Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Fögnuður víða um heim vegna lausnar Aung San Suu Kyi í Burma
Viðbrögð mannréttinda-
samtaka varfærnisleg
London, Osló, Nýju Delhi, Washington, Bangkok. Reuter.
FULLTRÚAR mannréttindasamtakanna Amnesty Intemational
sögðust í gær yfir sig ánægðir með að burmíska andófskonan
Aung San Suu Kyi skuli vera laus úr stofufangelsi í Burma.
Herstjórnin þar í landi tilkynnti í gær að Suu Kyi hefði verið
sleppt úr haldi, eftir að hafa setið í stofufangelsi í sex ár.
Amnesty International hefur bar-
ist fyrir lausn Suu Kyi allt frá því
hún var handtekin, 20. júlí 1989, og
henni gefið að sök að vinna gegn
hagsmunum ríkisins. Fulltrúi sam-
takanna sagði að þótt ánægja ríkti
vegna fréttanna væri þeim engu að
síður tekið með varúð.
„Við vonum að hún sé frjáls án
skilyrða og að hún fái að taka fullan
þátt í stjórnmálaþróuninni í
[Burma].“
Fulltrúinn sagðist einnig vilja
minna á að víðtæk mannréttindabrot
ættu sér enn stað í landinu. „Við
vonum að þetta sé annað og meira
en sýndarmennska af hálfu yfir-
valda,“ sagði hann. „[Vonandi] er
þetta til marks um að fólk muni fá
að njóta þeirra mannréttinda sem
því ber.“
Boðið til Óslóar?
Francis Sejersted, formaður Nób-
elsnefndarinnar sem veitti Suu Kyi
friðarverðlaunin 1991,
sagðist fagna atburð-
unum. Sagði hann að
Suu Kyi yrði væntan-
lega boðið til Óslóar að
taka loksins formlega
við Nóbelsverðlaunun-
um og halda fyrirlest-
ur. Honum hefði þó
ekki unnist tími til að
ræða þetta við aðra
meðlimi nefndarinnar.
Eiginmaður Suu Kyi
veitti verðlaununum viðtöku fyrir
hennar hönd 1991.
Stuðningsfólk og vinir Suu Kyi á
Indlandi fögnuðu fréttum af lausn
hennar í gær. Móðir Suu Kyi var
sendiherra Burma á Indlandi á sjö-
unda áratugnum. Hún gekk þar í
háskóla og á fjölda stuðningsmanna
þar.
Bandaríski þingmaðurinn Bill Ric-
hardson, sem var fyrsti útlendingur-
inn sem hitti Suu Kyi eftir að hún
var hneppt í varðhald,
sagðist hafa orðið undr-
andi og glaður þegar
hann heyrði fréttimar.
Hann hefði verið á ferð
í Burma fyrir hálfum
mánuði og þá hefði allt
bent til að hún yrði í
haldi um ókomna fram-
tíð. Hann sagðist telja
að alþjóðlegur þrýsting-
ur hefði átt þátt í að
sannfæra burmísk yfir-
völd um að Suu Kyi
skyldi látin laus, en
einnig yrði að þakka
yfirvöldunum fyrir að
hafa tekið þetta skref.
Afgerandi kosningasigur
Milljónir manna efndu til mótmæla
í Rangoon, höfuðborg Burma, 1988
og kröfðust breytinga. Herinn beitti
valdi og braut andmælin á bak aft-
ur. Mörg þúsund manns voru myrt,
að sögn vestrænna embættismanna
sem voru í borginni á þessum tíma.
Þrátt fyrir að Suu Kyi væri í stofu-
fangelsi vann flokkur hennar, Sam-
tök um lýðræði, afgerandi sigur í
kosningum 1990, og fékk 392 sæti
af 485. Laga og endurreisnarráðið,
sem var við völd í landinu, virti kosn-
ingaúrslitin að vettugi og þaggaði
niður í samtökunum með því að ógna
meðlimum þess og hneppa þá í varð-
hald. Fréttaskýrendur telja að það
hafí ekki síst verið vegna áhrifa Suu
Kyi að Samtök um lýðræði unnu svo
stóran sigur sem raun bar vitni.
Vinsældir hennar má að líkindum
rekja til arfleifðar föður hennar,
Aung San hershöfðingja, sem fór
iangt með að frelsa Burma undan
breskum yfirráðum áður en hann var
ráðinn af dögum 1947, þá 32 ára.
Hún gekk í skóla í Burma, á Ind-
landi og í Oxfordháskóla á Eng-
landi. Hún kom til Rangoon 1988 til
þess að sinna dauðvona móður sinni,
en var fljótlega orðin virkur þátttak-
andi í uppreisn námsmanna, og gíf-
urlegur íjöldi fólks hlýddi á ræður
hennar á útifundum.
„Við urðum ekki undrandi,1' sagði
vinur hennar sem fylgdist með því
þegar hún komst til áhrifa. „Auk
þess að líta út eins og faðir hennar
talaði hún eins og hann, stuttorð,
gagnorð og beinskeytt."
Aung San Suu Kyi
lv«uier
FRANSKT herskip stöðvar skip Greenpeace, Rainbow Warrior, eftir að það sigldi inn fyrir lög-
sögu kóraleyjunnar Mururoa í Suður-Kyrrahafi.
Greenpeace mótmælir kjarnorkutilraunum í Mururoa
Grænfriðungar kom-
ast á borpall Frakka
Wellington, París, Sydney. Reuter.
Eiginkona
Milosevic
gagnrýn-
ir hann
NÝJASTA tímaritsgrein Miru
Markovic, eiginkonu Slobodans
Milosevic, forseta Serbíu, hefur
vakið óvenju mikla athygli í
Belgrad, að sögn The Financial
Times.
Markovic hefur skrifað
greinar fyrir Duga, vinsælt
tímarit, og lesendur þess eru
vanir hörðum árásum á and-
stæðinga eiginmannsins. Hún
nafngreinir þá aldrei, en það
fer ekki framhjá neinum við
hveija hún á.
Nýjasta greinin er um konu
og „mjög valdamikinn mann“
sem er ekki lengur „einarður"
eða „einlægur". Sagt er að þau
séu á svipuðum aldri, „luku
svipuðu háskóianámi og æska
þeirra var áþekk; þau höfðu
sömu viðhorf til heimsins".
„Þar til nýlega var ævi þeirra
keimlík," hélt hún áfram. „Eft-
ir að þau höfðu lokið námi gift-
ust þau og áttu sömu vini.“
Athugulir lesendur tóku
brátt eftir því að Markovic var
að búa sig undir árás á eigin-
mann sinn og tímaritið varð
brátt uppselt á mörgum sölu-
stöðum.
Glatar öllu
Talið hafði verið að samband
hjónanna væri gott. I greininni
er Milosevic hins vegar lýst sem
manni sem gegndi „mjög mikil-
vægu embætti sem tók allan
hans frítíma . . . Hann gjör-
breyttist. Hann er ekki auð-
mjúkur lengur."
Markovic varar eiginmann
sinn við því að hann verði ekki
lengi við völd. „Hann hefur
glatað persónuleikanum sem
hann hafði og eyðilagt f]öl-
skyldulíf sitt... Þegar hann
gegnir ekki sínu háa embætti
lengur, endurheimtir hann
aldrei það sem hann glataði."
TALSMAÐUR Greenpeace sagði í
gær að tveir félagar í umhverfis-
vemdarsamtökunum hefðu klifrað
upp á borpall sem Frakkar nota á
kóraleyjunni Mururoa í' Frönsku
Pólynesíu vegna fyrirhugaðra kjarn-
orkutilrauna þar.
Mennirnir tveir voru úr áhöfn
Rainbow Warrior, sem 150 franskir
sjóliðar tóku á sitt vald eftir að
skipið hafði siglt inn fyrir 12 mílna
lögsögu eyjunnar á sunnudag. Mic-
hael Szabo, félagi í Greenpeace á
Nýja-Sjálandi, kvaðst telja að
franskir hermenn hefðu séð til
þeirra og myndu sennilega nema
þá á brott.
Pallurinn er líkur olíuborpalli og
Frakkar nota hann til að bora fyrir
stokkum undir stöðuvatni á Mur-
uroa vegna fyrirhugaðra neðanjarð-
arsprenginga. Szabo sagði að sú
staðreynd að mennirnir skyldu hafa
komist upp á pallinn sýndi að örygg-
isráðstafanir franska hersins nægðu
ekki til að hindra mótmælaaðgerðir
Greenpeace.
Þrír aðrir félagar í samtökunum,
þeirra á meðal stofnandinn David
McTaggart, eru á bátum á vatninu
þar sem kjarnorkutilraunirnar eiga
að fara fram.
Kvartað yfir harðræði
Frönsku sjóliðarnir beittu táragasi
þegar þeir réðust til uppgöngu í
Rainbow Warrior á sunnudag. Skip-
veijar og ,nokkrir blaðamenn voru
handteknir og yfírheyrðir en þeim
var sleppt eftir tíu klukkustundir.
Einn skipveija Rainbow Warrior
sagði að sjóliðarnir hefðu farið
harkalega með áhöfnina í áhlaupinu.
„Við vorum í fjarskiptaherberginu
og hermennirnir brutu upp hurðina
með öxi og köstuðu táragashylki inn
í herbergið, þannig að við urðum að
fara út um kýraugað, sem tók svolít-
ið á taugarnar."
Franskt herskip togaði Rainbow
Warrior frá Mururoa í gær og sjólið-
ar voru þar enn um borð. Skipveij-
arnir voru ekki með nein vegabréf
á sér og þegar þeir voru yfírheyrðir
sögðust þeir allir heita Fernando
Pereira, en það hét ljósmyndari sem
beið bana þegar franskir leyniþjón-
ustumenn sprengdu fyrsta skip Gre-
enpeace, Rainbow Warrior, í höfn á
Nýja-Sjálandi 10. júlí árið 1985.
Greenpeace var þá að undirbúa að-
gerðir á skipinu gegn kjarnorkutil-
raunum Frakka í Mururoa.
Talsmaður franska utanríkisráðu-
neytisins neitaði því að frönsku sjó-
liðarnir hefðu beitt of mikilli hörku.
„Við fórum eins mildum höndum um
þá og mögulegt var. Engum vopnum
var beitt."
Afskrifa
lán til
Egypta
DANIR hafa afskrifað lán til
Egypta sem nema um 3,7 millj-
örðum ísl. kr. Um er að ræða
um helming þróunarhjálpar
Dana til Egypta. Er félagsmála-
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
var haldin í Kaupmannahöfn
fyrr á árinu, lýstu dönsk stjórn-
völd því yfir að auk lánanna til
Egypta, yrðu lán að andvirði
10 milljarða kr. til Angóla,
Bólivíu, Ghana, Níkaragúa og
Zimbabwe, afskrifuð.
Sjálfsmorðs-
alda í her
Rússlands
ALLS frömdu 423 rússneskir
hermenn sjálfsmorð í fyrra, að
því er segir í frétt Interfax-
.fréttastofunnar. Margir hinna
látnu voru ungir hermenn sem
fylltust örvæntingu vegna illrar
meðferðar þeirra sem eldri
voru. Hafði fréttastofan eftir
yfirmanni rannsóknardeildar
hersins að sjálfsmorðin væru
mikið vandamál í hemum. Auk
þeirra sem frömdu sjálfsmorð,
kostuðu glæpir ýmiskonar líf
2.500 hermanna.
Aitkenjátar
framhjáhald
JONATHAN Aitken, sem lét
af ráðherraembætti í bresku
ríkisstjóminni í síðustu viku,
játaði í gær að hafa átt í tveggja
ára ástarsambandi við konu
sem síðar hafí komið í ljós að
var vændiskona. Frétt þessa
efnis birtist í Sunday Mirror um
helgina. Aitken, sem gegndi
embætti fiármálaráðherra,
sagðist í síðustu viku vilja höfða
meiðyrðamál á hendur dagblaði
sem birti fréttir um að hann
hefði verið forstjóri fyrirtækis
er hefði selt vopn til íraks, þrátt
fyrir bann breskra stjómvaida .
Eiturlyfja-
neytandi hót-
ar Clinton
BANDARÍSKIR lögreglumenn
fundu um helgina á sjötta hund-
rað maijúanaplöntur er þeir
bratust inn í hús í Washington.
Ástæðan var sú að nafnlaust
símtal þar sem hótað var að
myrða Bill Clinton Bandaríkja-
forseta, var rakið í húsið. Mun
húseigandinn hafa verið hátt
uppi eftir neyslu vímuefnisins.
Var Viktoría
óskilgetin?
VIKTORÍA
Bretadrottn-
ing kann að
hafa verið
óskilgetin, að
þvf er kemur
fram í niður-
stöðum rann-
sóknar á
bresku kon-
ungsfjöl-
skyldunni. Ástæðuna segja þeir
sem að rannsókninni stóðu vera
þá að enginn forfeðrá Vikoríu
hafi verið með dreyrasýki, sem
margir af afkomendum hennar
hafa þjáðst af. Eina leiðin til
að komast að því hvort drotting-
in hafi verið skilgetin sé að
grafa lík hennar upp en tals-
maður konungshallarinnar seg-
ir það ekki koma til greina.