Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 41
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 41 I ! I ! I I 1 j 1 ; l i í J t 4 3 4 4 4 4 4 4 4 FÓLK í FRÉTTUM James McCartney í lífsháska ►JAMES McCartney, 17 ára son- ur bítilsins Pauls McCartneys, lenti fyrir skömmu í harkalegu bilslysi. James hafði nýlega feng- ið ökuskírteinið upp í hendumar og slysið átti sér stað þegar hann reyndi að stytta sér leið utanveg- ar og keyrði beint ofan í stóra gryfju. Bílinn steyptist niður og lenti á þakinu. James sat fastur í honum en náðist út um síðir. „Sem betur fór vöktu englarn- ir yfír honum. Hann slasaðist ekki alvarlega," sagði karl faðir hans á blaðamannafundi sem hann hélt stuttu eftir slysið. Þetta er ekki i fyrsta skiptið sem James lendir í lifsháska. Fyrir tveimur árum sendi Paul út fjölmennt björgunarlið til að leita að honum, þar sem hann bar á haf út eftir að hafa verið á brimbretti. Væntanlega brýnir McCartney nú fyrir syni sínum að fara varlegar í umferðinni. EFST til vinstri er James McCartney sonur Paul McCartneys en föður hans varð ekki um sel er hann frétti að sonur hans hefði lent i bílslysi. Það kostar minna til Cancun en til Mallorka í ágúst Þér bjóðast fegurstu strendur í heimi og glæsilegur aðbúnaður í Cancun sem á sér engan samjöfnuð á öðrum áfangastöðum frá íslandi. Samt kostar það minna en að fara til Mallorka í ágúst og er það að þakka frábærum flugsamningum okkar, en nú býðst þér beint leiguflug til Cancun frá Islandi í júlí, ágúst og september. Verð kr. 66.330 m.v. hjón með bam, 3. jú! Laguna, 2 vikur. Verð kr. 73.650 m.v. 2 í herbergi. Innifalið í verði: Flng, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn í Cancun, skattar og forfallagjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.