Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fornleifafræðingar rannsaka minjar við Nesstofu á Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Golli
ORRI Vésteinsson fornleifafræðingnr við vegghleðslu sem kom
í Ijós við uppgröftinn við Nesstofu. Fjær honum er vegghleðsla
sem hann telur yngri. Á meðal þess sem í ljós kom við uppgröft-
inn eru mannabein og líkkistur, sem sjást á efri myndinni.
Bið á að yfirdýralæknir taki ákvörðun um kalkúnaleggina
Alagning-
arseðlar
væntan-
legir
STEFNT er að því að leggja
fram álagningarskrár opin-
berra gjalda 27. júlí nk. í öllum
skattumdæmum. Samkvæmt
upplýsingum frá embætti rík-
isskattstjóra verða skrárnar til
sýnis í tvær vikur áður en
kærufrestur vegna álagningar
rennur út. Skattstjórar í níu
skattumdæmum sjá um að
birta skrárnar og auglýsa hvar
þær munu liggja frammi til
sýnis.
Kærufrestur 30 dagar
Steinþór Haraldsson hjá rík-
isskattstjóra sagði að skatt-
greiðendur fengju álagningar-
seðla senda heim á næstu dög-
um. í þeim sé skattgreiðendum
gerð grein fyrir þeim sköttum
sem lagðir eru á þá. Innan 30
daga frá þeim degi sem skatt-
stjóri auglýsir að álagningu sé
lokið geta skattgreiðendur
lagt fram skriflega og rök-
studda kæru. Innan tveggja
mánaða frá lokum kærufrests
skal skattstjóri hafa úrskurðað
í öllum kærumálum. Úrskurði
skattstjóra má loks áfrýja til
rikisskattanefndar.
Þegar álagningu skatta og
kærumeðferð er iokið skulu
skattstjórar leggja fram skatt-
skrá fyrir hvert sveitarfélag.
Álagning hefur þá verið leið-
rétt en í henni skal tilgreina
álagðan tekju- og eignarskatt
og aðra skatta hvers skatt-
greiðanda. Skráin mun verða
til sýnis í tvær vikur á hentug-
um stað í hveiju sveitarfélagi.
Að sögn Steinþórs verður
skattskráin fyrst gefin út og
lögð fram eftir áramót.
Kannar lög i Hollandi
áður en leyfi fæst
BRYNJÓLFUR Sandholt yfirdýra-
læknir segir að bið verði á að ofn-
steiktu kalkúnalærin, sem Jóhannes
Jónsson, kaupmaður í Bónus, hefur
keypt og flutt til landsins, verði
afgreidd úr tolli. Enn eigi eftir að
kanna í Hollandi hvað liggi að baki
þeim vottorðum sem Jóhannes
framvísaði.
Jóhannes er búinn að skila til
landbúnaðarráðuneytisins tilskildum
vottorðum sem eiga að fylgja send-
ingunni og einnig þeim sem fylgja
frosnum kjúklingum frá Svíþjóð sem
hann hyggst flytja inn. Brynjólfur
segist ekki geta sagt til um hvenær
ákvörðun verði tekin um kalkúna-
lærin, en hann býst við að í vikunni
liggi fyrir hvort sænsku kjúklingarn-
ir fái að koma inn í landið.
Athuga lagaferilinn
Brynjólfur segir að lengri tíma
taki að afla upplýsinga frá Hollandi
um hvað standi að baki vottorðun-
um en frá Svíþjóð. Skýringin sé sú
að íslendingar þekki betur til á
Norðurlöndum auk þess sem margt
væri líkt í lögum landanna.
„Við þurfum að vita hvort slátur-
húsið er viðurkennt og hvort þess-
um dýrum hafi verið gefin vaxtar-
aukandi lyf,“ segir hann. „Við þurf-
um að athuga hvernig lagaferillinn
er í þessum löndum. Við þurfum
að vita hvað stendur að baki þessum
vottorðum og athuga hvort kjötið
uppfylli þær kröfur sem við gerum.“
Hann segir að heilbrigðisvottorð-
ið segi til um hvort að varan stand-
ist hollensk lög en síðan þurfi ís-
lensk yfirvöld að vita hvaða kröfur
hollensk yfirvöld geri til slíkra vott-
orða. Þótt hlutirnir eigi að heita
samræmdir innan EES-landanna,
túlki menn reglurnar á mismunandi
hátt.
Skelfilegt kerfi
Jóhannes í Bónus segir að sér
fínnist kerfið hér á landi skelfílegt.
Hins vegar verði einhver að standa
í því að fá svona hluti í gegn. Stjórn-
málamenn hafi sagt að hér myndi
fijálsræði ríkja þegar GATT-samn-
ingurinn gengi í gildi og nú væru
neytendur farnir að biðja um þessar
vörur. „Við verðum að sjá hvað býr
að baki,“ segir hann. „Annars erum
við að bregðast."
Grafir og garð-
hleðslur fundust
við uppgröft
GRAFIR og hleðslur, sem m.a.
eru taldar vera úr nokkur hundr-
uð ára gömlum kirkjugarði, eru
meðal þess sem komið hefur í
ijós við rannsóknaruppgröft á
vegum Orra Vésteinssonar forn-
léifafræðings og Seltjarnarnes-
bæjar austan við Nesstofu á Sel-
tjarnarnesi. Hefur lengi verið
álitið að þarna væri að finna
kirkjustæði og kirkjugarð, errí
jarðsett var í honum eitthvað
fram yfir aldamótin 1800.
Seltjarnarnesbær samþykkti í
fyrrahaust að leggja til eina
milljón króna á ári til fornleifa-
rannsókna í bænum næstu þijú
árin og er uppgröfturinn við
Nesstofu liður í þeim rannsókn-
um. Orri segir afar líklegt að
kirkjurúst sé að finna fyrir aust-
ann skurðinn sem grafinn var
nú í sumar. Að sögn Heimis Þor-
leifssonar sagnfræðings er vitað
að þarna var kirkja á 13. öld, en
síðast var þarna timburkirkja
sem fauk í Básendaveðrinu rétt
fyrir aldamótin 1800.
Mannabein og líkkistur
Uppgröfturinn hófst á þriðju-
daginn í síðustu viku. Honum er
nú lokið og verða minjarnar sem
í ljós komu huldar jarðvegi á
nýjan leik í dag. Austast í skurð-
inum sem grafinn var í tilrauna-
skyni komu í ljós mannabein og
líkkistur sem, að sögn Orra Vé-
steinssonar, eru að öllum líkind-
um ekki frá miðöldum heldur í
nýrri jarðlögum.
Vestar í skurðinum kom svo í
ijós yngri vegghleðsla og stétt
meðfram henni, og telur Orri að
þar hljóti að vera um húsvegg
að ræða, en hins vegar kom ekk-
ert gólf með veggnum í ljós.
Vestan við vegghleðsluna er svo
garðhleðsla sem hann telur vera
eldri en bæði grafirnar og vegg-
hleðslan.
„Vandinn við svona skurði er
sá að maður getur séð eitthvað,
en hins vegar getur maður yfir-
leitt ekki séð hvað það er. Þess
vegna gröfum við ekki í gegnum
þessa hluti til þess að eyðileggja
ekki samhengið ef einhver
skyldi opna þetta seinna," sagði
hann.
Það sem í ljós hefur komið
við uppgröftinn við Nesstofu
hefur verið kortlagt og sagði
Orri að endanlegar niðurstöður
rannsóknarinnar ættu að liggja
fyrir í haust. Hann sagði að þá
yrði væntanlega tekin ákvörðun
um hvort ráðist verður í frekari
fornleifarannsóknir á þessu
svæði.
Bjórsala jókst um 30%
SALA á bjór jókst um 30% í síð-
asta mánuði samanborið við júní í
fyrra. Aukningin í bjórsölunni
fyrstu sex mánuði ársins nemur um
15%
Sala á léttvíni hefur einnig auk-
ist nokkuð á sama tíma, rauðvíni
um 8% og hvítvíni um 9%.
Sala á sterkum vínum hefur
dregist saman um allt frá 2% upp
í 19%.
Sala á öllum tegundum tóbaks
dróst saman hjá ÁTVR fyrstu sex
mánuði ársins.
■ Nær 30% söluaukning/14