Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Ljóska BREF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er allt gott sem gamlir kveða? Frá Arna Björnssyni: SÍÐAN þetta greinarkorn var skrif- að hafa tvær valkyijur svarað greininni, sem það fjallaði um, og Helgi síðan svarað þeim aftur. Því mætti ætla að málið væri útrætt. Ég hef ekki náð að lesa svar valkyrj- anna, én svar Helga segir mér að í þeim orðaskiptum komi í ljós kyn- slóðabil, sem erfitt sé að brúa, vegna þess að hvorugur aðilinn sér yfír ána af sínum bakka. Helgi Hálfdánarson hefur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu ís- lensku þjóðarinnar með þýðingum sínum á klassiskum bókmenntum eftir meistara allra tíma og flestra þjóða. Ótaldar eru þær stundir sem ég hef unað við ljóðaperlur eða texta, sem Helgi hefur þýtt á „ást- kæra ylhýra málið“. Texta og ljóð sem annars hefðu verið ólesin vegna ófullnægjandi klassískrar menntun- ar. Stundum hefur Helgi líka stund- að þrætubókarlist um ýmsa hluti, oftast bókmenntalegs eðlis, ritara til mikillar skemmtunar, en greinin í Mbl. 16.þ.m. um jafnréttismál hlýtur frekar að teljast til fordóma en þrætubókarlistar. Svo kvenhormóninfái notið sín Grein Helga byggir á þeirri kenn- ingu, að vegna lífeðlisfræðilegs munar á körlum og konum, hljóti að vera munur á þeim störfum sem kynin hafa með höndum. Það séu hlutföll milli karl- og kvenhormóna í einstaklingnum, sem ákvarði störf hans í þjóðfélaginu. Starfsval er því skv. kenningu Helga eðlislægt. Hann er þó ekki einn um að halda þessari kenningu fram, því hún skýtur alltaf öðru hveiju upp kollin- um, einkum á tímum þegar þröngt er á vinnumarkaði. Þá er nauð- syn- legt að ýta konunum inn í eldhúsin, til að kvenhormónin fái notið sín. Hið undarlega er að konur virðast láta sér það vel líka, og það jafnvel „sjálfstæðar konur". Starfsval og starfsskipting bygg- ist nær eingöngu á aðstæðum í þjóð- felaginu og hefur ekkert með horm- óna að gera. í ungdæmi okkar Helga, og þar á undan, eignuðust konur oftast mörg börn. Það helg- aðist af þeim þjóðfélagsaðstæðum að enn var barnadauði talsverður og því þurfti mörg böm til að við- halda stofninum. Konur voru því bundnar mestalla starfsævina við uppeldi bama. Það hindraði þó ekki konur í að vinna „karlmannsstörf" ef þess þurfti með. Með þjóðum sem háðu styijaldir tóku konurnar að sér karlmannsstörfín heima fyrir, þegar karlarnir fóru að stríða og gegnum aldimar hafa konur tekið sér vopn í hönd, þegar sneiðast fór um vopn- færa karla og þær gera það víst enn. í ungdæmi okkar Helga voru að vísu til störf, sem reyndu svo á lík- amlega krafta, að þau voru aðeins við hæfi sterkustu karla. Veik- byggðir karlar, skv. kenningunni með meiri kvenhormón, vom jafnó- hæfír til að sinna þeim og konur. Engin karla- og kvennastörf í nútí maþj óðfélagi í nútímaþjóðfélagi eru engin störf til, sem konur geta ekki leyst jafnt af hendi og karlar. Reyndar heldur ekki nein störf sem karlar geta ekki leyst af hendi eins og konur, en að því undanskildu að fæða af sér börn og gefa þeim bijóst er ekkert sem mælir gegn því að karlar geti ann- ast börn eins vel og konur, ef það fellur í þeirra hlut. Ég er sammála því sem fram kemur í svargrein Helga, að vart getur göfugra starf en að ala upp stóran og mannvænlegan barnahóp, en hvemig umbunar þjóðfélagið ' þeim konum sem hljóta þetta hlut- skipti? Hvar eru eftirlaunin þeirra? Hvar er öryggi þeirra ef makinn, t.d. verkamaður eða skrifstofumað- ur með léleg eftirlaun, fellur frá? Eða öryggi hjóna, sem bæði verða að lifa á lélegum eftirlaunum mannsins og hundsbótum þjóðfé- lagsins til konunnar? Þjóðfélagslegt mein Ég er líka sammála Helga, að sú efnahagslega nauð, sem rekur hjón til að vinna bæði, fullt eða jafnvel yfirfullt starf, er skaðleg bömunum, hvort sem þau eru fleiri eða færri. Sú nauð er hinsvegar þjóðfélagslegt mein og hefur ekkert með hormóna- skiptingu að gera. Offjölgun er nú mesti vandi mannkynsins. Á Vesturlöndum hef- ur tekist að hafa hemil á offjölgun- inni með getnaðarvörnum, auk þess sem meiri efnahagsleg velmegun, útaf fyrir sig, virðist leiða til minni fijósemi. Það að konur á Vestur- löndum eignast að jafnaði ekki nema tvö börn og nota því ekki nema lít- inn hluta af virkri starfsævi til að ala önn fyrir þeim, hefur skapað þær þjóðfélagslegu aðstæður að fjöldi kvenna á besta starfsaldri starfar við hliðina á okkur körlun- um. Hvort sem okkur líkar betur eða verr verðum við að viðurkenna að þær standa okkur fyllilega á sporði, hver sem störfin eru. Löngu úreltar reglur og venjur, sem við karlarnir höfum búið til, koma enn í veg fyrir raunverulegt jafnrétti kynjanna í starfí. Það kemur horm- ónum ekkert við. Mig langar í lok þessa pistils að þakka Helga Hálfdánarsyni fyrir ailar ánægjustundirnar, sem verk hans hafa veitt mér gegnum árin, en ég held að hvorugur okkar getj breytt því, að konurnar muni fyrr en síðar komast uppað hliðinni á körlunum í kapphlaupinu um for- ystu í þjóðfélaginu. Hið eina sem getur komið í veg fyrir það er að þær þekki ekki sinn vitjunartíma. ÁRNI BJÖRNSSON, læknir. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.