Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 37 BREF TIL BLAÐSIIMS__________ | Opið bréf til Rafmagns- eftirlits ríkisins Rjúpan okkar Frá Elsu Pétursdóttur: ÉG FAGNA grein Olgeirs Jónsson- ar frá Höskuldsstöðum, í Morgun- blaðinu 25. maí síðastliðinn. Hann vill friða íjúpuna og tek ég heils- hugar undir það eins og svo marg- ir aðrir en því miður eru þó marg- ir sem hafa það fyrir tómstunda- iðju að drepa hana. í Morgunblaðinu 24. mars sl. birtist eftirfarandi frétt: „Rjúpna- stsofninn er í vexti. Það er niður- staðan úr aldursgreiningu 6.752 ' tjúpnasýna, sem Náttúrufræði- stofnunin fékk til athugunar úr afia skotveiðimanna á síðasta vetri. í fréttabréfi Skotveiðifélags ís- lands er þetta haft eftir Ólafi K. Nielssen, en hann segir að sé hlut- fall ungfugla í veiði að hausti 80% eða meira, bendi það til að stofninn 5 muni aukast árið eftir. Hlutfallið nú var 81,5%. Um er að ræða vængi ijúpna og segir Ólafur að auðvelt sé að aldurgreina fugla eftir lit flugijaðra.“ Ég trúi því ekki að þessi hæpna sönnun um fjölgun íjúpna verði til þess að hægt sé að leyfa áfram dráp á rjúpu. Reyndar hef ég ekki áhyggjur af því að ijúpunni verði útrýmt heldur er það sá hugsunar- gangur að finnast sjálfsagt að ganga svona á gimsteina landsins, það finnst mér ógeðfellt. Góðir íslendingar, sjáið þið ekki hversu siðlaust það er í menntuðu þjóðfélagi að fullfrískt fólk fari um landið okkar og skjóti þennan fal- lega og gæfa fugl? Finnst ykkur fuglalíf okkar á veturna svo fj'öl- breytt að ekki muni um nokkra tugi þúsunda rjúpna sem skotnar eru árlega? Hlutverki ijúpunnar við að metta illa haldna Islendinga er lok- ið. Nú er hennar hlutverk að vekja upp aðdáun og væntumþykju. Hún fegrar umhverfi okkar og er hluti af náttúrufegurð landsins sem ekki má spilla. Að drepa ijúpu er siðlaust athæfi. ELSA PÉTURSDÓTTIR, húsmóðir í Kópavogi. Frá Sigurði Magnússyni: VIRÐULEGI rafmagnseftirlits- stjóri ríkisins, herra Bergur Jóns- son. Ég þakka svarbréf yðar frá 9. þ.m. í því verður yður tíðrætt um tvöfalda einangrun (hlífðarein- angrun), engu líkara en þér teljið hana aðal varnarráðstöfun í raf- orkukerfi landsins. Varnarráðstafanir án hlífðar- leiðis, í raforkuvirkjum, eru undan- tekning hér á landi. Þetta er svo augljós mistúlkun að útilokað er að trúa að RER skuli ekki vita betur. En þar sem svo virðist vera, verður að benda RER á eftirfar- andi. Hér á landi er aðal varnarráð- stöfunin samkvæmt grein 207 í Reglugerð um raforkuvirki. Sem betur fer vita allir sem vinna við rafdreifikerfi og rafbún- að hér á landi að megin vörnin er með núllun og lekastraums-rof- vörn. Greinar 207 og 211 í reglugerð- inni. Og annað er undantekning. Villandi orðsending Það vita allir rafvirkjar að raf- búnað verður að merkja á greini- legan hátt. Þér segið einnig: Það gæti leitt til slysa, ef þeir sem við raforkuvirki vinna eru blekktir með röngum upplýsingum eða merking- um. Það er einmitt galli á orðsend- ingunni frá RER að hún er villandi og gæti valdið slysi! Það er villandi þegar blandað er saman „hugtakinu“ um hlífðar- einangrun í laustengdum tækjum og hlífðareinangrun búnaðar í raf- orkuvirkjum, svo sem töflum, eins og gjarnan heyrist gert. „Laustengd tæki“ með hlífðar- einangrun eru af mörgum gerðum, svo eitthvað sé nefnt eru algeng tæki t.d. hárþurrka, útvarp, hljóm- flutningstæki eða borvél. Éru þau þá tengd með lausataug sem er án hlífðarleiðis. Þessi tæki eru sjálfstæð eining (tengd með lausa- taug) þar sem spennuhaf dreifi- kerfis þess er innan eigin hlífa. Töflur eru að öllu jöfnu fast- tengdar, þar sem lögnin er föst og straumur getur verið umtalsverð- ur, og eru þá hluti dreifikerfis raf- orkuvirkis þar sem „varnarráðstöf- unin er með hlífðarleiði“. Þar verð- ur efnið í heild að passa í gerð þeirra varnarráðstafana sem raf- kerfið byggist á. Þetta þýðir að í töflum er hlífðarleiðir (oftast í núlluðu kerfi) og skal því jarðtengja alla leiðandi virkishluta utan straumrása. Að banna að jarðtengja í töflum getur valdið vafa og er slysagildra, þess vegna á jarðtenging að vera meginregla. Allt annað á að vera undantekn- ing sem væri notað með varúð. Reyndar er erfitt að koma auga á, hvar í okkar dreifikerfum þarf að nota varnarráðstöfunina „hlífðareinangrun". Vill RER upp- lýsa hve margar veitur á landinu eru með varnarkerfinu „hlífðarein- angrun" samanber grein 204 í reglugerð um raforkuvirki? Ef þarf að nota varnarkerfi sem byggt er á hlífðareinangrun, ætti að ráðfæra sig við viðkomandi raf- veitu, en ekki að byggja slíkt án leyfis. Ef varnarráðstafanir án hlífðar- leiðis eru valdar verður allt kerfið að falla undir þann flokk varna, ekki aðeins töflur heldur verða vamirnar að ná til allra þátta verksins. Þar á meðal umhverfis, t.d. þarf að huga að „staðareinangrun" þar sem tafla með hlífðareinangrun er og mörgu fleiru sem bent er á í reglugerðinni. Hvað varðar merkingar vil ég segja þetta: Það þarf ekki RER orðsendingu nr. 2/95 „um þetta efni“ vegna þess að það hefur ver- ið grundvallarregla (síðan mér var fyrst sagt til í rafvirkjanámi fyrir rúmum 40 árum) í áratugi að allar merkingar skulu settar réttar að loknu verki og séu hluti raforku- virkis. Þar á að sjást á glöggan hátt hvert hlutverk virkisins er. Ég vil minna á að ábendingar mínar eru ekki til að klekkja á RER, heldur er ég að benda á þá lífshættu sem stafar af rangri notkun á reglu sem varðar slysa- varnir. Virðulegi rafmagnseftirlitsstjóri Bergur Jónsson, ég vil að lokum segja þetta: Eg bið yður að draga orðsend- ingu nr. 2/95 til baka, í þágu slysa- varna og mannúðar. Virðingarfyllst, SIGURÐUR MAGNÚSSON, fv. yfirrafmagnseftirlitsmaður. AUGL YSINGAR Kennarar óskast Flensborgarskólinn óskar að ráða kennara næsta skólaár í eftirtaldar kennslugreinar: a) Stærðfræði og eðlisfræði. b) Bókfærslu og aðrar viðskiptagreinar (67% starf). Umsóknarfrestur um þessi störf er fram- lengdur til 20. júní nk. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 565 0400 eða 555 0560. Skólameistari. Sölufulltrúi - umboðsmenn Óskum eftir að ráða sölufulltrúa til starfa við útgáfufyrirtæki. Fyrirtækið selur mjög sér- hæfða vöru til fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Sölufulltrúi þarf að hafa góða fram- komu, vera fylginn sér, geta unnið sjálfstætt og hafa bíl til umráða. Árangurstengd laun sem gefa mjög góða tekjumöguleika. Óskum einnig eftir umboðsmönnum um land allt til að annast árlega dreifingu og sölu til fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Upplýsingar um ofangreind störf veitir Birgir í síma 568 9938 milli kl. 13.00 og 16.00 í dag og næstu daga. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Barnalæknir Barnalækni vantar til starfa. Starfið felst í þáttöku í þverfaglegu mati og eftirliti barna með ýmis konar fatlanir. Áskilið er að við- komandi hafi menntun í undirgrein barna- lækninga og reynslu eða menntun á sviði fatlana og/eða göngudeildareftirlits. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 564 1744. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, berist Greiningarstöð fyrir 30. júní nk. RAÐÁÍ KTG\ Y^IKir^AR KENNSLA Háskólanám íkerfisfræði Innritun á haustönn 1995 stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ. Kerfisfræði er tveggja ára nám. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Umsóknarfrestur er til 16. júní. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8 til 16. _ Tölvuháskóli W, rP\7T Ofanleiti 1, 103 Reykjavík. ouglýsingor FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 17.-18. júní 1. 17. júní ganga yfir Fimm- vörðuháls. Gengið frá Skógum yfir hálsinn í Þórsmörk. 2. 17. júní ferð í Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi. Gist í Skagfjörösskála í báðum ferðunum. Farmiðar á skrifst. Miðvikudagsferðir í Þórsmörk hefjast 21. júní. Brottför kl. 08.00 að morgni. Kynnið ykkur ódýra sumardvöl. Miðvikudagur 14. júní kl. 20.00 Heiðmörk, skógræktarferð (frítt) Farið í skógarreit Ferðafélagsins og unnið að hreinsun og grisjun. Brottför frá BSl, austanmegin, og Mörkinni 6. Fimmtudagur 15. júní kl. 19-22 (stóra sal í miðhúsi). Kynning á ferðabúnaði og ferðum. Kvöldganga um Elliðaárdal kl. 20 (frítt). Mætið og kynnið ykkur ferðir sumarsins og ekki síst hvernig á að búa sig t.d. í bakpokaferð- ir. Þeir, sem þegar hafa bókað sig i ferðir, ættu að einnig að koma. Fjölskylduhelgi íÞórsmörk 30/6-2/7 Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna. Ódýr ferð. Gist í skála og tjöldum. Pantið tíman- lega. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Indriði Kristjánsson. Allir hjartanlega velkomnir. _ SAMBAND ÍSŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma i kvöld kl. 20.30 Kristniboðssalnum. Allir velkomnir. Munið almenna mótið í Vatnr skógi 30/6-2/7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.