblaða í Bretlandi, kunni að hækka verð blaða sinna. Sjö dagblöð af 13 í Tehran verða seld á tvisvar sinnum hærra verði og New York Times hefur hækkað verð á sunnudagsútgáfu sinni. Hækkun á verði auglýsinga kæmi einnig til greina, en ekki er víst að sú leið borgi sig fyrir blöð, sem standa höllum fæti. Eftirspurn eftir dagblaðapappír hefur hvarvetna aukizt. Blaðið South China Morning Post kenndi um hækkun á verði dagblaðapapp- írs þegar það sagði tíunda hveijum blaðamanni upp störfum. í Indónes- íu nemur eftirspurn eftir dagblaða- pappír 25.000 tonnum á mánuði, en seljendur geta aðeins útvegað 17.000. Talið er að 100 blöð í land- inu kunni að stöðvast, ef verðið heldur áfram að hækka. í Evrópu reynir ESB að ganga úr skugga um hvort gransemdir í garð pappírsseljanda um hringa- myndun eiga við rök að styðjast. Sérfræðingar telja að við erfiðleika verði að stríða næstu þrjú til fjögur ár, en ekki um langa framtíð. í skýrslu frá fjárfestingabankan- um S.G. Warburg var nýlega bent á nokkur atriði, sem mundu hafa neikvæð áhrif á eftirspurn ef til lengri tíma væri litið. Þar á meðal era samkeppni frá nýjum rafeinda- tækjum, aðrir flokkar dagblaða- pappírs, tilraunir útgefenda til að halda eyðslu í lágmarki og minni sala á dagblaðapappírs vegna breytinga á öllum sviðum. SU MwRBAP.RÐ'RTEiTiTil J------ KRABBAMEINSFÉLAGSINS 1995 ITTU STUÐNING - VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miöar sendir körlum, á éldritium p3ja - 75 ára. Viö þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgaö miöana og minnum hiná á goöan málstað og verömæta vinninga. Greiða má í banka, sparisjóði eða pÓstafgr|iðslu fram aö dráttardegi, 17. júní. Vakin er athygli á því aö hægt er aö bórga meö greiöslukorti (Visa, Eurocard). Hringiö þá í súm.562 1414. Hver keyptur miöi eflir sókn og vörri gegn krabbameini! Ný uppfærsla í Windows 95 á 109 dali Seattle. Reuter. MICROSOFT áætlar að fyrir fyrri notendur Windows muni uppfærsla í Windows 95 notendaskil kosta 109 Bandaríkjadali í smásölu. Formælandi Microsoft gerir ráð fyrir að mikið verði um að Windows 95 verði selt á kynningarverði þegar sala hefst 24. ágúst og að það geti lækkað verð í smásölu. Svo er að sjá að Microsoft vilji gefa verzlunum færi á að selja Windows 95 með afslætti þannig að verðið verði innan við 100 dollara. Því er spáð að seldar verði allt að 20 milljónir uppfærslna fyrsta árið og að uppfærslan muni kosta nýja notendur 209 dollara í smásölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.