Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 48
MTT#
alltaf á
Miövikudög'um
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKU DAGUR 14. JUNI1995
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna hefja viðræður á ný
Talið að samist geti
innan sólarhrings
SAMNINGANEFNDIR útvegs-
manna og sjómanna koma saman
til samningafundar kl. 10 í dag
og telja fulltrúar viðsemjenda góð-
ar líkur á að samningar takist í
dag eða nótt. Samkomulag varð
um að hefja viðræður að nýju eft-
ir óformlegan fund fulltrúa sjó-
manna og útvegsmanna hjá ríkis-
sáttasemjara síðdegis í gær en
deiluaðilar héldu svo annan óform-
Jegan fund í gærkvöldi til að und-
írbúa viðræðurnar. Sá fundur stóð
enn á miðnætti og voru taldar
góðar líkur á að samkomulag
næðist í dag. Rætt var um að ef
samningar yrðu undirritaðir yrði
verkfalli strax frestað og atkvæða-
greiðsla um samninginn færi fram
síðar.
Fyrr um daginn ræddu þrír
ráðherrar ríkisstjórnarinnar við
forystumenn sjómanna og at-
vinnurekenda um stöðu sjó-
mannadeilunnar og ástandið á
vinnumarkaði.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagðist í gærkvöldi telja
að samkomulag ætti að geta náðst
í sjómannadeilunni á einum degi
ef samningsaðilar einbeittu sér að
því. Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélagsins, sagði að menn
*
Utvegsmenn og
sjómenn á Norð-
urlandi reiðubún-
ir að hefja sérvið-
ræður
myndu ræða þau atriði sem sjó-
menn væru ósáttastir við. Kristján
Ragnarsson, formaður LIÚ, sagði
útvegsmenn reiðubúna að ræða
alla þætti deilunnar.
Ríkistjórnin tilbúin að stuðla
að gerð samninga
Ríkisstjórnin er reiðubúin að
beita sér fyrir aðgerðum í tengsl-
um við gerð sjómannasamninga
til að greiða fyrir samkomulagi. Á
mánudag lagði sjávarútvegsráð-
herra fram frumvarp á Alþingi um
úrskurðarnefnd sem á að fjalla um
ágreining um fiskverð sem sjó-
menn og útvegsmenn höfðu náð
samkomulagi um en að sögn Þor-
steins verða hugsanlega gerðar á
því einhveijar breytingar.
„Það er mjög mikilvægt að
samningsaðilar nýti þennan tíma
vel. Við teljum að þeir eigi að
geta náð samkomulagi. Það var
komið samkomulag um allt efni
miðlunartillögunnar en þeir náðu
hins vegar ekki að ræða nokkur
atriði sem þar stóðu fyrir utan og
hugsanlega má einnig laga nokkur
atriði tillögunnar,“ sagði Þor-
steinn.
Stjórnvöld ætla ekki að líða að
launastefnan verði brotin upp
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sagðist í gær telja að kynn-
ing á miðlunartillögu ríkissátta-
semjara hefði ekki heppnast vel.
Hann lagði áherslu á að aðilar
reyndu til þrautar að leysa sín
mál sjálfir og sagðist ekki hafa
hótað neinum afskiptum ríkis-
valdsins.
í gærmorgun hófu útgerðar-
menn og forystumenn sjómanna á
Norðurlandi þreifíngar um gerð
sérsamnings og á fundi í Útvegs-
mannafélagi Norðurlands í gær
var samþykkt að taka upp viðræð-
ur við sjómenn um gerð sérsamn-
ings ef ekkert kæmi út úr óform-
legum fundi foiystu sjómanna-
samtakanna og LIÚ í húsnæði rík-
issáttasemjara.
■ SjómannadeiIan/6-8
í fiski við
Viktoríu-
vatn
ISLENDINGAR eru að verða
_ ^msvifamiklir í fiskvinnslu við
-Viktoríuvatn í Úganda.
Einar Harðarson á þar nú þeg-
ar eina fiskvinnslustöð, sem hann
rekur, og er auk þess fram-
kvæmdastjóri annarrar. Nokkur
hópur íslendinga undir forystu
Júlíusar Sólness, prófessors, og
Inga Þorsteinssonar, ræðis-
manns Islands í Nairobi í Kenýa,
hafa fest kaup á frystihúsi við
vatnið fyrir um 1,1 milljón doll-
ara, tæpar 70 milljónir króna.
Fyrirtæki Einars heitir Icefish
og er í Entebbe en að auki er
^Wann framkvæmdastjóri annars,
sem heitir Greenfields.
„Þetta er allfrábrugðið því,
sem maður var að gera heima,“
segir Einar. „Hér rekur maður
skuldlaust fyrirtæki í sjávarút-
vegi, en það er líklega anzi fátítt
heima.“
íslendingar umsvifamiklir/Bl
Handsal hf. býður einstaklingum lán til 25 ára
Kjör geta verið hag-
stæðari en í bönkum
Verðbréfafyrirtækið Handsal
hf. hefur hafið samvinnu við
nokkra af stærstu lífeyrissjóðum
landsins um að bjóða einstakling-
um og fyrirtækjum lán á hagstæð-
um kjörum til allt að 25 ára.
Um getur verið að ræða lán til
íbúðarkaupa, til endurfjármögn-
unar á skammtímalánum einstakl-
inga eða lán vegna kaupa og end-
urbóta á atvinnuhúsnæði.
Hér er um að ræða svonefnd
jafngreiðslulán sem bera vexti á
bilinu 7-8,25% eftir veðsetningu
og áhættumati. Pálmi Sigmarsson,
framkvæmdastjóri Handsals hf.,
segir að hér sé um að ræða hag-
stæðari kjör en fáist að jafnaði í
bankakerfinu því meðalvextir á
verðtryggðum skuldabréfalánum
bankanna séu nú 8,9%.
Gerð er krafa um að veðsetning
sé undir 55% af markaðsvirði fast-
eignar, eignir séu á höfuðborgar-
svæðinu og að umsækjandi geti
sýnt fram á viðunandi greiðslu-
getu.
Lífeyrissjóðirnir hafa til ráðstöf-
unar allt að 400-500 milljónir
króna á mánuði í þessi nýju lán.
■ Hagstæðari/16
Flugvöll-
urinn
umflotinn
LÍTIL flugvél kemur inn til
lendingar á Egilsstaðaflug-
velli, sem er umlukinn leys-
ingavatni. Vatnsborð Lagar-
ins hefur ekki verið hærra í
vorleysingum frá árinu 1968.
Árni Snorrason, forstöðu-
maður Vatnamælinga Orku-
stofnunar, sem á minni mynd-
inni hugar að mælitækjum,
sagði í gær að íslenskir vatna-
fræðingar væru í sömu spor-
um og norskir starfsbræður
þeirra, með mikinn viðbúnað
en gætu ekkert gert.
A Norðurlandi hafa ár
einnig flætt yfir bakka sína í
miklum leysingum, en flóðin
voru í rénun í gær. Allt undir-
lendi í Svarfaðardal er undir
vatni og varplönd eru víða í
kafi. Skjálfandafljót hefur
tekið í sundur vegi og heim-
reiðar og eru bæirnir að
Húsabakka nú sem þeir standi
á eyju. Þá féllu fleiri aur-
skriður í Garðsnúpi í Aðaldal.
■ Vatnavextir/3,10 og 11
Sjálfstæðisflokkur klofnaði við val á bæjarverkfræðingi Hafnarfjarðar
ODDVITAR meirihluta Sjálfstæð-
isflokksins og Alþýðubandalagsins
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar segja
meirihlutann fallinn eftir að Sjálf-
stæðisflokkurinn klofnaði við at-
kvæðagreiðslu um ráðningu í emb-
ætti bæjarverkfræðings á bæjar-
stjórnarfundi í gær.
Tveir fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gengu gegn tillögu
Magnúsar Gunnarssonar, oddvita
flokksins og formanns bæjarráðs,
um ráðningu í stöðuna. Alþýðu-
flokksmenn réðu því ráðningu
bæjarverkfræðings og var Krist-
inn Ó. Magnússon, núverandi að-
stoðarbæjarverkfræðingur, ráð-
inn.
Segja meiri-
hlutann fallinn
Jóhann fékk tvö atkvæði
Á bæjarstjórnarfundinum
greiddu þeir Magnús Kjartansson,
sem tók sæti á fundinum sem
varamaður Jóhanns G. Bergþórs-
sonar, og Ellert Borgar Þorvalds-
son, forseti bæjarstjórnar, atkvæði
með Jóhanni í embættið. Magnús
Gunnarsson hafði gert tillögu um
Björn I. Sveinsson og fékk hann
atkvæði tveggja sjálfstæðismanna
og beggja fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins. Kristinn Magnússon fékk
atkvæði fimm fulltrúa Alþýðu-
flokksins.
Jóhann G. Bergþórsson sagði
eftir fundinn að samkomulag við
sig hefði verið brotið og hann teldi
sig ekki lengur hluta af meirihlut-
anum. Magnús Gunnarsson og
Magnús Jón Árnason segja meiri-
hlutann fallinn.
Sjálfstæðismenn funda í kvöld
Boðað verður til fundar í fulltrú-
aráði sjálfstæðisfélaganna í Hafn-
arfirði í kvöld og málin rædd.
Magnús Gunnarsson segir ieiðir
hafa skilið með sér og þeim fulltrú-
um, sem greiddu Jóhanni at-
kvæði. Þannig njóti Ellert Borgar
nú ekki trausts bæjarmálaflokks
Sjálfstæðisflokksins.
■ Alþýðuflokkurinn réð/4