Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 45 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Vandræði fatlaðra Frá Albert Jensen: ÞEIRBORGI sem njóta, var boð- skapur fyrrverandi heilbrigðisráð- herra. Þar var átt við notkun lyfja og þjónustu. Fjömörg börn fæðast fötluð og mörg þeirra vaxa upp án nok- kurar getu til sjálfsbjargar og búa við það ævilangt. Hvemig slíkt fólk borgar aðstoð án hjálpar, er mér hulið. Fólk getur fatlast á hvaða aldri sem er og með svo margvíslegum hætti að ég reyni ekki að tína það til. Það er víst að öllu langar þessu fólki að vinna. En lífið gerir ekki öllum jafnhátt undir höfði. í dag hefur þjóðfélagið ekki næga vinnu fyrir þegnana, svo ekki er von að slíkt liggi á lausu fyrir þá sem flest vantar nema hug og vilja. Peningar spretta ekki á trjánum fyrir þetta fólk. Ég er viss um að Sighvatur Björgvinsson hefur viljað vel í erfíðu ráðuneyti. Óvinsældir hans má rekja til reynsluleysis í byrjun og hvatvísi. Flumbrugangurinn gekk þó fram af mönnum, þegar gera átti helming endurhæfíngar- deildar Grensáss að öldrunarheim- ili. í því máli hafði skynsemin sig- ur. Vandræðagangur í málefnum fatlaðra er stundum allskrítinn og verðugt umhugsunarefni. íslenskir arkitektar hafa verið langt á eftir tímanum hvað þetta fólk varðar. Lélegur arkitekt er eins og skemdarverkamaður. Hann gerir fólki lífíð leitt með því að brengla umhverfí þess, í staðin fyrir að gera það fagurt og að- gengilegt. Ég get fært rök fyrir því, að arkitektar þurfí á endur- hæfíngu að halda, þó þeim hafí aðeins miðað í seinni tíð. Þeir hafa bætt ráð sitt gagnvart fötluð- um með því að breika hurðir og auka rafbúnað þeirra. Þeir hafa gert sér ljóst að þetta fólk notar klósett og eru famir að gefa því pláss á teikningum. Oft taka arki- tektar útlit fram yfir hagnýtt gildi, í stað þess að sameina þessa kosti. Þar sem tröppur eða stigar em nauðsyn, á að koma þeim fyrir innandyra, sé það útlitslega hægt. ísland getur nefnilega verið á kaf í snjó helming ársins. Flestar opinberar stofnanir, bíó, veitinga- og skemmtistaðir eru fötluðum lokuð, vegna fyrir- hyggjuleysis hönnuða. Ég skora á fjölmiðla, að gefa nokkrar fríar auglýsingar þeim stöðum, sem fatlaðir geta nýtt án hjálpar. Yrðu örugglega fáar. Úrfellingar á yfírleitt of háum gangstéttarbrúnum, hafa verið framkvæmdar af áhuga- eða skilningslausum verktökum. Illa gert, þó jafndýrt, en umfram allt, hættulegt fötluðum. Það er ónotalegt að fá tilfínn- ingu fyrir að illa farinni mann- eskju sé neitað um hjólastól, með eða án rafmagns, á þeirri for- sendu, að henni líði ekki eins illa og hún vilji meina. Eða þegar tal- ið er að viðkomandi geti tæpast átt langt eftir. Ef manneskju fínnst stóll óþægilegur og hann veldur vanlíðan, á undanbragða- laust að taka tillit til þess. Það er án hugsunar, ef viðgerð á hjólastólum, fer bara fram í Reykjavík. Að senda stól með ti- heyrandi kostnaði til verkstæðis sem annar ekki þörfinni sýnir að í kerfínu er fólk sem þar á ekki að vera. Fólkið á landsbyggðinni getur örugglega séð um þessi mál sjálft og komið um leið i veg fyr- ir að lamað fólk þurfí að hírast vikum saman í rúmi, meðan stóll þess er á þarflausu flakki. Hér er átt við rafmagnsstóla og fólk sem getur ekkert án þeirra. Það væri álitsauki listafólki að skemmta öðru hvoru á vistheimil- um og stofnunum án endurgjalds. Ég vona að enginn listamaður álíti sig of góðan til slíks, eða tíma sínum illa varið. Músikstjórar, als- konar og söngvarar, það væri ör- ugglega öllum til gagns og gam- ans að færa síðari hluta æfínga ykkar til þessa fólks. Þið uppskerið öðruvisi og ör- ugglega ekki síður. Allur fluttn- ingur tónlistar, gleður og gerir líf þessa fólks betra. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Vináttufé- lag Islands og Kanada Frá Tryggva V. Líndal: MARGIR eru undrandi þegar þeir frétta af stofnun þessa félagsskap- ar. Ætla menn að slíkt félag hljóti að hafa verið stofnað fyrir löngu, ellegar þá að Þjóðræknisfélag Is- lendinga í Vesturheimi hljóti að vera slíkt félag. Því er til að svara að nú fýrst er grundvöllurinn orðinn fyrir slíku félagi: Nýbúum frá Kanada hefur fjölgað svo að þeir mynda nú þegar óformlegan félagsskap. Er um að ræða hóp fólks, sem er gjarnan gift Íslendingum. Er þá oftar en ekki að þessir nýbúar eru af öðru en íslensku bergi brotnir. Einnig fer þeim ijölgandi sem hafa stundað háskólanám í hinum ýmsu borgum Kanada, og þá gjarn- an annars staðar en meðal Vestur- íslendinga. Hafði hluti þessa hóps komið saman áður. Þjóðræknisfélagið snýst hins vegar um fólk erlendis, sem er af íslensku bergi brotið, og höfðar því ekki að öllu leyti til okkar félags- manna í Kanadafélagi. Af hliðstæð- um félögum við okkar á íslandi mætti fremur nefna Vináttufélag íslands og Bandaríkjanna, Anglíu, Alliance Francaise og Germaníu. Einnig vináttufélög Kanada og ís- lands í Toronto, og fleiri borgum Kanada, sem samanstanda af ýmiss konar íslandsvinum, auk fólks sem á einhveijar ættir að rekja til Islend- inga. Ákveðið var að freista þess að steypa nýbúahópnum og náms- mannahópnum saman í eitt félag, og gera það að skemmti- og fræðslufélagi. Enda eiga Íslending- ar margt ólært um lýði og lands- hætti Kanada. Hveijir kunna t.d. skil á indíánaþjóðunum þar eða lifn- aðarháttum hinna tuga þjóðarbrota sem hafa flust til Kanada frá Evr- ópu, Asíu og Afríku í gegnum ald- irnar? Eða geta nefnt allar þær teg- undir fugla, físka og plantna sem við eigum sameiginlegar? Að ekki sé talað um þau fræði sem íslend- ingar hafa sótt þangað undanfarna áratugi? Tími er kominn að fólk átti sig á að í Kanada er saman komin smækkuð mynd af miklum hluta heimsins, og að þar býr þjóð sem er ólík Bandaríkjamönnum. Nú um stundir fjölgar myndum í sjónvarpi um Kanada, og ekki hafa allir gleymt tilveru Vestur- íslendinganna. En betur má ef duga skal, í upplýsingakapphlaupi nútím- ans. Við bjóðum öllum áhugamönn- um um Kanada að taka þátt í fé- lagsskap okkar. TRYGGVIV. LÍNDAL. sólarvörur standa svo sannarlega fyrir sínu! Franska neytendablaðið Que Choisir birti í júlí 1994 niðurstöður úr prófun blaðsins á virkni og gæðum sólarvara frá ýmsum framleiðendum. Allar tegundirnar voru bornar á ferninga á baki 10 þátttakendum og þeir síðan látnir liggja undir sólarlampa þar til þeir brunnu. Sólarvörurnar reyndust misjafnlega. Nokkrar gáfu í raun ekki þá vörn sem gefin var upp á umbúðunum og aðrar gáfu mun meiri vörn en merkingin sagði til um. Sumar tegundirnar reyndust misvel eftir húðgerð þátttakandans. Niðurstaða greinarhöfunda var að miðað við verð væru bestu kaupin í Nivea sólarvörum. Sólarvörurnar frá Nivea voru meðal þeirra sem gáfu meiri vörn en gefin var upp og þær gáfu öllum þátttakendunum svipaða vörn án tillits til húðgerðar. Samanburðar tafla úr grein franska neytendablaðsins Que Choisir nr. 307, júlí- ágúst 1994. MERKI OG NAFN Innihald í ml. Verð pr. lítra í FF Umbúðir Lýsing Síutegundir Innihald á þekktum ofnæmis- völdum Uppgefinn stuðull Mældur stuðull Stöðugleiki varnar Heildar-1 einkunn 1 NIVEA Sun sensitive lait enfant peaux sensibles Flaska 200 240 ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 10 13,5 ★★★ *★* I NIVEA Sun lait solaire actif hydratant Flaska 200 210 ★ ★ ★ A og B efna- og steinefnasiur Nei 8 12 ★★★ *** I VICHY Capital soleil lait hydratant haute protection Flaska 150 533,33 ★ ★ ★ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 10 17,5 ★★★ *** I CLARINS créme solaire bronzage sécurité Túba 125 560 ★ ★★ ■ A og B Ekki inni- haldslýsing 12 15 ★★★ * * * I YVES ROCHER Hydra puiss solaire lait bronzant hydratation intense Flaska 150 393,33 ■ ★ Aog B efnasíur Nei 8 15 ★★★ ★ ★ ★ I BIOTHERM lait bronzant protection sécurité Túba 125 608 ★ ★★ ■ B efna- og steinefnasíur Ekki inni- haldslýsing 12 11 ★★ ★ ★ | LUTSINE lait solaire aux céramides Túba 125 416 ★ ★ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 9 ★ ** I ROC lait solaire resistant d l'eau Flaska 150 373,33 ★ ■ B efnasíur Nei 7-9 13 ★★★ ★ ★ 1 BIOTHERM gelée bronzante hydratante Túba 125 600 ★ ■ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 9 ★ *★ GARNIER Ambre solaire lait bronzant hydratant Flaska 200 207,50 ★ ★★ ★ A og B efna- og steinefnasiur Já oxybenzone 12 10 ■■ ■ CLUB MED lait bronzant hydratant Flaska 150 453,33 ★ ★★ ■ A og B efna- og steinefnasiur Já oxybenzone 12 10 ■■ ■ | BERGASOL écran solaire bronzant Túba 75 920 ★ ★ efna- og steinefnasíur Ekki inni- haldslýsing Með psoral 10 10 ■■ ■ | PIZ BUIN Sun sport lotion solaire non grasse Flaska 125 664 ■ ■ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 6,5 ■■ ■B YVES ROCHER Cap soleil lait enfant résistant á l'eau Úðabrúsi 100 590 ★ ★★ ★ ★ Aog B Nei 12 9,5 ■■ ■■ KLORANE Les polysianes lait solaire haute protection Flaska 150/143 593,33 ★ ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 10-15 7 ■■ ■■ ★★★ MJOG GOTT ★★GOH ★ ÞOKKALEGT ILELEGT I SLÆMT Nánari upplýsingar um prófunina fást hjá JS Helgason hf. sími: 587- 5152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.