Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C/D 132. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flestir gæsluliðar á valdi Bosníu-Serba lausir úr haldi Múslimar safna liði norðan við Sarajevo Sar^jevo, Belgrad. Reuter. BOSNÍU-SERBAR létu í gær lausa 28 friðargæsluliða Sameinuðu þjóð- anna sem þeir höfðu haft í gíslingu. Enn var óljóst um örlög níu manna í gærkvöldi og 15 voru enn í haldi af „tæknilegum ástæðum" að sögn Serba. Fulltrúi stjómar Slobodans Milosevic Serbíuforseta hafði milli- göngu um lausn gíslanna og var ekið með þá til Belgrad. Talin er hætta á miklum átökum við Sarajevo á næstunni. Bosníu-Serbar segjast hafa fengið loforð um að ekki verði gerðar fleiri loftárásir á stöðvar þeirra en Yas- ushi Akashi, sendimaður SÞ í Bos- níu, fullyrti í gær að engu hefði ver- ið fórnað til að fá gíslana leysta úr haldi. Vamarmálaráðherra Frakk- lands, Charles Millon, fagnaði því að gæsluliðarnir hefðu verið látnir lausir. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur öll en einnig merki um að það borgar sig að sýna staðfestu,“ sagði hann. Bosníu-Serbar hindra enn birgða- flutninga til Sarajevo og hafa um langt skeið komið í veg fyrir að hjálp- argögn séu flutt til annarra um- setinna borga múslima. Fyrstu hermennimir í nýstofnuðu hraðliði er sent verður til Bosníu, flokkur franskra hermanna með 23 gáma fulla af þungavopnum og öðr- um herbúnaði meðferðis, komu til hafnarborgarinnar Split í Króatíu í gær. Sagði liðsforingi á staðnum að Stalín fái uppreisn æru Moskvu. Reuter. Jevgení Djúgasvílí, sem situr á rússneska þinginu fyrir hönd kommúnista, vill að afi sinn, Jósef Stalín, fái uppreisn æru og stofn- aði í gær sérstök samtök með það að höfuðmarkmiði. Einnig vill Djúgasvíli koma því til leiðar að Rússar fái leiðtoga, sem muni sljórna í anda afans, til þess að glæpaöldunni linni. Djúgasvílí lætur sig einu varða þótt Stalín hafi borið sök á dauða föður hans, Jakovs. Faðir hans og sonur Stalíns var flugmaður í heimsstyrjöldinni síðari og féll í hendur Þjóðverjum, sem buðust til að skipta á honum og þýskum herforingja. Stalín neitaði með þeim orðum að hann „skipti ekki á hermönnum og marskálkum" og sonur hans bar beinin í þýskum fangabúðum. Dsjúgasvílí hélt því fram í gær að afi sinn hefði verið fórnarlamb rógsherferðar fjandvina sinna og hann hefði enga glæpi framið. Milljónir sovéskra borgara létu lífið í þrælkunarbúðum Stalíns og gríðarlegt mannfall í sovéska hernum í heimsstyijöldinni síðari mátti rekja beint til mistaka leið- togans. Nýju samtökin munu hafa 45 deildir um allt Rússland, en ætl- unin er ekki að bjóða fram í þing- kosningunum i desember, heldur styðja Kommúnistaflokkinn. hermennimir yrðu sendir til Sarajevo en hraðliðinu er ætlað að koma létt- vopnuðum friðargæsluliðunum til hjálpar þegar nauðsyn krefur. Óljó.st er hvort þeir verða einnig látnir efla gæslustarfið í þeim hluta Króatíu sem serbneski minnihlutinn ræður. Liðsafnaður við Sarajevo Tugir þúsunda manna úr röðum hers Bosníustjórnar, sem er að mestu skipuð múslimum, hafa safnast sam- an í Visoko-Breza héraði, norðan við Sarajevo. Er talið að þeir séu hluti hers sem eigi að að rjúfa umsátur Bosníu-Serba um borgina undanfarin þrjú ár. Skólum hefur verið lokað á svæðinu og komið upp hjúkrunar- skýlum fyrir hermenn. Nokkurt stjómarherlið hefur þegar bæki- stöðvar um 20 km norðvestur af Sarajevo. „Annar eins liðsafnaður hefur ekki fyrr átt sér stað í Bosníustríðinu," sagði ónafngreindur embættismaður SÞ. „Þeim er greinilega ætlað að sækja fram í átt til Sarajevo." Hann taldi Bosníu-Serba vera að safna liði til að bregðast við hugsanlegum áhlaupum og spáði því að til harðra átaka kæmi á næstunni. Ráðherrar hjóla til vinnu STEPHEN Norris, sam- gönguráðherra Bretlands, fór í gær fyrir fríðum hópi aðstoðarráðherra, sem brugðu sér á bak hjólhestum í tilefni átaksins „Hjólum til vinnu“. Hjóluðu ráðherrarn- ir, 23 talsins, til þinghússins í gær en allir þingflokkarnir hafa sameinast um að hvetja til aukinna hjólreiða til að draga úr mengun í borgum. Reuter Róstusamt á svæðum Palestínumanna Landnemar yfirtaka hús á Vesturbakkanum Tel Aviv, Barkatn, Nablus. Reuter. HUNDRUÐ ísraelskra landnema og aðrir sem andvígir eru friðarsamn- ingum ísraelskra stjórnvalda við Palestínumenn, yfirtóku í gær 13 hús á herteknu svæðunum á Vestur- bakkanum og sögðust hafa komið á fót nýju landnámi. Húsin voru auð en í eigu gyðinga. Róstusamt hefur verið á svæðum Palestínumanna, fjórir létu lífið í uppþotum í flóttamannabúðum Pal- estínumanna, ísraelski herinn gerði húsleit hjá fjölda manns sem grun- aðir voru um að hýsa hryðjuverka- menn í borginni Nablus og palest- ínskum mótmælendum lenti saman við ísraelska hermenn er herinn hugðist fjarlægja hús araba sem reist hafði verið í óleyfi. Gyðingarnir lögðu svæðið á Vest- urbakkanum undir sig fyrir dögun í gærmorgun og sögðust vera að mótmæla áætlunum hersins um að afhenda Palestínumönnum yfirráð yfir borgum á Gazasvæðinu. Faisal al-Husseini, háttsettur embættis- maður Frelsissamtaka Palestínu- manna í Jerúsalem, sagði aðgerðir landnemanna vera „ögrun“. Lögregla hafði gætur á landnem- unum; sem báðust fyrir, settu upp fána Israelsríkis og hófu að hreinsa til og tengja húsin vatni og raf- magni. Létu lögreglumennirnir þá hinsvegar afskiptalausa. Binyamin Reuter ISRAELSKIR landnemar yfirtaka hús á Vesturbakkanum í gær í mótmælaskyni við friðarsamning ísraela og Palestínumanna. Ben-Eliezer, húsnæðismálaráðherra ísraels, sagðist líta aðgerðirnar al- varlegum augum og kvaðst búast við því að öryggissveitir myndu flytja fólkið á brott á næstu dögum. Verða að láta Gólan Fjármálaráðherra ísraels, Avra- ham Shohat, sagði í gær að ísraelar yrðu fyrr eða síðar að gefa stærstan hluta Gólanhæða eftir í friðarsamn- ingum við Sýrlendinga. Samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í ísrael, er meirihluti lands- manna á móti því að láta hæðirnar eftir. Á ferð sinni um Mið-Austurlönd í síðustu viku kvaðst Warren Chri- stopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafa fengið herforingja ísraela og Sýrlendinga til að ganga til samningaviðræðna í Washington þann 27. júní nk. en upp úr viðræð- unum slitnaði í desember sl. Símtöl Spánar- konungs hleruð Madríd. The Daily Telegraph. HARÐAR deilur urðu í gær á spænska þinginu vegna frétta um að spænska leyniþjónustan hefði hlerað einkasímtöl Jóhanns Karls Spánarkonungs. Kröfðust þingmenn Alþýðufýlkingarinnar, sem er í stjórnarandstöðu, skýringa af Felipe Gonzalez, forsætisráðherra. Málið komst í hámæli er dagblaðið E1 Mundo birti hluta úr skjölum leyni- þjónustu hersins. Sagði í umfjöllun blaðsins að leyniþjónustan, Öesid, hefði skráð öll símtöl til og frá Spán- arkonungi frá 1985 til 1990, án leyf- is hirðarinnar. í skjölunum eru skráðar dagsetn- ingar símtalanna, tíðni, um hvers konar símtöl hafí verið að ræða, um hvaða mál hafi verið talað og úr hvernig síma. Hvergi var að sjá lýs- ingu á því hvað var rætt um. Flest voru símtölin við vini konungs, ráð- herra, kaupsýslumenn, blaðamenn og erlenda sendimenn. ----♦------- Tsjetsjníja Síðasta vígið fallið Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI herinn hefur náð á sitt vald bænum Shatoi, síðasta vígi að- skilnaðarsinna í Tsjetsjníju, að sögn fréttastofunnar Ítar-Tass. Er hann um 50 km suðaustur af höfuðborg- inni, Grosní. Liðsmenn Dzhokars Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjena, fluttu aðalstöðv- ar sínar til Shatoi þegar bærinn Vedeno féll í hendur Rússum 4. júní sl. og Rússar telja, að með falli þessa síðasta vígis aðskilnaðarsinna muni endir verða bundinri á skipulagða mótspyrnu í landinu. Rússar stefndu að því að ná Shatoi á sitt vald fyrir sl. mánudag, þjóðhá- tíðardag Rússlands, en slæmt veður kom í veg fyrir, að það tækist. í loka- atlögunni að bænum voru sveitir fall- hlífarhermanna auk þess sem skrið- drekar og flugvélar héldu uppi árás- um á hann. ■ Mótspyrna/20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.