Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 25
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraidur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞESSA DEILU EIGA
ÞEIR AÐ LEYSA
SJÁLFIR
NIÐURSTAÐAN í atkvæðagreiðslu sjómanna um miðlun-
artillögu sáttasemjara kom áreiðanlega flestum á
óvart, en jafnframt er hún vísbending um, að óánægja sjó-
manna með samskipti þeirra og útgerðarmanna sé afar djúp-
stæð. Kjaradeila sjómanna og útvegsmanna er orðin lang-
vinn. Hún hefur staðið með beinum eða óbeinum hætti í
hálft annað ár. Þetta er í raun og veru sama kjaradeilan
og háð var með verkfalli í ársbyrjun 1994 og þáverandi
ríkisstjórn leysti með bráðabirgðalögum.
Af niðurstöðu atkvæðagreiðslu sjómanna í fyrrakvöld
má marka, að sjómenn telja enga lausn fólgna í því að setja
á laggirnar eina nefndina enn, sem úrskurða eigi um fisk-
verð. Segjast reyndar hafa fengið nóg af „nefndafargan-
inu“. Það er ljóst, að bráðabirgðalögin, sem fyrri ríkisstjórn
setti og þær aðgerðir, sem þau gerðu ráð fyrir, leystu ekki
þann vanda, sem sjómenn stóðu frammi fyrir; að þeir væru
nánast neyddir til að taka þátt í kvútakaupum útgerðar-
manna. Með þeim samningum sem náðst höfðu á milli samn-
inganefndar sjómanna og útgerðarmanna um þennan þátt
málsins, áður en til miðlunartillögu sáttasemjara kom, var
réttur sjómanna hins vegar tryggður mun betur en gert
hafði verið með bráðabirgðalögunum.
Það voru ekki nema 38% af sjómönnum á kjörskrá, sem
tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, eða 2.218 sjómenn af 5.833.
58,4% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu nei, eða 1.296
sjómenn, sem jafngildir því að einungis 22% atkvæðisbærra
sjómanna hafi fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Ahugaleysi sjómanna um þátttöku í atkvæðagreiðslunni er
veikleikamerki og kann að vera vísbending um að samstaða
í þeirra röðum sé takmörkuð. En þó má spyrja, hvers vegna
svo margir sjómenn tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni,
ef þeim var kappsmál að ljúka verkfallinu.
Verkfall sjómanna hefur staðið á nítjánda dag og hefur
nú þegar leitt til þess, að þjóðarbúið hefur orðið fyrir um-
talsverðu fjárhagslegu áfalli. Hagvöxtur á þessu ári, sem
gert hefur verið ráð fyrir, er augljóslega í hættu. íslenskir
sjómenn og sjávarútvegsfyrirtæki eru að missa af tækifæri
til þess að veiða síld í íslenskri landhelgi, sem hefði getað
skapað þeim og þjóðarbúinu talsverðar tekjur. Karfaveiðar
íslenskra frystitogara á Reykjaneshrygg liggja niðri og
þannig verður þjóðarbúið af tekjum. Aðrar úthafsveiðar
liggja sömuleiðis að langmestu leyti niðri og ísland verður
af tekjum af þeim sökum.
Neyðarástand er að skapast víða um land í atvinnumál-
um, þar sem fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki hráefni til
vinnslu og fiskvinnslufólk er af þeim sökum verkefnalítið
eða verkefnalaust. Kreppa undanfarinna ára hefur gengið
nærri fólki, sem má alls ekki við því að missa atvinnu og
tekjur vegna langvarandi verkfalls sjómanna.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur tekið rétta afstöðu
með því að blanda sér ekki í deilu sjómanna og útvegs-
manna með beinum afskiptum eða lagasetningu á verkfall
sjómanna. Ætli ríkisstjórnin sér að grípa í taumana með
lögum hlýtur hún að gera það á meðan Alþingi situr. Það
væri ekki við hæfi að senda þingið heim og leysa sjómanna-
deiluna nokkrum dögum síðar með bráðabirgðalögum.
Endurtekin verkföll sjómanna ár eftir ár vegna deilu um
verðmyndun á sjávarfangi undirstrika nauðsyn þess að leysa
þetta vandamál til einhverrar frambúðar. Sjómenn hafa
krafizt frjálsrar verðmyndunar á fiski. Útgerðarmenn hafa
bent á, að færi allur fiskur á markað mundi markaðsverðið
lækka. Talsmenn sjómanna hafa viðurkennt það. Morgun-
blaðið hefur spurt, hvers vegna ekki megi taka sjómenn á
orðinu og efna til þess frelsis í verðmyndun á fiski, sem
þeir sjálfir krefjast.
Úr því sem komið er verða menn að bíta á jaxlinn og
gera þá kröfu til sjómanna og útgerðarmanna, að þeir leysi
þessa deilu sín í milli án afskipta stjórnvalda. Það hefur
verið afstaða ríkisstjórnarinnar til þessa, og sú afstaða er
rétt. Að þessu sinni á ekki að leysa kjaradeiluna fyrir deilu-
aðila, heldur ætlast til að þeir geri það sjálfir.
Það er áhyggjuefni hvað verkföll eru að verða tíð. Fyrr
á árinu voru kennarar í löngu verkfalli. Sjómannaverkfallið
er að nálgast þrjár vikur. Yfirvofandi er verkfall í álverinu,
sem getur m.a. leitt til þess að horfið verði frá áformum
um að stækka álverið. Höfum við ekkert lært á undanförn-
um kreppuárum?
UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS
Mælingar segja
eitt en reynslu-
sögurnar annað
Einatt hefur hvað rekist á annars hom í til-
raunum til að áætla hve miklu af fiski sé
*
varpað fyrir borð á flotanum. I umfjöllun
Péturs Gunnarssonar kemur fram að vís-
bendingar hafí fengist varðandi smærri neta-
báta og meðferð undirmálsfísks á togurum
en ekkert sem staðfesti hrollvekjandi heildar-
mynd skoðanakönnunar frá 1989-1990.
RISAHOL þar sem trollið kemur loðið af fiski upp í skutrennuna hefur löngum þótt fögur sjón hér á
landi en ef marka má frásagnir sjómanna í Morgunblaðinu er það ekki síst við þær aðstæður sem mikið
af aflanum ónýtist og er varpað fyrir borð. (Myndin er úr myndasafni Morgunblaðsins og ótengd efnis-
öflun vegna greinarflokksins um umgengni um auðlindir hafsins.)
Strangari
löggjöf í undir-
búningi
Sj ávarútvegsráðherra hefur kynnt frumvarp
með ýmsum ráðstöfunum til að tryggja bætta
umgengni um fískimiðin. í grein Péturs
Gunnarssonar kemur fram að það boði hert-
ar refsingar og víðtækara eftirlit en nú er.
YISAR tilraunir hafa verið
gerðar hér á landi undan-
farin ár til að kanna og
meta hve stóru hlutfalli
sjávarafla sé kastað fyrir borð á fiski-
skipum og berist aldrei að landi. Lítið
hefur tekist að sanna með óyggjandi
hætti í þeim efnum. Skipulágðar
mælingar hafa gefið til kynna sterkar
líkur á því að netabátar undir 30 tonn-
um komi ekki með allan afla að landi
og með tölfræðilegum útreikningum
hefur sérfræðingur Hafrannsókna-
stofnunar leitt að því líkur að árið
1987 hafi togaraflotinn varpað allt
að 13 þúsund tonnum af undirmáls-
fiski fyrir borð. Skoðanakönnun sem
Skáís gerði meðal 900 sjómanna fyr-
ir Kristin Pétursson á Bakkafirði um
áramótin 1989-1990 gaf hins vegar
til kynna að allt að 53 þúsund tonnum
af botnfiski væri kastað fyrir borð á
flotanum öllum. Þær staðhæfingar
sem þar komu fram og byggðust á
áætlunum sjómannanna hefur ekki
reynst unnt að sannreyna með eftir-
liti og mælingum en niðurstöður slíkra
aðferða hafa hingað til fremur geng-
ið gegn reynslusögum á borð við þær
sem tugir sjómanna hafa rakið fyrir
blaðamönnum Morgunblaðsins og
birtust í blaðinu á sunnudag og í gær.
Síðasta tilraunin sem gerð var til
að áætla það magn sem varpað væri
fyrir borð í íslenskum fiskiskipum
mistókst. Nefnd sem sjávarútegsráð-
herra skipaði ætlaði að gera könnun
á umfangi vandans og sendi 1.000
sjómönnum lista með spumingum þar
sem nafnleynd og trúnaði var heitið.
Einungis 270 þátttakendur svöruðu
hins vegar spurningunum og vegna
hinnar litlu svörunar hefur ekki verið
talið fært að vinna úr niðurstöðunum
með marktækum hætti.
Könnunin sem ekki tókst að ljúka
var gerð á vegum nefndar sem Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
skipaði á síðasta ári til að fjalla um
bætta umgengni um auðlindir sjávar.
í nefndinni sátu fulltrúar helstu stofn-
ana og hagsmunaaðila í sjávarútvegi
og laut hún forystu Kristjáns Þórar-
inssonar stofnvistfræðings LÍÚ.
Nefndinni var ætlað að meta í hve
miklum mæli sjávarafla væri varpað
fyrir borð á íslenska fiskiskipaflotan-
um og leggja mat á að hvaða leyti
núverandi aðferðir við veiði leiði til
óæskilegs auakaafla, auk þess að
gera tillögur um betri kjörhæfni veið-
arfæra og kanna með hvaða hætti
mætti bæta nýtingu aukaafla og
hvernig unnt væri að auka virkni
veiðieftirlits.
Nefndin er enn að störfum en skil-
aði í desember sl. áfangaskýrslu með
tillögum um hvernig
koma megi í veg fyrir að
afla sé varpað fyrir borð
og auka veiðieftirlit.
Þar er jafnframt að
finna þá umfjöllun um
þessi mál sem er nýjust og lýsir vand-
anum miðað við núgildandi aðstæður
og ástand fiskistofna.
Nefnd þessi telur helsta vandann
sem við er að eiga og mikilvægastu
ástæðu þess að fiski geti verið hent
í sjóinn eða landað fram hjá vikt vera
þann hvata til að henda fiski sem
myndast þegar kvóti er mjög tak-
markaður í samanburði við veiðigetu
skips.
Viðleitni til að gera sem mest verð-
mæti úr heimiluðum afla kunni þá
að hafa þau áhrif að besti fiskurinn
sé nýttur og lakari fiski hent þegar
öruggt teljist að viðkomandi skip nái
öllum sínum kvóta í viðkomandi teg-
und. í skýrslunni kveður þama við
svipaðan tón og lesa mátti hjá nokkr-
um þeirra sjómanna sem rætt var við
um þessi mál í Morgunblaðinu á
sunnudag.
Af þessu dregur nefnd Kristjáns
Þórarinssonar þá ályktun að brottkast
sé líklegast hjá kvótaminni skipum
og þá einkum á síðari hluta hvers
fiskveiðiárs (en áramót fiskveiðiársins
eru sem kunnugt er 1. september).
Brottkast geti þó hafist í einhveijum
mæli strax í upphafi fískveiðiárs hjá
kvótaminnstu skipunum.
Vandamálið geti versnað við bland-
aðar veiðar, séu heimildir skertar til
veiða á einni eða fáum tegundum
meðan nægur kvóti er til veiða á
öðmm tegundum.
í því sambandi er sérstaklega vísað
til almennra botnfiskveiða þar sem
aflaheimildir í þorski séu skertar
meðan nægur kvóti sé á ýsu og ufsa.
Einnig geti fiskur skemmst í veið-
arfærum, ánetjast í botnvörpu og liggi
net Iengur en einn dag í sjó geti svo
til allur aflinn orðið lélegur og verðiít-
ill. Hætta á því sé einkum til staðar
þegar litlir netabátar leggi net í rysj-
óttri tíð fyrir opnu hafi.
Þótt umfjöllun nefndarinnar hafi
að mestu leyti beinst að þeim þátt-
um, sem valdið geti því að markaðs-
hæfum fiski sé varpað fyrir borð og
þýðingu ákvarðana sem teknar eru
við stjórnun fiskveiða á þá þætti, var
jafnframt drepið á ýmis önnur atriði
sem valdið geti því að afli komi ekki
að landi.
Við sérveiðar með smáriðnum veið-
arfærum, t.d. rækju- og humarveiðar,
sé viðbúið að öðrum kvótabundnum
fiski sé hent, ýmist vegna þess að
skipin eru ekki búin til nýtingar, fisk-
urinn sé smár og verðlítill eða skip
hafi ekki heimildir til veiða á viðkom-
andi tegund.
Fiski af óhefðbundnum tegundum
sé gjarnan hent enda kaupendur
vandfundnir en úr því
hafi verið bætt með til-
komu fiskmarkaða, Afla-
kaupabanka og með
markaðsleit almennt.
Þá sé fiski hent þegar
sjómenn telji hann ekki hæfan til
vinnslu, t.d. ef hann er sýktur eða
haldinn sníkjudýrum, en það vanda-
mál heijar einkum á þá sem stunda
karfaveiðar.
Einnig sé hent fiski sem er ónýtan-
legur sakir smæðar. Þetta eigi einkum
við um þorsk, karfa og ýsu sem veið-
ist á handfæri, línu, botnvörpu eða
dragnót.
Vandinn stafar af ástandi
þorskstofnsins
í áfangaskýrslunni er staðhæft að
vandamál vegna útkasts og löndunar
framhjá vikt sé nær einskorðað við
þorsk og rekja megi vandann til bágs
ástands þorskstofnsins.
Stærsti vandinn sé fólginn í því
ójafnvægi í aflaheimildum milli teg-
unda sem fyrr var drepið á. Erfitt sé
að veiða heimilað magn af ýsu og
ufsa án þess að meðafli af þorski sé
meiri en sem nemur því aflamagni
sem heimilað er.
„Um leið og verulega hefur dregið
úr heimildum til veiða á þorski hafa
heimildir til veiða sumra annarra teg-
unda botnfísks aukist. Á þetta einkum
við um ýsu og ufsa. Vegna þess
hversu samtvinnaðar veiðar á þessum
tegundum eru hefur aukin sókn í ýsu
og ufsa leitt til aukins meðafla þorsks
og e.t.v. til aukins þorskafla umfram
takmarkaðar aflaheimildir," segir í
skýrslunni.
Eina lausnin sé því efling þorsk-
stofnsins og frumforsenda árangurs
sé að hvergi verði gefið eftir við fisk-
veiðistjómun og aðgerðir til eflingar
stofnsins.
„Ef eftir væri gefíð nú í þeim efnum
og aukinn þorskafli heimilaður, t.d.
sem aukaafli við veiðar á öðrum teg-
undum, þá væri þess að vænta að
sókn í aðrar tegundir ykist og vanda-
mál vegna umframafla þorsks gætu
enn versnað. Aukin sókn í aðrar teg-
undir til að bæta upp tekjutap vegna
minnkaðs þorskafla gæti síðan leitt til
minnkandi stofna þessara tegunda
einnig og þannig gæti vandamálið náð
til fleiri tegunda, tA ýsu, e.t.v. ufsa
og svo koll af kolli. Á endanum gæti
sókn í verðminni tegundimar orðið
mest, enda heimildir til veiða á þeim
þá tiltölulega rúmar og stómm hluta
þess, sem af verðmeiri tegundum
veiddist, hent í hafið aftur eða landað
framhjá vigt vegna skorts á aflaheim-
ildum. Þegar svo væri komið yrði ekki
við neitt ráðið og afraksturinn af auð-
lindinni yrði enginn,“ segir i skýrslu
nefndar Kristjáns Þórarinssonar.
Erfitt mat
I áfangaskýrslunni kemur fram að
erfitt sé að meta hversu miklu af fiski
sé hent og ekki sé augljóst hvernig
best væri að standa að slíku mati.
Nær útilokað megi telja að hægt sé
að meta af nákvæmni með tiltækum
gögnum hve miklu sé hent af fiski
og hve miklu landað fram hjá vikt
enda fari slíkt athæfi eðli málsins
samkvæmt dult og hafi ekki sætt
sérstöku eftirliti.
Flestir sem til þekki muni þó sam-
mála um að umgengni um auðlindina
og meðferð og nýting á fiski hafi
batnað til muna á undanförnum ára-
tug eða svo.
Tilraunir nefndarinnar til að meta
umfang vandans með óbeinum hætti
báru ekki árangur eins og fyrr var
lýst vegna þátttökuleysis þeirra sjó-
manna sem lentu í 1.000 manna úr-
taki þeirrar könnunar sem ætlunin
var að gera til að vinna.
Nefndin hefur þó enn ekki lokið
störfum og á m.a. eftir að gera grein
fyrir nokkrum þeirra þátta sem henni
var falið að kanna, þ.á m. því sem
lýtur að veiðarfærum.
í könnun sem Skáís gerði á út-
kasti afla fyrir Kristin Pétursson,
fískverkanda á Bakkafirði, fyrrver-
andi alþingismann og kunnan áhuga-
mann um stjóm fiskveiða, voru heimt-
ur mun betri en í könnun nefndarinn-
ar. Könnun Skáís var framkvæmd
með þeim hætti að bréf voru send
900 sjómönnum sem valdir voru sam-
kvæmt úrtaki. 591 svör bárust, sem
jafngildir 65,7% þátttöku.
Þátttakendur voru greindir í sjó-
menn á skuttogurum, sjómenn á vél-
bátum og sjómenn á smábátum. 300
voru í hverjum hópi og var niðurstöð-
um haldið aðgreindum fyrir hveija
tegund skipa og báta.
Sjómennirnir voru beðnir að áætla
aflamagn í einni veiðiferð og síðan
að tilgreina áætlaða þyngd þess afja
sem væri fleygt í sömu veiðiferð. Út
frá svörunum var reiknuð upp áætlun
fyrir það hve miklum afla hefði verið
fleygt við landið árið 1989.
53 þúsund tonn?
Niðurstöður könnunarinnar voru
þær að 53 þúsund tonnum af bolfíski
hefði þá verið fleygt fyrir borð ís-
lenskra fískiskipa.
9,5% þorskafla skuttogara væri
fleygt, eða sem svarar til um 16.600
tonna árið 1989. Miðað við 900 gr.
meðalþyngd var áætlað að um 18,5
milljónir einstaklinga hafi verið að
ræða.
Þá var áætlað að skuttogarar hentu
8,4% ýsuafla, eða 2.408 tonnum, 9,9%
karfans, eða um 8.800 lestum, 6,8%
ufsaaflans, eða 3.590 tonnum, 6,4%
þeirrar grálúðu sem veiddist eða um
3.500 tonnum,. 5,4% rækjunnar, eða
96 tonn færu fyrir borð og 14%, eða
1.460 tonn, af öðrum tegundum, þ.e.
steinbít, skarkola, löngu, blálöngu og
hlýra.
Alls færu þannig um það bil 36.500
tonn fyrir borð á skuttogaraflotanum.
Hvað varðar vélbátaflotann gáfu
niðurstöðurnar til kynna að þar væri
5,6% þorskaflans fleygt fyrir borð,
eða rúmlega 8.300 tonnum, en 4,7%
ýsuaflans, 1.200 tonnum, 9,3% karfa-
afla, eða 443 tonnum, 8,2%, eða 2.084
tonn af ufsaaflanum færu útbyrðis,
svo og 9% af öðrum botnfiski, alls
2.550 tonn.
Samtals væri kastað fyrir borð á
vélbátum 14.650 tonnum.
Svör sjómanna á smábátum þóttu
hins vegar benda til þess að þar væri
hent fyrir borð 3,7% þorskaflans, eða
rúmlega 1.400 tonnum árið 1989.
Mestu hafi hlutfallslega verið fleygt
af ufsa, eða 17,6% aflans eða um 300
tonnum. 3,3% ýsuafla smábáta, eða
125 tonn, hafi farið fyrir borð en
aðeins 2,9%, eða 105 tonn, af öðrum
botnfiski. í samtantekt Skáíss kemur
fram að könnunin gefi til kynna að
sjómenn á smábátum varpi alls 2.038
tonnum fyrir borð.
Nefnd sú sem hér hefur verið kennt
við Kristján Þórarinsson er önnur
nefndin sem Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra skipar til að fjalla um
umgengni um fiskistofnana.
Sú fyrri var skipuð í október 1991,
svonefndur samráðshópur um bætta
umgengni við auðlindir sjávar. Sam-
ráðshópurinn var skipaður fulltrúum
helstu stofnana og hagsmunasamtaka
í sjávarútvegi og laut forystu Björns
Dagbjartssonar.
Samráðshópnum var ætlað að meta
í hve ríkum mæli sjávarafla væri varp-
að fyrir borð og hvort eða að hvaða
leyti núverandi aðferðir við veiði og
stjórnun þeirra leiði til smáfiskadráps
eða annarrar verðmætasóunar. Hóp-
urinn skilaði áfangaskýrslu í janúar
1992 og endanlegri skýrslu ári síðar
en hér verður aðeins tæpt á þeim
köflum skýrslnanna þar sem útkast
afia er til umræðu.
Mælingar sýndu
ómarktækan mun
Samráðshópurinn fékk Veiðieftir-
litið til að gera sérstaka athugun á
sögusögnum um að miklu væri fleygt
af dauðblóðguðum fiski frá netabát-
um. Eftirlitsmenn fóru í róðra með
netabátum frá öllum helstu útgerð-
arstöðum á vertíðarsvæðinu við Suð-
vesturland, könnuðu hlutfall lifandi
og dauðs fisks, skráðu fjölda neta í
sjó, fjölda dreginna neta, hve margra
nátta netin voru o.fl. Sömu atriði
voru skráð fyrir aðra báta sem reru
eftirlitsmannalausir frá sömu verstöð
sömu daga.
Niðurstöðurnar urðu þær að með-
alafli í net hjá þeim 73 bátum sem
reru með eftirlitsmann var 45,53
kíló í net en 45,11 kíló hjá þeim
1298 bátum sem reru án
eftirlitsmanna. Munur-
inn var sem sagt 420
grömm á hvert net og
taldist ekki marktækur
tölfræðilega.
Samráðshópurinn lét hins vegar
reikna út hvað það þýddi ef munur-
inn væri raunverulegur og skýrðist
af því að bátar án eftirlitsmanns
hentu fiski. Niðurstaðan varð þá sú
að 461 tonn af þeim 50.000 tonnum
sem veiðast árlega í net hér við land
væri hent í sjóinn.
Fleiri mælingar sem gerðar voru á
grundvelli þessarar athugunar leiddu
í ljós að ekki væri marktækur munur
á afla í net og aflasamsetningu báta
með eftirlitsmann um borð, þar sem
engum afla var hent, og hinum sem
réru á sömu mið sömu daga þegar
öll gögnin voru greind í einu.
Netabátar undir 30 tonnum
skáru sig úr
Hins vegar varð marktækur munur
á afla og aflasamsetningu báta sem
voru undir 30 tonnum að stærð þegar
sú stærð báta var greind sérstaklega
frá heildinni. Væri eftirlitsmaður um
borð var meðalafli í net hjá smærri
bátunum 52,22 kíló en 38,08 kiló ef
eftirlitsmaður var ekki til staðar og
gaf tölfræðipróf til kynna að 90% lík-
ur væru á að afli þessara báta væri
ekki sá sami með og án eftirlits-
manns.
Einnig kom fram að algengara
væri að smærri bátarnir væru að
draga tveggja nátta eða eldri net. í
27,5% tilvika drógu þeir tveggja nátta
net eða eldri og í 7,6% tilvika þriggja
nátta eða eldri net. Sú niðurstaða er
túlkuð sem vísbending um að algeng-
ara sé að litlu bátamir komist ekki
til að vitja um eða þá að stóru bátarn-
ir taki fremur netin í land þegar von
er á brælu.
Við mat á umgengni togskipa um
auðlindina var gripið á það ráð að
að fá trúnaðarmenn um borð í til-
teknum skipum til að skrá hjá sér
afla í veiðiferð og áætla magn það
sem varpað væri fyrir borð.
Sex skip þar sem tnínaðarmenn
vom um borð öfluðu alls 5.357 tonna
og samkvæmt áætlunum trúnaðar-
manna var 220 tonnum hent eða
4,11% heildarafla skipanna sex. Þar
af voru um 130 tonn kvótafiskur, eða
2,44% heildaraflans, og þar af aðeins
9,5 tonn af þorski, en 22 tonn af ýsu
og 88 tonn af karfa.
13.000 tonn 1987 samkvæmt
ýtrustu forsendum
Meðal fylgiskjala með skýrslu Sam-
ráðshópsins em greinar og útreikn-
ingar Olafs Karvels Pálssonar, fiski-
fræðings hjá Hafrannsóknastofnun,
þar sem gerð er grein fyrir niðurstöð-
um tilrauna Hafrannsóknastofnunar-
innar til að meta úrkast
undirmálsþorsks frá tog-
urum, annars vegar árið
1982 og hins vegar 1987
með útreikningum á
gmndvelli mælinga veiði-
eftirlitsmanna og mælinga á lönduð-
um afla.
Ólafur Karvel lagði það mat á nið-
urstöðurnar að þær gæfu til kynna
að árið 1982 hefði úrkast undirmáls-
fisks frá togurum numið 3 þúsund
tonnum, eða 3 milljónum einstakl-
inga.
Fyrir árið 1987 komst hann hins
vegar komist að þeim niðurstöðum á
grundvelli ýtrustu forsendna að um
það bil 10 þúsund tonnum og allt að
13 þúsund tonnum - 13 milljón ein-
staklingum - af undirmálsþorski
hefði verið varpað fyrir borð á togara-
flotanum.
ASÍÐASTA Alþingi lagði
Þorsteinn Pálsson, sjáv-
arútvegsráðherra, fram
framvarp til laga um um-
gengni um auðlindir sjávar þar sem
gert er ráð fyrir að settar verði hert-
ar og skýrar reglur um flest það sem
lýtur að umgengni um fiskistofnana
og einnig er kveðið skýrar á um viður-
lög við brotum á borð við að kasta
fiski útbyrðis.
í frumvarpinu, sem að miklu leyti
er byggt á tillögum nefndar Kristjáns
Þórarinssonar, er gert ráð fyrir að í
fyrsta skipti verði fært í lög að skylt
sé að hirða og koma með að landi
allan afla.
í greinargerð með frumvarpinu
segir að lög um stjórn fiskveiða gangi
út frá að þessi meginregla gildi og
að hún sé beinlínis orðuð í reglugerð
um fiskveiðar í atvinnuskyni.
Mál vegna brota á reglugerðar-
ákvæðinu hafa ekki enn komið til
kasta dómstóla. Að því kann þó að
koma fljótlega, því RLR er, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins,
langt á veg komin með rannsókn á
meintum brotum sjómanna á sex
netabátum úr Þorlákshöfn á reglu-
gerðinni. Ýmsir lögfræðingar sem
Morgunblaðið hefur rætt við hafa þó
látið í ljósi efasemdir um að dómstól-
ar muni dæma mennina seka þar sem
hæpið sé að reglugerðarákvæðið telj-
ist fullnægjandi refsiheimild.
Takmarkaðar netaveiðar
Af öðrum nýmælum í frumvarpi
Þorsteins Pálssonar má nefna að þar
er lagt bann við netaveiðum báta
undir 30 brúttótonnum frá 1. nóvem-
ber til febrúarloka hvert ár.
Eins og fram kemur í greininni
hér til hliðar hefur ýmislegt þótt
benda til að netabátar af þessari
stærð hentu fiski fyrir borð og nýti
afla illa vegna þess hve veður hamlar
því oft að hægt sé að vitja um net.
Því sé afli þessara báta oft rýrari að
gæðum en afli annarra netabáta og
meiri hætta á að hann sé ekki færð-
ur að landi. Að auki er bann þetta
réttlætt með öryggisástæðum í grein-
argerð frumvarpsins.
Annað sem fyrst og fremst kann
að snerta smærri netabáta er að
Fiskistofu verður heimilt, á kostnað
eiganda, að láta taka upp veiðarfæri
sem ekki hefur verið vitjað með eðli-
legum hætti.
Skilyrði um kvóta
fyrir meðafla
Þá er gert ráð fyrir að óheimilt
verði að heíja veiðiferð nema skip
hafi aflamark sem dugi fyrir afla í
ferðinni, jafnt af þeirri tegund sem
veiða á og líklegum meðafla af öðrum
tegundum. Eins og fram hefur komið
í Morgunblaðinu undanfarna daga
telja sjómenn eina helstu ástæðu þess
að þorski sé hent vera þá að vegna
aflasamdráttarins eigi bátar ekki
kvóta til að mæta þeim þorski sem
óhjákvæmilega veiðist með þegar far-
ið er á ýsu- og ufsaveiðar.
Bílstjórar, vigtarmenn
og kaupendur beri ábyrgð
Verði frumvarp til laga um um-
gengni um auðlindir sjávar óbreytt
að lögum fær Fiskistofa einnig heim-
ild til að áætla viðbótarafla á skip,
víki aflasamsetning þess verulega frá
aflasamsetningu annarra skipa sem
stunda hliðstæðar veiðar.
Þá er stefnt að því að skjóta styrk-
ari stoðum undir eftirlit með um-
gengni um fiskimiðin, löndun framhjá
vigt og brottkasti afla, með því að
leggja vigtarmönnum hafnarvoga,
skipstjórum, ökumönnum flutninga-
bíla og kaupendum fisks á herðar þá
skyldu að kynna sér samsetningu
farms og afla sem um hendur þeirra
fer og að hann sé veginn í samræmi
við lög og reglur.
Loks er í þessu framvarpi ítarlegur
kafli um framkvæmd laganna og við-
urlög við brotum gegn þeim.
Þar er m.a. gert ráð fyrir að unnt
verði að gera útgerðarfyrirtækjum
að greiða sektir vegna brota á lögun-
um þótt ekki sannist sök þeirra sjó-
manna sem starfa á vegum fyrirtæk-
isins. «.
Jafnframt eru refsingar allar stór-
hertar og gætu ítrekuð eða stórfelld
brot á borð við brottkast afla þá varð-
að varðhaldi eða fangelsi í allt að sex
ár og sektum að lágmarki 400 þús-
und kr. en að hámarki 8 milljónir kr.
Þeir skipstjórar sem ítrekað gerast
brotlegir geta átt á hættu að missa
atvinnuréttindi sín.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að brot
þeirra sem gerast sekir um lögbrot í
umgengni við auðlindir sjávar verði
lögð að jöfnu við skattsvik og stór-
kostleg auðgunarbrot og auk refsing-
anna er gert ráð fyrir mun víðtækari
heimildum en nú er til að dreifa til
að svipta eigendur brotlegra skipa
veiðileyfum.
Auk þess verður heimilt að skylda
skip, sem ítrekað gerist brotlegt, til
að hafa eftirlitsmann um borð í allt
að 2 mánuði.
Ennfremur eiga fiskmarkaðir á
hættu að missa starfsleyfi, gerast
starfsmenn sekir um brot gegn laga-
ákvæðum um vigtun þess afla sem
um markaðinn fer.
Vernd fyrir kærendur
Gert er ráð fyrir að birtar verði
opinberlega upplýsingar um sviptingu
veiðiheimilda. vegna brota á lögunum
og einnig um aflahlutdeild og veiðar
einstakra skipa.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að sett
verði í lög sérstakt ákvæði til að
vernda sjómenn og aðra þá starfs-
menn í útgerð eða fiskvinnslu sem
skýra yfirvöldum frá lögbrotum yfir-
manna sinna. í slíkum tilvikum kveð-
ur frumvarpið á um að vinnuveitandi
megi ekki beita starfsmann neins
konar viðurlögum, svo sem uppsögn
eða launaskerðingu, nema því aðeins
að í ljós verði leitt að upplýsingamar
hafi i meginatriðum verið rangar.
í greinargerð frumvarpsins segir
að því hafi verið haldið fram að erf-
itt væri að upplýsa það hvort físki
væri hent útbyrðis eða landað fram
hjá vigt vegna þess að skipveijar og
aðrir starfsmenn við útgerð og fisk-
vinnslu þyrðu ekki að skýra frá slíku
af ótta við refsingar vinnuveitenda.
Logunum sé ætlað að vemda
starfsmenn og tryggja þeim t.d. rétt
til skaðabóta, verði gripið til aðgerða
gegn þeim fyrir að tilkynna yfirvöld-
um um slík brot.
Brottkast lík-
legast hjá þeim
kvótaminni
Stærsti vand-
inn ójafnvægi
aflaheimilda