Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar klofnaði á bæjarstjórnarfundi Alþýðuflokkurinn réð ráðningu bæjarverkfræðings Alþýðuflokkurinn gat ráðið ráðningu bæj- arverkfræðings, eða for- stöðumanns fram- kvæmda- og tæknisviðs, í Hafnar- fírði á bæjarstjómarfundi í gær, er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags klofnaði. Bæjar- verkfræðingur var kjörinn með fímm atkvæðum Kristinn Ó. Magn- ússon, fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksfélagsins í Kópavogi og núverandi aðstoðarbæjarverkfræð- ingur í Hafnarfirði. Bjöm I. Sveins- son fékk fjögur atkvæði og Jóhann G. Bergþórsson tvö. Jóhann G. Bergþórsson, sem er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur gert tilkall til þess að verða ráðinn í stöðu bæjarverkfræðings, og vísar til þess að við myndun meirihlutans fyrir ári hafí aðrir í meirihlutanum heitið sér embætt- inu. Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs, hefur hins vegar sagt að það fari ekki saman að vera bæjarfulltrúi og bæjar- verkfræðingur. Á bæjarráðsfundi í Hafnarfirði á mánudag lagði Magnús Gunnars- son fram tillögu um að Björn I. Sveinsson, sem ráðningarþjónusta Hagvangs hf. hafði metið hæ- fastan í stöðuna, yrði ráðinn bæjar- verkfræðingur. Ellert Borgar Þor- valdsson, forseti bæjarstjómar, bókaði þar að hann myndi taka afstöðu til tillögunnar á bæjar- stjómarfundi. Að tillögu Alþýðu- flokksmanna var málinu vísað til bæjarstjómar. Jóhann fékk tvö atkvæði Á bæjarstjómarfundi í gær var dreift atkvæðaseðli með nöfnum allra ellefu umsækjenda um bæjar- verkfræðingsstöðuna. Jóhann G. Bergþórsson vék af fundi er málið var tekið fyrir og tók sæti hans Magnús Kjartansson varabæjar- fulltrúi. Átkvæðagreiðslan var leynileg, en samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins greiddu þeir Magnús Kjartansson og Ellert Borgar Þorvaldsson Jóhanni at- kvæði, tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og báðir bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins kusu Bjöm I. Sveinsson og alþýðuflokksmenn greiddu Kristni Magnússyni at- kvæði. „Meirihlutinn er fallinn," sagði Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálf- ' stæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið eftir bæjarstjómar- fundinn. Hann sagði að í kvöld, miðvikudagskvöld, yrði boðað til fundar í fulltrúaráði sjálfstæðisfé- laganna í bænum og staðan kynnt. Ellert Borgar nýtur ekki trausts Magnús sagði bæjarmálaflokk sjálfstæðismanna hafa samþykkt að oddviti flokksins færi með um- boð flokksins til að mæla með manni í stöðu bæjarverkfræðings. Tveir fulltrúar hefðu ekki sam- þykkt þann, sem hann hefði lagt til. „Þar með skilja leiðir,“ sagði Magnús. Aðspurður hvort Ellert Borgar Þorvaldsson, forseti bæjarstjómar, nyti trausts bæjarmálaflokksins eftir þessa niðurstöðu, svaraði Magnús neitandi og sagðist líta svo á að forsetinn styddi ekki meiri- hlutann lengur. Magnús Jón Árnason, bæjar- stjóri og oddviti Alþýðubandalags- ins, sagði að meirihlutaflokkamir hefðu ákveðið að styðja hæfasta umsækjandann, að mati Hag- vangs. Fyrst Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki getað skilað þeim fjóram atkvæðum, sem þurft hefði til að ráða bæjarverkfræðing, liti hann svo á að hann væri ekki í meiri- hluta með Alþýðubandalaginu. Hins vegar hefði hann ekki fengið tilkynningu um slit meirihlutasam- starfsins og málið væri hið dapur- legasta, þar sem hann hefði átt gott samstarf við Magnús Gunn- arsson og flesta aðra fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Magnus Jón sagði að á því eina ári, sem meirihlutinn hefði starfað, hefði persónuleg afstaða Jóhanns G. Bergþórssonar ráðið of miklu og skaðað samstarfið. „Það má kannski lýsa þessum vandræðum bezt með því að vitna í heiti á bók Morgunblaðið/Sverrir JÓHANN G. Bergþórsson á bæjarstjórnarfundinum í Hafnar- firði í gær. Því er nú lýst yfir að meirihluti bæjarstjórnar sé fallinn vegna áherzlu hans á að fá bæjarverkfræðingsembættið. eftir Pétur Gunnarsson; Ég um mig frá mér til mín,“ sagði bæjar- stjórinn. Tryggvi Harðarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, sagðist líta svo á að meirihlutinn væri fallinn, fyrst hann næði ekki saman um jafnstórt mál og ráðning bæjar- verkfræðings væri. Tryggvi sagði of snemmt að spá um framvinduna næstu daga. „Fari svo að meirihlutinn springi er nokkuð ljóst að nýr meirihluti verður ekki myndaður nema með fulltingi Alþýðuflokksins og undir hans forystu,“ sagði Tryggvi. Hann sagði Alþýðuflokksmenn ekki hafa útilokað neinn kost og tæki heldur engan fram yfir aðra. „Við eram tilbúnir að ræða við alla um málefnalega samstöðu,“ sagði hann. Tryggvi sagði afstöðu Alþýðu- flokksins til ráðningar bæjarverk- fræðings byggjast á faglegu mati. „Ef Jóhann hefði verið valinn, hefðum við verið að færa þær deil- ur, sem hafa einkennt störf meiri- hlutans, inn í embættismannakerf- ið,“ sagði hann. Tryggvi sagði van- traust á Jóhanni sem bæjarfulltrúa ekki felast í þessu. Samkomulag brotið Jóhann G. Bergþórsson sagði eftir fundinn að með afgreiðslu þeirra fulltrúa meirihlutans, sem greiddu Birni I. Sveinssyni at- kvæði, hefði samkomulag um meirihlutann verið brotið. „Ég tel mig ekki vera hluta af þessum meirihluta lengur,“ sagði hann. Jóhann sagði þreifingar um nýj- an meirihluta ekki hafnar að sínu framkvæði. Hann sagðist búast við að starfa áfram innan Sjálfstæðis- flokksins. Aðspurður hvort líklegt væri að greri um heilt með honum og öðram sjálfstæðismönnum í bæjarstjórn, sagði hann að tveir fulltrúar flokksins af fjóram hefðu viljað virða samkomulag um bæjar- verkfræðingsembættið. „Það era fleiri sjálfstæðismenn í bænum en þeir, sem sitja í bæjar- stjórn,“ sagði Jóhann og sagði marga óánægða með lítinn árang- ur núverandi meirihluta. Ellert B. Þorvaldsson vildi ekki tjá sig við Morgunblaðið. Ofanflóðasjóður fær 1.400 millj- ónir á fimm árum ALLS er gert ráð fyrir að ofanflóða- sjóður hafi til ráðstöfunar 1.400 milljónir króna á næstu fimm árum, samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um Viðlagatryggingu Is- lands og vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sem var til fyrstu um- ræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpinu hækkar álag á iðgjöld viðlagatryggingar úr 10% í 20% næstu fímm árin, auk þess sem hlutur Viðlagatryggingar Islands í ofanflóðasjóði er aukinn úr 5% af heildariðgjaldatekjum í 35%. Meiri kostnaður í greinargerð kemur fram að ljóst sé að hörmungunum á Súðavik fylgi meiri kostnaður en ráð hafí verið fyrir gert er 10% álag á viðlaga- tryggingu var ákveðið fyrr á árinu, auk þess sem víðar hafi orðið tjón í vetur. Er gert ráð fyrir að hækkun álagsins skili 500 milljóna króna auknum tekjum á næstu fimm árum. Til viðbótar er gert ráð fyrir að hlutur ofanflóðasjóðs í heildarið- gjaldatekjum Viðlagatryggingar ís- lands nemi um 177 milljónum króna á ári eða sem nemur 885 milljónum króna samanlagt á næstu fímm árum og að ofanflóðasjóður hafí til ráðstöfunar 1.400 milljónir króna á þessu árabili samanlagt miðað við að framlög ríkissjóðs haldist óbreytt. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu. Hann fór yfír áætlanir um uppbyggingu á Súðavík, kostnað samfara því og hvernig áætlað væri að mæta hon- um. Hann rakti síðan efni frumvarp- anna og þá tekjuöflun sem þar er kveðið á um. „Með breytingu á lögum um snjó- flóðavarnir á síðastliðnum vetri, reglugerðum sem settar verða á grundvelli þeirra laga og þeirri tekju- öflun sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi er tryggt að unnt verður að bregðast við afleiðingum náttúru- hamfaranna á síðastliðnum vetri. Jafnframt hefur þar með verið lagð- ur grundvöllur að framtíðarskipulagi þessara mála. Eins og áður sagði Iiggja ekki nú fyrir nákvæmar áætlanir um kostn- að vegna uppbyggingar í Súðavík og aðgerða á öðram stöðum. Með þeirri fjáröflun sem hér er lögð til á hins vegar að vera unnt að sinna því sem þarf til uppbyggingar í Súðavík og það geti verið áfram eins og óskir heimamanna standi til,“ sagði forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fögnuðu þvi að frumvarpið væri fram komið og var það samþykkt samhljóða og vísað til annarrar umræðu og efnahags- og viðskipta- nefndar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þrír vinir BERGLIND Bergsdóttir var sæl á svip með vini sína, Milli Mollý Mandý og Sólon íslandus á sitt hvora hönd. Hún var í heimsókn á bænum Árvöllum á Kjalarnesi, þar sem rekin er ferðaþjónusta. Sjálf á Berglind kött á sínum heimaslóðum á Grundarfirði, en kvaðst oft heimsækja vini sína tvo á Kjalarnesi. Samtök iðnaðarins Arangri stefnt í voða SAMTÖK iðnaðarins hafa sent frá sér harðorða ályktun vegna þeirra átaka sem staðið hafa um kjara- mál að undanfömu. Minnt er á að verkalýðshreyf- ingin hafi í ársbyrjun axlað ábyrgð með gerð hófsamra kjarasamn- inga og skora samtökin á þá sem betur mega sín og enn eiga eftir að semja að láta af kröfugerð sem ekki samræmist því sem samið var um í almennum kjarasamningum. „Nú láta ýmsir sérhópar eins og þá varði ekki um þjóðhagsleg markmið og það sem aðrir hafa borið úr býtum við samningaborð- ið. Óbilgirni í samningum og kröf- ur um kauphækkanir, langt um- fram þær sem samdist um á al- menna vinnumarkaðinum, stefnir í voða þeim árangri sem náðst hefur á síðustu árum í að styrkja samkeppnisstöðuna. Vinnustöðvanir hafa þegar valdið verulegum skaða fyrir þjóðarbúið, til dæmist með trufl- unum á samgöngum, og nú er svo komið að teflt er í tvísýnu fyrir- . hugaðri stækkun álversins,“ segir í ályktun félagsfundar samtak- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.