Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 36

Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MATTHÍAS GUÐMUNDSSON + Matthías Guð- mundsson vél- smiður fæddist á Þingeyri 16. sept- ember 1911. Hann lést á Landakots- spítala 3. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur J. Sigurðs- son vélsmiður á Þingeyri og Estiva S. Björnsdóttir hús- v freyja og kaupmað- ur. Systur Matthí- asar eru: Rannveig Guðmundsdóttir, búsett í Stykkishólmi, og Sigur- björg Jóhanna Guðmundsdótt- ir, búsett í Kanada. 20. júní 1942 kvæntist Matt- hías Camillu Sigmundsdóttur frá Þingeyri og hafa þau búið þar allan sinn bú- skap. Þeirra börn eru: 1) Jónas Matt- híasson, búsettur í Hafnarfirði, kvænt- ur Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Gerður Matthías- dóttir, búsett á Sel- fossi, gift Ólafi Bjarnasyni og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. 3) Guðmundur Jón Matthíasson búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Mar- gréti Jónsdóttur og eiga þau tvo syni. Utför Matthíasar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin il 14.00. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, - eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami,- eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lyp í leyni liggur marinn svali (M. Joch.) í dag er til moldar borinn frá Þingeyrarkirkju tengdafaðir minn Matthías Guðmundsson. Á skilnað- arstundu kemur margt upp í hug- ann, allt frá þeirri stundu er ég ung að árum, kom með syni hans Jón- asi til Þingeyrar og hitti hann í fyrsta sinn. Þá spurði hann okkur hreint út hvort við ætluðum að rugla saman reitum okkar. . Þannig var Matthías blátt áfram og hreinskiptinn. Ég á einnig góðar minningar um heimsóknir til tengdaforeldra minna á Þingeyri og þeirra á heim- ili okkar Jónasar, bæði hér heima og í Danmörku. Við fórum þá í ferðalög saman. Oft rifjuðum við upp þessar ferðir og höfðum gaman af. I vetui; sem leið kom Matthías reglulega suður til Reykjavíkur í læknismeðferð. Þá áttum við oft langar samræður og dáðist ég að kímni hans og hversu jákvæður hann var um menn og málefni. Matthías bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum, tengdabörnum og -barnabörnum. Þau sakna nú vinar í stað. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdaföður mínum allt það góða sem hann gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIIIR Minningin um hann er dýrmæt. Milla mín, sá missir mikið sem mikið hefur átt. Blessuð sé minning Matthíasar Guðmundssonar. Guðbjörg Þorbjarnardóttir. í örfáum orðum langar mig að minnast elsku afa míns, afa á Þing- eyri, eins og ég alltaf hef kallað hann. Það er gott að eiga góðar minn- ingar að hugga sig við á þessari stundu og þær mun ég ætíð geyma. Hugurinn leitar ósjálfrátt til ferð- anna vestur, þegar við systkinin fengum að fljóta með afa og ömmu á gamla brúna Saabnum, til heim- sóknanna niður í smiðju þar sem afi tók alltaf vel á móti okkur sýndi okkur af mikilli þolinmæði hvað hann var að gera. Nú síðast í desember áttum við saman góðar stundir. Þrátt fyrir mikil veikindi var hann hress og kátur og húmorinn á sínum stað. Þannig mun ég minnast afa míns með stolti. Elsku amma mín, ég hugsa til þín og bið góðan Guð að styrkja þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Anna Birna, Þýskalandi. Okkur langar til að minnast hans afa okkar með nokkrum orðum. Það er svo undarlegt til þess að vita, að hann sem alltaf hefur verið fast- ur punktur í tilveru okkar er nú farinn. I hugum okkar er hann samt og verður alltaf til. Við eigum svo margar hugljúfar minningar um afa frá því við vorum lítil börn. Hann var í senn bæði gáskafullur, glettinn og svo fyrirmynd sem ávallt var tilbúin að kenna okkur og hvetja til dáða. Fyrir það erum við svo þakklát. Allar samverustundirnar bæði á Þingeyri og á Selfossi í gegn- um tíðina eru okkur því veganesti út í lífið. Þegar komið er að kveðjustund ERFIDRYKKJUR PEKLAN sími 620200 Vandaðir CzgsUinar VaranCeg minning STEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, "*N krossa og fylgihluta. MIIMNINGAR hrannast ótal hlýjar og bjartar svip- myndir upp í hugurn okkar sem munu geymast þar um ókomna tíð. Honum afa var svo umhugað um að okkur öllum farnaðist vel í líf- inu. Eitt af heilræðum hans var, að við ættum ævinlega að vanda öll okkar verk, jafnframt því að sýna alltaf aðgát. Þetta munum við reyna að hafa að leiðarljósi í lífnu. Elsku amma, þú hefur sýnt svo mikinn dugnað og styrk í veikindum afa og við vonum að þú getir áfram verið á heimaslóðum þar sem ykkur afa hefur alltaf liðið best. Það er vel við hæfi að vitna hér í kvæði Davíðs Stefánssonar „Höfð- ingi smiðjunnar" og minnast um leið afa okkar: Hann tipar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sin heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Blessuð sé minning afa.__ Camilla, Sylvía og Einar Orn. í dag verður Matthías Guð- mundsson, vélsmiður jarðsettur frá Þingeyrarkirkju. Hann var borinn og barnfæddur Þingeyringur, bjó þar alla sína ævi, sístarfandi í smiðj- unni, nánast til hinsta dags. Matthí- as er löngu þjóðkunnur maður fyrir hugvit sitt, hönnum og handverk. Hann nam handverkið hjá föður sínum, þeim ágæta merkismanni Guðmundi J. Sigurðssyni sem stofn- setti vélsmiðjuna á Þingeyri, árið 1913. Matthías hélt ungur að árum eftir Iðnskólanám í Reykjavík til framhaldsnáms í Odense í véltækni- fræðum. Það hefur trúlega ekki verið algengt í þá daga, að ungir menn á íslandi hleyptu heimdrag- anum og leituðu sér mennta erlend- is. Ekki mun tungumálakunnáttan heldur hafa verið upp á marga físka í byijun. Matthías skaut samt inn- fæddum fljótlega ref fyrir fyrir rass og lauk náminu með frábærri ein- kunn, enda fluggreindur og áhuga- samur ungur maður. Honum stóðu margir vegir opnir til frama að þessum glæsilega námsárangri loknum. Vissulega hafa þau tæki- færi freistað, en á hann var kallað í heimahaganna og hlýðnin við föð- urinn varð útþránni yfirsterkari. Eftir það yfirgaf hann Dýrafjörð ekki ótilneyddur og er einn af þeim mönnum sem hefur sett hvað mest- an svip á mannfélagið þar og voru honum falin ótal trúnaðarstörf í þágu byggðarlagsins. Þó Matthías æli aidur sinn allan á Þingeyri var hann engu að síður mikill heims- borgari. Það sem gefur lífinu gildi, er fólkið sem við kynnumst á lífsleið- inni. Nú, þegar Matthías er kvaddur hinsta sinni er mér efst í huga þakk- læti til forsjónarinnar sem gaf mér tækifæri til að kynnast og lifa mótunarár bernskunnar með Matt- híasi, konu hans Camillu Sigmunds: dóttur og börnum þeirra hjóna. í Estívuhúsi átti ég mitt annað heim- ili, þar sem við Gerður, dóttir þeirra vorum nánast óaðskiljanlegar. Þau eru ófá sporin sem ég hef trítlað á milli Bakarísins og Estívuhúss. Þeg- ar ég var orðin leið á kjötsúpunni heima, gat Gerður fengið hana og ég fór bara til Millu og Matta í mat. Þau buðu alltaf Bakarísbarni brauð og þar átti ég ævinlega at- hvarf ef á móti blés. Heimili þeirra var einstakt menningarheimili, oft með miklum umsvifum, búskap, iðnfræðslu, stjórnmálaþáttöku og tilheyrandi gestagangi. Þangað hafa allir verið velkomnir, ekki síst brottfluttir Dýrfirðiningar og af- komendur þeirra. Sjálft húsið var og er sem lífandi, því þar á hvert herbergi sitt nafn: Áfastofa, gamla eldhús, Kittaskúr, skólastofur svo eitthvað sé nefnt. Bílarnir áttu líka sín nöfn, en frægastur þeirra hlýtur Hakabúkk að vera, enda flutt mörg- um Dýrfirðingnum olíu til að verma húsin. Á þessu annasama heimili réð Camilla ríkjum með miklum rausnarbrag og vinnudagur hennar hefur oft verið langur. Ein af mín- um fyrstu bernskuminningum er af Matthíasi að tala í síma. Ég gat sjaldan stillt mig um að kíkja yfir öxlina á honum og fylgjast hug- fangin með öllum furðulegu teikn- ingunum sem urðu til á meðan hann talaði. Tannhjól sem gripu hvort inn í annað, öxlar, ásar og hvað þetta nú heitir. Alltaf var Matthías að skapa, stundum heildu virkjanirnar jafnvel. Það væri ævintýri líkast fyrir litlar hnátur að lauma sér inn í Ráðaleysi eða smiðju og undir því yfirskini að fá kandísmola hjá afa í munninn. Stundum stálumst við til að fylgjast með störfunum þar, agndofa yfir stórfengleika þeirrar sköpunar, þegar járnbútar voru brotnir, bræddir og glóandi járn- leðju var breytt í hluti sem settir voru saman í dráttarkarla eða ann- að sem okkur var sagt að sjómenn- irnir notuðu til að létta sér störfin. Stundum voru þrír ættliðir saman yfir deiglunni eða steypumótunum, allir kolsvartir og ægilegir í fram- an. Að vinnudegi loknum og eftir ærlegt bað, breyttust þessar mein- vættir aftur í elskulegustu karla sem brostu og lyftu andanum upp úr bikinu og daglegu streði. Afi fór með okkur í kirkju þar sem hann átti sitt fasta sæti á sama bekk þar sem bannað var að hlæja. Matti átti það gjarnan til að setjast við orgelið, spilaði þá frumsamin verk, eða þá Éjárlögin og söng. Þegar Milla, uppáklædd og falleg, stillti sér við hlið hans og söng með, varð tilveran öll svo undur eitthvað góð. Á sumrin var oft farið í sunnudags- bíltúra á Bláusi með kaffi á brúsa og nesti. Þetta voru ógleymanlegar ferðir, enda bæði Matti og Milla hafsjóir af fróðleik um staði, menn og málefni. Nú er Matthías lagður upp í ferðina sem bíður okkur allra til ókunnra heima. Þar verður vafa- lítið tekið vel á móti honum af horfnum samferðamönnum. Þegar ég sá hann síðast, helsjúkan á sjúkrahúsi var hann samur við sig. Þar var hann að bijóta til mergjar starfsemi mannslíkamann eins og um flókna vél væri að ræða. Honum var vel ljóst að um alvarlega vélar- bilum væri að ræða hjá sér. Hann velti fyrir sér mögulegum lausnum og var búinn að finna út hvernig tengja mætti framhjá meinsemdinni með þar til gerðum rörbút. Hann var jafnvel búinn að endurhanna sum hjálpartæki læknanna til hins betra. Camillu varð á orði að hún skildi ekkert í hvað hann væri að gera á sjúkrahúsi, af hveiju hann færi bara ekki heim í smiðju og gerði við sig sjálfur þar. Þá brá fyrir gamla glettnissvipnum í aug- um Matta um leið og hann skipaði Millu sinni fyrir og kallaði hana þá frú Nightingale. Elsku Milla mín, þú snýst nú ekki lengur í kringum hann Matthí- as. Það verða sennilega ekki fleiri smiðjugallar þvegnir í kjallaranum, né meira smiðjumak nuddað af veggjum í Estívuhúsi. Þess í stað hefur bæst við enn eitt leiðið i kirkjugarðinum fyrir þig að hugsa um. Um leið og ég sendi þér og börnunum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og þakklæti fyrir mig, bið ég þess að þú fáir notið lífs og heilsu sem lengst í húsinu þínu sem þér tókst að fá lagað svo fallega. Við sem eftir lifum geymum minn- ingar um góðan dreng. Fríða Regína Höskuldsdóttir. Það er sama hvar borið er niður á byggðu bóli á íslandi, alls staðar eru fjöll í grenndinni, sem teygja sig til himins og eru einkennandi fyrir umhverfi sitt, næsta byggðar- lag eða jafnvel heilu landshlutana. Og íbúunum þykir vænt um sitt fjall og eru stoltir af því, þar sem það gnæfir til lofts eða rís við sjón- arrönd, enda er það prýði byggðar- innar, setur svip á náttúruna og oft er gott að una í þessu skjóli. Fólk í öðrum landshlutum þekkir gjarnan nöfn þessara ljalla og finnur löngun til að taka sér ferð á hendur til að líta þau augum. Þannig er um Esj- una, Keili og fleiri fjöll þeirra, sem á Reykjavíkursvæðinu búa, Tinda- stól og Mælifellshnúk þeirra Skag- firðinga, að ógleymdum Snæfells- jökli, sem fólk í heilum landshlutum vill kalla fjallið sitt. Sammerkt eiga öll þessi fjöll að vera kennileiti, þar sem þau rísa yfir jafnlendið í kring, tilkomumikil og fögur í senn. En það er fleira en ijöll, sem setur svip á bæi og sveitir þessa lands. Þar býr fólk, og sumt af því dregur dám af þessum íjöllum og skarar fram úr fjöldanum, vinnur sér og sinni byggð eitthvað það til ágætis, gagns og framfara, að róm- að er um alla landsbyggðina. Nú er genginn til feðra sinna, frændi okkar, Matthías Guðmunds- son frá Þingeyri við Dýraijörð. Við hann á flestum betur samlíkingin við ijallið. í lífi og starfi skaraði hann fram úr og með sínum högu höndum var hann alltaf að smíða nýtt eða laga það, sem aflaga hafði farið og oft var ekki á annarra færi að bæta. I bernsku okkar í Stykkishólmi heyrðum við oft minnst á Guðmund afa á Þingeyri og Matta frænda og smiðjuna, enda hafði faðir okkar lært þar í smiðj- unni hjá afa. Við námslok þar fylgdi móðir okkar, Rannveig Guðmunds- dóttir, pabba hingað heim í Stykkis- hólm, þar sem ungu hjónin stofnuðu heimili og hófu rekstur vélsmiðju. í þá daga voru allar samgöngur erfiðar og ekki til siðs að ferðast um langan veg að óþörfu. Það var vík milli vina og frænda. Því var það ekki oft á bernskuárunum, sem við systkinin hittum Matthías frænda, Camillu Sigmundsdóttur konu hans og börn þeirra. Á bryggjunum höfðum við heyrt vandalausa tala um, að þessi frændi okkar væri galdrakarl og fremdi galdur sinn á vélum. Við vorum raunar í vafa um, hvort það væri kostur eða löstur að vera þannig. Seinna skildum við þetta allt betur, þegar við komum í smiðjuna á Þing- eyri og sáum, hvernig frændi not- aði afl eldsins til að móta járnið að vild og gera það manninum undir- gefið, svo til gagns yrði. Og við komumst brátt að raun um, að þessi frændi okkar, sem beygði hart stál- ið undir vilja sinn, strauk undurb- lítt um vanga barnanna og var þeim öllum betri. Það var hátíð hjá okk- ur, þegar samfundir urðu og öllu til tjaldað, svo gera mætti veislu góða. Og í ljós kom að frændi okk- ar og hans kona voru hið skemmti- legasta fólk og hrókar alls fagnaðar á góðri stund. Matthías hafði fast- mótaðar skoðanir um landsins gagn og nauðsynjar og engum duldist hugur hans til allra framfara og athafna. Ferðamaðurinn Matthías Guðmundsson hafði áhuga á öllu. Hann vildi vita allt um landið, sem hann fór um og hagi fólksins, sem þar bjó, og auðvitað lá leið hans að höfninni í hveiju sjávarplássi til að skoða og fræðast. Hann vissi, að þar sló jafnan lífæð byggðarinn- ar. ' Nú kveðjum við þennan frænda okkar, þennan vandaða mann, sem var okkur og öðrum fyrirmynd í svo mörgu. íslenskari maður er vand- fundinn. Við kveðjum hann með eftirsjá, en umfram allt þakklát fyrir að hafa átt hann að. Systkinin Austurgötu 3, Stykkishólmi. Óneitanlega varður það tómlegra að heimsækja Þingeyri nú þegar Matthías Guðmundsson er fallin frá. Svo mikinn svip setti þessi minnisstæði heiðursmaður á um- hverfi sitt að það er stórt skarð fyrir skildi að honum látnum. Matthías Guðmundsson var með eftirminnilegustu mönnum sem ég hef kynnst. Bæði var það að hann var skemmtilegur, fróður og marg- reyndur á marga vísu. En umfram allt þá var hann trúr sjálfum sér. Ófáar stundirnar átti ég síðustu árin með Matthíasi í smiðjunni hans á Þingeyri. Það var fastur punktur í tilveru minni að heimsækja hann þar þegar ég átti leið um. Því fylgdi sérstök tilfinning að hitta þennan ógleymanlega mann í vinnugallan- um við verk sín. Vélsmiðja hans er einstök á allan hátt. Þar er flest t i i í i c i i c i i i ( ( ( I I I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.