Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Falleg
raddskípan
oggóður
leikur
TÓNIIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Lothar Knappe lék á Klais-orgel
Hallgrímskirkju verk eftir
Reger, Lubrich ogVidor.
Sunnudagur 9. júlí 1995.
LISTVINAFÉLAG Hallgríms-
kirkju hélt sína „Sumartónleika
við orgelið“ s.l. sunnudag og enn
sækja hingað til íslands frægir
orgelsnillingar til að leika á Klais-
orgel Hallgrímskirkju, að þessu
sinni er það Lothar Knappe, orgel-
leikari við Pálskirkjuna í Berlín.
Tónleikarnir hófust á inngangi
og passakaglíu í d-moll eftir Max
Reger, glæsilegu verki sem Lot-
har Knappe lék mjög vel. Eftir
stuttan inngang koma tólf til-
brigði , sem unnin eru á mjög
hefðbundin máta og án mikilla
frávika í meðferð stefsins. Verkið
er einkar skýrt í formi og var
leikur og raddskipan Lothars
Knappe mjög í anda verksins, ris-
mikill en þó aldrei ofgert í radd-
skipan og styrk.
Fritz Lubrich (1888-1971) er
af sömu kynslóð og Páll ísólfsson
og lærði einnig hjá Reger og
Straube. Eftir hann voru leikin
þijú verk, er nefnast Þijár róman-
tískar tónamyndir, op. 37, nr. 1-3,
sem gerðar eru 1913 fyrir áhrif
af myndverkum eftir Amold
Böcklin. Þetta er hárómantísk tón-
list„ ágætlega samin, sérlega fal-
lega leikin og raddmótuð af Lot-
har Knappe.
Tónleikunum lauk með Org-
elsinfóníu nr. 7 eftir orgelsnilling-
inn Charles-Marie Vidor. Þetta er
rismikið verk og eru þrír fyrstu
þættimir bestir, sá fyrsti rismikill
upphafsþáttur (Moderato), þá
skemmtilega unnin smá kóraltil-
brigði og lagrænn þriðji þáttur
(Allegretto-animato- allegro).
Leikur Lothars Knappe var glæsi-
lega útfærður og eftirtektarvert
hversu hann notaði raddmöguleika
orgelsins skemmtilega, án þess þó
að vera með áberandi raddsýning-
arleik eða fullreyna styrk orgels-
ins.
Jón Ásgeirsson.
ÍBÚÐABLOKK í Japan eftir Steven Holl.
Morgunblaðið/Golli
GYÐINGASAFNIÐ í Berlín, tengibygging við Berlínarsafnið.
Byggingarlist,
matur og ísland
Arkitektúr er ung listgrein á íslandi sem
á framtíðina fyrir sér segja þeir Daniel
Libeskind og Steven Holl í viðtali við
Þórodd Bjamason sem hitti þá þegar
þeir voru staddir hér á landi á dögunum.
TVEIR kunnir arkitektar,
þeir Daniel Libeskind frá
Póllandi og Steven Höll frá
Bandaríkjunum, voru staddir hér á
dögunum i tengslum við sum-
amámskeið ísark, Íslenska arki-
tektaskólans. Þeir hafa báðir hlotið
fjölda viðurkenninga fyrir verk sín
og unnið samkeppnir m.a. í Þýska-
landi, Japan og Bandaríkjunum.
Eftir þá liggur fjöldi greina sem
þeir hafa ritað um arkitektúr.
Verkefni þeirra eru í byggingu um
allan heim auk þess sem þeir eru
eftirsóttir kennarar og fyrirlesarar
um byggingarlist.
Gyðingasafnið I Berlín
Daniel Libeskind er almennt talinn
meðal helstu framúrstefnuarki-
tekta í heiminum. Árið 1988 var
hann einn af sjö alþjóðlegum arki-
tektum sem valinn var á sýning-
una„ Deconstructivist Architect-
ure“ á Museum of modern art,
Nútímalistasafninu í New York.
Sumarið 1989 vann Daniel til
fyrstu verðlauna í alþjóðlegri sam-
keppni um gerð safns til minningar
um Gyðinga í tengslum við Berlín-
arsafnið, „Jewish Extension to the
Berlin Museum“. Gyðingasafnið,
sem byggt er á hugmyndinni um
brotna Davíðsstjömu, er ein
óvenjulegasta og umdeildasta
bygging samtímans.
Verk hans eru gjarnan byggð á
flókinni hugmyndafræði tengdri
landi því sem byggingin rís í, þar
sem saga landsins og hefðir spila
stóran þátt ásamt tónlist, bók-
menntum, og heimspeki. Libeskind
hefur sagt að gerð safnsins í Berl-
ín hafi verið spennandi og krefj-
andi verkefni þar sem hann átti
við að glíma að byggja safn um
gyðinga og samfélag þeirra í Ber-
lín sem nú er nær liðið undir lok.
Land framtíðar
„Ég hef verið svo til allsstaðar
nema hér á íslandi og er mjög hrif-
inn af kynnum mínum af Reykja-
vík og fólkinu sem þar býr. Ég er
undrandi á hve mikið er að gerast
í menningarlífinu í borginni, það
virðist vera viðburðir af öllu tagi í
hveiju homi. Ég er með stofu í
Berlín og Los Angeles og er mikið
á ferð um heiminn bæði til að fylgj-
ast með verkefnum
mínum og halda fyrir-
lestra o.fl.
Það er geysilega
mikilvægt að þróaður
verði íslenskur skóli í
byggingarlist þar sem
sú auðlind sem saga
og menningararfur
ykkar er, yrði m.a.
nýttur. ísland er ungt
land og að mínu áliti
er það land framtíðar-
innar. Ég sé hér mikla
möguleika í sambandi
við hugvit og menn-
ingu enda virðist mér
íslendingar vel
menntáðir, vel að sér
og opnir fyrir nýjungum," sagði
Daniel Libeskind í samtali við
blaðamann.
Steven Holl
Nútímalistasafn í Helsinki og ný-
stárleg Ibúðablokk í Japan eru
meðal verka Stevens Holls.
„Frágangi á teikningum fyrir
nútímalistasafnið í Helsinki er að
ljúka og áætlað er að byija að
byggja það I desember næstkom-
andi. Þetta er stórt verkefni og
teikningar eru orðnar um 400 tals-
ins. Það verða 25 sýningarsalir í
byggingunni og hver
þeirra með sérstaka
náttúrulega lýsingu.
Ég taldi tilvalið að
nota norrænu birtuna
til lýsingar og fékk í
lið með mér frábæran
ljósahönnuð sem gerði
okkur kleift að leysa
alla tæknilega hlið
málsins. Þetta verða
náttúruleg rými fyrir
listsýningar."
Hann sagði að við
hönnun safnsins hefði
hann og aðrir teiknar-
ar sem unnu að verk-
efninu bæði í Finn-
landi og í New York
notað tölvutæknina á þann hátt að
hægt var að vinna að sömu teikn-
ingunni á sama tíma þó höf og
álfur skildu þá að.
Breytilegt rými
Ein þekktasta bygging Holls er
íbúðablokk í Fukuoka í Japan,
byggð 1989-1991, sem er þannig
hönnuð að milliveggir í íbúðunum
eru færanlegir og því er hægt að
breyta rýminu eftir hentugleika,
t.d. væri hægt að stækka stofuna
yfir daginn en taka svo aftur hluta
hennar inn í svefnherbergi þegar
kvölda tæki. „Menn voru mjög
vantrúaðir á að fólk myndi nýta
sér þennan möguleika og sögðu
að það myndi bara steypa fasta
veggi inn í íbúðir sínar en annað
kom á daginn og þetta hefur jafn-
framt komið af stað auknum sam-
skiptum íbúa blokkarinnar því a!l-
ir eru spenntir að sjá hvað ná-
granninn hefur gert í sinni íbúð
o.s.frv. Þessi hugmynd er í takt
við nútíma lifnaðarhætti þar sem
fólk þarf að geta nýtt rými íbúða
sinna sem best.“
Mikilvægast að kunna
að matbúa
Holl var ánægður með dvöl sína
hér á landi og sagði ísark nám-
skeiðið gott framtak og mikil orka
og starfsgleði væri samankomin I
skólanum. Hann sagði það mikil-
vægt að Ríkisstjórnin styrkti skól-
ann og hjálpaði honum á fót því
hann sagðist geta séð ísland með
í fararbroddi næsta framfaraskeiðs
í Arkitektúr í heiminum ef góður
stuðningur yrði fyrir hendi. „Ferða-
menn koma til að sjá fallegar bygg-
ingar og það sem er inni í þeim
jafnt og náttúruna og fólkið í land-
inu.
Maturinn hér er alveg sérstakur.
Ég hef borðað sex máltíðir og þær
hafa verið hver annarri ljúffengari.
Ég held að aðrir Norðurlandabúar
ættu að koma hingað í frí þó ekki
væri nema bara til að borða.“
„Matur og matargerð er nátengd
byggingarlist. Góður arkitekt borð-
ar vel og kann að elda, það er
byijunin, svo lærirðu um rými og
efni og loks sjálft fagið. Nemendur
í byggingarlist ættu aidrei að borða
skyndibita og ég legg til að skyndi-
bitastaðir borgi sérstakan skyndi-
bitaskatt sem verði notaður til að
byggja upp kennslu I arkitekt-
úr,“sagði Steven Holl að lokum og
brosti.
STEVEN Holl
Fallegur hljómur
og sönggleði
„Dægurflugur“
TÓNLIST
Norræna hösið
KÓRSÖNGUR
Stúlknakór frá Norður-Jótlandi
flutti norræna söngva og
bandarísk skemmtilög.
Sljórnandi Gunnar Petersen.
Laugardagur 8. júlí 1995.
MARGIR fræðimenn hafa velt
því fyrir sér, hvers vegna stúlkur
virðast fúsari til söngs en drengir.
Söngraddir barna liggja nærri
sóprankvenröddum í blæ og tón-
sviði og því mun mörgum drengn-
um þykja miður, þurfandi að
syngja eins og stelpa, vitandi það,
að fullvaxnir karlmenn syngja
ekki eins og konur. Þá hafa menn
fyrir satt, að félagsleg sjónarmið
hafi mikil áhrif og því leiti dreng-
ir frekar eftir því að leika á hljóð-
færi en að syngja, þó hæfileikar
og löngun til tónlistariðkunar sé
síst minni hjá þeim en hjá stúlk-
um. Drengjakórar eru eins konar
mótsvar við þessari tregðu og má
segja að karlakórarnir séu fram-
hald af þessari sérkennilegu
kynjagreiningu.
Stúlknakór frá Norður-Jótlandi
hefur gert víðreist um ísland und-
anfarnar vikur og söng í Norræna
húsinu sl. laugardag. Á efnis-
skránni voru dönsk sumarlög, þrjú
íslensk lög og „barber-shop“ lög
frá Bandaríkjunum. Það var mik-
ill hlýleiki í söng stúlknanna, sem
sungu tandurhreint og af tölu-
verðri raddkunnáttu um sumarást
sína í dönsku lögunum.
íslensku lögin, sem voru Á
Sprengisandi, Barnagæla frá Nýja
íslandi og Maístjarnan, voru sér-
lega fallega sungin, einkum lag
Sigvalda 'Kaldalóns, Á Sprengi-
sandi, er var flutt í skemmtilegri
raddsetningu, líklega eftir söng-
stjórann. Hin sérkennilega barna-
gæla eftir Halldór Laxness var
sungin af þokka og með einstak-
lega góðum framburði íslenskunn-
ar en vantaði þó þann sársauka
og söknuð, sem er bakgrunnur
sögunnar. Maístjarnan var fallega
sungin á dönsku, í þýðingu sem
er að finna í dönsku stúdentasöng-
bókinni.
Á eftir íslensku lögunum voru
nokkrir sumarsöngvar, tveir mjög
fallegir eftir Schultse og gaman-
samir söngvar við texta eftir Piet
Hein, sem allir voru sérlega fallega
sungnir.
Tónleikunum lauk með banda-
rískri skemmtitónlist, sem var að
því leyti til skemmilega sungin,
að ekki var gerð tilraun til að
syngja þau á bandarískan máta,
heldur naut elskulegur söngmáti
stúlknanna sín sérlega vel, einkum
í síðasta laginu, því fræga lagi
„Side by side“ eftir Harry Wood,
sem stúlkurnar náðu að gæða sér-
stökum innileik.
Nordjysk Pigekor undir stjórn
Gunnars Petersen er góður kór,
ræður yfir töluverðum raddstyrk,
sem stjómandinn mótar á mjög
skemmtilegan máta.
Aðalsmerki stúlknanna var fall-
egur hljómur og sönggleði og þó
öll lögin væru vel flutt, voru
dönsku sumarlögin sérlega fallega
sungin.
Jón Ásgeirsson
MYNPLIST
Listhúsiö Grcip
MÁLVERK
Guðni Harðarson
Opið alla daga frá 14-18.
Lokað mánudaga til 19. júlí.
Aðgangur ókeypis.
LEIKURINN er iðkaður á margan
hátt í list samtímans, og það er stund-
um eins og útjaskað og úrelt að tala
um sársauka og þjáningu í tilurð
myndverka. Líkast öfugmælum að
segja að öll fegurð sé afkvæmi þján-
inga og baráttu við lífið, líkt og fæð-
ingin og átökin, sem við upplifum í
grómögnum jarðar. Allt í kring er
fólk að leika sér í nafni listarinnar
og á stundum er eins og sýningar
séu frekar gjömingar í sandkassa en
heilabrot og átök við grunnhugmynd-
ir listarinnar, hvort sem það skarar
fagurfræði eða andhverfu hennar.
Velferðarþjóðfélagið losar mann-
inn líka við flest heilabrot um
hvunndagsþarfír sínar, því menn fá
þær niðursoðnar og tilbúnar á borðið
og menntun miðast við ákveðnar
þarfir þjóðfélagsins í skyndibita-
formi. Það er þannig verið að setja
einstaklinginn í hólf á mjög áþekkan
hátt og í sósíalísku ríkjunum fyrrum
og gera hann óábyrgan, en allt í
anda frelsis og framfara sem nú hafa
verið markaðsett og seljast í kílóavis
á sölutorgum.
Enginn er að amast við skyndibit-
um né sandkassaleik, en hitt er líka
til og ber ekki að láta sér yfirsjást
og það mun þrýsta á aftur, því lífið
þarfnast aga og agi skynrænnar
dýptar.
Það er svo af hinu góða, er menn
koma til dyra eins og þeir eru klædd-
ir líkt og Guðni Harðarson, sem líkir
listsköpun sinni við dægurflugur.
Segir myndir sínar opnar tilraunir
með mannslíkamann/fígúruna og
boðskapinn lítinn eins og oft í dægur-
tónlist, sem sé frekar til skemmtunar
en að koma hugmyndum til skila.
Myndverkin eru svo mjög á mörkum
þess, sem menn hafa nefnt „comic
strip“, eru líkust ærslafullum leik við
sundruð og óregluleg form. Maður
greinir sitthvað í formrænum brota-
brotum myndflatarins, en er einfald-
lega ekki með á nótunum, því hér
er sem yfirborðið fari hamförum.
Helst er það í myndinni „Woman“
(6), sem skynrænn agi kemst í sam-
spil lita og forma, sama má segja
um snoturt riss í skrá.
Bragi Ásgeirsson.