Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995 33
r
i
>
I
>
>
í
>
>
I
I
i
I
I
i
i
i
MINIMINGAR
JÓiV
##
FRIÐBJORNSSON
-4- Jón Friðbjörns-
* son fæddist í
Vík á Fáskrúðsfirði
5. mars 1922. Hann
lést á heimili sínu á
Droplaugarstöðum
2. júlí siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru lijónin Guðný
Guðjónsdóttir og
Friðbjörn Þor-
steinsson. Jón var
fimmti í röðinni af
níu systkinum. Eft-
irlifandi eiginkona
hans er Sveina P.
Lárusdóttir og
eignuðust þau einn son, Lárus
Grétar. Jón starfaði lengst af
við leigubílaakstur
lyá Hreyfli.
Utför Jóns fer fram
frá Fossvogskirkju f
dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
MIG langar að minnast
Jóns tengdaföður míns
með fáeinum orðum.
Jón ólst upp á Fá-
skrúðsfirði og stundaði
sjómennsku og almenn
bústörf með foreldrum
sínum og systkinum.
Um tvítugt fór hann
að Reykholti í Borgar-
fírði og var þar við nám einn vet-
ur. Eftir það fluttist hann til
Reykjavíkur. Þar kynntist hann eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Sveinu P.
Lárusdóttur, og eignuðust þau einn
son, Lárus Grétar. Jón starfaði sem
leigubflstjóri hjá Hreyfli um 40 ára
skeið.
Það var auðvelt að láta sér þykja
vænt um Jón. Hann var viðmótshlýr
og umburðarlyndur, ákaflega bam-
góður og þolinmóður. Alla tíð var
hann rausnarlegur, sannkallaður
höfðingi og hafði ánægju af að gefa.
Fyrir rúmu ári var heilsu Jóns
farið að hraka en þá fluttust þau
hjónin að Droplaugarstöðum.
Ég hef dáðst að því í huga mín-
um hvað Jón bar veikindi sín með
mikilli reisn þó að ég viti að það
hafi ekki alltaf verið auðvelt. Síð-
ustu vikurnar sýndi hann mikla
hugarró.
Hann skilur þannig við að fyrir
mér hefur hann vaxið að verðleik-
um og mun ég ævinlega minnast
hans með mikilli virðingu.
Ásdís Benediktsdóttir.
FRIÐFINNA
SÍMONARDÓTTIR
+ Friðfinna Símonardóttir
fæddist í Hrísey 8. janúar
1927. Hún lést á Sjúkrahúsi
Siglufjarðar 3. júlí siðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Siglufjarðarkirkju 8. júlí. Jarð-
sett var á Barði í Fljótum.
ÞEGAR við krakkamir á Hóli í
Siglufírði fómm að átta okkur á
næsta umhverfi þá horfðum við
yfir ána, upp Skútuveginn í áttina
að bænum. Þar vom Steinaflatir
undir fjallinu Skildi. Þaðan kom
Gestur gangandi á hveijum morgni,
fyrir allar aldir, og sá til þess að
bæjarbúar fengju mjólkina sína
þann daginn, En Lilla kom á Fíatin-
um, ömgglega minnsta bíl sem þá
hafði verið smíðaður, sífelldu undr-
unarefni okkar krakkanna, eigin-
lega frekar í ætt við leikföngin
okkar en venjuleg farartæki, eða
það fannst okkur. Ég fékk líka
snemma að fara yfir að Steinaflöt-
um, stundum til að heilsa upp á
botnóttu rolluna sem ég eignaðist
óverðskuldað á fimmta ári og skil-
aði mér fyrirhafnarlaust mörgum
lömbum á uppvaxtarárunum.
Nokkrum árum áður hafði Lilla
tekið að sér ráðsmennsku á Hóli,
umsjón með matseld fyrir fjölmennt
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
sumarstarfslið, starfslið sem sam-
anstóð af fólki frá ýmsum lands-
homum og flestum Norðurland-
anna, það þurfti að sækja fólk langt
að á Siglufjörð fyrir heyverkin eins
og fyrir síldina. Ráðsmennskan stóð
þar til heilsan bilaði og berklarnir
settu brennimark sitt á hana til
lífstíðar.
Mótlæti fer misjafnlega með fólk.
Fyrir mér var Lilla á Steinaflötum,
eins og við kölluðum hana alla tíð,
besta fyrirmyndin um hvemig hægt
er að vinna með mótlætinu, bogna
en brotna ekki. Hún bjó við brostna
heilsu í hálfan fímmta áratug, en
hélt sínu striki af æðruleysi, lét
aldrei bilbug á sér finna, stýrði sinu
búi og atvinnurekstri af festu og
útsjónarsemi.
Ég heyrði Lillu aldrei tala um
lasleika sinn, þó vissi ég af astma-
köstunum og rúmlegunum í gegn-
um móður mína. Hún hafði fyrir
mér ímynd hins hljóðláta stáls.
í gegnum allt heilsuleysið hafði
Lilla manna mest að gefa öðrum.
Hún sýndi vinunum vakandi um-
hyggju og aðstoð, hún fylgdist með
velferð þeirra, og þegar eitthvað
bjátaði á fundu þeir fyrir þessari
notalegu, hæversku nálægð.
Trygglyndi var hennar annað
aðalsmerki, það hafði sýnt sig í nær
hálfrar aldar samfylgd hennar og
minnar fjölskyldu, samfylgd sem
við öll þökkum fyrir.
Jónas Guðmundsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför föður míns, fósturföður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÓLAFS J. JÓNSSONAR,
Kirkjuvegi 48,
Keflavík.
Guðbjört Ólafsdóttir, Kristján Hansson,
Bjarni Valtýsson,
Þóranna Erlendsdóttir, Pétur Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
KRISTINS ÞORVALDSSONAR,
Munkaþverórstræti 16,
Akureyri.
Kristín Guðlaugsdóttir,
Skjöldur Kristinsson, Þóra Benediktsdóttir,
Þorvaldur Kristinsson,
Kristinn Þór Skjaldarson, Kristín Skjaldardóttir.
Skilafrest-
ur vegna
minningar
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
+
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför systur okkar,
GUÐBJARGAR HELGU JÓNSDÓTTUR
frá Ásmúla.
Guðmundur Jónsson,
Lilja Jónsdóttir,
Þórunn Jónsdóttir,
Dagbjört Jónsdóttir.
IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751
+
Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐBJÖRG EIRIKSDÓTTIR,
Furugerði 1,
lést á heimili sínu laugardaginn 8. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
F.h. aðstandenda,
Eiríkur Oddsson.
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
Nökkvavog 28,
andaðist í Landspítalanum aðfaranótt
laugardagsins 8. júlí.
Vandamenn.
+
Maðurinn minn, faðir okkar og tengda-
faðir,
HÓLMAR MAGNÚSSON,
Miklubraut 64,
Reykjavfk,
lést laugardaginn 8. júlí.
Oddný Þorvaltlsdóttir,
Ragnar Hólmarsson, Man'a Finnsdóttir,
Sverrir Hólmarsson, Mette Fane
og fjölskyldur þeirra.
+
Sonur minn og faðir,
JÓN KRISTINN GUNNARSSON,
lést af slysförum 8. júlí sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Áslaug F. Arndal
Lísa Margrét Jónsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
EYGLÓ
GAMALÍELSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju í dag, þriðjudaginn 11. júlí,
kl. 13.30.
Árni Grétar Finnsson, Sigrfður Oliversdóttir,
Anna Finnsdóttir, Trausti Þorsteinsson,
Trausti Finnsson, Stella Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Islenskur elniviður
Islenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Liparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið S| S. HELGAS0N HF
upplýsinga. IISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677
■i