Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 7 FRÉTTIR Forsætisráðherra telur að illa hafi verið staðið að kynningu miðlunartillögunnar Stjórnvöld hvorki hóta né hugleiða lög á sjómannadeilu FORYSTUMENN útvegsmanna og VSÍ gengu á fund forsætis-, sjávar- útvegs og iðnaðar- og viðskiptaráð- herra í gærmorgun til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp kom eftir að sjómenn felldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara og á fundinum var einnig fjallað um álversdeiluna og yfirvofandi verkfall yfirmanna á kaupskipaflotanum. Síðar um dag- inn gengu svo forystumenn sjó- mannasamtakanna á fund ráðherra. Eftir að hafa kynnt sér sjónar- mið beggja aðila lýstu ráðherrar þeirri skoðun sinni að deiluaðilar í sjómannadeilunni ættu að geta náð samkomulagi ef vilji væri fyrir hendi og Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra sagðist telja að samkomulag gæti náðst á einum degi ef menn einbeittu sér að því. Hálaunahópar að reyna að sprengja sátt á vinnumarkaði Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fundinn með atvinnurek- endum í gær að stjórnvöld væru hvorki að hóta né hugleiða laga- setningu á deilu sjómanna og út- vegsmanna. Hann sagðist einnig telja að kynningin á samkomulag- inu sem fólst í miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara hefði ekki tekist vel. „Ég vil að sjómenn og útgerðar- menn leysi sjálfir sín mál. Þeir höfðu gert samning og að láta slík- an samning falla kannski vegna þess að kynningin var klaufaleg er ekki boðlegt," sagði Davíð. „Það sem er mesta áhyggjuefnið núna er, að það hefur tekist all góð sátt á vinnumarkaði og fólk hefur verið að tala um að tryggja stöðu þeirra sem lægst hafa launin en núna eru það þeir sem hæst hafa launin sem mestar kröfur gera og eru að reyna að sprengja það í loft upp, sem hinir, sem minni launin hafa haft, hafa látið sér lynda. Það er áhyggjuefni stjórnvalda," sagði Davíð. . Forsætisráðherra sagði að samn- ingsgrundvöllurinn sem lagður var í kjarasamningum í vetur ætti að standast. „Við munum ekki líða það að hann verði brotinn upp. ÍSAL- málið er sérstakt hættuspil eins og það er núna, vegna þess að ef til þess kemur að verksmiðjunni verður lokað, sjáum við ekki fram á annað en að tekið geti marga mánuði eða misseri að ná henni upp aftur, því þá er komin slík harka í málið og tjón orðið það mikið að hætt er við að viðsemjendur verði mjög kröfu- harðir í framhaldinu," sagði hann. Alvarleg áhrif á réttindi Islendinga á Reykjaneshrygg „Staðan er auðvitað mjög alvar- leg. Við erum að ræða hér um fiski- skipaflota landsmanna, sem skapar mest öll þau verðmæti sem við lifum á. Ég bendi á þá miklu veiðireynslu sem við gætum verið að afla okkuf núna á Reykjaneshryggnum og mun skipta sköpum um réttindi okkar þar á komandi árum. Þetta verkfall hefur mjög mikil áhrif á stöðu okkar þar,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Ekki óhaett að fjárfesta á íslandi? Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra var spurður um stöðuna í álversdeilunni og sagðist hann leggja áherslu á að samnings- aðilar leystu hana í samningum sín á milli. Hann sagði að deilan væri mjög alvarleg og smám saman væri verið að draga úr framleiðsl- unni vegna verkfalls starfsmanna. Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR B. Ólafsson, formaður VSÍ, Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, í þröng fréttamanna eftir fund þriggja ráðherra með for- ystumönnum atvinnurekenda í forsætisráðuneytinu í gærmorgun. „Ég trúi því að á þessum tíma munum við í sameiningu reyna að finna lausn á þessu máli,“ sagði hann. Finnur benti á að erlendur aðili hefði lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í stækkun álversins og þar væri um mikla íjárfestingu að ræða sem skapaði mörg atvinnu- tækifæri. „Það sem hér er raun- verulega að gerast vegna þessarar deilu er að þessir aðilar hugsa sig vel um hvort óhætt sé að ijárfesta á Islandi við þær kringumstæður sem hér eru. Það á við um alla þá sem hafa hugsanlega áhuga á Is- landi sem fjárfestingarkosti,“ sagði hann. Aðspurður sagði Finnur að laga- setning á verkfall væri ávallt neyð- arúrræði og taldi ekki koma til greina að sett yrðu lög á verkfall starfsmanna álversins við núver- andi aðstæður. Skip á sjó í verkfalli NOKKUR skip fóru á sjó í gær þrátt fyrir að miðlunartillaga ríkis- sáttasemjara hefði verið felld. Tjaldur og Tjaldur II frá Rifí fóru á sjó. Undirmenn um borð eru ekki í verkfalli, en yfirmenn eru í verk- falli að mati verkfallsstjórnar sjó- manna. í gær lét rækjuskipið Gissur frá Þorlákshöfn úr höfn í Reykjavík. Útgerðarmaður skipsins leigði skip- ið til Vestíjarða. Það sama mun útgerð bátsms Sveinbjörns Jakobs- sonar frá Ólafsvík hafa gert, en skipið fór til veiða í gær. NÝJA B FiL«y, löogiltppæifriidasaúa VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN - FRIAR AUGLYSINGAR - RÍFANDI SALA Nissan Patrol SLX árg. '93, grænsans., bensín, sjálfsk., 32" dekk, álfelgur, sem nýr, ek. 19 þús. km. V. 3.300.000. Skipti. Nissan Sunny 1.6 SLX árg. '91, rauður, sjálfsk., gullfallegur bíll, ek. 56 þús. km. V. 890.000. Skipti. Toyota Corolla 1600 GLi árg. '93, vínrauöur, fallegt eintak, ek. 50 þús. km. V. 1.120.000. Skipti. Saab 9000 Turbo 16 árg. '87, hvítur, álfelgur, sóllúga, topp eintak, ek. 113 þús. km. V. 1.250.000. Skipti, góð kjör. Toyota 4Runner V6 árg. '90, svartur, sóllúga, álfelgur, mjög fallegur, ek. aðeins 49 þús. km. V. 1.950.000. Skipti, góð kjör. MMC Pajero árg. '88, grásans., topp eintak, ek. 122 þús. km. V. 1.230.000. Skipti, góð kjör. Ford Econoline Club Wagon XLT árg. '91, gullsans. og rauður, 7.3 diesel, 12 manna, ek. 140 þús. km. V. 1.990.000. Möguleiki á hlutabréfi í Nýju sendibílastöðinni. Gjaldmælir og talstöö. Nissan Micra 1,3 LX árg. '94, ek. 10 þús. km., sægrænn. V. 880.000. Ath. skipti. Toyota Corolla L/B GTi 16V árg. '88, ek. 88 þús. km., svartur, 5 g. z v. 690.000. Ath. skipti. Ford Econoline XLT 250 Club Wagon 12 manna ek. 87 þús. km., vín- rauður/grár, meö öllu. V. 3.950.000. Ath. skipti. Renault Express árg. '90, hvítur, vsk. bíll, ek. 80 þús. km. V. 580.000. Skipti, góð kjör. Volvo 740 GL ST árg. '87, grásans., sjálfsk., mjög gott eintak, ek. 130 þús. km. V. 1.050.000. Skipti, góð kjör. Buick Skylarc árg. '88, gullsans., einn meö öllu, ek. aðeins 55 þús. km. V. 980.000. Góð kjör. Toyota Corolla XL árg. '90, hvítur, sjálfsk., mjög fallegur bíll, ek. 87 þús. km. V. 750.000. Mercedes Benz 190E árg. '90, blásans., sjálfsk., ABS, sóllúga, ek. 97 þús. km. V. 1.890.000. Skipti. k Nissan Terrano SE árg. '90, ek. 91 > þús. km., dökkgrár, álfelgur, sóllúga, z cental., 5 g. V. 2.000.000. Ath. skipti. H Subaru Legacy 2,0 árg. '92, ek. 68 > þús. km., vínrauður, álfelgur, upph. Z V. 1.700.000. Ath. skipti. MMC Starion Turbo árg. '87, ek. 90 þús. km., hvítur, álfelgur, leður. V. 890.000. Ath. skipti. j- MMC Lancer GLXi H/B árg. '91, ek. £ 34 þús. km„ grár. V. 980.000. z Ath. skipti. H Nissan Patrol árg. '95, ek. 7 þús. > km„ dökkgænn, álfelgur, Intercooler, z 33" dekk. V. 4.100.000. Ath. skipti. MMC Lancer GLXi árg. '93, ek. 31 þús. km„ dökkgrár, sjálfsk. V. 1.290.000. Ath. skipti. t Mazda E 2000 Pickup árg. '93, •>- ek. 10 þús. km, blár. V. 1.190.000. Z Ath. skipti. Nissan Sunny SLX árg. '91, ek. 64 þús. km„ grár. V. 840.000. Ath. skipti. VW Golf GTi árg. '92, ek. 36 þús. km„ svartur, álfelgur. V. 1.380.000. Ath. skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.