Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 23 LISTIR FRÁ SKÓLASLITUM Tónlistarskólans í Reykjavík 19. maí síðastliðinn. Lokaprófsnemendur ásamt Halldóri Haraldssyni skólasljóra. Tónlistarskólanum slitið Furðuveröld strandarinnar TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykjavík var slitið 19. maí si. í Háteigskirkju í 65. sinn. Að þessu sinni brautskráðust 23 nemendur frá skólanum með 24 lokapróf, en einn nemandi lauk tvenns konar prófum. Átta nemendur luku tón- menntakennaraprófi, fjórir blás- arakennaraprófi, tveir píanókenn- araprófi, sex burtfararprófi og fjórir einleikaraprófi. í samvinnu skólans við skóla Listasafn Reykjavík- ur í Hafn- arhúsið NEFND á vegum borgarinnar hefur gert tillögur um að hluti Hafnarhúss- ins við Tryggvagötu verði nýttur undir starfsemi Listasafns Reykjavík- ur og Errósafns. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, segir að lagt hafí verið til að Lista- safnið fengi hartnær þijú þúsund fermetra svæði undir starfsemi sína í Hafnarhúsinu, en það myndi vera u.þ.b. tvöföldun á því húsnæði sem safnið hefur nú tii umráða. „Með þessu væri hægt að finna Listasafninu varanlegan sess,“ segir Guðrún, „og þar með Errósafninu einnig, en mörg verka í eigu borgar- innar eru nú í geymslu þar sem enginn fær að njóta þeirra." Samkvæmt tillögum nefndarinnar er ætlunin að hafa verslun í húsinu, sem tengist starfsemi Listasafnsins, svo og kaffistofu og bókasafn. Guð- rún segir að ekki þurfi að breyta Hafnarhúsinu mikið til þess að það mæti þörfum safnsins. „Við viljum helst hafa húsið í sínu upprunalega formi, við viljum ekki byggja yfir portið eða breyta ytra útliti að öðru leyti. Þó má búast við að það þurfi að gera einhverjar breytingar til að mæta kröfum um öryggi, lýsingu, loftræstingu og annað slíkt.“ Guðrún segir að kostnaður við þessar breytingar geti orðið um 200 milljónir króna. Hún er bjartsýn á' að þessar tillögur nái fram að ganga í borgarstjórn, en þar hafa þær þeg- ar fengið góðar undirtektir. erlendis má nefna, að einn nem- andi stundaði nám við breskan tónlistarháskóla sem er í svoköll- uðu Erasmus-neti sem Tónlistar- skólinn í Reykjavík tengist. Einnig er skólinn í svokölluðu Nordplus- neti, þar sem tveir nemendur voru við nám við tónlistarháskóla í Finnlandi og Svíþjóð. Á næsta skólaári stendur til að tveir nem- endur frá Helsinki komi til náms við Tónlistarskólann í Reykjavík. TONLIST llallgrímskirkja KIRKJULISTAHÁTÍÐ Edgar Krapp lék verk eftir J.S. Bach, Liszt, Mendelssohn og Max Reger. Föstudaginn 9. júní 1995. ÞAÐ ER næsta víst, að hið stóra og mikilfenglega Klais orgel Hall- grímskirkju hefur haft þau áhrif, að frægir konsertorgelleikarar sækjast eftir því að koma til ís- lands og hvað varðar flutning org- eltónlistar, er Hallgrímskirkja kom- in inn á heimskort organistanna. Edgar Krapp er annar orgelsnill- ingurinn, sem kemur fram á Kirkjulistahátíðinni og flutti hann (nær) eingöngu þýska orgeltónlist. Tónleikarnir hófust á Tokkötu og fúgu í F-dúr (BWV 540) efti J.S. Bach. Tokkatan er margbotin tón- smíð og byggð á allt að því móto- rískri þemavinnu en undir þessum stefjaleik er liggjandi bassatónn á frumtóni (orgelpunktur) í 54 takta og lýkur þessum stefjaleik með kraftmiklum pedaleinleik. Tón- streymið er rofið með stuttu milli- stefi, þar sem þögn er á fyrsta takthluta og síðan er sama sagan endurtekin á forhljómi tóntegund- arinnar, er einnig lýkur með pedal- einleik. Þá tekur Bach að vinna úr millistefinu og er á líður verkið, tvinnar hann saman upphafstefið og hið sérkennilega millistef á meistarlegan máta. Krapp lék verk- ið mjög hratt og með þykkri radd- í haust verður haldin hér í Reykjavík Tónlistarkeppni Norðurlanda á vegum Norræna tónlistarháskólaráðsins, en Tón- listarskólinn í Reykjavík er aðili að ráðinu. Undirbúningur keppn- innar hefur verið í fullum gangi að undanförnu og úrslit í undan- keppni nú að mestu kunn. Það verða verðlaunahafar hvers lands sem keppa munu til úrslita í Reyja- vík. skipan og var t.d. bassatónninn (orgelpunkturinn) allt of sterkur. Fyrir bragðið týndist þemaleikur- inn og mikill hraði gerði t.d. mjög lítið úr sérkennilegum þögnunum í „aukastefinu". Fúgan týndist í hinu mikla hljómahafi, er þæði stafaði af margsamansettri raddskipan og miklum styrk en þó einnig fyrir allt of mikinn hraða. Bach þarf ekki að leika hratt, því það er í hinni temtískú vinnu, sem músikleg framvinda verkanna byggist á og hún þarf að vera skýr, því annars er hætta á útkoman verði þoku- kenndur hljómniður. Tilbrigðin við sálminn, Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen, eftir Franz Liszt, er tónlist sem þolir þrunginn orgelleik og þar var leikur Krapps glæsilegur og sama má segja um orgelsónötuna í A-dúr, sem er nr 3 af sex sónötum fyrir orgel, op 65, eftir Mendelssohn, fallegt verk, rómantískt en samt undir sterkum áhrifum frá meistara J.S. Bach. Max Reger sónatan í d-moll, nr.2, i opus 60, var glæsilega leik- in. Reger var kallaður meistari of- flæðis og var sagt að hann hafi ekki þolað að sjá auðan nótna- streng. Það undarlega við ýmsar tónsmíðar þessa snillings, er að andstætt við þrunginn og flókinn rithátt, átti hann til að leika sér með fínlegar og ljúfar tónafléttur, eins t.d. í öðrum þætti sónötunnar. Þarna fór Krapp á kostum, svo að ekki fór á milli mála, að þar fer mikill orgelleikari. Jón Ásgeirsson BOKMENNTIR Náttúrufræði STRÖNDIN í NÁTTÚRU ÍSLANDS eftir Guðmund Pál Ólafsson. Mál og menning. Prentun: Oddi — 463 síður. ALÞÝÐLEGT heimildarrit um líf- heim, landslag og sögu íslenskra stranda." Þannig lýsir Guðmundur Páll Ólafsson efnistökunum í nýj- asta stórvirki sínu um íslenska nátt- úru, Ströndin í náttúru íslands. Áður hefur Guðmundur sent frá sér bækur um fugla og perlur i sama flokki, en tekur hér fyrir strönd- ina umhverfis landið, með öllu því sem henni fylgir, og dregur upp lifandi mynd af heimi sem eflaust kemur mörgum á óvart og vekur til umhugsunar. Ströndin í náttúru íslands er stór bók og þykk, vel á fimmta hundrað blaðsíð- ur. Höfundur skiptir henni í tvo hluta. Sá fyrri nefnist Við öldubrot og er um fjórðungur verksins. Þar er fjallað um þá meginþætti sem móta lífheiminn við strendur ís- lands, „almenn fræði um ströndina, myndun hennar og mótun, lífmynd- un í hafinu, sjóinn, hafstrauma og fallstrauma, sól og veður.“ Síðari hlutinn og sá meiri kallast Seiður íslenskra stranda, og er að mestu leyti um „lífheim strandarinnar, líf- verur, lifnaðarhætti þeirra og ny- tjar. En einnig er fjallað um einstök svæði strandlengjunnar, landslag þeirra, búsetusögu og samspil nátt- úru, atvinnu- og lífshátta." Þetta er ákaflega viðamikið verk, hefur krafist mikillar heimildarvinnu af höfundi og hefur hann leitað fyr- ir sér á ólíkum stöðum. Guðmundur Páll reynir af nákvæmni að halda utan um þennan heim og tengja allt það sem nær saman á ströndinni, hvort sem það eru lífverur og plönt- ur ofan fjöru og neðan, eða kraftar hafsins og mótandi áhrif þess á land- ið og landgrunnið. Hann leitar fanga í vísindum, greinir frá kenningum um þróun og tilveru lífvera, en lætur ekki þar staðar numið, heldur eykur vídd og umfang verksins á skemmti- legan hátt með því að gera þjóðtrú hverskonar hátt undir höfði og fjall- ar um hana af virðingu sem visinda- mönnum er oft ekki töm. Þá birtir hann fjölda Ijóða sem tengjast ströndinni, sem og vísanir í þjóðsög- ur, fornar heimildir og náttúrulýsing- ar. Þessi innskot gæða verkið auknu lífi, auka gildi þess og gera lestur þess ánægjulegri. Ljóðin eru jafnt eftir samtímahöfunda, þjóðskáld og óþekkta kvæðamenn. Ströndin í náttúru íslands er sannkölluð fjölfræðibók en á köflum er eins og áherslur höfundar séu óvissar, líklega sökum þess hve víðf- eðmt efnið er. Þá er eins og hann einblíni á suma staði landsins öðrum fremur; mikið er þannig gert með Breiðafjörð meðan Faxaflóinn kem- ur lítið fyrir, og Austfirðir fá mun meiri athygli en Norðausturland. Þannig fræðist lesandinn aðallega um lífheiminn ofan strandar á nokkrum tilteknum stöðum á land- inu. En Guðmundur Páll nær hins- vegar mestu flugi þegar hann ritar um mannheima ofan fjörunnar, á eyjum eða annesjum, og nytjar mannanna í strandríkinu. Hann gagnrýnir það að 'gömul verkmenn- ing hafi glatast og að heilir firðir, eyjar og gjöful landssvæði hafi farið í eyði. „Enginn fær eða fæst til að búa á Homströndum, Loðmundar- firði eða Papey þótt þar ætti verk- menningin að þlómstra í skjóli nýrr- ar tækni og aukinnar þekkingar á náttúr- unni“ (6). Virðing og ást Guðmundar á land- inu er augljós í texta hans og honum er ákaflega umhugað um náttúru þess og þá möguleika sem bjóðast. Hann deilir einnig á mistök sem gerð hafa verið, oft að því er virð- ist í hugsunarleysi og af hroka gagnvart náttúrunni, og er vega- gerð gott dæmi. Yfir 400 litljósmyndir prýða bók- ina. Þær eru eftir um tuttugu ljós- myndara en Guðmundur Páll og Karl Gunnarsson tóku þær flestar. Ljósmyndirnar eru mikilvægur hluti bókarinnar en eru misjafnar hvað gæði varðar og áhrifamátt. Sumar landslagsmyndirnar eru þannig fagrar og stílhreinar meðan aðrar eru loðnar í fókus og dýptin of lítil, en það hefði mátt bæta með því að nota þrífót. Það sem mestu máli skiptir þó er að allar þjóna myndirn- ar sínu hlutverki. Sumar skreyta og aðrar skýra hvað höfundurinn er að fara; sýna það sem sagt er frá, hvort sem það eru fiskar og sjávar- dýr, sandur í fjöru eða yfirlitsmynd- ir yfir eyjar og firði. Myndefnið nýtur sín vel í hönnun bókarinnar en auk ljósmyndanna eru þar skýringarmyndir, sem Þóra Jónsdóttir á flestar, og kort eftir Guðmund Guðjónsson. Myndirnar taka oft meirihluta hverrar opnu og þar við bætast rammar með hvers- kyns fróðleik og skáldskap og svo sjálfur textinn. Heildarmynd hönn- unarinar vill því verða svolftið krað- aksleg á stöku stað, með línum og kössum og undarlegum feitletrunum í upphafi málsgreina. Hinsvegar hefur tekist vel til með fjölbreytileik- ann í útlitinu, rennsli frá einni opnu til annarrar er gott, hægt er og hraðað á því á víxl, og opnumyndir við kaflaskil eru oftast nær grípandi og búa lesandann undir það sem í vændum er. Ströndin í náttúru íslands er fal- lega prentuð og bundin inn. Líklega hefði mátt gefa út fjölda skáldverka fyrir sama fé og útgáfan kostar, en þessi bók á erindi við íslendinga. Hér fá þeir innsýn í heim sem fæst- ir hafa hugað mikið að. Guðmundur Páll á hrós skilið því þetta viðamikla verk hans er ekki einungis fallegt, heldur skemmtilegt aflestrar, það eykur skilning á lífheimi strandarinn- ar og sögu landsins, og vekur lesend- ur til umhugsunar um lífsstíl okkar og umgengni við náttúruna. Einar Falur Ingólfsson Þrunginn orgelleikur Guðmundur Páll Ólafsson Sérhæft skrifstofutækninám Tölvunám 8*82 klst. Tölvur í fyrirtækjum 8*88 klst. Bókhaldsnámskeið Tölvufjarskipti, Internet o.m.fl. ; 'SSSÍSIS!K;SÍÍSSKÆ«m ; | SEM MARK ER TEKIO A................................ ........................ [ Tölvuskóli Reykjavíkur B BORCARTÚNI 28.105 REYKJAOÍK. sími 561 6699. fax 561 6696

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.