Morgunblaðið - 15.06.1995, Síða 56

Morgunblaðið - 15.06.1995, Síða 56
fholHEWL£TT# ** mLliM PACKARD I4P Vectra P1- OPIN KERR I IP Sími: 567 1000 ATCT SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi hússins. <Ö> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SlMI 88 80 70 Alltaf skrefi á undan MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sj ómannasamningar voru á lokastigi í nótt Ágreiningur um frestun verkfalls og atkvæðagreiðslu tafði undirritun VINNU við gerð nýs kjarasamn- ings milli sjómanna og útvegs- manna lauk að mestu leyti laust eftir miðnætti, en búist var við að hann yrði undirritaður í nótt. Ágreiningur var hins vegar um hvernig standa ætti að atkvæða- greiðslu um samninginn. Útvegs- menn töldu eðlilegt að fresta verk- falli um leið og samningar hefðu verið undirritaðir, en margir samn- ingamenn sjómanna vildu ljúka atkvæðagreiðslu áður en verkfallið yrði blásið af. Samningaviðræður gengu hægt í allan gærdag þrátt fyrir að deilan stæði um fá efnisatriði. Einna harðast var tekist á um breytingar á olíuverðstengingu. Undir kvöld féllust útvegsmenn á kröfu sjó- manna í málinu og þá varð ljóst að samningar myndu takast. Sam- komulagið um olíuverðsviðmiðun færir sjómönnum engan launa- auka miðað við verð á olíu í dag, en þeir munu fá meira í sinn hlut ef olía lækkar frá því verði sem nú er greitt. U ppsagnarfr estur lengdur Samkomulag tókst um að lengja uppsagnarfrest undirmanna, en hann er vika. Sjómenn með tveggja ára starfsaldur fá 14 daga uppsagnarfrest. Fjögurra ára starf veitir þeim 21 dags uppsagnar- frest og eftir sex ára starf fá þeir 30 daga uppsagnarfrest. Sjómenn náðu jafnframt fram auknum réttindum varðandi starfsaldursálag, en fram að þessu hafa sjómenn misst réttindi við að færa sig frá einni útgerð til annarrar. Samstaða varð einnig um að gera smávægilegar breyt- ingar á samkomulagi deiluaðila um verðmyndun á afla. Gert er ráð fyrir að tíminn, sem úrskurðar- nefnd sjómanna og útvegsmanna hefur til að kveða upp úrskurð, rísi ágreiningur um fiskverð, verði styttur. Ósamið um humarveiðar Samkvæmt því sem næst varð komist var óljóst hvort samkomu- lag um sérsamning um humarveið- ar næðist. Margt benti til að það atriði yrði ekki að finna í samn- ingnum sem undirritaður yrði. Skiptar skoðanir voru um það meðal samningamanna hvort rétt væri að láta greiða atkvæði um samninginn í dag og á morgun eða hvort ætti að fresta verkfalli strax og greiða atkvæði á næstu 3-4 vikum. Ágreiningur um þetta tafði undirskrift samninga og ekki flýtti fyrir þegar sá orðrómur komst á kreik í Karphúsinu að útgerðar- menn væru farnir að ræsa áhafnir til skips. Sprengjuhótun Klukkan rúmlega ellefu í gær- kvöldi hringdi maður og sagði að sprengja myndi springa í Karphús- inu kl. 24.05. Samningamenn létu þessa hótun ekki trufla sig og héldu viðræðum áfram. Lögregla var ekki kvödd á staðinn og engin sprengja sprakk. Morgunblaðið/Halldór B. Nellet Júlíus á grálúðu- veiðum TOGARINN Júlíus Geirmunds- son IS 270, sem útgerðarfélagið Gunnvör hf. á ísafirði gerir út, er nú á grálúðuveiðum vestur af landinu. Fleiri skip eru þar á veiðum og hefur afli þeirra verið þokkalegur undanfarna daga. Myndin var tekin í könn- unarflugi Landhelgisgæslunn- ar yfir miðin í gær. Morgunblaðið/Pétur Færeyingar mokveiða Trilla sökk eftir árekstur við hraðbát Tók í sundur við stýrishús Fundu kíló af hassi á Þingvöllum KRAKKAR í 7. bekk grunnskólans í Ólafsvík fundu kíló af hassi við Almannagjá á ÞingvöIIum þegar þeir voru í skólaferðalagi í lok maí. Sveinn Þór Elínbergsson, aðstoðar- skólastjóri, segir að fundur fíkniefn- anna hafi óneitanlega sett svip sinn á tveggja daga ferðalag bekkjarins. Sveinn Þór segir að krakkarnir —hafí verið við útsýnisskífuna fyrir ofan Almannagjá þegar tveir dreng- ir tóku eftir brúnu umslagi, sem var skorðað í gjótu. „Rútubílstjórann grunaði hvers kyns var og gerði lögreglunni við- vart. Þegar bekkurinn var kominn til Laugarvatns, þar sem gist var um nóttina, komu þangað menn úr fíkniefnalögreglunni til að spyijast nánar fyrir um fundinn. Þá var komið í ljós að strákamir höfðu fundið kíló af hassi. Lögreglan fékk þá með sér til Þingvalla aftur, þar sem þeir sýndu hvar hassið fannst." -----» ♦ ♦---- Fjöldi fyrir- spurna hjá Handsali MIKIÐ var um fyrirspumir hjá Handsali í gær vegna auglýsingar fyrirtækisins um langtímalán til ein- staklinga. Að sögn Pálma Sigmarssonar, framkvæmdastjóra, má ætla að um -600 manns hafi sett sig í sam- band við fyrirtækið og voru allar símalínur rauðglóandi. I lok dagsins höfðu borist umsóknir um lán að fjárhæð 50-60 milljónir. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vél- stjóra segir að tilboð Handsals kunni að hafa áhrif á lækkun vaxta. ■ Kann að hafa/B2 FÆREYINGAR hafa landað rúm- um 15.000 tonnum af síld hérlend- is og kom Þrándur í Götu til Seyð- isfjarðar í gær með metafla eða 2.500 tonn. Til samanburðar má geta að íslensku skipin taka frá 600 tonnum og eldra metið átti Hólmaborg, rúm 1.500 tonn. Arne Hansen, skipstjóri, sagði að síldin væri veidd norður af Færeyjum innan færeysku lög- sögunnar. Hann sagði að mikil síld væri þar, sem og í Síldar- smugunni og innan íslensku lög- sögunnar. Ekki er vitað hversu mikið Færeyingar hafa veitt nákvæm- lega því að skipin fjögur, sem helst hafa veitt hér við land, hafa ekki tilkynnt aflann til Fiskistofu, að sögn Indriða Kristinssonar. Var þeim send ítrekun í gær frá Fiskistofu en ekkert svar hafði borist síðdegis. TRILLAN Sigfús Baldvin sökk í gærmorgun austan við Grímsey eftir að fiskihraðbáturinn Asi af gerðinni Viking 800 sigldi á hana. Jóhannes Magnússon var einn um borð og náði að komast yfir í hrað- bátinn áður en trillan sökk. Talið er að mannleg mistök hafi valdið þessu óhappi. „Mér fannst eins og þetta gæti verið yfirvofandi þegar ég sá bát- inn koma á siglingu. Það hvarflaði að mér að fara fram í stýrishúsið til að setja í gang. Ef ég hefði gert það væri ég tæpast til frá- sagnar núna,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gær. „Báturinn fór hálfgert yfir trill- una, Ienti á miðju stýrishúsinu og HAFRANNSÓKNASTOFNUN undirbýr nú aðgerðir til að mæla úrkast afla á fiskiskipum. Jakob Jakobsson, forstjóri stofnunarinn- ar, telur það geta skemmt fyrir aðgerðum ef upplýst er í hveiju þær felast á þessu stigi málsins. Hann tók það fram í viðtali við Morgunblaðið að ekki væri um neinskonar refsiaðgerðir að ræða, heldur einungis leitað eftir töluleg- um staðreyndum. Takmarkaðar mælingar hafa verið gerðar á þeim afla sem kast- tók trilluna í sundur þar. Hún sökk þó ekki strax því að framendinn festist í skrúfu eða stýri bátsins og ég notaði þá tækifærið, stökk upp á mótorhúskappann, þaðan upp á stýrishúsið og skreið svo upp á bátinn að aftanverðu.'Rétt eftir að ég komst yfir sökk trillan." Tryggð á tvær milljónir Trillan og hraðbáturinn eru tryggð hjá sama tryggingarfélag- inu og var trillan metin á tvær milljónir. „Það er auðvitað ekki þar með sagt að það bæti tjónið," segir Jóhannes. „Báturinn var vel útbúinn og ég fæ varla svona góð- an bát fyrir tvær milljónir aftur.“ að er fyrir borð á íslenskum fiski- skipum. Tvisvar voru gerðar mæl- ingar á úthafskarfaveiðum sem gáfu þá niðurstöðu að 16-17% af aflanum færi í úrkast. Sérfræðing- ar eru á einu máli um að afla þurfi upplýsinga um hvað mikið af veiddum afla fer í sjóinn. Ef miklar breytingar eru á því frá ári til árs getur það haft áhrif á stofnstærðarmælingar Hafrann- sóknastofnunar. ■ Aðgerðir i undirbúningi/29 Hafrannsóknastofnun Undirbúa mæl- ingar á úrkasti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.