Morgunblaðið - 15.06.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.06.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ísafjörður Söngvar ura vorið TÓNLEIKAR verða haldnir í sal frímúrara á ísafirði í kvöld, fimmtudagskvöld. Yfirskrift tón- leikanna er „Söngvar um vorið“ enda er ætlunin að fagna hækk- andi sól eftir langan og erfiðan vetur. Sungnir verða íslenskir og útlendir vorsöngvar. Erlendu söngvunum hefur ölium verið snúið á íslensku af Þorsteini Gylfasyni sem einnig mun halda erindi um verkin sem flutt verða á tónleikun- um. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Grieg, Mend- elssohn og Schubert en flytjendur eru Bergþór Pálsson tenór og Margrét Gunnarsdöttir píanóleik- ari. Tónleikarnir eru haldnir á veg- um Listaskóla Rögnvalds Ólafs- sonar á ísafirði og hefjast kl. 20.30. ------------ Nýtt orgelí Kópavogs- kirkju KÓPAVOGSKIRKJA hefur ákveðið að festa kaup á nýju dönsku orgeli af gerðinni P. Bruhn og son. Að sögn séra Ægis Sigurgeirssonar, sóknarprests við Kópavogskirkju, er löngu orðið tímabært að kirkjan fái orgel sepi hæfi henni en orgelið sem notast hefur verið við allt frá vígslu kirkjunnar árið 1962 er of lítið. „Nýja orgelið er 31 raddar og afar veglegt en við höfum lagt mikla vinnu í að fella það sem best inn í kirkjuna", segir Ægir. Orgelið kostar u.þ.b. 31 milljón íslenskra króna og hefur kirkjan þegar hafið söfnun til að fjármagna kaupin; hefur gamla orgelið t.d. verið sett í sölu en ætlunin er að nýja hljóð- færið verði komið á sinn stað fyrir jól 1996. Félag íslenskra bókaútgefenda Ólafur Ragnarsson formaður ÓLAFUR Ragnarsson forstjóri Vöku-Helgafells var kjörinn formaður Félags íslenskra bókaútgefenda á aðalfundi þess 23. maí síðastliðinn. Ný stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum og er varaformaður félagsins Hall- dór Guðmundsson, Máli og menningu, ritari Bragi Þórðar- son, Hörpuútgáfunni og gjald- keri Sverrir Kristinsson, Hinu íslenska bókmenntafélagi. FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 25 # índesíl .../stöðugri sókn! ^ ÞyurmvEL ...vönduð á góðu verði írá Indesit! 1 IWöfSiT 4>índesíhw86o • Vinduhraði 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst • HæS: 85 cm • Breidd: 60 cm • Dýpt: 60 cm Afborgunarverð: kr. 52.527,- (Vcrð stgr. • Umbobsmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borcjarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi.Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vesttlrölr: Rafbúö Jónasar Þór, PatreksfirÖi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA -byggingavörur Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn GuÖmundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, NeskaupsstaÖ. Kf. FáskrúÖsfirÖinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum.Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. £; BRÆÐURNIR | DKmíSSONHFt Lágmúla 8, Sími 553 8820 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.