Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hj úkrunarf or stj ór i Landspítala um óánægju hjúkrunarfræðinga
Breytingar á vinnutilhögun
jafngilda ekki uppsögn
Hús Al-
þingis gerð
upp
UNNIÐ er við að gera upp húsin
að Kirkjustræti 8b og 10 og gert
er ráð fyrir að viðgerðirnar og
endurnýjun innanhúss kosti á
annað hundrað milljónir króna.
Húsið nr. 8b er svokallað Blön-
dalshús, reist af Magnúsi Th. S.
Blöndahl skömmu eftir aldamót,
en Kirkjustræti 10 var reist af
Kristjáni Ó. Þorgrímssyni árið
1879. Að sögn Friðriks Ólafsson-
ar, skrifstofustjóra Alþingis, er
ætlunin sú að húsin verði notuð
undir starfsemi skrifstofu Alþing-
is og skrifstofur þingmanna.
Friðrik segir að húsin hafi ver-
ið í skárra ásigkomulagi en vænta
mátti. Til stóð að rífa þau 1987
og byggja nýtt hús á lóðinni, en
hætt var við framkvæmdimar og
friðunarsjónarmið urðu ofan á.
Hér sjást Jóhann Guðmundsson
og Styrmir Steingrímsson gera
við þak annars hússins.
ANNA Stefánsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Landspítalans, kveðst
vera ósammmála hjúkrunarfræð-
ingum á skurðdeild um að breyt-
ingar á vinnufyrirkomulagi jafn-
gildi uppsögn á ráðningarsamn-
ingum þeirra. Formlegt erindi hafi
ekki borist vegna óánægju hjúkr-
unarfræðinga og aðeins heyrst af
henni í fjölmiðlum. Anna segist
ætla að kalla trúnaðarmann hjúkr-
unarfræðinga á sinn fund í dag
til viðræðna. Málið sé viðkvæmt
en hún líti ekki svo á að um deilu
sé að ræða.
Seinustu daga hefur blöðum,
með samhljóða texta þess efnis
að viðkomandi líti á breytingar á
vinnufyrirkomulagi sem uppsögn
á ráðningarsamningi og muni
hætta störfum 1. október af þeim
sökum náist ekki samkomulag fyr-
ir þann tíma, verið dreift meðal
hjúkrunarfræðinga á skurðdeild-
um Landspítala og Borgarspítala.
Kristín Ingólfsdóttir, svæfinga-
hjúkrunarfræðingur á Borgarspít-
ala, segir heimtur hafa verið afar
góðar á undirskriftum og ljóst sé
að mikill einhugur nki meðal
hjúkninarfræðinga. „Öfugt við
túlkun forsvarsmanna Landspítala
og Borgarspítala, líta lögfræðing-
ar okkar hjá Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga svo á að ekki
megi segja upp ráðningarsamningi
að hluta þannig að með þessum
aðgerðum sjúkrahúsanna sé verið
sé að segja upp ráðningarsamningi
í heild.“
Nýta fjárfestingar betur
í seinustu viku var hjúkrunar-
fræðingum tilkynnt bréflega um
breytingar á vinnufyrirkomulagi
sem taka eiga gildi.l. október.
„Við höfum ekki heyrt formlega
að starfsfólk líti á þessar breyting-
ar sem uppsögn á ráðningarsamn-
ingi og yfirmenn hjúkrunar á
sjúkrahúsinu líta ekki á að svo sé,
enda teljum við aðeins um smá-
vægilegar breytingar að ræða,
fyrst og fremst til að nýta betur
fjárfestingar og minnka vinnuálag
á skurð- og svæfingadeildum,“
segir Anna.„Með því vinnufyrir-
komulagi sem nú tíðkast getur sú
staða komið upp að fólk vinni
næstum í sólarhring án hvíldar,
sem er hvorki vinsamlegt starfs-
fólkinu né sjúklingum bjóðandi að
þeir sem um þá annast hafi staðið
vakt í 15-20 klukkustundir. Þetta
vinnufyrirkomulag er annað en á
mörgum sjúkradeildum þar sem
vaktir standa í átta tíma og þykja
nægilega langar."
„Auk þess liggja miklar fjár-
festingar í skurðstofum, t.d. var
tekin í notkun skurðstofa sem
kostaði um 40 milljónir í vor, og
að loka henni um klukkan 16 eða
hafa opið og greiða fólki þá vinnu
í yfirvinnu gengur ekki upp,“ seg-
ir Anna.
Iðnnemasambandið undirbýr málssókn á hendur ríkinu
Morgunblaðið/Golli
Menntamálaráðherra seg-
ir Svía brjóta samninga
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra segir að Svíar bijóti gegn
norrænum samningi um framhalds-
skólamenntun þegar þeir krefjast
endurgreiðslu fyrir nám íslendinga
í flugvirkjun í Vásterás í Svíþjóð.
Iðnnemasamband íslands undir-
býr málssókn á hendur íslenska rík-
inu og gefur því að sök að hafa
ekki greitt gjöld sem sænsk stjórn-
völd hafa sett upp og þar með heft
framgang náms hjá flugvirkjanem-
um. Iðnnemasambandið hyggst
fara fram á skaðabætur fyrir hönd
nemenda sem verða að hverfa frá
námi.
Samkomulag hefur verið í gildi
milli íslenskra stjórnvalda og skóla
í Vásterás í Svíþjóð um að íslenskir
flugvirkjanemar ljúki menntun sinni
í Svíþjóð en fyrstu tvö árin eru tek-
in í Iðnskólanum í Reykjavík. Fyrir
nokkru kröfðust Svíar greiðslu frá
íslenska ríkinu fyrir að taka við
flugvirkjanemum. Ólafur G. Einars-
son, þáverandi menntamálaráð-
herra, mótmælti kröfu Svíanna og
vísaði til umrædds samnings.
Ófullnægjandi svar Svía
Björn segir að bréf frá sænska
menntamálaráðherranum um þetta
mál, sem barst honum í gær, sé
ófullnægjandi sem svar við þeim
kröfum sem íslendingar gera um
að norræna samningnum sé fram-
fylgt. Björn segir að skilningur ís-
lenskra stjórnvalda á því hvernig
eigi að framfylgja samningnum
hafi hlotið stuðning fulltrúa annarra
norrænna ríkja en þess sænska. í
bréfi sænska menntamálaráðherr-
ans kemur fram að nemendur frá
Noregi og Finnlandi sem sæki nám
í Vásterás verði ekki krafðir um
skólagjöld.
„Við teljum að framganga Sví-
anna í þessu máli bijóti í bága við
norræna samninginn og eigi sér
enga stoð í þeim samningum sem
gerðir hafa verið. Það eru engar
réttmætar forsendur fyrir fjárkröf-
um á hendur íslenska ríkinu. Eg
hef ekki viljað sem menntamálaráð-
herra gera neitt af hálfu íslenska
ríkisins sem kann að verða túlkað
sem svo að við viðurkennum fjár-
kröfur Svíanna," sagði Björn. Hann
sagði að verið væri að skoða hvort
unnt væri að útvega flugvirkjanem-
um námsaðstöðu annars staðar.
Einnig hefur ráðuneytið átt viðræð-
ur við Flugleiðir um það hvort unnt
sé að flytja námið alfarið inn til
landsins, en þeim viðræðum er ekki
lokið.
Maður hné niður og missti meðvitund í Mývatnsmaraþoni
Hlaupandi heilbrigðis-
starfsmenn til bjargar
TVEIR heilbrigðisstarfsmenn,
sem tóku þátt í 10 kílómetra
hlaupi í Mývatnsmaraþoni síðast-
liðinn sunnudag, komu til bjargar
er þriðji þátttakandinn hné niður
er hann átti skammt ófarið í
markið. Hjúkrunarfræðingur og
sjúkraþjálfari gátu komið púls
mannsins á stað að nýju, en hann
lá meðvitundarlaus á hlaupa-
brautinni og var byijaður að
blána. Talið er að maðurinn hafi
ekki búið sig nægilega fyrir
hlaupið, ekki borðað kvöldið áður
og þrek verið þrotið, en hann
þráast of lengi við að komast í
mark.
Júlía Linda Ómarsdóttir hjúkr-
unarfræðingur á Akureyri tók
þátt í 10 kílómetra hlaupinu og
kom að þeim sem hné niður. Hún
sagðist hafa verið þarna á hlaup-
um með vinkonu sinni, Sigrúnu
Jónsdóttur sjúkraþjálfara. Þegar
þær áttu um kílómetra ófarinn
sagðist hún hafa séð hvar einn
hlauparanna var orðinn mjög
reikull, rásaði milli vegkanta og
féll við. Greinilega hefði verið
mikið að honum. Þegar þær nálg-
uðust hann kvaðst hún hafa hróp-
að til hans að liggja kyrr.
Gaf högg í hjartastað
og fann púls
Þegar þær komu að honum
hefði hann sagt að það væri allt
í lagi með sig og síðan liðið út
af. Blámi hefði strax komið á
varir hans og neglur, þær hefðu
leitað að púlsi en ekki fundið svo
Júlía sagðist hafa gefið honum
högg við hjartastað og Sigrún
hefði getað lyft fótum hans og
fljótlega hefði mátt finna púls.
Hins vegar hefði maðurinn ekki
svarað hvernig sem á hann var
yrt.
Júlía sagði að Hjálmar Frey-
steinsson læknir hefði verið við
rásmarkið og hann hefði komið
innan nokkurra mínútna. Auk
þess hefðu þýskir ferðamenn, sem
voru þarna á ferð, komið að og
lánað yfirhafnir til að breiða á
manninn, en hann hefði verið
kaldsveittur og auk þess dálítil
gjóla. „Bláminn á vörum og nögl-
um mannsins hvarf strax og
greindist púls hjá honum,“ sagði
Júlia. „Mér sýndist að þarna væri
greinilega um sykurfall að ræða,
hann hefði farið of hratt miðað
við getu. Þó var sagt að þetta
væri vanur hlaupari."
Læknar á
lokasprettinum?
Maðurinn jafnaði sig eftir
nokkra stund eftir að hafa neytt
vatns og sykurs að ráði læknisins.
Júlía sagðist nýlega byrjuð að
hlaupa og þetta væri annað 10
kílómetra hlaupið sem hún hefði
tekið þátt í. í bæði skiptin hefði
komið fyrir að maður hefði hnig-
ið niður. Sér þætti ráð að lækn-
ar, sem störfuðu við hlaup, væru
ekki endilega staðsettir við enda-
markið heldur væri þeirra frekast
þörf á þeim kafla hlaups sem
mest reyndi á þrek hlauparanna,
á síðustu tveimur kílómetrunum
eða svo.
Sala Faroe Sea-
food vekur reiði
Þórshöfn. Morgnnblaðið.
MIKIL reiði ríkir hér í Færeyjum
vegna sölu Chaldurs, dótturfyrir-
tækis Faroe Seafood í Grimsby.
Það er einkum tvennt, sem vekur
reiði Færeyinga. Þar vegur þungt
að dótturfyrirtækið, sem yfirleitt
hefur verið rekið með hagnaði, var
selt útlendingum. Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna keypti helming,
Uhrenholt Holding í Danmörku
fjórðung og P/F JPJ í Færeyjum
festi kaup á síðasta íjórðungnum.
Hin ástæðan fyrir því að Færey-
ingar eru lítt hrifnir og eiga erfitt
með að botna í þessum viðskiptum
er það hveijir stóðu að þeim. Það
voru Frank Uhrenholt og Jóhan
Páll Joensen.
Lögmaður fyrirskipar
rannsókn
Uhrenholt var stjórnarformaður
P/F Faroe Seafood og hefði því að
mati margra hér í Færeyjum átt
að hafa hug á að bjarga fyrirtækinu
í heild. En hann og Jóhan Páll Jo-
ensen, einnig stjórnarmeðlimur
Faroe Seafood og stjórnarformaður
Færeyjabanka, yfirtóku dótturfyrir-
tækið í Grimsby og seldu síðan aft-
ur.
Lögmaðurinn Edmund Joensen
telur að bijóta eigi þetta mál til
mergjar. Hann hefur falið Richard
Mikkelsen, formanni Fjármögnun-
arsjóðsins frá 1992, sem einnig á
meirihluta í Færeyjabanka, að
rannsaka málið.
Þá krefjast stöðugt fleiri þing-
menn, þar á meðal Heini O. Heines-
en, formaður Þjóðveldisflokksins,
þess að málið verði kannað í þaula.
Það bendir því allt til þess að hér
sé komið upp nýtt „bankamál" -
nýtt reginhneyksli.
-------» ♦ ♦-------
Bát tók niðri
Raufarhöfn. Morgunblaðið.
LOÐNUSKIPIÐ Gullberg VE tók
niðri á grynningum við innsiglingu
hafnarinnar í Raufarhöfn um
hálfsexleytið í gærkvöldi. Þoka var
talsverð en blíðskaparveður að öðru
leyti, en ekki sást vel til merkja.
Skipið tók niðri á horni svokall-
aðrar Böku sem er heiti á grynning-
um sem ganga út úr Hólmanum í
innsiglingunni. Háfjara var þegar
atburðurin'n átti sér stað og beið
áhöfnin róleg eftir flóði. Eftir um
tvo og hálfan tíma losnaði skipið
af sjálfu sér eft.ir að flæða tók að.