Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Frakkar
sprengja
áfram
JACQUES Chirac, Frakk-
landsforseti tilkynnti í gær að
Frakkar myndu halda áfram
kjarnorkutilraunum sínum í
september og sprengja átta
tilraunasprengingar í Suður-
Kyrrahafí. Sagði hann að þeim
myndi verða lokið í maí en þá
hyggjast Frakkar undirrita
sáttmála um bann við tilrauna-
sprengingum.
Hrefnuveiði
að ljúka
TUTTUGU og einn af 33 hval-
veiðibátum Norðmanna hafa
fyllt kvóta sinn í ár. í gær var
búið að veiða 185 af 232 hrefn-
um sem leyft er að veiða. Þeir
sem enn eiga óveitt hafa frest
til 23. júní til að klára kvóta
sinn. Sala á hvalkjöti hefur
verið dræmari nú en undanfar-
in ár. Kjötið telst fyrsta flokks,
en hátt verð hefur gert sam-
keppni við annað Iq'öt erfíða.
Fnykur í
Japan
FARÞEGI og járnbrautastarfs-
maður voru fluttir á sjúkrahús
sárir í kverkum eftir að til-
kynnt var um „undarlegan
fnyk“ í úthverfalest í Tókýó.
Glær vökvi í lítill flösku fannst
í lestarvagni við útibrautarpall
um 20 km utan við borgina.
Að sögn lögreglu var ekki vitað
í gær um hvers konar vökva
var að ræða, né heldur hvort
atvikið tengdist taugagasárás-
um sem gerðar voru í neðan-
jarðarlestum borgarinnar fyrir
skemmstu.
Bréfsprengja
í Þýskalandi
LÖGREGLUMAÐUR í þýska
bænum Liibeck slasaðist á
hendi þegar bréfsprengja
sprakk í höndunum á honum.
Sendingin kom frá Austurríki
og leikur grunur á að hún hafí
átt upptök sín hjá hægrisinnuð-
um öfgamönnum sem hafa
staðið fyrir bréfsprengjuher-
ferð að undanfömu. Sendingin
í gær var stíluð á aðstoðarbæj-
arstjórann í Lubeck, Dietrich
Szameit, sem hefur gagnrýnt
mjög það sem hann kailaði
væga dóma yfir fjórum mönn-
um sem voru fundnir sekir um
aðild að sprengjutilræði í sam-
komuhúsi gyðinga í Lubeck í
fyrra.
Hugleiddi
risasprengju
JAMES Nichols, bróðir Terrys
Nichols sem hefur verið ákærð-
ur fyrir aðild að sprengingunni
í stjórnsýslubyggingunni í
Oklahóma 19. apríl, sagði fyrir
sjö árum að jafna mætti bygg-
inguna við jörðu með „risa-
sprengju." Þetta kemur fram í
skjölum bandarísku alríkislög-
reglunnar (FBI), sem fengust
birt eftir að bandarískar frétta-
stofur fóru í mál við FBI. Ja-
mes hefur ekki verið ákærður
fyrir aðild að sprengingunni,
sem kostaði 167 manns lífíð,
en er undir eftirliti lögreglunn-
ar. Terry og TimotKy McVeigh
eru þeir einu sem hafa verið
ákærðir vegna málsins.
Mótspyrna Tsjetsjena
brotin á bak aftur
Sumir telja að sigurinn muni fyrst og
fremst birtast í auknum styrk aftur-
haldsaflanna í Rússlandi
Moskvu. The Daily Telegraph.
FLEST bendir til, að rússneski her-
inn sé að ná því takmarki sínu að
bijóta sveitir aðskilnaðarsinna í
Tsjetsjníju á bak aftur. Einhveijar
skærur munu þó halda áfram í
marga mánuði en Borís Jeltsín, for-
seti Rússlands, sagði í viðtali við
dagblaðið Ízvestía, að skammt væri
í að rússneskir hermenn næðu á sitt
vald síðasta fjallavígi Dzokhars
Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjena, og
liðsmanna hans.
Rússneski herinn stefndi raunar
að því að ná á sitt vald aðalstöðvum
Dúdajevs í fjallaþorpinu Shatoi fyrir
síðasta mánudag, þjóðhátíðardag
Rússa, og beitti þá fyrir sig fallhlíf-
arhermönnum eins og gafst svo vel
við töku bæjarins Vedeno. Voru þeir
látnir svífa til jarðar handan Shatoi
sl. laugardag en slæmt veður kom
þó í veg fyrir, að unnt væri að fylgja
því eftir með árásum úr lofti.
Rússar segja, að Dúdajev hafí nú
á að skipa um 3.000 mönnum undir
vopnum, sem skipt sé upp í fímm
eða sex hálfsjálfstæða hópa. Þeir
eigi hins vegar æ erfíðara með að
samræma aðgerðir sínar eftir því
sem Rússar sæki lengra inn í fjalla-
héruðin. Síðan höfuðborg
Tsjetsjníju, Grosní, féll í hendur
Rússum hefur Dúdajev orðið að flýja
frá einum bænum til annars, fyrst
til Shali, síðan til Vedeno og nú eru
aðalstöðvar hans í Shatoi uppi í fjöll-
unum. Helst af öllu vildu Rússar,
að hann flýði úr landi en Dúdajev
hefur heitið því að beijast þar til yfír
lýkur.
Sigur hernaðarvélarinnar
Rússneski herinn segist hafa
misst 1.375 menn í átökunum í
Tsjetsjníju, 3.872 hafí særst og 245
sé saknað. Áætlað er, að 5.000 liðs-
manna Dúdajevs liggi í valnum og
3.000 sé saknað en mannfallið með-
al óbreyttra borgara er hins vegar
mælt í tugum þúsunda. Rússneski
fréttaskýrandinn Otto Latsís, sem
hefur verið gagnrýninn á hernaðinn
í Tsjetsjníju, skrifaði nýlega:
„Dúdajev verður kveðinn í kútinn
en þó er ekki hægt að segja, að
Rússar séu að vinna hemaðarsig-
ur.“ Segir Latsís, að eini sigurveg-
arinn sé hernaðarvélin — herinn,
hergagnaiðnaðurinn og þjóðemis-
sinnar. „Hún getur hrósað sigri en
ekki yfír Tsjetsjniju, heldur Rúss-
landi.“
Herinn hefur sótt mikið í sig veðr-
ið síðan hann olli hneykslun fyrir
getuleysi og mikið mannfall í átök-
unum um Grosní og nú em það
úrvalssveitir hans, sem bera hitann
o g þungann af hemaðinum i
Tsjetsjníju. Pavel Gratsjov varnar-
málaráðherra var fyrir nokkru tal-
inn spilltur og eins og hver annar
myllusteinn um háls Jeltsín en nú
er orðrómur um, að hann verði
hækkaður í tign og gerður að mar-
skálki, þeim fyrsta í hinu nýja Rúss-
landi. Hersýningar, sem höfðu ekki
verið haldnar í Moskvu frá hmni
Sovétríkjanna, verða nú árlegur við-
burður til heiðurs hemum.
Umbótasinnar út í kuldann
Vinsældir lýðræðissinnaðra
stjórnmálamanna, sem hafa gagn-
rýnt hemaðinn í Tsjetsjniju, hafa
minnkað og eins líklegt er, að þeir
verði þurrkaðir út af þingi í kosning-
unum í desember. í þeirra stað er
Jeltsín farinn að leita sér banda-
manna meðal afla, sem em ekki
jafn umbótasinnuð, héraðsstjór-
anna, oft fyrrverandi frammámanna
í kommúnistaflokknum, og bænda
á samyrkjubúunum. Þetta aftur-
hvarf mun líklega verða það, sem
upp úr stendur að loknu stríðinu í
Tsjetsjníju.
Olga í breska Ihaldsflokknum
Líkur á mótfram-
boði gegn Major
London. The Daily Telegraph.
JOHN Major, leiðtogi breska
íhaldsflokksins og forsætisráð-
herra, er nú sagður búa sig undir
að reynt verði að hrekja hann úr
embætti eftir þing flokksins í
haust. Er helsta ástæða þess hin
harða gagnrýni lafði Thatcher und-
anfarna daga á flest atriði stefnu
hans.
Háttsettir ráðherrar í bresku
stjórninni telja mjög miklar líkur
á mótframboði gegn Major ef
íhaldsflokkurinn bætir ekki veru-
lega við sig fylgi í sumar. Leggja
Major og helstu stuðningsmenn
hans nú á ráðin um hvemig koma
megi í veg fyrir mótframboð. Með-
al þeirra hugmynda, sem eru til
umræðu er hækkun vaxtabóta en
Thatcher gagnrýndi það einmitt
harðlega að dregið hefði verið úr
stuðningi við þá er keyptu sér
húsnæði.
Ekki eru þó allir ráðherrar ríkis-
stjómarinnar, þar á meðal Kenneth
Clarke íjármálaráðherra, sann-
færðir um að grípa verði til sér-
stakra aðgerða í húsnæðismálum.
Stuðningsmenn Majors telja
mestar líkur á að það verði Nor-
man Lamont, fyrrum íjármálaráð-
herra, sem ógna muni forsætisráð-
herranum.
„Draumaliðið"
Major hefur verið tilkynnt að á
milli 100 og 150 þingmenn íhalds-
flokksins muni hugsanlega snúa
baki við honum bjóði einhver sig
fram gegn. honum. Eru margir
háttsettir menn innan flokksins
fárnir að ræða opinskátt um
„draumaliðið“ er samanstæði af
Michael Heseltine sem forsætisráð-
herra og Michael Portillo sem utan-
ríkisráðherra. Telja þeir að þannig
mætti sameina hinar andstæðu
fylkingar flokksins í Evrópumál-
um.
Sumir forystumenn Evrópuand-
stæðinga í flokknum hafa þó gefið
í skyn að þeir væru reiðubúnir að
styðja Major áfram útiloki hann
að Bretar tæki þátt í hinni sam-
eiginlegu mynt ESB allt næsta
kjörtímabil. Major er þó ekki reiðu-
búin að ganga svo langt en gæti
líklega fallist á að slík þátttaka
yrði háð því að fyrst yrði haldin
þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.
Karsten Voigt um stækkun NATO
Fyrstu nýju ríkin 1998
Reichstags-
innpökkun
undirbúin
VERKAMAÐUR sígur niður ,
veggi þýska þinghússins, Reichs-
tag, í Berlín í gær til að tryggja
öryggisfestingar utan á húsinu.
Búlgarski listamaðurinn Christo
hyggst pakka þinghúsinu inn i
silfurlitan dúk og er það viða-
mesta verk hans til þessa. Áætl-
aður kostnaður við innpökkun-
ina, sem hefst á laugardag, er
7,1 milljónir dala, um 450 milljón-
ir ísl. kr. Um sextíu klettaklifrar-
ar munu koma dúknum fyrir
utan á húsinu.
Sofia. Rcuter.
KARSTEN Voigt forseti þing-
mannasamkundu Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) sagði í gær,
að af stækkun bandalagsins ætti
að geta orðið þegar á árinu 1998.
Voigt sagði, að fyrir lok þessa
árs ættu forsendur stækkunar
NATO að liggja fyrir og samn-
ingaviðræður því að geta hafíst
við einhver ríki Austur- og Mið-
Evrópu á næsta ári.
Hann sagði að um tvö ár tæki
að fara yfir og meta aðildarum-
sóknir einstakra ríkja og því ættu
þau fyrstu að geta fengið aðild
1998. Hann sagði Atlantshafs-
bandalagið ólíkt Varsjárbandalag-
inu að því leyti, að erfítt væri að
komast inn í bandalagið en auð-
velt að fara úr því.
Ummælin lét Voigt falla á mál-
þingi um öryggismál sem nú er
haldinn í Sófíu, höfuðborg Búlg-
aríu.
Voigt er talsmaður þýska Jafn-
aðarmdnnaflokksins, stærsta
flokks þýsku stjórnarandstöðunn-
ar, í varnarmálum. Hann sagði að
stækkun NATO ætti að leiða til
aukins stöðugleika í Mið- og Aust-
ur-Evrópu og vísaði því á bug, að
fjölgun aðildarríkja væri ógnun við
öryggi Rússlands.