Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 Til sölu íHafnarfirði Suðurgata. Vandað steinh. 4ra herb. 120 fm íb. á efri hæð og 2ja herb. 60 fm íb. á neðri hæð. Bílsk. V. 12,0 m. Miðvangur. Falleg 3ja herb. íbúð á efstu hæð (3. hæð) á eftirsóttum útsýnisstað í Norðurbænum. Ölduslóð. Góð 3ja herb. íb. á jarðhæð í tvíbhúsi. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Glæsilegt einbhús fHafnarf Þetta virðulega 230 fm einbhús í Smárahvammi er til sölu. Fallegar samliggjandi stofur með glæsi- legu gegnheilu parketi. Stórt eld- hús, 5-6 svefnh. Frábært útsýni. Stór hornlóð. Húsið er nýmálað að utan og í ágætu ástandi. Áhv. húsbréf og byggsj. 3,4 millj. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð aðeins 11,8 millj. Valhöll, fasteignasala, Mörkinni 3, sími 588-4477. 552 1150-352137 I) LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggiuur fasteignasali Ný á söluskrá m.a. eigna: Einbhús - frábært útsýni Einbhús, hæð og kj., alls um 140 fm, m. 5 herb. endurn. íb. Ræktuð lóð m. háum trjám 988 fm. Tilboð óskast. Fjölnisvegur - Hjarðarhagi Góðar 3ja herb. íb. á þessum eftirs. stöðum. Vinsaml. leitið nánari uppl. Meistaravellir - Kaplaskjólsvegur Góðar 4ra herb. íb. v. þessar vinsælu götur. Vinsaml. leitið nánari uppl. Helst í Smáíbúðahverfi Leitum að húseign m. 3ja-4ra herb. íb. á hæð og lítilli aukaíb. helst í risi. Kjíb. kemur til greina. Traustur kaupandi. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. Aimenna fasteignasalan sf. var stofuð 14. júlí 1944. ALMEIMIMA FASTEIGMASALAN LflUGflVEG118 S. 552 1150-552 1370 FASTEIGNA & SKIPASALA BÆJARHRAUNI 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI 565 4511 Staðarbakki - Rvík - raðhús. Nýkomið í einkasölu mjög fallegt og vel umgengið 167 fm tvíl. raðh. m. innb. bílsk. 4 svefnh. Góður garður og staðsetn. Naustahlein 26 - Gbæ - raðhús fyrir eldri borgara. Glæsil. 90 fm endaraðh. á einni hæð. Parket. Ræktaður garður. Vandaðar innr. Eign í sérfl. Laust strax. Lækkað verð 9,5 millj. Frostafold - Rvík. Nýkomið í sölu sérl. glæsi- legt 86 fm íb. á 2. hæð í góðu litlu fjölb. Parket. Þvherb. í íb. Snyrtil. sameign. Fráb. útsýni yfir borgina. Áhv. Byggsj. rík. ca 5,0 millj. Verð 8,5 millj. Fífuhjalli - Kóp. Nýkomið í einkasölu á einum besta stað í Suðurhlíðum Kóp. 334 fm einb. m. innb. bílsk. Eign sem býður upp á mikla mögul. Gott 45 fm vinnuherb. Ekki fullb. eign. Áhv. húsbr. 8,5 millj. Verð 13,6 millj. Teikn. á skrifst. Til sölu - leigu - Bæjarhraun - Hf. — atvhúsnæði. Nýkomið ódýrt snyrtil. 367 fm kjallara-atvinnuhúsnæði á þessum eftirsótta stað. Stór- ar innkeyrsludyr. 3ja fasa rafm. Tilvalið fyrir léttan iðn- að, lager, geymslur o.fl. Hagst. verð og kjör. VATNAVEXTIR OG SKRIÐUFÖLL Morgunblaðið/Atli Vigfússon SKRIÐUFÖLLIN í Aðaldal við bæinn Hafralæk. Garðsnúpur í Aðaldal Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir ÖNNUR tveg-gja brúa yfir Brimnesá norðan Dalvíkur féll niður í fyrradag þegar áin var með mesta móti. Fleiri aurskriður Laxamýri - Skriðuföll í Garðsnúpi í Aðaldal hafa haldið áfram eftir helgina, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær byrjuðu skriður að falla þar síðastliðið föstudagskvöld. Sár í hlíðinni eru orðin mjög mikil og hafa orðið miklar skemmdir þar á birkikjarri og jyngi. Önnur skriðan í Garðsnúpi féll út úr þeirri fyrstu á laugardaginn og olli hún miklum skemmdum, en á mánudagsmorguninn féll svo þriðja skriðan. Hvasst var í veðri þegar hún féll og heyrðust drunur því ekki eins vel heim í Hafralækj- arskóla og þegar mest gekk á. Ekki hefur verið ákveðið hvort reynt verður að græða upp þau svæði sem hafa skemmst í sum- ar, en mikið af birkikjarri og lyngi hefur sópast burt og ljóst að seint mun verða hægt að bæta það tjón. Undir- lendi nær allt á kafi Dalvík - Allt undirlendi í Svarfaðardal er nú nánast allt á kafi og er hluti af golf- velli Dalvíkinga undir vatni. Á milli Klaufabrekka og Göngu- staðakots hefur Lambá rutt veginum í sundur og Þverá í Skíðadal er í miklum vexti. Mikil hætta er talin á skriðu- föllum, til dæmis við Skeggs- staði og Hofsárkot. Brú yfir Brimnesá norðan Dalvíkur féll niður í fyrradag og stefndi þá allt í að nýrri brú yfir ána, sem er nokkru neðar en sú sem gaf sig, væri í hættu, en hún brúar innkom- una í bæinn að norðanverðu. Stórhólstjörn, sem er rétt ofan Dalvíkur, flæddi yfir bakka sína og stefndi vatnsflaumur- inn á efstu húsin við Hring- tún, sem er meðal efstu gatna í Dalvík. Fór vatnið rétt norð- an við efsta húsið við Hring- tún og flæddi inn í nærliggj- andi lóðir án þess að tjón hlyt- ist af. Hefur straumi úr tjörn- inni ýmist verið veitt annað eða hann heftur með stíflu- garði. Vatnsflaum- ur á Jökuldal Mikið af varp- löndum í kafi Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson MIKILL vatnsflaumur hefur verið á Jökuldal og Hróarstungu í leys- ingunum undanfarna daga, en mannvirkjum hefur þó ekki staðið hætta af enn sem komið er. Vatns- borð Eyvindarár á Jökuldal er orð- ið mjög hátt og gæti brú yfir hana verið í hættu ef vatnsborðið hækk- ar enn frekar, en vatnsborð árinn- ar hefur ekki verið svona hátt síð- an lokið var við smíði hennar fyrir rúmujn tiu árum. Traktor sem Brúnás hf. á Egilsstöðum á og not- ar til að moka möl upp á bíla í malarnámi sínu við bæinn Blöndu- bakka í Hróarstungu er nú umflot- inn vatni. Þar sem hann stendur var áður eyri, en þar er nú eins og tveggja metra djúpt vatn á milli. Traktorinn má ekki færast mikið úr stað því stutt er út í næsta ál í ánni, en að sögn Símonar Árnason- ar, bónda á Blöndubakka, þarf ekki að spyrja að traktornum frek- , ar lendi hann þar. „LAXÁ er að koma niður í dag,“ sagði Vigfús Jónsson bóndi á Laxamýri í Aðaldal. „Það lækkaði um hálft fet í gær. Það kemur svo í ljós þegar vötnin koma niður hvað tjón á æðarvarpi er mikið, en við erum með á að giska ein þijú hundruð hreiður. Hann sagði það vera talsvert tjón, því þá skemmdust fjögur kíló af dúni. Verðmæti þeirra væri á annað hundrað þúsund krónur. Hann sagðist ekki reikna með að þessir fuglar verptu aftur, því þeir væru að því komnir að unga út. „Ég get ekki ímyndað mér ann- að en að æðarvarpið fljóti burt,“ sagði Kornína Oskarsdóttir á Björgum, en flóðið í Skjálfanda- fljóti hefur fært mest öll varplönd- in þar í kaf. „Við vorum ekki búin að telja hreiðrin neitt að ráði, því snjóinn tók svo nýlega upp. Varpið hefur hins vegar verið um fjögur hundruð hreiður á ári í öllu varp- landinu, þannig að það getur verið um töluvert tjón að ræða.“ Á Sandi var búist við að meiri- hlutinn af æðarvai'pinu hafi verið ónýtt, en það hafa verið um hundr- að og tuttugu æðarfuglar á ári. „Það er megnið af mýrunum hér undir vatni,“ sagði Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi. „Fljótið er hérna út um allt, inn undir blómagarð og nær kringum loðdýrahúsið og er komið inn í það. Það hefur þó ekkert tjón orð- ið á mannvirkjum, þó líklega hafi tvær brýr skemmst úti á söndum. Það er ómögulegt að sjá, því vatn er yfir því öllu.“ - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.