Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 13 FRÉTTIR Stýrimannaskólinn Dúxán grunn- skólaprófs „ÉG hringdi á skrifstofu skólans tveimur dögum áður en skólinn átti að hefjast og spurði hvort það væri í lagi að ég kæmi þó ég hefði ekki grunnskólapróf," segir Aðalsteinn Bjarnason. Það var í lagi og nú tveimur árum síðar brautskráist hann með sóma, dúxinn frá Stýri- mannaskólanum. Aðalsteinn ætlar að róa ein- samall í sumar, á handfæri á Guð- mundi Garðari SH. „Ég hætti ekki á að lenda í verkfalli," segir Aðal- steinn. Hann ætlar að öllum líkind- um að gera út frá Flateyri og verð- ur „bara þar sem fiskurinn er, ég elti hann“. Söðlaði um eftir slys Aðalsteinn segir að það hafi alls ekki komið að sök þótt hann hafi ekki haft grunnskólapróf. Á sínum tíma hætti hann snemma í námi og fór á sjóinn. Sumarið 1993 urðu hins vegar þáttaskil í lífi hans þeg- ar hann lenti í sjóslysi. Þá gerði hann út sinn eigin bát frá Flateyri og í einum róðrinum vildi ekki bet- ur til en svo að báturinn sökk und- an honum. Rúmum sólarhringi síðar var honum bjargað úr gúmmíbjörg- unarbáti sem stefndi hraðbyri til hafs. Upp úr því ákvað hann að söðla um og setjast á skólabekk að nýju. Hann stundaði nám í fiski- mannadeildinni og hefur nú ótak- mörkuð réttindi á fiskiskip. Aðalsteinn segir að atvinnuhorf- ur séu góðar þó menn fái kannski ekki draumastarfið um leið og þeir útskrifast, menn vinni sig bara upp. Morgunblaðið/Úlfar AÐALSTEINN, heimtur úr helju fyrir tveimur árum. HÁTT á annað hundrað íslensk- ir nýbúar af 25 þjóðernum létu ekki gráglettinn vorvindinn aftra sér frá því að koma saman á þjóðamóti á Þingvöllum á laugardaginn. John Spencer, í undirbúningsnefnd, segist ánægður með hvernig til tókst. Andinn hafi verið góður og eng- ar kvartanir borist mótshöldur- um. Engu að síður segist hann vonast til að fleiri nýbúar sæki næsta þjóðamót. Stefnt er að því að þjóðamót verði árlegur viðburður á íslandi hér eftir. Sú hugmynd hefur komið upp að halda alþjóðlega matarhátíð í haust. HAFNARFJARÐARBÆR og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hafa undirritað samning er felur í sér víðtæka samvinnu milli þessara aðila um þróun, ræktun og umhirðu útivistarsvæða bæjarins ofan byggðarinnar. Fyrirmyndir að samningnum eru samningar Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar um Kjarnaskóg og Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur um Heiðmörk. 2,5 milljónir króna á þessu ári Samkvæmt samningum er gert ráð fyrir að ræktunar- og útivistar- svæðin verði ætluð almenningi til umferðar og afnota. Bæjarsjóður mun kosta og annast allar sam- göngur, s.s. ökuleiðir og stígagerð. Gert er ráð fyrir að bæjarstjórn Þjóðir á Þingvöllum Skemmtidagskrá Gestirnir á fyrsta þjóðamótinu gerðu sér ýmislegt til gamans, fóru í gönguferð, léku hafna- bolta og fóru í ýmsa aðra leiki. Sérstök barnadagskrá var á mót- inu og fengu börnin andiitsmál- ingu. Hér lýkur Barbara Krist- vinsson við að mála íslenska fán- ann á aðra kinn Atla Magnúsar veiti félaginu árlegan rekstrarstyrk sem tryggi efnalega tilveru félags- ins að verulegu leyti, og ftemur styrkurinn 2,5 milljónum króna í ár. Samningurinn er í gildi til 1. janúar 1999, en gert er ráð fyrir að hann verði endurskoðaður á þeim tíma í ljósi reynslunnar. Hólmfríður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Hafnarfjarðar, segir að gert sé ráð fyrir að Vinnuskóli Hafnar- fjarðar taki virkan þátt í starfinu og séu t.d. þrír vinnuflokkar að störfum nú undir þeim formerkjum. Báðum hagkvæmur „Ég held að þetta sé mjög góður samningur fyrir báða aðila,“ segir Hólmfríður. „Hann festir félagið í sessi og tryggir að við getum hald- ið áfram okkar starfi af ennþá meiri krafti en áður.“ Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdðttir Ársælssonar, 7 ára, en kanadíski fáninn prýðir hina kinnina. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, og Bryn- dís Schram, eiginkona hans, heilsuðu upp á mótsgesti, og flutti Jón Baldvin ávarp. Mót- gestir gerðu góðan róm að máli Jóns Baldvins og Önnu Þrúðar Þorkelsdóttur varaformanns Rauða kross íslands. Af þjóðernum gestanna má nefna að þeir voru frá jafn ólík- um löndum og Kenýa, Israel, Bosníu, Spáni, Jórdaníu, Græn- landi, Kanada, Bandarikjunum og Skotlandi svo eitthvað sé nefnt. Nýr fram- kvæmdastjóri þingflokks HANNA Birna Kristjánsdóttir stjórnmálafræð- ingur hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins frá 1. ágúst nk. Hanna Birna HÚn tekur, við Kristjúnsdóttir gtarfinu af Ásdísi Höllu Bragadóttur. „Ég hlakka mjög mikið til að takast á við þetta fjölbreytta starf,“ sagði Hanna Birna í samtali við Morgunblaðið. „I upphafi kjörtíma- bils eru mörg spennandi verkefni framundan, sem verður án efa áhugavert að taka þátt í.“ Hanna Birna er 28 ára gömul. Hún lauk BA-prófi í stjórnmála- fræði frá HÍ 1991. Hún stundaði síðan nám í alþjóðlegum og evr- ópskum stjórnmálum við Edinborg- arháskóla og lauk þaðan MSc-prófi 1993. Undanfarið hefur hún starfað á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Eiginmaður hennar er Vilhjálmur Jens Árnason heimspekingur. Samstarf á milli Hafnarfjarðarbæjar og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Samið um ræktun útivistarsvæða kraftrnikil og kaltþi ilin J Electrolux pvottavel • Er með sjálfvirkan magnskynjara. • Sparar vatn, þvottaefni og rafmagn. • Er með kraftúðun. • Hreinni þvottur. • Hreinna (sland. • Þriggja ára ábyrgð. ÚSASMI VELORF F Y R I Rr VANDLATA TANAKA 422 vélorf fyrir bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö. kr. 41.610 stgr. TANAKA 355 vélorf fyrir sumarbústaði 2,0 hö. kr 39.71 0 stgr. TANAKA 4000 vélorf fyrir heimili og sumar- bústaði 0,8 hö. kr.17.955 stgr. TANAKA 2800 heimilisvélorf 0,9 hö. kr. 16.055 stgr. VETRARS0L Hamraborg 1-3, norðanmegin Kópavogi. 564 18 64 W\Vestfrost Frystikistur staðgr.verð HF201 72x65x85 41.610,- HF271 92 x 65 x 85 46.360,- HF396 126x65x85 53.770,- HF506 156x65x85 62.795,- SB300 126x65x85 58.710,- Frystiskápar FS205 125 cm 56.430,- FS275 155 cm 67.545,- FS345 185 cm 80.180,- Kæliskápar KS 250 125 cm 53.390,- KS315 155 cm 57.190,- KS 385 185 cm 64.695,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 80.465,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 2 pressur KF350 185 cm 93.670,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF 355 185 cm 88.540,- kælir 271 ltr frystir 100 ltr 2 pressur oaCfci i Faxafeni 12. Sími 553 8000 I Mótorvindingar og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði Raflagnaþjónusta í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum Vanir menn vönduð vinna, áratuga reynsla. Vatnagörðum 10 • Reykjavík S 568-5854 / 568-5855 • Fax; 568-9974 ÞJÓNUSTA í ÞÍNA ÞÁGU 1945-1995

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.