Morgunblaðið - 14.06.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.06.1995, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Nýtt sorpurðunarsvæði í landi Kirkiuferiuhiáleiffu Selfossi. Morgunblaðið. ** ** '—7 NYTT sorpurðunarsvæði Sorp- stöðvar Suðurlands í landi Kirkju- feijuhjáleigu í Ölfusi var formlega tekið í notkun föstudaginn 9. júní. Guðmundur Bjamason umhverfís- ráðherra opnaði svæðið formlega og hleypti fyrsta sorpflutningabíln- um inn á svæðið. Með opnun hins nýja svæðis verður urðunarsvæði Sorpstöðvarinnar við Selfoss lokað en þar hefur verið urðað sorp síðan 1963. Að Sorpstöð Suðurlands, sem stofnuð var 1981, standa nú 23 sveitarfélög á Suðurlandi en þjón- ustusvæði stöðvarinnar nær frá Selvogi til Mýrdalssands. íbúar svæðisins eru um 14.500 en eru mun fleiri þegar umferð er mest um sumarhúsasvæðin á Suðurlandi. Á urðunarsvæðið mun einungis koma sorp frá aðilum sem verða í föstum viðskiptum við Sorpstöð Suðurlands, fyrirtæki sem annast sorphirðu fyrir sveitarfélögin, Sorp- stöð Rangárvallasýslu auk nokk- urra stórra fyrirtækja sem eru með beina samninga við stöðina. Allt sorp verður vigtað þegar það kemur inn á svæðið og urðað óbaggað og þangað mega ekki koma spilliefni eða brotamálmar. Sveitarfélög á Suðurlandi munu setja upp mót- tökustöðvar fyrir slík efni og annað sorp sem fólk þarf að losa sig við. Forathuganir, rannsóknir og annar undirbúningur vegna hins nýja svæðis hefur staðið yfír síðan 1990 og miðast að því að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til urðunarsvæða á sorpi. Heildar- kostnaður við svæðið nemur 50 milljónum og 16 milljónir fóru í að leggja nýjan veg að svæðinu. Heild- arrekstrarkostnaður er áætlaður 17 milljónir króna á ári. Á svæðinu mun fyrst um sinn starfa einn maður við urðun og eftirlit. Karl Bjömsson formaður stjómar Sorp- stöðvarinnar sagði meðal annars í ávarpi við opnunina að enginn vafi léki á því að sú leið sem hér væri farin við förgun á sorpi væri sú hagkvæmasta. Hann lagði áherslu á að markmiðið hefði alltaf verið að reka urðunarsvæðið eftir ítrustu reglum um mengunarvarnir og frá- gang. Guðmundur Bjarnason um- hverfísráðherra lýsti í ávarpi sínu ánægju með það skref sem stigið væri með opnun urðunarsvæðisins. Morgunblaðið/Sig. Jónss. FYRSTI sorpfarmurinn losaður á nýja urðunarsvæðinu. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal FJÖLDI fólks lagði leið sína á bryggjuna á Neskaupstað á sjóm&nnadaginn til að fylgjast með hátíðarhöldunum sem þar fóru fram í tilefni dagsins. Sjómenn um allt landið héldu dag sinn hátíðlegan siðastliðinn sunnudag Hátíðarhöld við sjávarsíðuna HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins í Eyjum fóru að vanda fram bæði laugardag og sunnudag. Á laugardag var skemmtidag- skrá við Friðarhöfn, um kvöldið voru síðan dansleikir á veitingastöðum bæjarins. Dagskrá sunnudagsins hófst með sjó- mannamessu í Landakirkju og síðan var minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra, drukknaðra og þeirra sem farist hafa í flug- slysum. Snorri Óskarsson stjórnaði athöfn- inni og minntist látinna. Skemmtidagskrá var síðan á Stakka- gerðistúni. Valmundur Valmundsson flutti ræðu dagsins. Aldraðir sjómenn voru heiðr- aðir: Adolf Magnússon frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi, Valgeir Sveinsson frá Vélstjórafélagi Vestmanna- eyja og Helgi M. Sigmarsson frá Sjómanna- félaginu Jötni. Þá tók Grímur Jón Gríms- son, skipstjóri á Guðmundi VE, við viður- kenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir gott ástand skips og búnaðar. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysa- varnaskólans, afhenti síðan Lárusi Gunn- ólfssyni skipstjóra Sæbjargarbikarinn fyrir hönd áhafnar Heijólfs. Sjómannadagshátíðarhöldin á Húsavík hófust á laugardag með fjölbreyttri dag- skrá í íþróttahöllinni og árshátíð sjómanna á Hótel Húsavík um kvöldið. En á sunnu- deginum hófust hátíðarhöldin með messu kl. 11 sem sr. Sighvatur Karlsson söng. Eftir hádegið buðu sjómenn landkröbbum í siglingu um Skjálfanda og varð hún fjöl- mennari og lengri en venjulega vegna þess hve veður var gott, logn og 20 stiga hiti. Að lokinni siglingu hófst keppni og ýmsir leikir á hafnaruppfyllingu. Slysavarnarfélagskonur seldu kaffi í fé- lagsheimilinu og þar voru verðlaun afhent og tveir eldri sjómenn heiðraðir, þeir Jó- hann Kr. Gunnarsson og Óskar B. Guð- mundsson. Þeir eru báðir fæddir Flateying- ar og hófu sín sjómannsstörf þar á barns- aldri en ungir fóru þeir að sækja vertíðir sunnanlands að vetrum en sóttu sjóinn frá Flatey að sumrinu til. Síðar fluttust þeir báðir til Húsavíkur og sóttu sjóinn þaðan en nú síðustu árin hafa þeir báðir starfað við fiskvinnslu hjá Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur. Fiskverkakonur heiðraðar á Neskaupstað Sjómannadagshátíðarhöldin á Neskaup- stað voru að mestu leyti með hefðbundnum hætti að undanskildu því að núna voru ekki aðeins heiðraðir aldraðir sjómenn held- ur líka fískverkakonur sem unnið hafa við fiskvinnslu í tugi ára. Hátíðarhöldin hófust strax á föstudag með sjóstangaveiðimóti og fánar voru dregnir að húni vítt og breitt um bæinn. Á laugardag og sjómannadag voru hefðbund- in atriði. M.a. var útisamkoma við sundlaug- ina þar sem Jón Ingi Kristjánsson flutti hátíðarræðu og Reynir Zoéga var heiðraður sem aldraður sjómaður og fískverkakonum- ar Anna Finnsdóttir og Lára Halldórsdóttir. Að morgni sjómannadags fór svo um helmingur bæjarbúa í hópsiglingu á nánast öllum fleytum sem sjófærar vom. Þátttaka í hátíðarhöldunum var mjög góð enda 20 stiga hiti og glaða sólskin. Óvænt uppákoma á Ólafsvík ÞAÐ VAR mikið um að vera í Ólafsvík á sjómannadaginn. Meðal annars var farið í skemmtisiglingu út af Ólafsvík með togar- anum Má. Þá vildi ekki betur til en svo að hann tók niður á sandrifi í innsiglingunni og strandaði þar í dijúgan tíma. Fjölmarg- ir Ólafsvíkingar voru um borð og tóku þessu með mesta jafnaðargeði, enda ýmsu vanir. Þegar svo losnaði um togarann var haldið við upprunaleg áform og siglt út á Breiða- fjörðinn, þar sem jafnt ungir sem aldnir undu sér hið besta. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HELGI Sigmarsson, Adolf Magnússon og Valgeir Sveinsson voru heiðraðir af sjómannafélögunum í Eyjum fyrir áratuga sjómennsku. SJÓMENNIRNIR Óskar B. Guðmundsson og Jóhann Kr. Gunnarsson voru heiðraðir fyrir störf sín á sjó- mannadaginn á Húsavík. Morgunblaðið/Pétur Blöndal ÓLAFSVÍKINGAR kipptu sér ekki upp við þá þótt skemmtisiglingin færi ekki betur af stað en svo að togarinn strandaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.