Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 2 LISTIR Morgunblaðið/Sverrir EDDA Björk Armannsdóttir tekur við verðlaununum úr hendi Klaus Otto Kappel, sendiherra Danmerkur. V erðlaunaritgerð DANMÖRK og dönsk tunga hafa verið töluvert í sviðsljósinu undan- farið og skemmst er að minnast átaka á Alþingi um það hvort enska ætti að koma í stað dönsku sem fyrsta tungumál í skólum hér á landi. Eins og kunnugt er var sú tillaga felld og danskan hefur í kjöl- farið verið í sókn og hefur danska sendiráðið á íslandi haft mikinn við- búnað til eflingar hennar. Danskir haustdagar var yfirskrift dagskrár í október í fyrra þar sem dönsk mennning var í aðalhlut- verki. í kjölfar haustdaganna var efnt til ritgerðasamkeppni í fram- haldsskólum um allt land þar sem fjalla átti um tengsl Danmerkur og Islands á einn eða annan hátt. Fyrstu verðlaun í samkeppninni féllu í hlut Eddu Bjarkar Ármanns- dóttur nemanda í Menntaskólanum á Akureyri en ritgerð hennar bar titilinn; Samband Islands og Dan- merkur fyrr og nú og í framtíðinni. Klaus Otto Kappel sendiherra Danmerkur á Islandi segir dönsk- una lykil íslendinga að farsælu norrænu samstarfi. I ræðu við verð- launaafhendinguna lýsti sendiherr- ann hrifningu sinni með sigurrit- gerðina og sagði hana fallega skrif- aða og gefa jákvæða sýn af sam- skiptum landanna. Hann lýsti því jafnframt yfir að ritgerðin yrði birt að hluta og í heild i dönskum dag- blöðum á næstunni og hér eftir yrði samkeppni þessi árlegur við- burður Til Danmerkur Edda Björk hefur kynnst Dan- mörku vel af eigin raun því hún bjó þar um tíma á yngri árum og dvaldi þar sumarlangt fyrir þremur áru.„ Eg skrifaði ritgerðina út frá því hvernig mér finnst viðhorf krakka á íslandi vera til Danmerk- ur og samskipta landanna og hvernig mig langar til að þau verði í framtíðinni, ætli það hlæi ekki bara allir að þessu,“ sagði Edda og brosti. Fyrstu verðlaun í sam- keppninni voru ferð til Danmerkur fyrir tvo sem hún ætlar að nýta sér í sumar en hugur hennar stefnir til Danmerkur í framhaldsnám í framtíðinni enda finnst henni þar gott að vera. Eddu langaði að þakka kennara sínum Ragnheiði Gestsdóttir fyrir að hafa hvatt sig til þátttöku. Félag íslenskra bókaútgefenda Áskorun til ríkis- sljórnarinnar „STJÓRN Félags íslenskra bókaút- gefenda lýsir þungum áhyggjum sínum af þeim mikla samdrætti sem orðið hefur í bóksölu á Islandi á síðustu tveimur árum og því alvar- lega ástandi sem nú ríkir hjá þorra fyrirtækja í bókaútgáfu og prent- iðnaði af þessum sökum“, segir í áskorun Félags íslenskra bókaút- gefenda til ríkisstjórnarinnar. Bókaútgefendur segja að fjöldi fyrirtækja í bókaútgáfu hafi þurft að draga mjög saman seglin í kjöl- far þess að virðisaukaskattur var lagður á bækur árið 1993 og skora því á nýja ríkisstjórn að beita sér fyrir því að létta skattinum af ís- lenskum bókmenntum. „Með því að stjórnvöld hættu að skattleggja ís- lenskar bækur væri landsmönnum auðveldað til muna að eignast bæk- ur. Bóklestur myndi þar af leiðandi aukast og þannig yrði hlúð að eðli- legri endurnýjun og varðveislu ís- lenskrar tungu og eflingu þjóðlegr- ar menningar." Bókaútgefendur segja ennfremur í áskorun sinni að tekjur ríkissjóðs af starfsemi sem tengist bókaút- gáfu hafi í raun minnkað stórlega eftir að skatturinn var lagður á en ekki aukist eins og stefnt var að. Viðamikil íslensk menningarhátíð sett í Þýskalandi Einlægur áhugi á íslenskri menningu Bo.nn. Morgunbladið. BJORN Bjarnason menntamála- ráðherra setti í gærkveldi hátíð sem er viðamesta menningar- og listkynning sem íslendingar hafa staðið að í Þýskalandi. Hátíðin er í samvinnu við yfirvöld í sam- bandslandinu Nordrhein-Westfal- en og fer fram í borgunum Köln, Bielefeld, Krefeld, Treusdorf, Dusseldorf og Bonn. „Það hefur tvímælalaust mikla þýðingu fyrir íslenska menningu að jafnvíðtæk menningarhátíð skuli vera haldin í Þýskalandi. Nordrhein-Westfalen er eitt af öflugustu sambandslönd- unum og hér er mikill og einlægur áhugi á íslenskri menningu,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Ráðherra sagði að rekja mætti þennan áhuga langt aftur í aldir, en jafnframt hefði Jón Sveinsson, Nonni, lagt gjörva hönd á plóginn. „Fyrir rúmum 50 árum andaðist Nonni í Köln, en hann var mikill landkynnir hér í Þýskalandi. Mað- ur hittir víða fólk sem kynnst hef- ur Islandi í gegnum bækur hans.“ Björn nefndi fleiri menn til sög- unnar. Meðal annars Wolfgang Schiffer, sem íslendingar hafa heiðrað sérstaklega fyrir framlag hans til kynningar á íslenskri menningu, einkum bókmenntum, í Þýskalandi. Þá sagði hann að menningarhátíðin Reykjavíkur- ■ dagar sem efnt var til í Bonn fyr- ir tvéimur árum, hefði verið gulls ígildi. „Þeir sem standa að hátíð- inni nú segja að reynslan frá Bonn hafi ýtt undir áhuga þeirra á að standa að þessu, þar sem sú hátíð var svo vel heppnuð," sagði menntamálaráðherra. Björn sagði ennfremur að menningarlegt- framlag af þessu tagi væri einkar vel til þess Jallið að kynna land og þjóð, sem síðan gæti stuðlað að bættum viðskipta- legum og pólitískum tengslum. Að mati menntamálaráðherra á íslensk menning jafnvel meira er- indi við aðrar þjóðir nú en áður. Bæði til þess að einangrun leiði ekki til stöðnunar og til þess að halda því merki á loft, sem sýni best að við gegnum hlutverki í samfélagi þjóðanna. Menning heimsins eins og orgel „Menningu heimsins má líkja við orgel. Þar skipar hver pípa, stór eða lítil, sinn sess. Sé hann auður, er allt spilverkið óstarf- hæft. Ef ein nóta heyrist ekki, er ekki unnt að flytja hinar miklu fúgur eða óratoríur. Hið sama má segja um menningarlegt samfélag þjóðanna," sagði menntamálaráð- herra, „það yrði fátæklegra ef all- ar raddirnar fengju ekki að njóta sín. Við erum lítil en óhjákvæmileg pípa í hinu stóra orgeli er myndar hljóm þjóðanna." Björn leggur áherslu á að þessi menningarsamskipti séu ekki ein- hliða. „Af minni hálfu vil ég gera það sem unnt er til að efla hlut þýskra.r menningar og lista á ís- landi. í þessari ferð minni hingað til Þýskalands hef ég fengið tæki- færi til að ræða þau mál við ráða- menn í Nordrhein-Westfalen. Þá hefur verið ákveðið að efna til viðræðna milli fulltrúa íslenskra og þýskra stjórnvalda um menn- ingarleg samskipti. Viðræður af þessu tagi hafa ekki farið fram áður og eru þær ekki aðeins til marks um að við viljum náin og góð menningarleg samskipti við Þýskaland, heldur einnig hitt að við lítum á tengsl við Þýskaland sem skynsamlega og góða leið til að treysta stjórnmálalega stöðu íslands við nýjar aðstæður,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Hvar er Clara? Tónleikar með verkum Brahms og Schumanns GUÐNI Franzson klarinettuleikari og Gerrit Schuil píanóleikari halda tónleika í Keflavíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Johannes Brahms og Robert Schumann. Schumann var kvæntur Clöru Wieck sem var mikill píanóleíkari og tónskáld. Brahms var einhleyp- ur, en kynni hans af Schumann hjónunum höfðu djúpstæð áhrif á líf hans alla tíð. Hver voru áhrif Clöru á verk þessara miklu snill- inga? Það er spurning sem gaman er að velta fyrir sér og því hefur efnisskráin fengið vinnuheitið „Hvar er Clara?“ Eftir Brahms verða fluttar Só- nöturnar tvær op. 120 (nr. 1 og 2) en eftir Schumann Fantasistykki op. 73 og Rómönsur op. 94. Guðni Franzson lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Gerrit Schuil Guðni Franzson stundaði síðar framhaldsnám í Hol- landi. Guðni kemur reglulega fram sem einleikari víðsvegar í Evrópu, vinnur að upptökum jafnhliða því að yrkja tónlist fyrir leikhús og stjórna. Gerrit Schuil er píanóleikari og hljómsveitarstjóri, fæddur í Hollandi og er nú búsettur á Islandi. Hann hóf tónlistarnám fimm ára gamall og hélt sína fyrstu tónleika níu ára. Gerrit hefur haldið tónleika í flestum löndum Evrópu. Hann hefur meðal annars stjórnað Hollensku útvarps- hljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit íslands, auk fjölda annarra hljóm- sveita í Evrópu og Ameríku. Nýjar bækur • HVORUSKYNe r eftir færeyska ljóðskáldið Carl Jóhan Hensen. Ljóð- in eru í þýðingu Martins Tausen Götuskeggja, landa Carls Jóhans og skáldbróður. Ljóðin birtast líka á frummáli. Carl Jóhan Jensen er fæddur árið 1957. Hann hefur gefið út eftirtaldar Ijóðabækur; Skríggj 1982, Messa á kvöldi og framundir morgun 1984, Lygnir 1987 og Hvörkiskyn 1990. Fyrir síðastnefndu bókina fékk skáldið bókmenntaverðlaun MA Jacobsens, auk þess sem Færeyingar tilnefndu hana á sínum tímatil Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Að tveimur síðustu ljóðum þess- arar bókar undanskildum, eru öll ljóðin í bókinni Hvöruskyn. Nokkrum ljóðum úr þeirri bók, hefur að ósk skáldsins verið sleppt hér. Kápugerð annaðist Ásgeir Krist- inn Lárusson myndiistarmaður. Bók- in er 41 bls. aðstærð. Verðhennar er 1.478 kr. íbókaverslunum, en 1000 kr. til félagsmanna Bók- menntafélagsins Hringskugga sem gefur bókina út. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! AlVEG tjfNSTÖK (*ÆÐI Lavamat 9200 Þvottavél • Vinduhraði 700/1000 + ófangavinding, tekur 5 kg. • Sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparnaðar forskrift. • UKS kerfi -jafnar tau í tromlu fyrir vindingu. • Sér hnappur fyrir viSbótarskolun. • Orkunotkun 2,0 kwst ó lengsta kerfi. Afborgunar verð kr. 85.914,- Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, c Borgarnesi. Vesttirðir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfirði. <u Rafverk Bolungarvlk.Straumurjsafiröi. E Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvlk. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. KASK, Höfn Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg, Grindavík. BRÆÐURNIR p] OEMSSON HF Lágmúla 8, Sími 553 8820 ' Mi&að við afborgun í 24 mánu&i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.