Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Minningarstund við bautasteininn á Þingvöllum Morgunblaðið/Þorkell STUTT minningarathöfn fór fram í gær kl. 15:30 vegna slyss- ins á Þingvöllum 10. júlí 1970 þegar forsætisráðherra íslands, Bjarni Benediktsson, kona hans, Sigríður Björnsdóttir, og dóttur- sonur þeirra, Benedikt Vilmund- arson, fórust i eldsvoða. En þá brann gamla konungshúsið til kaldra kola í aftakaveðri. Minningarathöfnin var haldin í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá þessu hörmulega slysi. Hún var haldin við bautastein sem reistur var á slysstað af íslensku þjóðinni. Bautasteinn þessi var tekinn nyrst úr Almannagjáog valinn af þáverandi forseta ís- lands, dr. Kristjáni Eldjárn. Minningarstundin hófst á því að Davíð Oddsson forsætisráð- herra lagði blómsveig við bauta- steininn og ávarpaði viðstadda nokkrum orðum. Hann minntist slyssins og sagði m.a. að þá hefði þögn slegið á alla þjóðina og bað viðstadda að minnast forsætis- ráðherrahjónanna og dótturson- ar þeirra með þögn. Athöfnin var stutt, virðuleg og látlaus. Hlýtt var á Þingvöllum en rign- ing. Að athöfn lokinni buðu menntamálaráðherraly'ónin, Björn Bjarnason og Rut Ingólfs- dóttir, til kaffidryklyu en með þeim var á Þingvöllum sonur þeirra og sonarsonur Sigríðar og Bjarna, Bjarni Benedikt. Áður en kaffi var borið fram eftir athöfnina las Davíð Odds- son úr minningargreinum Hall- dórs Laxness og Sigurðar Nor- dals en þær birtust í minningar- blaði Morgunblaðsins á sínum tíma og hafa verið endur- prentaðar í ritsöfnum höfund- anna. Viðstaddir voru auk forsætis- ráðherrahjónanna, Ástríðar Thorarensen og Davíðs Odds- sonar, og menntamálaráðherra- hjónanna, aðrir ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins í núverandi rík- isstjórn, ásamt konum sínum, ráðuneytisstjóri forsætisráðu- neytisins, Ólafur Davíðsson, og nánir vinir Bjarna og Sigríðar. S ADC-ríkin ellefu í sunnanverðri Afríku Islendingar taka við gæðaeftir- liti fiskafurða SADC-ríkin, bandalag ellefu ríkja í sunnanverðri Afríku, hafa óskað eft- ir aðstoð íslendinga við að koma á fót sameiginlegri yfirskrifstofu fyrir fiskmat og gæðaeftirlit sjávarafurða fyrir svæðið í heild. Eiga höfuðstöðv- arnar að vera í Mózambik. Á meðan á opinberri heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og sendinefndar frá íslandi til Namibíu stóð, óskuðu fulltrúar SADC-ríkjanna eftir því að Þróun- arsamvinnustofnun íslands legði til sérfræðing sem sæi um undirbúning verkefnisins og stjóm skrifstofunnar þegar starfsemin hefst. Þróunarsamvinnustofnun hefur þegar samþykkt að verða við þessari beiðni og var ákveðið að Jóhann Þorsteinsson starfsmaður hjá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna taki verkefnið að sér. Meginverkefni skrifstofunnar verður að auka gæði í sjávarútvegi landanna ellefu. Þegar heimsókn forsætisráðherra til Namibíu lauk, héldu Björn Dag- bjartsson, forstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Islands, og Guð- mundur Ámason, deildarstjóri í for- sætisráðuneytinu, áfram ferð sinni til Mózambik og Malaví vegna þeirra þróunarverkefna sem þar er unnið að. I Mózambik munu þeir taka þátt í frágangi á samningum um þetta verkefni. Mun stórauka tekjur Þá munu Ólafur V. Einarsson, sem er sjávarútvegsráðunautur SÁDC- ríkjanna, ásamt namibískum ráð- herra sem er yfirmaður skrifstofu SADC-ríkjanna um sjávarútvegsmál halda til Malaví í vikunni til að vera viðstaddir þegar gengið verður frá samingnum. Ólafur og Björn sögðu í samtali við Morgunblaðið að hér væri um íslenska liðið í Evrópumóti barna og unglinga í skák rekið af hóteli sínu Næturvörður réðst á tvö börn með ofbeldi ÍSLENSKU þátttakendumir í Evr- ópumóti bama og unglinga í skák í Verdun í Frakklandi hafa lent í um- talsverðum hremmingum og hefur Skáksamband íslands sent móts- stjórninni harðorð mótmæli sem af- hent verða í dag. Mótmælin eru aðal- lega tilkomin vegna framkomu næt- urvarðar á hóteli því sem íslending- amir gistu á þar til í gærmorgun en hann réðst á tvö barnanna og beitti þau ofbeldi. Skáksambandið hefur m.a. hótað mótshöldurum að kæra fyrir Evrópuskáksambandinu og Al- þjóðaskáksambandinu, FIDE. Keppandi annars liðs sem þátt tekur í keppninni hafði fleygt skóm íslensks drengs niður stiga og þegar hann hljóp niður til að sækja þá, skipti engum togum að næturvörður- inn réðst á hann, sló í andlitið og tuskaði hann til. Greip í háls stúlkunnar „Samtímis átti stúlka í íslenska liðinu leið framhjá og þá henti nætur- SF óska viðræðna við stjórnvöld SAMTÖK fiskvinnslustöðva hafa óskað eftir viðræðum við stjórnvöld um vanda botnfiskvinnslunnar en hún er nú rekin með um 9% halla. Amar Sigurmundsson formaður SF segir stöðuna þá verstu síðan 1988. Ekki gengisfelling í huga Staða botnfiskvinnslunnar hefur versnað verulega vegna hækkandi hráefnisverðs, lækkandi afurðaverðs, gengisbreytinga og kostnaðarhækk- ana. Amar segir að m.a. verði rætt um áhrif gengisbreytinga erlendis á íslensku krónuna og afkomu vinnslu. Hann segir að gengi íslensku krón- unnar hafi hækkað frá áramótum samkvæmt útreikningum samtak- anna, sem sé alvarlegt mál. „Ef gengi krónunnar hækkar um 1% miðað við eitt ár hefur það í för með sér 800 milljónum króna minna útflutnings- verðmæti í sjávarútvegi í heild,“ seg- ir Arnar. Forsvarsmenn SF óski þó ekki eftir viðræðum með gengisfell- ingu í huga, því þeir geri sér gfein fyrir að gengisbreytingar séu ekki lengur stjórnvaldsaðgerð. ■ Áhrif gengisbreytinga/16 vörðurinn drengnum frá sér og réðst á hana líka. Hann greip í hálsinn á henni og henti henni áfram. Maður- inn virðist hafa verið gripinn ein- hveiju æði,“ segir Bragi Kristjáns- son, annar fararstjóri íslenska liðsins sem skipað er 10-14 ára bömum. „Við Valgarður Guðjónsson vorum rétt ókomnir á staðinn þegar þetta gerðist og urðum vægast sagt mjög óhressir þegar við komum. Börnin voru grátandi og mjög brugðið, en sem betur fer engir sýnilegir áverkar á þeim. Valgarður las vel yfír mann- inum á háu nótunum. Hann svaraði fullum hálsi og við gáfumst upp eft- ir hörð orðaskipti og fórum upp til herbergja okkar. Það næsta sem gerðist var að okkur var skipað að fara næsta dag [mánudag]." Mótsstjórn sinnulaus íslenska liðið hafði dvalið á hótel- inu frá kvöldi 6. júlí ásamt keppend- um nokkurra annarra landa og segir Bragi að sér sé kunnugt um að kvart- að hafí verið yfir hávaða að minnsta kosti einu sinni, enda um stóran hóp barna og unglinga að ræða, en aldr- ei á þeim tíma að lífsgleði barnanna raskaði svefni hótelgesta eða ró til muna. „Við vorum fyrstu þátttakend- ur sem komum á hótelið og líklega hefur okkur fyrir vikið verið kennt um allan hávaða sem heyrðist. Við kvörtuðum síðan við mótsstjórnina sem útvegaði okkur annað hótel en yppti aðeins öxlum yfir framkomu næturvarðarins og beiðni okkar um skriflega afsökunarbeiðni." Algjört skipulagsleysi Bragi segir að mótshaldið hafi einkennst af algjöru skipulagsleysi og sé til skammar fyrir gestgjafana. „Þetta hefur verið stöðugt stapp og ringulreið og varla nokkur hlutur staðist. Þegar við komum á staðinn var okkur ætlað að gista í risastór- um sal, á beddum án rúmfata í skólahúsnæði hérna, með lág skil- rúm á milli liða þannig að ekkert næði var um að ræða og ekki hægt að undirbúa skákir því allir gátu horft á sem vildu. Okkur var sagt að ein þjóð hefði haldið heim strax vegna skipulags- leysis á mótinu, enda ríkti hér stríðs- ástand fyrstu dagana. Fyrsta um- ferðin hófst síðan ekki á réttum tíma þar sem þeir höfðu ruglað saman strákum og stelpum og urðu að raða keppendum upp á nýtt. Tími funda stenst engan veginn og liðin verða sjálf að komast að breytingum sem eru gerðar á mótinu. Tilviljunin ræður öllu hér,“ segir Bragi. „Eini kosturinn við öll þessi læti er að krakkarnir okkar tefla af meiri grimmd." mjög mikilvægt verkefni að ræða því miklir möguleikar væru í sjávar- útvegi í Mózambik og fleiri ríkjum sem mynda SADC bandalagið. „Það er ljóst að ef þetta verkefni tekst vel til mun það auka tekjur af sjávar- útvegi á þessu svæði um fleiri millj- arða,“ sagði Ólafur. Hann sagði jafn- framt að íslenski starfsmaðurinn myndi leiða starfsemina en höf- uðstöðvarnar verða í Mózambik. Auk þessa hefur Þróunarsam- vinnustofnun íslands samþykkt að leggja rannskóknarskipið Feng til tilraunaveiða í Mózambik og hjálpa tii við að koma á gæðamati á fisk- afurðum. ■ Fly^ja út fisk/26 Banaslys á Melgerð- ismelum BANASLYS varð á Melgerðismelum í Eyjafírði á laugardag. Slysið varð um klukkan 16.40 þegar verið var að draga svifflugu á loft á flugvellinum á Melgerðismelum með hefðbundnum dráttarbúnaði. Rétt um það bil sem svifflugan var komin á loft virðist sem hún hafi ofrisið. Kastaðist hún til jarðar. Flug- maðurinn er talinn hafa .látist sam- stundis. Svifflugan er mikið brotin og jafnvel talin ónýt. Hinn látni hét Friðjón Eyþórsson, 63 ára gamall, til heimilis að Smára- hlíð lc á Akureyri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. Friðjón heitinn var reyndur svifflug- maður. Aðstæður til flugs á Melgerðismel- um voru mjög góðar á laugardag og talsvert var flogið þann dag. Fulltrú- ar frá Loftferðaeftirliti og Rannsókn- amefnd flugslysa fóru norður þegar á laugardag og könnuðu aðstæður. Rannsókn á tildrögum slyssins stend- ur enn. Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN, sem lést i bílslysi við Hvolsvöll á laugardagsmorgun, hét Jón Kristinn Gunnarsson og var til heimilis að Bólstaðarhlíð 50 í Reykja- vík. Jón var 23 ára gamall. Hann lætur eftir sig ársgamla dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.