Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 1
92 SÍÐUR B/C 154. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sveitir SÞ berjast við Bosníu-Serba Sótt að Srebrenica þrátt fyrir hótanir Sameinuðu þjóðanna Belgrad, Sarajevo. Reuter. Reuter Sameiginlegar æfíngar BOSNIU-Serbar höfðu hótanir Sam- einuðu þjóðanna að engu í gær og héldu áfram sókn sinni að Sre- brenica. Til átaka kom þegar sveit hollenskra friðargæslumanna á veg- um SÞ varð á vegi þeirra. Að sögn talsmanns SÞ stóð skotbardaginn í tvær klukkustundir, en eftir sólsetur hægðist um. Sagði að Hollending- arnir hefðu haldið stöðu sinni. Læknar í Srebrenica sögðu í gær að tíu manns hefðu látið lífið í árás- um Bosníu-Serba á borgina og ná- grenni hennar frá því á fimmtudag. Þá hefðu um fimmtíu manns særst í árásunum. Úrslitakostir Serba Bosníu-Serbar settu íbúum Sre- brenica, sem eru 42 þúsund talsins, Bosníuher og friðargæslusveit SÞ úrslitakosti í gærkvöldi og sögðu að þeir hefðu tvo sólarhringa til að yfirgefa borgina. „Við getum alls ekki sætt okkur við þessa kröfu Bosníu-Serba,“ sagði Gary Coward, foringi í sveit- um SÞ. Sameinuðu þjóðirnar hafa hótað Bosníu-Serbum því að Atlantshafs- bandalagið muni gera loftárásir á þá, ráðist þeir á borgina. Læknar úr samtökunum Læknar án landamæra sögðu í gær að stöð- ugt sprengjuregn væri í Srebrenica og að rúður í sjúkrahúsi borgarinn- ar hefðu brotnað þegar sprengja féll skammt frá því. Verst hefði ástandið verið í gær en komið var með þijátíu slasaða á sjúkrahúsið. Ekki er vitað hversu margir hafa látið lífið í árásunum á borgina. Harðir bardagar hafa geisað í Srebrenica undanfarna daga og létu Bosníu-Serbar sprengjum rigna yfir borgina þrátt fyrir hótanir SÞ um loftárásir. SÞ hafa verið tregar til biðja um aðstoð flugvéla NATO frá því að bandarísk herþota _var skotin niður yfir Bosníu í maí. Á sunnudag ósk- uðu SÞ eftir því að vélar NATO flygju yfir Srebrenica ef það mætti verða til þess að draga úr bardögum en vélin var skömmu síðar afturköll- uð. BANDARÍSKIR hermenn hófu í gær fyrstu æfingar sínar með pólskum hermönnum. Æfingarn- ar eru haldnar í Póllandi og sagði Zbigniew Okonski, varnarmála- ráðherra Póllands, að æfingun- um væri ætlað að þjálfa her- mennina til friðarverkefna og þær væru „enn einn múrsteinn- inn í hinn trausta grunn, sem Atlantshafsbandalagið verður reist á á 21. öldinni". Myndin sýnir hermenn stíga úr þyrlu við Werdrzyn í vesturhluta Póllands. Herstjórn Burma Suu Kyi laus eftir sexár Rangoon. Reuter. ANDÓFSKONAN Aung San Suu Kyi var látin laus úr stofufangelsi í Burma i gær, að sögn fulltrúa herstjórnarinnar þar í landi. Annar embættismaður staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að Suu Kyi hefði verið sleppt úr haldi skömmu fyrir hádegi í gær, að íslenskum tíma. Hún hafði verið í haldi í tæp sex ár. Búrmískir embættismenn gátu ekki gefið frekari upplýsingar um lausn Suu Kyi, en í yfirlýsingu frá japanska utanríkisráðuneytinu sagði að hún hefði verið látin laus án skilyrða. Hitti félaga sína Fólk safnaðist saman fyrir utan heimili Suu Kyi í rigningunni í Rangoon þegar fréttist að hún hefði verið látin laus. Haft var eftir fólki þar að hún hefði þegar boðað til fundar með áhrifamönnum í Sam- tökum um lýðræði, sem hún tók þátt í að stofna 1988. Hún kom ekki fram opinberlega í gær, en embættismaður í hernum sagði að hún myndi halda frétta- mannafund í dag, þriðjudagi Erlendir stjórnarerindrekar í Rangoon kváðust undrandi á því að Suu Kyi skyldi látin laus í gær. ■ Viðbrögð/18 Áhlaupi á Rainbow Warrior mótmælt Sydney.París.Reuter. RÍKI í Suður-Kyrrahafi brugðust í gær ókvæða við áhlaupi franska sjóhersins á skip Greenpeace, Rain- bow Warrior, eftir að það sigldi inn fyrir lögsögu kóraleyjunnar Mur- uroa til að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Frakka. Embættismenn utanríkisráðu- neyta Nýja-Sjálands og Ástralíu kölluðu sendiherra Frakklands á sinn fund. Bandalag fimmtán Suð- ur-Kyrrahafsríkja sagði áhlaupið „skaða enn frekar ímynd Frakka" i þessum heimshluta. Áhlaup réttlætt Alain Juppe, forsætisráðherra Frakklands, sagði áhlaupið réttlæt- anlegt. Sjóherinn hefði aðeins verið að tryggja að farið væri að lögum. Stjórnmálamenn í Evrópu veigr- uðu sér við því að gagnrýna áhlaup- ið opinberlega. Deilan varpar skugga á fyrsta formlega fund Jacques Chiracs, for- seta Frakklands, og Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, í dag. Áhlaupið varð til þess að endur- vekja umræðuna um kjarnorkutil- raunirnar í Frakklandi. ESB lækkar grálúðu- kvótann Brusscl. Rcuter. E VRÓPU S AMB ANDIÐ greindi í gær frá því að það hefði sett aðildarríkjum sín- um nýjan grálúðukvóta sam- kvæmt samningnum við Kanadamenn frá því í apríl um veiðar milli Kanada og Grænlands. Kvóti skipa ESB verður 5.013 tonn frá 16. apríl að telja til áramóta. ESB hafði áður sett sér 18.630 tonna einhliða aflamark. Iþágu vísindanna VÍSINDIN krefjast ýmissa fórna. Hér sjást húðsjúkdómasérfræðing- ar sjúkrahúss í Maastricht und- irbúa tilraun sem gerð var á ströndinni í bænum Scheveningen í gær. Sjálfboðaliðar voru fengnir til að gangast undir tilraunina, sem fór þannig fram að annarri ras- skinn viðkomandi var skipt í tvo reiti, sóloliu roðið í annan þeirra, en hinn skilinn eftir óvarinn fyrir geislum sólar. Eftir tveggja klukkustunda sólbökun skoðuðu vísindamennirnir hinn merkta lík- amspart, en niðurstöðurnar verða tilkynntar síðar. Páfí afsakar kvennakúgun Páfagardi. Reuter. NUTIMA kvennahreyfing hefur gert mörg mistök en í „grund- vallaratriðum hefur starf hennar verið til góðs“, á hinn bóginn þarf að gera meira af því að draga úr misrétti gagnvart þeim konum sem kjósa að helga sig móður- og eiginkonuhlutverk- inu. Þetta kemur m.a. fram í 19 síðna bréfi sem Jóhannes Páll II. páfi sendi frá sér í gær en páfi biðst þar afsökunar á kvennakúgun kirkjunnar fyrr á tímum og hvetur til að þess að jafnrétti kynjanna verði aukið. Kaþólskir hópar, sem gagn- rýnt hafa stefnu páfa í málefnum kvenna, fögnuðu bréfinu, sem er sent út í tilefni þess að Sameinuðu þjóðirn- ar munu standa fyrir mikilli ráðstefnu um málefni kvenna í Peking í september. Hann ítrekar andstöðu kirkj- unnar við að konur geti orðið prestar og segir að fóstureyðing sé eftir sem áður „mikil synd“ þótt þungunin sé af völdum nauðgara. Nauðsynlegt sé hins vegar að áður en konan sé dæmd verði öllum gert ljóst að hinir seku séu fyrst og fremst karl- arnir og hið félagslega um- hverfi. Páfi sagði að réttindi kvenna væru réttlætismál en einnig nauðsyn þar sem konur myndu hafa æ meiri áhrif á lausn erf- iðra viðfangsefna framtíðarinn- ar. Um langa hríð hefðu verið settar ýmsar skorður við réttind- um kvenna og framfaramálum þeirra og hann sagði að væri hægt að finna sok hjá kirkjunni bæðist hann innilega afsökunar á henni. Hann fordæmdi kynferðis- legt ofbeldi og mis- notkun á konum og jafnframt „útbreidda nautnahyggju- og kaupsýslumenningu" þar sem hvatt væri til þess að konan væri á skipuleg- an hátt notuð sem kynvera í auglýsingum og í vændi. Er hann víkur að prestvígslu kvenna segir Jóhannes Páll páfi að bannið byggist ekki á geð- þóttaákvörðun heldur sé höfð í liuga sú staðreynd að Kristur hafi eingöngu gert karla að postulum sínum. Enn andvígur því að konur verði prestar ■ Grænfriðungar komast/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.