Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 15 Saudi- prins með tilboð í Canary Wharf London. Reuter. KAUPSÝSLUMAÐUR í Saudi- Arabíu, al-Waleed bin Talal bin Abdul-Aziz prins, býr sig undir að bjóða í Canary Wharf-skrif- stofubyggingarnar í London samkvæmt góðum heimildum. Prinsinn þarf engan sam- starfsaðila til að kaupa bygg- ingarnar samkvæmt heimildun- um. Gegn honum standa samtök undir forystu Pauls Reic- hmanns, sem reyna að endur- heimta yfirráð yfir byggingun- um. Fyrirtæki hans Olympia & York var tekið til skiptameð- ferðar 1992 þegar fasteigna- verð snarlækkaði. al-Waleed prins á tæp 25% í Euro Disney SCA og er stærsti hluthafi í Citicorp. Hann hefur aldrei komið nálægt Canary Wharf, ólíkt Reichmann, og það er talinn kostur. Canary Wharf er nú í eigu samtaka 11 banka undir forystu Lloyds Bank Plc. Þar á meðal eru Barclays Plc, Citicorp, Com- merzbank og Credit Suisse. Talsmaður Lloyds staðfesti að nokkrir aðilar hefðu sýnt áhuga á Canary Wharf, sem AL-WALEED bin Talal bin Abdul-Aziz prins. hefur hækkað í áliti á ný. Nokk- ur kunn fyrirtæki komið sér fyrir í Canary Wharf, sem hefur tekið við hlutverki Fleet Street sem aðsetur nokkurra blaða, þar á meðal Daily Mirror og Daily Telegraph. FrændiFahds konungs al-Waleed prins er frændi Fahds konungs og hefur hleypt lífi í nokkur dauðadæmd fyrir- tæki í Saudi-Arabíu, sem hann hefur keypt hlut í eða tekið við. Hann er leiðtogi samtaka, sem eiga í viðræðum um kaup á hluta Fininvest, fjölmiðlafyrir- tæki Silvios Berlusconis. Prinsinn er stjórnarformaður United Saudi Commercial Bank og á 25% hlut í Four Seasons Hotels Inc. í Toronto. VIÐSKIPTI Kantor hyggst kanna filmu- markað Japana Ný viðskiptadeila í uppsiglingu eftir lausn bíladeilu? Washington, Tókýó. Reuter. JAPANAR hafa vísað á bug bandarískum ásökunum um óeðli- lega viðskiptahætti á japönskum ljósmyndafilmumarkaði og segjast ekki semja við Bandaríkjastjórn um málið ef þeim sé hótað refsiað- gerðum. „Ljósmyndafilmumarkaðurinn í Japan er opinn,“ sagði Ryutaro Hashimoto viðskiptaráðherra vegna ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um að rannsaka við- skiptahætti á ljósmyndafilmu og pappírsmarkaði í Japan, en þar með kann að vera hafin ný við- skiptadeila Bandaríkjamanna og Japana — aðeins örfáum dögum eftir að bíladeila þjóðanna leystist. Japanar hafna viðræðum Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, skýrði frá ákvörðuninni, þar sem Eastman Kodak-fyrirtækið hafði kært Fuji Photo Film og fleiri japönsk fyrir- tæki fyrir brot á samkeppnisregl- um samkvæmt bandarískum við- skiptalögum. Lagagrein, sem vís- að var til, heimilar Bandaríkja- stjórn að fyrirskipa refsiaðgerðir gegn erlendum innflutningi og fyrirtækjum, sem talið er að skaði bandaríska hagsmuni. Hashimoto sagði á blaðamanna- fundi í Washington að Japanar mundu ekki semja við Bandaríkin samkvæmt þessari grein. Þótt Bandaríkin hefðu ekki enn farið fram á viðræður um ljósmyndaf- ilmur kvaðst hann búast við að það yrði gert samkvæmt um- ræddri grein. Kodak heldur því fram að kom- ið hafí verið í veg fyrir eðlilega fílmudreifíngu fyrirtækisins í Jap- an á skipulagsbundinn hátt. Stundum hafi verið brotið í bága við samkeppnireglur með vitund og þátttöku japanskra stjórnvalda. Japönsk nefnd sem vinnur gegn óréttmætum viðskiptaháttum, FTC, hyggst ekki rannsaka ástand á japönskum ljósmyndafilmu- og pappírsmarkaði, að minnsta kosti ekki að svo stöddu, að sögn tals- manns nefndarinnar. JFuji neitar Fuji neitar ásökunum Kodaks og kveðst harma ákvörðun banda- rískra yfirvalda um rannsókn á filmumarkaðnum í Japan. Nýbakað- ur banki? Helsinki. Reuter. FINNSKI bankinn Merita hefur uppgötvað sér til furðu að nafnið sem hann valdi þegar hann sameinaðist nýj- um norrænum banka er einn- ig nafn á tegund af banda- rísku „gamaldags brauði.“ „Við könnuðum heiti fjölda tryggingafyrirtækja og banka þegar við völdum nafn- ið, en okkur datt ekki brauð í hug,“ sagði formælandi bankans í samtali við finnska dagblaðið Kauppalehti, sem birti auglýsingu um brauðið. Bankinn er hinn ánægðasti með slagorðið í auglýsingunni — „furðanlega heilsubæt- andi.“ Smith Corona gjaldþrota New Canaan, Connecticut. Reuter. SMITH Corona fyrirtækið, hinn kunni framleiðandi ritvéla og annarra skrifstofuvéla, hef- ur beðið um gjaldþrotaskipti þannig að hluta starfseminnar sé haldið áfram undir eftirliti skiptaráðenda. Endurskipulagning er boð- uð á fyrirtækinu og dótturfyr- irtæki og erlend fyrirtæki í eignatengslum við Smith Cor- ona eru undanskilin í beiðn- inni. Lortdon 26.140 Belfast Öll gjöld innifalin I verði Sölustaðir: Ferðaskrifstofan Alis, slmi 565-2266 Ferðaskrifstofan Ferðabær, sími 562-3020 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, slmi 562-1490 Ferðaþjónusta bænda, slmi 562-3640 Ferðaskrifstofa Stúdenta, slmi 561-5656 Norræna ferðaskrifstofan, slmi 562-6362 EMERALD - lengra fyrir lœgra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.