Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐLA UG BJÖRG BJÖRG VINSDÓTTIR + Guðlaug Björg Bj örgvinsdóttir fæddist í Reykjavík 29. janúar 1923. Hún lést 6. júní sl. Foreldrar hennar voru Kristín Jó- hannesdóttir og Björgvin Guð- mundsson. Systkini Guðlaugar eru Björn, látinn, Mar- ía, tvíburasystir, látin, og Petrína Kristín. Hálfystir sammæðra er Sig- ríður Guðmunds- dóttir. Hálfsystkini samfeðra eru María, tvíburarnir Kjartan og Knútur og Gestur. Sonur Guðlaugar er Þórarinn Einars- son. Sambýliskona hans er María Hauksdóttir. Börn Þór- arins af fyrra hjónabandi eru Kristján og Guðlaug Björg. Sonur Kristjáns er Theodór Gaukur og sonur Guðlaugar Alexander Þór Þorsteinsson. Árið 1961 giftist Guðlaug Agn- ari Stefánssyni. Þau slitu sam- — vistir. Guðlaug starfaði hjá Pósti og síma í rúm fimmtíu ár, síð- ustu áratugina sem fulltrúi. Guðlaug verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. MÉR ER það mjög ljúft að minn- ast fyrrverandi tengdamóður minnar, Guðlaugar Bjargar Björg- vinsdóttur. Þótt leiðir okkar Þórar- - ins sonar hennar hafi skilið bar aldrei skugga á vinskap okkar Gullu. Gulla ólst upp á Freyjugötu 6 á mannmörgu heimili sem móðir hennar, Kristín Jóhannesdóttir, hélt. í mörg ár bjó Gulla á Skál- holtsstíg 7, en 1992 fluttist hún í Neðstaleiti 4, þar sem hún var búin að búa sér fallegt heimili. Mér eru í minni mín fyrstu kynni af Gullu, þar sem hún tók vel á móti mér og spurði hvort ekki mætti bjóða mér kakó, sem ég þáði, en það reyndist vera það besta kakó sem ég hafði fengið. Þetta kakó var ekki það eina sem smakk- aðist vel hjá Gullu, hún reyndist ■>vera listakokkur. Það sem smakk- aðist ósköp venjulega hjá mér var algjört sælgæti hjá henni og fékk ég að heyra það á hvetjum jólum hjá Guðlaugu dóttur minni hvort ég gæti ekki búið til jafn góða sósu á ham- borgarhrygginn eins og amma Gulla, en það var sama hvað ég reyndi, sósan varð aldrei eins og hjá ömmu Gullu. Gulla hafði ekki bara gaman af að búa til góðan mat, hennar mesta ánægja var að gefa gjafir og hafði hún næmt auga fyrir fallegum hlutum. Hafði hún mikla unun af að pakka gjöfunum í fallegan pappír og skreyta. Mér eru minnisstæðir jólapakkarnir og kortin sem voru einhvern veginn miklu fallegri hjá henni en öðrum. Ég held ég hafi spurt hana á hveij- um jólum: „Gulla, hvar fékkstu svona fallegan pappír og kort?“ Vil ég nota tækifærið, elsku Gulla, að þakka þér fyrir alla fal- legu hlutina sem þú hefur gefíð mér á mitt heimili, en þeir eru ófáir. Ein mesta hamingjan í lífí Gullu voru barnabörnin Kristján og Guð- laug Björg og síðan barnabarna- börnin, Theódór Gaukur og Alex- ander Þór, og var sérstaklega kært með þeim nöfnunum. Veit ég að Guðlaug Björg dóttir mín á eftir að sakna ömmu sinnar mjög mikið. Það voru ófáar stundimar sem þau Guðlaug Björg og Alexander eyddu saman með ömmu Gullu. Þegar Alexander Þór byrjaði í skóla síðastliðið haust fór hann til ömmu Gullu eftir hádegi og var þar þang- að til mamma hans var búin að vinna og var Gulla óþreytandi að segja sögur af Alexander Þór og uppátækjum hans. Um áramótin 93-94 lét Gulla af störfum hjá Pósti og síma, en þar hafði hún unnið í rúm 50 ár, fyrst á 02 en síðan sem fulltrúi hjá aðalgjald- kera. Elsku Gulla, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, Kristján, Guðlaugu Björgu, Alex- ander Þór og Theódór Gauk. Blessuð sé minning þín. Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hún amma Gulla er dáin eftir stutta sjúkrahúslegu. Það eru ansi margar yndislegar minningar sem ég á, en ekki ætla ég að telja þær upp hér. Ég vil þó fyrst og fremst þakka fyrir þá ást og umhyggju sem hún MINNINGAR sýndi mér og Theódór Gauk alla tíð. Elsku amma, minningu þína mun ég alltaf geyma í huga mínum. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði. Krislján. Elsku amma og langamma. Okkur langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, allan þann tíma sem við vorum með þér, að þykja svona vænt um okkur. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín, Guðlaug Björg og Alexander Þór. Það er nú svo að í gegnum lífíð eigum við öll marga samferða- menn. Sumir koma inn í líf okkar í stuttan tíma, en aðrir eiga sam- leið með okkur í gegnum þykkt og þunnt alla ævina. I dag kveðjum eina af þeim manneskjum sem ég hef átt samleið með í gegnum lífíð, Guðlaugu Björgvinsdóttur, fulltrúa hjá Pósti og síma. Gulla hefur ver- ið vinkona móður minnar frá því á unglingsárum þeirra og í gegnum þeirra vinskap verið mér nákomin frá því ég man eftir mér. Á leið okkar í gegnum lífíð saman í næst- um 50 ár var hún alltaf til staðar, með hvatningu þegar á móti blés og hrós þegar vel gekk. Hluti af mínum fyrstu minning- um var þegar Gulla leit eftir mér og systrum mínum, þegar foreldrar okkr brugðu sér frá, og skemmti okkur með sögum af foreldrum okkar. Sögurnar voru sagðar af mikilli tilfínningu og stundum var skáldaleyfí notað til að gera þær kjarnmeiri og skemmtilegri okkur öllum til mikillar ánægju. Heim- sóknir upp á Freyjugötu til hennar og Þórarins sonar hennar, þar sem ég ferðaðist einn í strætisvagni, voru með mínum fyrstu ferðalögum og mér er enn minnisstæð fyrsta ferðin þegar ég setti alla úr jafn- vægi vegna þess að ég fór úr vagn- inum á röngum stað. Ég get seint fullþakkað henni þegar hún flutti af Skálholtsstíg 7 og mælti með okkur Gunnhildi sem leigjendum í því gamla merka húsi og með því hjálpaði okkur með aðsetur á fyrstu árum okkar bú- skapar. Okkur er minnisstætt þeg- ar Gunnhildur var að fara upp á spítala til að eiga okkar fyrsta bam seint um kvöld. Þá höguðu örlögin því svo að Gulla var að ganga upp Skálholtsstíginn og fylgdi henni upp á spítala í sjúkra- bílnum þar sem þær báðar áttu fullt í fangi með að róa hinn verð- andi föður. Gulla hafði gaman af því að lesa í spil. Það leið ekki það fjölskyldu- boð að hún legði ekki stjörnu fyrir alla fjölskylduna í gamni og alvöru. Fyrir barnabörn mömmu og pabba var það merki um að þau væru komin í fullorðinna tölu þegar þau höfðu náð þeim aldri að'Gulla læsi í sgil fyrir þau. Á þessum tímamótum hrannast minningarnar upp og það kemur kökkur í hálsinn þegar maður ger- ir sér hægt og bítandi grein fyrir því að það er komið að kveðju- stund. Það er eitt af því sem gefur lífinu gildi að alast upp og vera í návist persóna sem alltaf miðluðu manni hlýju og ástúð og reyndust vinir í raun. Við sem áttum Guð- laugu Björgvinsdóttur að vini og félaga höfum öll misst mikið, en enginn þó meir en Þórarinn sonur hennar og börn hans og barnabörn. Við fjölskyldan í Þernunesi 10 sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar. Magnús Gunnarsson. í dag er til moldar borin frænka mín og aldavinkona, Guðlaug Björg Björgvinsdóttir fyrrum full- trúi hjá Pósti og síma. Hún hafði lengi átt við nokkra vanheilsu að stríða, en bar hana eins og annað mótlæti og erfiðleika í lífinu, óstudd og af hinum mesta hetju- skap. Við Gulla Björg, eins og hún var jafnan kölluð af mér og fjölskyldu minni, vorum náskyldar. Móður- amma hennar, Guðlaug Björg Björgvinsdóttir frá Breiðabólsstöð- um á Álftanesi, og móðurafi minn, Erlendur Björnsson bóndi þar, voru systkin. Móðurafi hennar, Jóhann- es Sveinsson, og móðuramma mín, María Sveinsdóttir, voru einnig systkin. Vegna þessa mikla skyld- leika fannst okkur þegar í æsku við vera meira en venjulegar frænkur, eða að minnsta kosti frændsystur. Gulla Björg ólst upp ásamt fjór- um systkinum sínum hjá móður sinni og ömmu á Freyjugötu 6 hér í borg og hlaut hjá þeim ágætu konum hið besta uppeldi. Eins og oft tíðkaðist á þeim árum kom það einkum í hlut ömmu hennar og nöfnu að ala hana upp, enda var hún alla tíð bundin þessari ömmu sinni kærleiksböndum, sem aldrei rofnuðu. Á þessum æskuárum 'okkar Gullu Bjargar bjó ég hjá foreldrum mínum, á Njarðargötu 39, þannig að leiðin milli heimila okkar var stutt, enda var mjög mikill sam- gangur milli heimilanna eins og að líkum lætur. • Ég ætla ekki að rekja frekar ættir Gullu Bjargar, eða hinn langa og farsæla starfsferil hennar. Til þess munu vafalaust aðrir verða. Hins vegar langar mig sérstaklega að minnast hins óvenjulega nána sambands, sem var á milli móður minnar og Gullu Bjargar alla tíð. Þær voru ekki aðeins náfrænkur heldur einnig og miklu fremur nánar vinkonur og trúnaðarvinir. Gulla Björg var óvenjulega vinföst kona. Hún tók sér mjög nærri ef vinir hennar eða skyldfólk brugð- ust trausti hennar, en það er aðals- merki þeirra sem sjálfir eru heil- steyptir og það var Gulla Björg svo sannarTega. Gulla Björg var mjög frændrækin og um leið ættfróð og hafði yndi af að rekja ættir sínar og annarra og segja frá ættfólki sínu, sem horfið var af sjónarsvið- inu. Eftir að móðir mín andaðist árið 1983 varð samband okkar Gullu Bjargar sterkara og nánara en nokkru sinni fyrr. Hún var alltaf mikill aufúsugestur á heimili okkar Hallgríms, enda var hún sannkall- aður heimilisvinur okkar og barna okkar. Nú er Gulla Björg horfin sjónum okkar um sinn. Eftir standa minningamar um fjölmarg- ar ánægjulegar samverustundir, sem verma og gleðja. Gullu Bjarg- ar er sárt saknað á heimili okkar. Henni fylgja þakkir okkar allra fyrir vináttu hennar og umhyggju, sem aldrei brást. Gulla Björg átti einkason, Þórar- in Einarsson, sem hún unni af heilum hug, enda reyndist hann móður sinni vel, ekki síst þegar hún þurfti mest á því að halda. Þórarni og fjölskyldu hans eru hér með færðar okkar innilegustu samúðarkveðjur. María Dalberg. Elsku Gulla. Mig setti hljóða þegar Arnheiður hringdi og sagði mér að þú værir látin. Einhvern veginn átti ég ekki von á þessu. Það er ekki langt síðan þú hættir starfi þínu hjá Pósti og síma, og ætlaðir að fara að njóta lífsins og sérstaklega með barnabörnunum þínum sem voru þér kær og þú talaðir oft um. Þú gafst mér mikið, ég gat alltaf leitað til þín í gleði og sorg. Aldrei heyrði ég þig hall- mæla neinum, þú sást alltaf það góða í fólki. Þórarinn og fjölskylda, ég sam- hryggist ykkur. Mig langar að vitna í Kahlil Gibran þar sem hann seg- ir: Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Hvíl þú í friði Gulla mín. Þín vinkona, „ » , I „iiAnir + Stefán fæddist í Rekavík bak Látur 31. maí 1906. Hann lést á ísafirði 30. maí síðastlið- •* inn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Pálmason, bóndi og vitavörð- ur í Straumnesvita, og fyrri kona hans, Ketilríður Þorkels- dóttir. Stefán og tvíburasystir hans, Halldóra, voru í hópi tólf alsystk- ina. Hálfsystkini þeirra, börn Guðmundar Pálmasonar og seinni konu hans Bjarneyjar Andrésdóttur, voru fjögur. Stefán ólst upp í Rekavík en árið 1947 flutti hann til Súðavíkur. Um ára- tugs skeið hefur hann dvalið á ísafirði, fyrst á EUiheimiIinu en síðustu árin á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Hlíf. Stefán verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju í dag. ÞEGAR komið er til Rekavíkur verður aug- ljóst hvernig nafnið er til komið. Fjaran er hvít af rekaviði. I fjör- unni liggja margra metra langir tijábolir sem brimið hefur þeytt langt upp í ijörukamb- inn. Inn á milli trjábol- anna liggur smærri rekaviður og rótar- hnyðjur, hvítþvegið eftir áralangt volk í söltum sjó. Rekavík iiggur milli Straum- ness og Hvestu og opnast mót Norður-íshafinu. Þar er því mjög brimasamt og fátt um góða lendingarstaði. Undirlendi er lítið, í raun aðeins dálítil grasræma á bökkum Rekavíkurvatns. Víkin er girt háum og mikilúðlegum hamrabeltum en að sunnanverðu skilur lágur háls milli Rekavíkur og Látra sem var næsta byggð. Röskur klukkustundar gangur er milli Rekavíkur og Látra. Það liggur í augum uppi að lífs- baráttan hefur verið hörð á stað eins og Rekavík. Lífið var stöðug barátta við óblíð náttúruöflin, stór- viðri, brim, hafís, fannfergi og svelialög. Fólkið sem bjó við þessar aðstæður við ysta haf mótaðist af umhverfinu. Það gat skilið miili lífs og dauða að kunna að spá í veður og vinda, kunna að sæta lagi við að lenda árabát eða þekkja örugga hand- eða fótfestu í bjargi. Þetta umhverfí og lífsbarátta mót- aði frænda minn Stefán Guð- mundsson. Stebbi var iítill maður vexti og fínlegur en ákaflega þrek- mikill. Hann var slíkur ákafamaður við vinnu að hann var jafnan mættur á vinnustað Iangt á undan öðrum og beið með óþreyju eftir að fá að byija. Stebbi var skapmik- ill og bráður en ef hann reiddist varð hann fljótt aftur sá dagfars- prúði ljúflingur sem hann alla jafna var. Stebbi var smiður góður bæði á tré og járn og nógur var efnivið- urinn í fjörunni í Rekavík. íbúðar- húsið í Rekavík var byggt úr reka- viði sem þeir bræður Stefán og Pálmi sóttu í Ijöruna og söguðu með stórviðarsög í bita og borð. Þegar byggð lagðist af í Rekavík var húsið rifið, flutt til Súðavíkur og reist þar á nýjum grunni árið 1950. Þar bjó Stebbi um árabil með stjúpmóður sinni, ömmu minni. Stebbi var ókvæntur og barnlaus en sérstaklega barngóður maður og nutum við systkinin þess í ríkum mæli. Segja má að Guð- mundur bróðir minn og Stella syst- ir mín hafí alist upp hjá ömmu og Stebba. Til þeirra var alltaf gott að koma hvort sem var til að lesa góða bók úr safni ömmu eða biðja Stebba frænda um að gera við sleða eða hjól. I Súðavík stundaði Stebbi al- menn verkamannastörf. Lengst af vann hann í frystihúsinu á Lang- eyri og síðar í Frosta. Þar kenndi hann mér að flaka og fletja og brýna. I öllum störfum hans var dugnaður, samviskusemi og snyrti- mennska í fyrirrúmi. Og Stebbi var ekki að setja fyrir sig mínútur og aura. Ef verk var að vinna, var um að gera að koma því af sem fyrst. Það mátti athuga með borg- un síðar. Þetta var sú vinnusið- fræði sem harðbýlt land og óblíð náttúra hafði kennt honum. Þessa siðfræði kenndi hann öðrum með fordæmi sínu. Árið 1967 urðu þáttaskil í lífi Stebba frænda þegar húsgafl sem hann var að vinna við, féll á hann. Stebbi slasaðist illa og var óvinnu- fær upp frá því. Sjálfur leit hann svo á að lífi hans hafi í raun lokið þar með. Þessi hörkuduglegi mað- ur sem varla gat tekið heilan klukkutíma í mat og féll aldrei verk úr hendi, var á einu andar- taki settur hjá og dæmdur úr leik. Eftir slysið dvaldi Stebbi hjá foreldrum mínum í Eyrardal. Á ýmsan hátt reyndi hann að létta undir við búskapinn þótt hann væri bundinn við hækjur. Það var ótrúlegt hvað hann gat. Áhuginn og ákafínn bar hann oft lengra en honum var líkamlega unnt. Fyrir um tíu árum reið næsta áfall yfir en þá fékk Stebbi heila- blóðfall og dvaldist eftir það á Sjúkrahúsinu á ísafirði og síðar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Hlíf þar sem hann naut góðrar aðhlynn- ingar í hvívetna. Við leiðarlok er mér efst í huga þökk til þessa góða frænda míns sem ávallt var reiðubúinn að hjálpa, styðja og hvetja og kenndi mér svo margt um æðruleysi, sam- viskusemi og vinnusemi með for- dæmi sínu. Ég veit að foreldrar mínir og systkyni, ættingjar og vinir taka undir þakkir til Stebba frænda fyrir allt sem hann gaf án þess að ætlast til neins í staðinn. Hrólfur Kjartansson. STEFÁN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.