Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 35 FRÉTTIR Verðlaun í getraun tímaritsins Skýlaust DREGIÐ hefur verið úr réttum lausnum í getraun tímaritsins Ský- laust sem kom út í vor í fyrsta sinn og gefið var út af Krabbameinsfé- lagi Reykjavíkur með stuðningi Tób- aksvarnanefndar. Tæplega 800 lausnir bárust. 1. verðlaun vöruúttekt fyrir 20.000 kr. hjá Fálkanum hlaut Kristín Sigurð- ardóttir, Brautarholti 20, Ólafsvík. 2.-6. verðlaun fataúttekt fyrir 5000 kr. hjá Vero Moda eða Jack and Jones hlutu: Þröstur Sveinsson, Hríshóli, Innri-Akraneshreppi, Ósk Óttarsdóttir, Grundarstíg 24, Reykjavík, Erna Björk Baldursdótt- ir, Básahrauni 6, Þorlákshöfn, Hjört- ur Hauksson, Fífubarði 8, Eskifirði og Fríður Sæmundsdóttir, Úthaga 14, Selfossi. 7. verðlaun, Levis galla- buxur fékk Anna Lísa Sigfúsdóttir, Karlsbraut 17, Dalvík. 8. verðlaun fataúttekt að verðmti 5000 hjá versl- uninni Sautján hiaut Þórir Guðjóns- son, Hvolsvelli 9. verðlaun voru geisladiskarnir Transdans og Heyrðu 6 frá Skífunni og þá hlutu: Óskar A. Kristinsson, Sjávargötu 1, Bessastaðahreppi, Sigutjón Þor- steinsson, Reykjum 2, Hrútafirði, Þóra Björg Jónsdóttir, Galtarholti, Skilmannahreppi, Ingibjörg Þórðar- dóttir, Hraunsvegi 12, Njarðvík, Ólöf H. Þórarinsdóttir, Túngötu 13, Eyrarbakka, Hugrún Jónsdóttir, Víðilundi 18d, Akureyri, Björn Ól- afsson, Fiskakvísl 24, Reykjavík, Halldór F. Þórólfsson, Einarsstöð- um, Suður-Þingeyjarsýslu, Krist- mann Jónsson, Steinholti 4, Vopna- firði og María Kristjánsdóttir, Öldu- stíg 14, Sauðárkróki. • • Oskjuhlíðar- ganga í kvöld SÖGUGANGA í Öskjuhlíðina verð- ur í kvöld, miðvikudaginn 14. júní, kl. 20. Lagt verður af stað frá Perlunni og skoðaðar sögu- og náttúruminjar á þessu gróðusæla útivistarsvæði í hjarta borgarinnar. Leiðsögumenn verða höfundar bókarinnar Öskju- hlíð þeir Helgi M. Sjgurðsson og Yngvi Þór Loftsson. Áætlaður tími er 2 klst. og er þátttaka ókeypis. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson ERLING Sigurðsson prentari og Baltasar með afraksturinn af samstarfinu og milli þeirra er prentsmiðjustjórinn sjálfur Gunn- ar Maggi Ámason. Prenttækni 20 ára Viðskiptavinirnir fengu verk eftir Baltasar Prentsmiðjan Prenttækni í Kópa- vogi varð nýlega 20 ára og af því tilefni var gefin út grafíkmynd eftir Baltasar sem prentuð var í 70 númeruðum eintökum. Pren- tækni er í eigu hjónanna Gunnars Magga Árnasonar og Stefaníu Flosadóttur. Myndirnar sem gefnar voru vinum og velunnurum Prentækni í hófi í tilefni tímamótanna eru unnar með sérstakri tækni sem Baltasar kýs að kalla ofsetlit- hographiu en við þessa tækni notar hann það sem kalla má lit- hograpiskar plötur sem hægt er að setja í ofsetpressur. Til að þessi aðferð lukkist vel þarf gott samstarf milli prentarans og lista- mannsins að sögn Baltasars og hann bætti við að þetta væri að- eins á færi snjöllustu prentara. Það var Erling Sigurðsson sem vann myndina með Baltasar en hann hefur unnið hjá Prenttækni í 12 ár. Hafnarfjörður Tómstunda- starf fyrir unglinga ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar hefur farið af stað með ný námskeið fyrir 14 ára ungl- inga í júní og júlí. Námskeiðin eru margvísleg og má sem dæmi nefna tré-, málm- og háriðnaðarnámskeið í samvinnu við Iðnskólann í Hafnarfirði, út- varpsnámskeið, plötusnúðanám- skeið, leiklistarnámskeið, reiðnám- skeið og kvikmyndanámskeið þar sem gerðar verða stuttmyndir og endar það námskeið með stutt- myndakeppni. Auk þess verður far- ið í margskonar ferðir, íþróttir og leiki. Námskeiðin eru sum einn dag en önnur lengri og eru flest frá kl. 13-16 og flest eru þau unglingum að kostnaðarlausu. Allar nánari upplýsingar og skráning er í félagsmiðstöðinni Vit- anum milli kl. 9 og 16. Umsjónar- menn eru þau Hrafnhildur Pálsdótt- ir, Stefán Sigurðsson og Ófeigur Friðriksson. Trjákynbóta- menn þinga FUNDUR skógerfðafræðinga og tijákynbótamanna á Hallormsstað verður haldinn dagana 12.-14. júní á Hallormsstað. Sérfræðingahópurinn hefur fund- að reglulega sl. 25 ár til skiptis á Norðurlöndunum en þetta er í fyrsta skipti sem fundað er hér á landi. Ýfirskrift fundarins að þessu sinni er: Innfluttar tijátegundir - ógnun eða ávinningur. Um 20 fyrir- lestrar verða haldnir og rannsókn- arniðurstöður kynntar og ræddar. Fundur um við- brögð vegna náttúru- hamfara OPINN fundur í stjóm Veitustofn- ana Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 14. júní og verður fy'allað um viðbrögð vegna náttúru- hamfara. Fundurinn sem er opinn almenn- ingi verður haldinn í Perlunni, 1. hæð, og hefst kl. 17. Fulltrúar frá Hitaveitu, Rafmangsveitu og Vatnsveitu Reykjavíkur ásamt full- trúa borgarverkfræðings munu kynna þessi mál. Það er nýjung að haldnir séu opnir stjórnarfundir á vegum ráða og nefnda Reykjavíkurborgar og er stefnt að því að fleiri slíkir fund- ir verði haldnir á kjörtímabilinu. Námskeið um brunahönnun bygginga NÁMSKEIÐ um brunahönnun og mat á brunaöryggi bygginga verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands dagana 27.-29. júní. Um er að ræða þriggja daga námskeið sem haldið hefur verið víða í Bandaríkjunum og Evrópu á undanförnum misserum en er nú haldið hér á landi í fyrsta sinn. Námskeiðið tekur mið af nýjustu stöðlum og hönnunaraðferðum á þessu sviði. Fyrirlesarar eru allir reyndir verkfræðingar á sviði brunahönn- unar og brunavarna en þeir eru Rexford Wilson frá FIREPRO Inst- itute Ltd. í Bandaríkjunum og Ric- hard Nilsson og Yngve Anderberg frá verkfræðistofunni FIRE SA- FETY DESIGN í Svíþjóð. íslenskir umsjónarmenn með námskeiðinu eru Guðmundur Gunnarsson, verk- fræðingur hjá Brunamálastofnun og Jón Viðar Matthíasson, aðstoð- arslökkviðlisstjóri í Reykjavík. Skráningarfrestur er til 16. júní en nánari upplýsingar eru veittar hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands. ■ DREGIÐ v&r í happdrætti Fom- bílaklúbbs íslands 12. september 1994. Eingöngu var dregið úr seldum miðum. Osóttir vinningar eru: Nr. 1181 - Ford Mustang ’66, nr. 199, 1222, 1593 og 1876 - vöruúttekt í Bílanausti, svo og nr. 801, 1783 og 3156 - alfræðiorðabók um bíla. Áslaug Höskuldsdóttir, jóga- kennari. ■ BLÓMARÓSIR á breytingar- aldri kallast námskeið sem hefst þann 15. júní hjá Jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15. Leiðbein- andi verður Áslaug Höskuldsdótt- ir, jógakennari. Markmið nám- skeiðsins er að konur læri að þekkja líkama sinn og nema skilaboð hans og um leið að tengjast kvenlegu inn- sæi sínu og visku. Kenndar verða jógastöður og öndunaræfingar sem eru góðar fyrir hormónajafnvægi lík- amans. Öndunaræfingar geta hjálp- að konum á breytingaraldri t.d. með svitakóf og kvíða og markviss slökun er góð leið til að takast á við and- vökunætur. Á námskeiðinu verður leidd hugleiðsla þar sem konur kynn- ast ýmsum myndum kvenleika síns og margt fleira t.d. sjálfsnudd, um- ræður, skapandi hreyfing og sam- hlustun. Námskeiðið hefst 15. júní og verður tvisvar í viku á þriðjudög- um og fimmtudögum frá kl. 16-18 alls sex skipti. ssssssssssss^ § 17% afsláttur ^ afsumarúlpum S j fyrir 17. júrií ^ í Vatns- og víndþéttar ^ ^ Fallegir litir - Mikið úival ^ í ENGIABÖRNÍN $ fc Bankastrœti 10 • sími 552-2201 ^ ATVINNUA! YSINGAR Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar í sumarafleysingar á sjúkrahúsið, Patreksfirði. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 456 1110. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar í sumarafleysingu á heilsugæslustöðina, Patreksfirði. Ljósmóðurréttindi æskileg. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 456 1110. Kennarar Vegna forfalla er nú 2/3 kennarastaða laus í samfélagsfræði í 8., 9. og 10. bekk Garða- skóla. Viðbótarkennsla í öðrum greinum kemur til greina. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, sími 565 8666. Skólastjóri. Starfskraftur Bílafyrirtæki óskar að ráða röskan og reglu- saman starfsmann til starfa strax, m.a. við þrif og að sækja bíla. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 18.00 fimmtudag, merktar: „G - 15818". ISAFJARÐARKAUPSTAÐUR Grunnskólinn á ísafirði Kennarar Kennara vantar í eftirtaldar greinar næsta skólaár: Dönsku, eðlisfræði, samfélagsfræði, tón- mennt, handmennt, smíðar, sérkennslu og heimilisfræði. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 456-3044 (vinnusími) eða 456-4649 (heima). Umsóknarfrestur er til 27. júní. Skólastjóri. Félagsmálastjóri Staða félagsmálastjóra Hornafjarðar er laus til umsóknar. Félagsmálastjóri er yfirmaður félags- og fræðslumála Hornafjarðarbæjar. Félagsmálastjóri sér um framkvæmd laga um félagsþjónustu, er yfirmaður dagvistar- mála, heimaþjónustu og situr í þjónustuhópi aldraðra. Félagsmálastjóri er einnig starfsmaður Heil- brigðis- og öldrunarráðs Austur-Skaftafells- sýslu. Félagsmálastjóra er jafnframt ætlað að sinna fræðslumálum og vinna m.a. að undirbúningi fyrirhugaðs flutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun eða aðra sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjar- stjóri Hornafjarðar í síma 478-1500. Hornafirði, l.júní 1995. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sturlaugur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.