Morgunblaðið - 15.06.1995, Page 16

Morgunblaðið - 15.06.1995, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Frímann BJÖRGUNARBÁTNUM getur hvolft og þá er ekki um annað að ræða en koma honum á réttan kjöl aftur. Grindvíkskir sjómenn á björgunarnámskeiði Grindavík. Morgunblaðið. BJÖRGUNARSKÓLI sjómanna sem er á sínu 11. starfsári hóf árlega hringferð sína um landið í Grindavík. Skólaskipið Sæbjörg fer þá hringferð um landið og þar eru haldin námskeið sem stuðla að auknu öryggi fyrir sjómenn og aðra þá sem starfa á og við sjó og vötn. 54 skráðu sig til þátttöku í Grindavík á grunnnámskeið sjó- mannaskóla og 17 sðttu kvöld- námskeið fyrir smábátasjómenn. Halldór Almarsson yfirleiðbein- andi sagði við Morgunblaðið að þátttakan væri mjög góð sem endranær í Grindavík. „Margir jaxlanna sem sóttu þetta nám- skeið hafa kannski staðið í þeirri trú að þeir vissu allt þegar þeir komu en eru vonandi sannfærðir núna að þeir kunnu ekki allt og hafa vonandi bætt einhveiju við kunnáttuna að loknu námskeiði," sagði Halldór. Vantar bátasjómennina „Ásamt dagnámskeiðunum vor- um við með tveggja kvölda nám- skeið fyrir bátasjómenn en það verður að segjast eins og er að okkur vantar að ná í smábátasjó- mennina. Það er kannski skiljan- legt núna þegar sjómannaverkfall stendur yfir, þá róa þeir, en við söknum þeirra núna. Þetta er ein- mitt sá hópur sem við þurfum að ná í því að þar gerast slysin ekki síður eins og dæmin sanna. Skólaskipið Sæ- björg byrjuð á ár- legri hringferð um landið Nú er búið að lögleiða skólann þannig að frá og með næstu ára- mótum eiga allir skipstjórnarmenn að hafa lokið námskeiðum frá skólanum til að fá lögskráningu og þarnæstu áramót ailir sjómenn. Námskeiðið hjá okkur er dag- námskeið þar sem við byrjum á því að kenna endurlífgun og öryggi um borð. Það er kennt að gera neyðaráætlun um aðgerðir við slys og kennt hvemig á að meðhöndla ofkælingu. Meðferð sprengiefnis sem kemur í veiðarfæri og viðbrögð við því og einnig er kennd reykköf- un, eldvarnir, meðferð gúmmibáta og þá kemur fyrirlestur sem Sigl- ingamálastofnun sér um. Land- helgisgæslan kemur með þyrlu og það er kennt hvernig á að taka á móti henni og menn hífðir upp i hana. Miklar verklegar æfingar fylgja þessu öllu.“ Breytt hugarfar sjómanna „Mér finnst hugarfar sjómanna vera að breytast og það er talinn sjálfsagður hlutur að sækja þessi námskeið, menn eigi að vera við öllu búnir móti því sem áður var þegar það þótti jafnvel óheilla- merki að fjalla um öryggismál á sjó úti,“ sagði Halldór. Björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar, TF Sýn, heimsótti björgunarskólann á síðasta degi hans og fylgdist fjöldi heima- manna í Grindavík með ótrúlegri leikni þyrlumanna undir stjórn flugstjórans Boga Agnarssonar þar sem þeir tóku menn um borð við Svíragarð og hentu þeim síðan í sjóinn. Það var nú ekki illa meint heldur var þeim síðan bjargað úr sjónum og mönnum kennd rétt handbrögð við björgun úr sjó. „Þó að menn komi í auknum mæli á þessi námskeið okkar þyk- ir okkur þörf á endurmenntum þvi eins og þau eru uppbyggð þá er það í fyrirlestrarformi og spurn- ingin alltaf um hvað sitji í mönn- um. Það má búast við því að eftir árið sitji ekki nema lítill hluti eftir af námskeiðinu. Þá eykst tæknin ailtaf eitthvað þannig að eðlilegt er að menn komi aftur eftir 2-3 ár á endurmenntunarnámskeið. Við höfum verið með stutt upprifj- unarnámskeið þar sem menn geta riíjað upp en þá verða þeir að hafa setið grunnnámskeiðin. Við höfum á þessum tíu árum útskrif- að 10 þúsund nemendur að stærst- um hluta sjómenn en einnig koma aðrir hópar til okkar á þessi nám- skeið og okkur reiknast til að við eigum eftir að ná til tvö þúsund manna sem geta talist atvinnusjó- menn,“ sagði Halldór að lokum. Tap Samherja vegna verk- falls 180 milljónir króna ÁÆTLAÐ tap Samheija hf. á Akureyri vegna sjómannaverk- fallsins er um 180 milljónir króna miðað við aflaverðmæti skipa fé- lagsins fyrir verkfall, að sögn Þor- steins Vilhelmssonar, eins eigenda Samheija. Aðallega er tapið vegna úthafskarfaveiða og grálúðuveiða fyrirtækisins. „Það er langt frá því að við séum hressir með þetta, en við teljum okkur vera hér í gísl- ingu,“ sagði Þorsteinn. „Það er ekkert verið að deila um neitt og áhafnirnar fá engar launahækkan- ir eða neitt, þannig að þetta er bara bull.“ Þorsteinn sagðist í raun og veru vera hættur að vorkenna sjómönn- um á skipum Samheija þar sem þeir væru alltaf að segja að þeir væru ekki í verkfalli, en síðan væri boðað til fundar þar sem þeir réttu allir upp höndina kátir yfir forystu sjómannasamtakanna. Launahlutfallið 60 milljónir „Þeir eiga enga samúð hjá mér lengur. Launahlutfallið af þessum 180 milljónum er um 60 milljónir króna, sem þeir eru að tapa í Iaun- um. Þó þeir verði milijón ára gaml- ir geta þeir aldrei unnið það upp. Þetta er allt komið úr takt við tím- ann því miður og það er aðallega forystan sem er í verkfalli, held ég. Þeir veita að vísu verkfallsheimild sjómennimir, en þeir hafa aldrei vitað um hvað þeir eru að kjósa þegar þeir veita heimild. Þeir bara rétta upp höndina, en svo allt í einu kviknar á pemnni hjá þeim, því miður,“ sagði Þorsteinn. FRÉTTIR: EVRÓPA Ný aðildarríki Evrópusambandsins Finnum gengur aðlögunin bezt Brussel. Reuter. FINNUM gengur mun betur en Austurríkismönnum og Svíum að laga sig að aðild að Evrópusam- bandinu, að mati Peters Ludlow, sem er yfirmaður rannsóknastofn- unarinnar Centre for European Policy Studies í Brussel og þekktur sérfræðingur í Evrópumálum. „Það er hafið yfir allan vafa ... að Finnland er það ríki, sem hefur átt auðveldast með að aðlaga sig og hefur gert það hrað- ast,“ segir Ludlow. Hann bætir því við að í nærri öllum stofnunum ESB hafi Finnar haft áhrif og aflað sér mikillar virðingar. Stórveldistímar þvælast ekki fyrir Finnum ríkismanna. Fræðimaðurinn segir mismun- andi menningarhefðir hafa sín áhrif. Svíar hafi ef til vill vænzt of mikils af aðild og jafnvel ekki réttu hlutanna. Hins vegar segir Ludlow að ekki megi skilja orð hans þannig að Svíar og Austurrík- ismenn hafi ekki staðið sig vel. Finnar standi bara enn framar. Skoðanakannanir sýna jafnframt að almenningur í Finnlandi er sátt- ari við ESB-aðild en kjósendur í hinum ríkjunum tveimur, sem gengu í sambandið um seinustu áramót. í lið með umhverfis- verndarsinnum „Valdastéttin í Finnlandi virðist auk þess miklu sáttari við aðild heima fyrir, nýtur hennar og sér jákvæðu möguleikana," segir Ludlow. Hann segir orsök þessa vera þá að Finnar séu sveigjanlegir og aðlagi sig fljótt að aðstæðum. „Gamlir stórveldistímar þvælast ekki fyrir þeim,“ segir hann og vís- ar þannig til stolts Svía og Austur- Ludlow segir að það sé ekki að- eins flókið fyrir nýju aðildarríkin að aðlagast bandalaginu, heldur einnig fyrir ESB að laga sig að þeim. Þannig hafi norrænu ríkin styrkt þau öfl innan ESB, sem vilji auka lýðræði og gagnsæi ákvarð- anatöku og nýju ríkin þijú hafi öll gengið i lið með umhverfisverndar- sinnum innan sambandsins. Fallast Bretar a valdameira þing? Lúxemborg. The Daily Telegraph. BRESKIR embættismenn segja ekki útilokað að Bretar muni fall- ast á að völd Evrópuþingsins verði aukin. Þeir sögðu að fast yrði stað- 'ið á þeirri kröfu að meirihlutaat- kvæðagreiðslum í ráðherraráðinu yrði ekki fjölgað en hugsanlegt væri að gefa eftir í öðrum málum, á ríkjaráðstefnu sambandsins, sem á að heíjast á næsta ári. Einn stjórnarerindreki sagði hugsanlegt að völd þingsins varð- andi endurskoðun útgjalda ESB yrðu aukin og embættimenn bentu á að John Major forsætisráðherra hefði einungis lýst sig andsnúin því að „gífurleg" valdatilfærsla til Strassborg ætti sér stað. Þeir sögðu að samningamenn yrðu að meta það hvenær völd þingsins hefðu aukist „gífurlega“ en að forsætisráðherranum vildi fá nokkuð svigrúm til athafna. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti Breta hvorki mjög hlynntur né andsnúinn Evrópusam- bandinu og telja embættismenn að nýta eigi sér þá staðreynd til upp- byggilegrar umræðu. Þjóðveijar munu leggja mikla áherslu á það á ríkjaráðstefnunni að meirihlutaatkvæðagreiðslur verða nýttar í auknum mæli, ekki síst í utanríkis- og varnarmálum. Bretar og Frakkar benda hins veg- ar á nýleg dæmi um samstarf sitt í Bosníu, sem var alfarið utan ramma ESB, og segja slíkt vera það sem koma skal. Bretar hafna sameiginelgri varnarstefnu og segja að í framtíðinni verða þau ríki, sem eru reiðubúin að senda hermenn á vettvang, að eiga með sér samstarf. Ný tilraun Bonino • EMMA Bonino, yfirmaður sjávarútvegsmála í fram- kvæmdasljórn ESB, hyggst í dag reyna enn á ný að koma samn- ingaviðræðum sambandsins og Marokkó um nýjan fiskveiði- samning á hreyfingu. Bonino mun funda með sjávarútvegsráð- herrum ESB í Lúxemborg, meta hvaða svigrúm frámkvæmda- stjórnin hefur til að koma til móts við Marokkómenn og reyna að ákveða sjötta samningafund- inn með Marokkómönnum. Um næstu helgi flýgur Bonino svo til Marokkó og Portúgals til óform- legra viðræðna við stjórnvöld þar. Lítill árangur varð af heim- sókn hennar til Madrid um sein- ustu helgi. Bonino reyndi að fá spænsk stjórnvöld til að slaka á kröfum sínum varðandi nýjan fiskveiðisamning ESB og Mar- okkó, en Spánverjar réðu lang- flestum veiðileyfum samkvæmt samningnum, sem rann út í maí. Eftir fundi með Bonino sagði Javier Solana, utanríkiráðherra Spánar, að enn bæri mikið á milli í viðræðum við Marokkó. Spánverjar væru sveigjanlegir, „en við getum ekki samþykkt samning, sem er ekki í jafn- vægi,“ sagði Solana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.