Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hörð viðbrögö vegna urmnæla félagsmálaráðherra í brunamálastjóradeilunni Með ólíkindum hvernig Páll tek- ur á þessu máli - segir Gísli S. Einarsson, alþingismaður ? Ég kann ekkert á slökkvibíl, Gísli minn, bara á traktor . Greiðslur Tryggingastofnunar vegna innlendra hjartaaðgerða Vafi leikur á lagaheim- ild til að greiða aðgerðir Skoðanir skiptar um grunn- og viðbótarkostnað EKKI er útséð um hvort verður af greiðslum Tryggingastofnunar vegna 30-40 innlendra hjartaað- gerða, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs að stofnunin borgaði til að stytta biðlista á Landspital- anum. Guðjón Magnússon skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu seg- ir að menn hjá Tryggingastofnun hafi verið í miklum vafa um hvort hún hefði lagaheimild til þess að greiða fyrir aðgerðirnar. „I lögum um almannatryggingar er gert ráð fyrir að stofnunin greiði fyrir að- gerðir íslendinga sem þurfa á læknishjálp að halda erlendis," segir hann. „En ef hægt er að gera sams- konar aðgerðir hér og sjúklingar kjósa það fremur er ekki mjög skynsamlegt að neyðast til að senda þá út af því að ekki er hægt að greiða fyrir þessa þjón- ustu hér. Ef menn gera þetta fyr- ir þessa tegund aðgerða, af hverju þá ekki fyrir aðra?“ Einnig segir Guðjón að skoðanir séu skiptar um það hversu mikið stofnunin eigi að borga fyrir hverja aðgerð og hvernig reikna eigi út svokallaðan jaðarkostnað. „Þú ert með ákveðinn grunnkostnað sem er þegar inni í fjárveitingu tii spít- alans og þá er spurningin á hvaða verði er eðlilegt að kaupa viðbótar- aðgerðir,“ segir hann. Aðspurður hvort ódýrara sé fyr- ir Tryggingastofnun að kaupa hjartaaðgerðir erlendis segir hann: „Auðvitað snýst þetta um það í leiðinni. Við höfum fengið tilboð erlendis frá sem jafnvel hafa verið lægri en það sem Ríkisspítalar fara fram á að fá greitt fyrir hverja aðgerð.“ Guðjón segir hafa verið deilt um það áður hvaða verð eigi að greiða fyrir hjartaaðgerðir og hafi þáverandi heilbrigðisráðherra vís- að deilunni til Ríkisendurskoðun- ar. „Þessar tölur sem hafa verið uppi á borðinu frá Ríkisspítölum, eða um 800.000 krónur fyrir hverja aðgerð, eru þó nokkuð hærri en var greitt á sínum tíma að tillögu Ríkisendurskoðunar.“ Vantar viðbótar- fjárveitingu Guðjón segir að hjá ráðuneytinu sé vonast til þess að málið skýrist á næstu tveimur til þremur vikum. „Tryggingastofnun telur sig þurfa að fá viðbótarfjárveitingar til þess að geta greitt fyrir umbeðinn fjölda aðgerða. Ef um er að ræða sjúkling sem sendur er til útlanda er um óvíræða lagaskyldu að ræða án tillits til þess hvernig fjárhagur hennar er. Hins vegar, ef um er að ræða viðbót án ótvíræðrar lagaheimíld- ar, er mikið eðlilegra að stofnunin geti vísað til þess að hún hafi ekki fjármagn. Á þessu er dálítill munur. En ráðuneytíð vill reyna að koma því til leiðar með ölíum ráðum að biðlistinn styttist," segir Guðjón að lokum. Handtekin með þýfi LÖGREGLAN á Selfossi handtók síðdegis á sunnudag mann og konu um þrítugt á sumarbústaðasvæði í Grímsnesi. Talið var að fólkið tengdist innbrotum sem framin voru síðustu daga á Vopnafirði og Kirkjubæjarklaustri. Brotist var inn í skrifstofur Kaupfélags Vopnfirðinga, Flug- stöð Vopnafjarðarflugvallar og eitt fyrirtæki aðfarapótt fimmtu- dags í síðustu viku. Á sunnudags- morgun var svo brotist inn í heilsu- gæslustöðina á Kirkjubæjar- klaustri og þaðan stolið lyfjum og fleiru. Að sögn rannsóknarlögreglu- manns á Selfossi voru innbrotin tengd ákveðnum bíl sem sást í grennd við Kirkjubæjarklaustur og fannst svo i Grímsnesi í gær eftir eftirgrennslan og fyrirspurnir lögreglu, sem hafði frétt af bílnum á svæðinu. í bilnum fundust mun- ir frá Vopnafirði og lyf sem gátu verið frá Kirkjubæjarklaustri. Ahersla lögð á góða hönnun Islenska ullin er mjög skemmtileg PRJÓNABLAÐIÐ Lopi og band hefur verið gefið út í fjölda ára og hefur fyrir löngu unnið sér séss með- al þeirra sem fást við hannyrðir. Um síðastliðin áramót tók Margrét Linda Gunnlaugsdóttir við starfi ritstjóra blaðsins og hefur hún ýmislegt forvitnilegt á prjónunum. Hvaða reynslu hefurþú af hannyrðum og fata- hönnun? „Ég útskrifaðist úr vefnaðarkennaradeild Myndlista- og handíða- skólans, þar sem ég kynntist meðferð efna og lita, en sú menntun hefur nýst mér ákaflega vel. Svo má segja að ég sé með hálfgerða fatadellu ásamt einhverri sköpunarþörf, enda fór það svo að mér þótti skemmtilegra að hanna föt en mottur“. „Ég lagðist í barneignir um 1980 og hætti að vinna. Þá dreif ég mig á pijónanámskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum og byijaði eftir það að stunda þetta af viti. Ég pijónaði nokkrar peys- ur fyrir Vikuna og það varð til þess að Erla Eggertsdóttir, þá- verandi ritstjóri Lopa og bands, bað mig að hanna fyrir blaðið. Ég geri ráð fyrir að um 150 uppskriftir eftir mig hafi birst í Lopa og bandi milli 1980 og 1990“. Hvérnig stóð á því að þú tókst við starfi ritstjóra? „Það bar mjög óvænt að. Ég hafði ekki séð blaðið í nokkur ár þegar ég kíkti á það í fyrravet- ur. Mér fannst blaðið hafa dalað mjög mikið og talaði því við út- gefandann og ætlaði jafnvel að bjóðast til að hanna eitthvað fyr- ir blaðið. Það var ekki að sökum að spyija að útgefandinn var búinn að ráða mig sem ritstjóra eftir hádegi sama dag, þó það hafi nú aldrei verið ætlunin". Hvaða stefnu hefur blaðið tek- ið undir þinni stjórn? „Ég hef breytt útliti blaðsins eftir mínu höfði. Það sem mér fínnst mest spennandi er að búa til smart og sígildar peysur úr íslensku garni. Við munum þó nota erlent garn með, því sumir kvarta undan því að lopinn stingi. íslenska ullin er mjög skemmti- leg, hún er líka mjög ódýr og fæst í fallegum litum. Það er nú ekki stefnan að leggja áherslu á hina dæmigerðu íslensku lopa- peysu, en hún verður þó höfð með. Ég ætla líka að hafa mikið af barnapeysum". _______________ „Ég legg höfuðá- herslu á góða hönnun og góðar flíkur og ég vil hafa lítið af lestrar- efni. Ég hafði sam- ____________ band við nokkra hönn- uði, sem að mínu áliti voru þeir bestu um árið, og svo eru alltaf nýir hönnuðir að bætast í hóp- inn. Þess má geta að sala og áskrift að blaðinu hefur aukist, án þess að ég vilji nefna nokkrar tölur í því sambandi“. „Ég tók upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á pijónanámskeið fyrir lesendur blaðsms undir leið- sögn Margrétar Óskarsdóttur. Þáttakendur geta komið eins oft og þeir vilja til að fá aðstoð við að vinna efni úr blaðinu. í því sambandi vil ég minnast á að MARGRET LINDA GUNNLAUGSDÓTTIR ►Margrét Linda Gunnlaugs- dóttir ritstjóri prjónablaðsins Lopi og band fæddist þann 15. desember 1951. Hún lauk vefn- aðarkennaraprófi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum árið 1975 og eftir það hefur hún m.a. starfað sem flugfreyja. Margrét á fjögur börn og eigin- maður hennar er Björn Thor- oddsen flugmaður. „Handavinnu- kennslu hefur farið mjög hrakandi" handavinnukennslu hefur farið mjög hrakandi, þess vegna er unga fólkið ekki eins vel undir það búið að fara að pijóna. Nú er handavinna aðeins kennd hálf- an veturinn og mikill tími kennarans fer í að skamma strákana, sem hafa engan áhuga á þessu. Mín skoðun er sú að handavinna ætti að vera valfag, svo tíminn nýtist betur fyrir þá sem hafa virkilega áhuga". Hvað felst í ritstjórastarfinu? „Ég legg svolítið línurnar með hönnuðunum um hvað verði aðal- inntak næsta blaðs. Síðan vel ég úr bestu flíkurnar og hönnuðirnir láta uppskriftirnar fylgja með, en það er mikið mál að vinna úr þeim, enda mikilvægt að upp- lýsingarnar séu réttar. Ég er náttúrulega stílistinn og spái i hvar eigi að taka myndirnar, vel módel og föt með peysunum og svo eru myndirnar teknar. Þvínæst fer blaðið í vinnslu og prentun". „Það er einnig hlutverk rit- stjóra að fylgjast með straumum og stefnum erlendis, og nú ný- lega fór ég til Ítalíu í þeim erinda- gjörðum. Ég fór á sýninguna Pitti Filati í Flórens, en þar voru kynnt pijónaefni og garntegund- ir og h'nan var lögð fyrir 1996 og 1997. Þessi ferð var eins og vítamínsprauta fyrir mig sem hönnuð og ritstjóra". Gerir þú eitthvað _________ annað en að prjóna í tómstundum? „Eg á fjóra hesta og læt eftir mér að eyða miklum tíma í þá. Ég tók líka uppá því á gamals aldri að fara að læra á selló. Ég byijaði að hlusta á sígilda tónlist um tvítugt og þá varð sellóið strax uppáhalds hljóðfærið mitt. Svo fór ég að pína son minn til að læra á hljóðfæri þegar hann var orðinn átta ára og ég var alltaf að stelast til að spila á sellóið hans. Ég ákvað bara að slá til og nú er ég búin að læra á selló í tvö ár og hef haft mjög gaman af“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.