Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 24

Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ imiiiM HOI.I.T íslenskt grænmeti er safríkt, bragð- mikið, hreint og hollt. Hreinleikarannsóknir hafa sýnt að engin aukaefni finnast í íslensku grænmeti. Það er ómissandi í salöt, sem álegg, í pottrétti eða sem ferskur biti á milli máltíða. Njóttu hreinleikans og hollustunnar í íslensku grænmeti. LISTIR f SUMAR verða endurfluttir í útvarpi, á rás eitt, þættir Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara, Túlkun í tón- list. Þættirnir vöktu athygli á sínum tíma fyrir aðgengilega og skemmtilega umfjöllun um túlkun á sígildri tónlist, og veröld hennar opnaðist þeim fjölmörgu sem á hlýddu. Að sögn Rögnvaldar kviknaði hugmyndin að þátt- unum í Vínarborg, eitt sinn er hann var þar staddur ásamt konu sinni. „Við heyrðum af tilviljun þátt í útvarpinu þar, sem okkur þótti skemmtilegur og lifandi og við fórum að tala um að gaman væri að heyra þátt í svipuðum dúr heima á ís- landi. Það var svo konan mín Túlkun í tónlist Rögnvaldur Siguijónsson sem ýtti mér út i að hafa samband við útvarpið og at- huga hvort áhugi væri á svona þætti.“ Rögnvaldur fékk strax góð viðbrögð og þáttunum var hleypt af stokkunum sumarið 1985 og héldu áfram næstu tvö sumur þar á eftir. Tónlist frá ýmsum tímabil- um er leikin. Bach, Mozart og Beethoven eru áberandi ásamt tónlist píanósnilling- anna Chopin og Liszt og játar Rögnvaldur að hann leggi töluvert uppúr túlkun á pí- anótónlist, þó hann leitist við- að hafa þættina sem fjöl- breyttasta. Nú gefst sem sagt nýrri kynslóð kostur á að hlusta á þættina en þeir verða á dag- skrá kl. 23.00 á miðvikudags- kvöldum í Sumar. Morgunblaðið/Kristinn FRAMUNDAN hjá Friðrik Þór er frekari kynning á myndum hans, auk þess sem nú er allt að verða tilbúið fyrir tökur á Djöflaeyjunni, þeirri dýrustu sem gerð hefur verið á íslandi. Myndir Friðriks Þórs í miðnætursól Tímarit • TÍMARIT Máls og menningar, 2. hefti 1995, er komið út. Heftið er að stórum hluta helgað skáldskap Einars Más Guðmundssonar, en hann hlaut eins og kunnugt er Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrr á þessu ári. Birt er þakkarræða Einars Más við afhendingu verð- launanna, viðtal Silju Aðalsteins- dóttur við Einar Má, sem er ítar- legasta viðtal sem tekið hefur verið við hann og loks er ritdómur Páls Valssonar um verðlaunabókina, Engla alheimsins. Að vanda frumbirtir TMM skáld- skap eftir þekkt og óþekkt skáld á ýmsum aldri: ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Gerði Kristnýju, Þórodd Bjarnason, Kristján Þórð Hrafnsson, Guðjón Sveinsson og Andra Snæ Magnason og sögur eftir Thor Vilhjálmsson, Stefaníu Þorgrímsdóttur og Wolfgang Schif- fer. Auk þess er stutt útvarpsleik- rit eftir austurríska rithöfundinn Peter Handke. Meðal greina í nýjasta TMM má nefna „Söngvara lífsfögnuðarins, hugleiðingu um skáldskap Davíðs Stefánssonar á aldarafmæli hans“, eftir Svein Skorra Höskuldsson pró- fessor og tvær greinar um myndlist eftir Ólaf Gíslason ogHarald Jóns- son. Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1995 er 120 bls. TMM kemur út fjórum sinnum á ári ogkostar ársáskrift 3300 kr. Ritstjóri erFrið- rik Rafnsson. • TÍMARITIÐ Gangleri, fyrra hefti 69. árgangs, er komið út. Gangleri flytur greinar um andleg og heimspekileg mál. Ristjóri er Birgir Bjarnason. í vorhefti Ganglera nú eru meðal annars eftir- farandi greinar: Listin og taó- isminn eftir Ben Willis. Hann ijall- ar um ýmislegt listrænt í taóisma og þau áhrif sem taóisminn hefur á list. Stefnumót við Móður Meeru er lýsing á heimsókn til Meeru eftir Ágústu Stefánsdóttur. Geta vísind- in útskýrt vitundina? eftir John Horgan er grein um nýjar hug- myndi vísindamanna um vitundina. Ástin skapar einingu er eftir Yogi Amrit Desai. Ormurinn er eftir Birgi Bjarnason. Næring fyrir tuttgustu og fyrstu öldina er kynn- ing á ofurfræði eftir Elías Jón Sveinsson. Þór Jakobsson skrifar um þekkingu á umhverfi mannsins — og hinn innri heim. Gangleri er 96 bls. og kemur út tvisvará ári. Áskriftargjald er 1.500 krónur. DAGANA 14-18 júní verður í Finnlandi haldin kvikmyndahátíð miðnætursólarinnar sem, eins og nafnið ber með sér, fer fram þar sem sumarsólin aldrei sest, í bæn- um Sodankyla í finnska Lapp- landi. Kvikmyndasýningar verða í gangi allan sólarhringinn á þremur stöðum í bænum. Á dagskrá hátíð- arinnar verða myndir héðan og þaðan úr heiminum og þar á með- al eru þijár mynda Friðriks Þórs Friðrikssonar. Friðrik segir hátíðina töluvert þekkta og ekki síst fyrir hvað sé gaman að vera þar. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er með, en mig hefur alltaf langað að fara en aldrei komist enda er maður yfirleitt fastur í tökum á þessum tíma árs.“ Hátíðin er haldin að undirlagi þekktustu kvikmynda- gerðarmanna Einna, bræðranna Mika og Aki Kaurismaki. Að- spurður sagði Friðrik hana einkum mikilvæga fyrir kynningu mynda sinna á Finnlandsmarkaði. Upphlaup Á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum voru myndirnar Bíó- dagar og Á köldum klaka sýndar. Vonir Bíódaga um verðlaun urðu að engu þegar upphlaup varð meðal dómara, vegna sýningar á myndinni þegar hún var sýnd á barnahátíðinni. „Dómarar voru allir börn undir stjórn eins „kennara“ og voru sex slíkir hópar sem dæma áttu mynd- ina. Þegar kom að atriðinu þar sem drengirnir eru að kíkja á ástarleik í gegnum glugga þusti einn kenn- arinn út með sinn hóp og kom síð- an inn aftur og heimtaði að bíó- gestir færu að dæmi hans; þetta væri engin barnamynd. Bíógestir sem eftir sátu hreyfðu sig ekki en 1/6 hluta dómenda vantaði eftir þetta.“ Stærsta opnun Þrátt fyrir þetta fara Bíódagar í meiri dreifingu en Börn náttúr- unnar gerði og Á köldum klaka gerir enn betur og verður heims- frumsýnd, ' fyrir utan ísland, í þremur bíóhúsum í London í sept- ember sem verður stærsta opnun á norrænni mynd í London til þessa, að sögn Friðriks. Samning- ar hafa tekist um sölu og dreifingu myndanna til fjölmargra landa auk þess sem t.d. sjónvarpsstöðin „Channel 4“ hefur keypt Á köldum klaka. Framundan hjá Friðrik er frek- ari kynning á myndunum auk þess sem nú er allt að verða til- búið fyrir tökur á Djöflaeyjunni, en aðeins er beðið eftir að fjár- mögnun ljúki. Að sögn Friðriks verður myndin sú dýrasta sem gerð hefur verið á Islandi en fjár- hagsáætlun hljóðar upp á 167 milljónir króna. Friðrik Rafnsson Birgir Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.