Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Handsal býður langtímalán í samvinnu við lífeyrissj óöi
Hagstæðari kjör en
í bankakerfinu
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Handsal hf. hefur hafið samvinnu við
nokkra af stærstu lífeyrissjóðum landsins um að bjóða einstaklingum
og fyrirtækjum lán til allt að 25 ára. Um getur verið að ræða lán
til íbúðarkaupa, til endurfjármögnunar á skammtímalánum einstakl-
inga eða lán vegna kaupa og endurbóta á atvinnuhúsnæði.
Hér er um að ræða svonefnd
jafngreiðslulán sem bera vexti á
bilinu 7-8,25% eftir veðsetningu
og áhættumati. Miðað við 7,5%
vexti yrðu afborganir og vextir af
einnar milljóna króna jafngreiðsl-
uláni til 25 ára alls 7.068 krónur
á mánuði.
Gerð er krafa um að veðsetning
Síldarvinnslan selur
bréf fyrir 144 millj.
Hlutaféð
seldistalltá
forkaups-
réttartíma
ÖLL ný hlutabréf í hlutafjárútboði
Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað
seldust á forkaupsréttartímabilinu
sem lauk þann 7. júní sl. Nýju hluta-
bréfín eru að nafnverði 56 milljónir
króna og voru þau seld miðað við
gengið 2,57 þannig að heildarsölu-
verð nam alls tæplega 144 milljón-
um.
Hluthafar gátu framselt for-
kaupsréttinn og seldist rösklega
helmingur bréfanna eða 32 milljón-
ir króna að nafnvirði með þeim
hætti, að sögn Jóhanns ívarssonar,
forstöðumanns hjá Kaupþingi, sem
annaðist útboðið. Nokkrir af stærri
hluthöfunum kusu að framselja sinn
forkaupsrétt. Nýr hluthafalisti
verður ekki birtur fyrr en 23. júní
eftir að félagið hefur tekið á móti
greiðslum fyrir bréfin.
Tilgangur útboðsins var að fjár-
magna að hluta fyrirsjáanlega end-
umýjun á þurrkurum í fiskimjöls-
verksmiðju félagsins til þess að
verksmiðjan geti_ hafið framleiðslu
á hágæðamjöli. í því skyni hyggst
félagið skipta eldþurrkurum út fyr-
ir lághitaþurrkara. Gert er ráð fyr-
ir að framleiðsluverðmæti verk-
smiðjunnar verði um 10-15% meira
eftir breytingamar. Eitt skipa fé-
lagsins er nú í slipp í Póllandi þar
sem m.a. verður komið fyrir sjó-
kælikerfi í lestum þess. Það gerir
kleift að koma með mun betri síld
og loðnu að landi en ella sem getur
verið forsenda þess að hægt sé að
vinna hágæðamjöl úr hráefninu, að
því er segir í frétt.
sé undir 55% af markaðsvirði fast-
eignar, eignir séu á höfuðborgar-
svæðinu og að umsækjandi geti
sýnt fram á viðunandi greiðslu-
getu.
Pálmi Sigmarsson, fram-
kvæmdastjóri Handsals hf., segir
að hér sé um að ræða hagstæðari
kjör en fáist að jafnaði í bankakerf-
inu því meðalvextir á verðtryggð-
um skuldabréfalánum bankanna
séu nú 8,9%.
Varðandi endurfjármögnun
skammtímalána einstaklinga sagði
Pálmi að bankarnir lánuðu ein-
staklingum yfirleitt ekki nema til
5 ára í senn vegna íbúðarkaupa.
New York. Reuter.
IBM er að breytast í nýtt og harð-
skeyttara fyrirtæki undir forystu
Louis Gerstnera aðalframkvæmda-
stjóra og kaupin á Lotus Develop-
ment fyrir 3.5 milljara dollara geta
gert það að skeinuhættum keppi-
nauti Microsoft-fýrirtækisins.
Ásælni Gerstners í Lotus stafaði
ekki hvað síst af áhuga á hug-
búnaðinum Lotus Notes, hinu
margfræga, nettengda tölvukerfi
samstarfshópa.
Þegar Gerstner skýrði frá yfir-
tökunni hélt hann því fram að
tölvuiðnaðurinn stæði á þröskuldi
nýrrar veraldar samstarfstölvunar.
Um leið létu sérfræðingar í ljós
það álit að Microsoft væri ekki
komið yfir erfiðasta hjallann, þótt
Microsoft ráði lögum og lofum á
borðtölvumarkaði.
Nýtt markaðsumhverfi
Þróun kerfis þess sem sett var
til höfuðs Lotus, Microsoft Ex-
change, hefur sífellt dregizt á lang-
inn og er ekki enn komið á markað.
„IBM getur keppt við Microsoft
á jafnréttisgrundvölli og umhverfið
á borðtölvumarkaði breytist," segir
varaforstjóri rannsóknarfyrirtækis
í Stamford í Connecticut..
Fjárfestar virðast sammála, því
að hlutabréf í IBM hækkuðu um
1 dollar í 90,125 dollara í New
York.
Reyndar hafi íslandsbanki og
sparisjóðirnir áður auglýst lang-
tímalán en þó ekki nema til 10-12
ára. „Fólk er yfirleitt ekki að slig-
ast undan húsbréfalánunum í þjóð-
félaginu heldur undan skamm-
tímalánunum," sagði hann.
Pálmi kvaðst ekki geta skýrt frá
því hvaða lífeyrissjóðir ættu hér í
hlut en hér væri um að ræða
nokkra af stærstu sjóðum lands-
ins. Þeir ættu nú einkum kost á
að kaupa ríkistryggð bréf með
5-6% ávöxtun en vildu gjarnan
auka kaup sín á skuldabréfum til
langs tíma með hærri ávöxtun.
Sjóðimir gætu haft til ráðstöfunar
í þessi nýju lán allt að 400-500
milljónir króna á mánuði.
Handsal annast mat á lántak-
endum og útbýr nauðsynleg gögn
sem síðan eru send áfram til við-
komandi lífeyrissjóðs.
Talið er að Microsoft bæti enn
yfirburðastöðu sína á DOS/
Windows markaði með notenda-
skijunum Windows 95 í ágúst.
I svipinn eru notendur Windows
60 milljónir og Microsoft hefur um
80% skerf á einkatölvumarkaði, en
sérfræðingar segja að Lotus Notes
geti orðið ómissandi og dregið úr
gildi notendaskila.
Til þess að gera veg Lotus Not-
es sem mestan segja sérfræðing-
arnir að IBM verði að leggja minni
áherzlu á stýrikerfi sitt, OS/2
Warp.
Talið er að það geti valdið ýfing-
um innan IBM, sem hefur varið
rúmlega 2 milljörðum dollara til
þróunar OS/2 í því skyni að auka
markaðshlutdeild sína. Vegna
OS/2 Warp og víðtækrar auglýs-
ingaherferðar í blöðum og sjón-
varpin hefur notendum OS/2 fjölg-
að að mun að undanförnu.
„Stökkpallur nýrra
áhrifa“
Notendur OS/2 Warp eru níu
milljónir og það kerfi er talið
tæknilegra fullkomnara en
Windows að sögn sérfræðinga.
Hins vegar er OS/2 ekki spáð
velgengni, en sagt er að IBM Not-
es geti orðið „stökkpallur fram-
tíðarmöguleika" að sögn John Jon-
es, sérfræðings Salmon Brothers.
IBM KAUPIR LOTUS
International Business Machines
Corp. (IBM) segist hafa náð sam-
komulagi um kaup á Lotus Develop-
ment Corp. fyrir um 3,5 milljarða
dollara, stærsta yfirtakan í tölvu-
heiminum til bessa
Til aö ná fyrri samkeppnisstöðu í
tölvuheiminum hefur IBM ákveðið
að setja hugbúnað á oddinn og
kaupin á LOTUS eru skref í þá átt.
COLLEY / REUTER
Jeffrey Tarter, ritstjóri SoftLett-
er, spáir því að draga muni úr
auglýsingum á OS/2 og að í stað-
inn komi auglýsingar um hvernig
fólk hafi samband sín í milli með
Lotus Notes í stað OS/2 Warp og
Internetinu.
Sérfræðingar telja að IBM muni
takast að gera Lotus Notes ómiss-
andi vegna gífurlegra markaðs-
möguleika og sterkrar auglýsing-
armaskínu, áhrifamikils vörumerk-
is, öflugrar söludeildar og umsvifa-
mikillar ráðgjafarþjónustu, sem
hægt- verði að nota til að þjálfa
fyrirtæki í notkun Notes á netkerf-
um sínum.
Dregið hefur úr ugg um ýfing-
ar, þar sem Jim Manzi hefur sam-
þykkt að gegna áfram starfi fram-
kvæmdastjóra Lotus. Einnig er
talinn kostur að Ray Ozzie, höf-
undur Notes, studdi samninginn.
Sú ákvörðun IBM að leyfa Lotus
að halda sjálfstæði sínu að mestu
er einnig hluti af nýrri ímynd IBM.
Síðast en sízt er Gerstner talinn
sýna nokkra framsýni að sögn rit-
stjóra fréttablaðsins Release 1.0
Allir starfsmenn séu uppfullir
af áhuga og telji sig vinna hjá
fyrirtæki sem veigur sé í. Nýtt
starfslið IBM sé ásækið og ráðið
í að láta samninginn lánast. Nú
verði IBM að sýna að það sé nýtt
IBM.
Fólk
Nýr aðstoð-
arfram-
kvæmda-
stjóri SÍF
MRÓBERT B. Agnarsson hefur
verið ráðinn aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sölusambands ís-
leriskra fiskiframleiðenda hf.
SÍF. Róbert,
sem er 37 ára
gamall, útskrif-
aðist sem við-
skiptafræðingur
frá Háskóla fs-
lands árið 1982.
Hann vann hjá
Kísiliðjunni hf.
frá 1982-1992,
þar af frá 1985-
1992 sem fram-
kvæmdastjóri. Á
árunum 1992-1994 var Róbert
bæjarstjóri í Mosfellsbæ og tók
síðan við starfi forstöðumanns hjá
Kaupþingi þar til nú að hann hef-
ur verið ráðinn til starfa hjá SÍF.
Þar mun hann vera yfir rekstrar-
sviði félagsins ásamt því að vera
aðstoðarframkvæmdastjóri. Ró-
bert hefur starfað í stjórnum
ýmissa fyrirtækja, félagasamtaka
og stofnana, auk starfa að sveitar-
stjórnarmálum. Hann er kvæntur
Önnu Björnsdóttur, útlitsteikn-
ara og eiga þau þijú börn.
-----♦ ♦ ♦-----
Nýrfram-
kvæmda-
stjóri Verð-
bréfaþings
MSTEFÁN Halldórsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Verðbréfaþing íslands frá og
með 1. október nk. Stefán er 45
ára gamall.
Hann lauk BA-
prófi í þjóðfé-
lagsfræðum frá
Háskóla ís-
lands árið 1975
og masters-
gráðu í rekstr-
arhagfræði frá
Tuck Business
School,
Dartmouth Stefán
College, í New
Hampshire í Bandaríkjunum
árið 1988. Undanfarin fimm ár
hefur hann starfað hjá Kaupþingi
hf. og dótturfélögum þess. Stefán
er kvæntur Lilju Jónasdóttur
hjúkrunarfræðingi og eiga þau
þrjár dætur.
IBM íharða samkeppni
við Microsoft
• Vikingalotto • Vikingalotto • Vikingalotto • Vikingalotto • Vikingalotto • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalotto • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó
Verður fýrsti vinningurinn í Víkingalottóinu
milli. kr.l
7
L#TT#
Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér!
Vikingalottó • Víkingalotto • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • VJkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó