Morgunblaðið - 15.06.1995, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.06.1995, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTHAGI Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi Ýmsar tegundir sjaldgœfra trjáa og skrautrunna til sölu, auk venjulegra harðgerðra runna. Einnig 33 mismunandi sortir af alparósum, 12 sortir af klifurplöntum, 6 sortir af sólberjum, 3 sortir af rifsi, 4 sortir af stikilsberjum, og margvíslegum sígrœnum "krúttrunnum". S érfrœðiþjónusia. Opið alla daga kl. 10.00 - 22.00 Vpplýsingar í síma 483 - 4840 RELAIS & CHATEAUX. V E R Ð K Ö N N U N ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Enn af hjólaþjófnaði við Sundlaug Vesturbæjar EFTIR AÐ HAFA lesið bréf Flosa Kristjánssonar sl. sunnudag um hjóla- þjófnað við Sundlaug Vest- urbæjar tel ég eðlilegt að greina frá öðrum hjóla- stuldi við sundlaugina nú nýverið. Þannig er mál með vexti að sonur minn mætti í síðasta tímann í skóla- sundi í Vesturbæjarlaug- inni þann 30. maí sl. Hann fór á hjólinu sínu sem er grænt TREK 820 ijallahjól og læsti því með gormalás utan um þar til gerðar hjó- lagrindur. Þegar hann kom úr sundtímanum lá lásinn í íjorum hlutum á stéttinni og hjólið horfíð. Þegar hjól- in var keypt sl. sumar var okkur tjáð að þetta væru sterkustu og öruggustu lásarnir á markaðnum. Þessi lás hafði verið skor- inn í sundur að því er virð- ist ekki með meira átaki en þarf til að skera brauð. Það styður tilgátu Flosa um að hér sé um skipu- lagða starfsemi að ræða, að nákvæmlega eins var að verki staðið í þessi skipti og hjólin eru sömu tegund- ar. Að sögn lögregluþjóns sem starfar í óskilamuna- deild lögreglunnar er mjög sjaldgæft að TREK-fjalla- hjól komi til þeirra. Því spyr maður sig hvað skyldi verða um þau. Sú saga gengur að hjólin séu sett í gám og seld til Danmerk- ur, hvað svo sem til er í því. Að lokum vil ég taka undir með fyrrgreindum lögregluþjóni er hann sagði að ekkert dygði gegn þess- um þjófum annað en alvöru keðjur til að læsa hjólunum með. Unnur Sverrisdóttir, Rekagranda 3, Reykjavík. Þakkir til Ingnnnar Asdísardóttur SIGURVEIG Guðmunds- dóttir hringdi og bað fyrir þakkir til Ingunnar Ásdís- ardóttur fyrir ágætan lest- ur á sögunni „Tarfur af hafí“ eftir Mary Renault og óskar eftir að hún lesi fleiri sögur eftir þennan höfund. Þakklæti er einnig komið á framfæri fyrir söguna „Zorba“ sem Þor- geir Þorgeirsson er að lesa. Tapað/fundið Úr fannst í Kópavogi KARLMANN SÚR með leðuról fannst á Ásbraut í Kópavogi sl. fimmtudag. Uppl. í síma 554-3867. Vasaútvarp týpt SVART SONY Walkman vasaútvarp tapaðist á Miklatúni sl. fimmtudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 5524263. Gæludýr Kettlingar fást gefins FJÓRIR kassavanir kettl- ingar óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 562-3292. Kettlingur óskar eftir heimili LÍTILL NÍU vikna kettl- ingur, læða, óskar eftir góðu heimili af sérstökum ástæðum. Læðan er hvít með bröndótta bletti á bak- inu. Upplýsingar hjá Krist- ínu í síma 568-2373 á kvöldin. Páfagauks saknað PÁFAGAUKUR slapp út í fyrradag úr húsi í Hlíðun- um. Hann er blár með hvít- an koll og mjög gæfur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552-5068. Kettlings sárt saknað RÚMLEGA mánaðar gam- all hvítur kettlingur tapað- ist frá Lindargötu. Hún er sérstaklega mannelsk. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 5511742. Hvar er hjólið mitt? HJÓL VAR tekið ófrjálsri hendi frá Kleifarseli 45, trúlega aðfaranótt laugar- dagsins 10. júní. Hjólið er blátt TREK karlmannshjól með svörtu sæti og svört- um stöfum. Þeir sem geta gefíð einhvcrjar upplýs- ingar vinsamlegasi. hringi í síma 557-5525. Með morgunkaffinu Aster . . . að segja honum að ástarlínan sé sterkleg. TM Reg. U.S. Pal. Oft. — aR rights reserved (c) 1995 Loa Angeiea Times Syndicate augnablikinu. HÖGNIHREKKVÍSI SAMKEPPNISSTOFNUNAR Ágætu viðskiptavinir! Við viljum vekja athygli ykkar á niðurstöðum verðkönnunar Samkeppnisstofnunar á bls.12 í Morgunblaðinu 7.júní og á bls. 6 í Helgarpóstinum 8.júní. HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS. ÞAÐ KOSTAR MINNA. BORÐAPANTANIR í SÍMA 552 5700 Víkveiji skrifar... MIKIÐ verður um að vera á Austfjörðum um næstu mán- aðamót. Fyrst skal nefnt, að þá verður haldið hátíðlegt 100 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar. Listsýn- ingar, leikur og skemmtun setja svip sinn á bæinn frá morgni og fram á miðja nótt frá fimmtudegi til sunnudagsins 2. júlí. Forseti ís- lands heimsækir þá bæjarfélagið, sem sannarlega á sér merka sögu í atvinnu- og menningarlífi þjóðar- innar. Á Egilsstöðum hefur verið skipu- lögð mikil hátíð frá 23. júní til 2. júlí undir heitinu Drekinn ’95 og verður þar margvíslegt efni á boð- stólum fyrir heimamenn og gesti. Loks má nefna að sunnudaginn 2. júlí leikur landslið íslands í knatt- spyrnu gegn Færeyingum í Nes- kaupstað. Þetta verður fyrsti lands- leikur íslendinga í knattspyrnu á Austfjörðum. Marga Austfirðinga fýsir örugglega að sjá í leik íslenska liðið, sem svo vel hefur staðið sig á þessu ári og gert jafntefli við Chile og Svíþjóð á útivelli og nú síðast unnið Ungveija á Laugar- dalsvellinum. Á hvetju sumri leggur fjöldi ferðamanna leið sína um Austur- land. Það er ekki bara að fallegt sé á fjörðum eystra heldur er líka löngu vita að ef á annað borð er gott veður fyrir austan þá gerist vart hlýrra á landinu. Þegar svo við bætast hátíðarhöld eins og að fram- an er getið halda trúlega enn fleiri ferðamenn austur á bóginn en alla jafna. xxx SKRIFARI heyrði fyrir nokkru á tal tveggja manna sem höfðu horn í síðu símkerfisbreytinganna í byrjun júní. Fannst þeim lítil fyrir- hyggja hjá Pósti og síma og of oft hefði þurft að breyta símanúmer- um. Töluðu þeir um að breytingin hefði verið óþörf, við ættum ekki að taka tillit til þess sem væri að gerast annars staðar í Evrópu, fimm stafa númer hefði verið alveg nóg, svo ekki væri talað um sex stafa númer og nú sjö stafi í hvetju símanúmeri. Þetta kostaði fólk og fyrirtæki umstang og útgjöld og alveg hefði mátt sleppa þessu; við værum aðeins 260 þúsund hræður og þetta væri ekki svo flókið. Það var eins og mennirnir fylgd- ust ekkert með tímanum, tækninni né samskiptum og samningum við aðrar Evrópuþjóðir. Skrifari velti því fyrir sér hvort mennirnir hefðu ekki helst viljað hafa gömlu sveita- símana eins og voru fyrir 3-4 ára- tugum úti um land. í stað fullkom- ins tónvalssíma, reyndar með sjö stafa númeri, hefði annar mann- anna kannski haft 37 stuttar hring- ingar og 11 langar. Hvað hefðu þeir félagarnir sagt þá?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.