Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 27 ar forsætisráðherra til Namibíu l af Davíð Oddssyni forsætisráðherra og dr. Sam Nujoma, forseta a, ásamt þjóðfánum landanna voru uppi við aðalgötur Windhoeg, iðborgar Namibíu, alla dagana á meðan á heimsókninni stóð. rsætisráðherra og íslenska sendinefndin í hópi íslendinga ttir eru í Liideritz, en þeir eru alls um 60 talsins. og Sam Nujoma forseta þakkað fyrir að veita Namibíu sjálfstæði og frelsi. Forsætisráðherrahjónin bjuggu í embættisbústað forsetans á meðan þau dvöldu í höfuðborginni Wind- hoeg en á öðrum og þriðja degi heimsóknarinnar fór hópurinn til Lúderitz, Swakopmund og Walvis Bay og kynnti sér m.a. þá starfsemi sem Islendingar hafa tekið þátt í að byggja upp, einkum í sjávarút- vegi. Haldin voru boð fyrir íslensku sendinefndina og þá Islendinga sem búsettir eru í Namibíu. „Namibía er eina landið í heiminum sem flyt- ur út fisk og flytur inn íslendinga," sagði John S. Kirkpatrik, ræðismað- ur íslands í Namibíu, í ávarpi í hádegisverðarboði sem bæjarstjóri Lúderitz-bæjar hélt fyrir íslensku gestina og Islendinga sem búsettir eru í bænum. Á lokadegi heimsóknarinnar hélt Davíð móttöku á Kalahari Sands hótelinu í Windhoeg, fyrir ráðamenn í Namibíu, fulltrúa erlendra ríkja og forystumenn úr viðskiptalífinu. Síðdegis var svo haldinn frétta- mannafundur þar sem kynnt var sameiginleg yfirlýsing um áfram- haldandi samstarf þjóðanna. Að honum loknum fylgdu ráðherrar og háttsettir embættismenn íslensku sendinefndinni til alþjóðaflugvallar- ins í Windhoeg þar sem lífvörður forseta stóð heiðursvörð og voru forsætisráðherrahjónin og fylgdar- lið þeirra kvödd með leik lúðrasveit- ar hersins á íslenska þjóðsöngnum og þjóðsöng Namibíu, Namibía - land hinna hugrökku. önsuðu þjóðdansa við trumbuslátt dlinum við Windhoeg við upphaf sráðherrahjónanna til Namibíu. a og Hifikepunye Pohamba sjávar- hádegisverð um borð í hafrann- íslenskir yfirmenn eru í áhöfninni. Fjórða ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna þrjú ár að fram- kvæmdaáætlun fyrir fjórðu ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem ekki náðst sátt um orðalag og efni u.þ.b. þriðjungs hennar. haldin verður í Peking í Kína í haust, hefur YMSIR hafa talið ágrein- inginn benda til þess að kvennabarátta eigi und- ir högg að sækja en aðrir að hann sé ekki síður til marks um styrk hennar og að nú hrikti í stoðum hefðbundinna karlasamfélaga. Hvað sem öllum ágreiningi líður er víst að kjör kvenna í heiminum eru misjöfn og víða eru mannrétt- indi þeirra fótum troðin. Að sögn Sigríðar Lillýar Baldursdóttur, formanns undirbúningsnefndar utanríkisráðuneytisins, er ósam- komulagið ekki síst til vitnis um að aðildarþjóðirnar taka undirbún- inginn fyrir ráðstefnuna alvarlega og að sumar þeirra séu jafnvel hræddar við athyglina sem mál- efni kvenna fá. Ágreiningsmálin Meðal þess sem þjóðirnar hafa ekki getað komið sér saman um er texti þar sem fjallað er um gift- ingu ungra stúlkna, kynlífs- fræðslu, getnaðarvarnir og barn- eignir en forsenda þess að hægt sé að taka á fólksfjölgunarvanda í þróunarlöndum er einmitt að stúlkur og konur hljóti menntun og öðlist rétt til þess að ákveða sjálfar hvort þær eignast böm. Þá er kaflinn þar sem fjallað er um áhrif stríðsátaka á konur og stúlkur mjög umdeildur. Það þykir t.d. álitamál hvort nauðg- anir í ófriði teljist til stríðsglæpa þó samþykkt hafi verið í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna að fjöldanauðganir í stríðshrjáðum löndum séu það. Konur í stjórnun Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna er að fjölga konum í stjórnunarstöðum stofnunarinnar og jafna J>ar með hlut karla og kvenna. Islensk stjórnvöld hafa tekið undir þetta en í skýrslu um réttindi og stöðu íslenskra kvenna, sem gefin var út í tilefni af ráð- stefnunni sést glöggt að enn er langt í land. Af þrettán ráðuneyt- isstjórum eru tvær konur og var sú fyrri skipuð árið 1988. Nítján sendiherrar starfa í utanríkisþjón- ustunni og er einn þeirra kona. Af 63 þingmönnum eru 16 konur eða um 25%, sem er lægsta hlut- fall kvenna á Norðurlöndum, og fjölgaði þeim ekkert frá síðasta kjörtímabili. Hlutur kvenna hefur þó vaxið, bæði á þingi og í sveitar- stjórnum á undanförnum áratug- um þótt sú þróun hafi verið hæg. Ofbeldi á heimilum Síðla árs 1993 var samþykkt á allsheijarþingi Sameinuðu þjóð- anna yfirlýsing um að uppræta ofbeldi gegn konum. Þrátt fyrir að yfirlýsing sem þessi sé ekki bindandi hafa íslensk stjórnvöld unnið af myndarskap í samræmi við hana og var nefnd skipuð í bytjun þessa árs til að vinna að rannsóknum á umfangi heimilisof- beldis og annars ofbeldis gegn konum. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi um að ríkissjóður greiði þolendum ofbeldisbrota bætur og innheimti þær síðan hjá brotamanninum en hingað til hafa þolendurnir sjálfir þurft að sækja þær beint til brotamannsins. Þá er svonefnt nálgunarbann til skoð- unar í dómsmálaráðuneytinu auk þess sem verið er að athuga hvern- ig tryggja megi þolendum betri aðgang að rannsóknarferli mála sinna. í áðurnefndri skýrslu kemur og fram að líklegt sé að konur eigi betra með að tjá sig um ofbeldis- verknað, sem þær hafa orðið fyr- ir, við kynsystur sínar. Fáar konur starfa hins vegar í lögreglunni en árið 1993 voru þær 22, eðá 3,6%, Þrátt fyrir að unnið hafi verið í a.m.k. á móti 588 körlum. Þrettán árum áður, 1980, voru konur 2,4% lög- reglumanna þannig að þeim hefur fjölgað um 50%.,Með sama áfram- haldi verða lögreglumenn af karl og kvenkyni jafnmargir eftir 84 ár. Við þá deild sem kynferðisbrot og önnur ofbeldisbrot heyra undir hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins starfa tvær konur og er önnur þeirra nýtekin til þessara starfa. íslenskar konur til Kína Undirbúningur fyrir ráðstefn- una, sem haldin verður dagana 4.-15. september, fór hægt af stað hér á landi en er nú kominn vel á veg. Auk skýrslunnar um rétt- indi og stöðu kvenna á íslandi, sem-gefin var út bæði á íslensku og ensku, gaf undirbúningsnefnd utanríkisráðuneytisins vegna ráð- stefnunnar út bækling, Mannrétt- indi kvenna, þar sem Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna, Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum, Yfirlýsing um afnám ofbeldis gagnvart konum og samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, nr. 100 og 111 um réttindi kvenna á vinnumarkaði eru prentuð. Að sögn Sigríðar Lillýar hafa milli 30 og 40 íslenskar konur skráð sig á fund félagasamtaka, sem haldinn verður samhliða Pek- ingráðstefnunni. Á ráðstefnuna í Peking fara 9 fulltrúar ráðuneyta, Alþingis og félagasamtaka. Mannréttindi kvenna fótum troðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.