Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Sólveig Eyjólfs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1911. Hún
lést á Landspítalan-
um 29. júní síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Hallgrímskirkju í
gær, 6. júlí.
ÉG ÁTTI því láni að
fagna að verða einn
■<tf heimilisfólki þeirra
Sólveigar Eyjólfsdótt-
ur og Eysteins Jóns-
sonar um fjögurra ára
skeið á menntaskólaárum mínum
og næstu tvö árin þar á eftir. Þá
bjuggu þau í húsi sínu númer 67
við Ásvallagötu og var þröngt set-
inn bekkurinn á stundum enda fjöl-
skyldan allstór, gestkvæmt í betra
lagi og húsakynni ekki víðáttumik-
il á nútíma vísu. Aldrei varð þó séð
að þau hjónin teldu muna hið
minnsta um að halda einn Mjófirð-
ing til viðbótar til andlegrar og lík-
amlegrar umhirðu og mæddi þó
mikið á Sólveigu á þessum árum.
i Mér er vistin hjá Sólveigu minnis-
stæð fyrir margra hluta sakir. Hún
hélt fólk sitt t.d. afar vel í mat og
drykk og mun þó nokkuð hafa til
þurft á stundum. Sem dæmi mætti
nefna að við félagi Jón settumst
gjaman í eldhúsið er heim var kom-
ið á síðkvöldum og snæddum þar
randalínu með mjólk áður en geng-
ið var til náða. En einu gilti hvað
við félagar hesthúsuðum af tert-
unni, aldrei tæmdist staukurinn.
Húsreglur hafði Sólveig nokkrar,
Æn fáar þó að því er varðaði okkur
Jón og Þorberg, syni þeirra Ey-
steins, sem þá byggðum kjallarann.
Við áttum einfaldlega að láta vita
þegar við fórum af bæ og hvenær
við hyggðumst snúa aftur. Auðvit-
að var sitthvað fleira sem til var
ætlast af okkur en um það voru
ekki reglugerðarákvæði. Skýringin
var einföld. Á þessum árum var
Eysteinn einn af for-
ystumönnum íslenskra
stjórnmála, stýrði
raunar fjármálum
landsins, og símhring-
ingar linnulausar að
því er manni fannst.
Enda þótt Sólveig teldi
ekki eftir sér sporin
var henni augljóst hag-
ræði að því að þurfa
ekki að opna tvær
hurðir og kalla niður
til okkar húskarla
sinna þegar við vorum
ekki heima, því við átt-
um marga kunningja
og vorum oft af bæ.
Oft dáðist ég að því hvað Sól-
veig virtist sigla léttilega gegnum
eril og amstur hversdagsins, henti
reiður á öllu innanstokks og lét sér
fátt um smámuni. Það var ekki
óalgengt að tilstand væri hjá karl-
peningnum, bæði bónda hennar og
öðrum. Rigndi þá gjarnan fyrir-
spurnum yfir húsfreyju, t.d. varð-
andi hvarvist klæðnaðar af ólíkleg-
asta toga. Ekki minnist ég annars
en upplýsingar lægju á lausu jafn-
harðan og er ég næsta viss um að
Sólveig vissi nákvæmlega hvar
hver einasti hlutur á heimilinu var
staddur hveiju sinni. Hefur mér
ætíð verið þessi eiginleiki Sólveigar
minnisstæður enda mesti rati sjálf-
ur á slíkum sviðum.
Sólveig Eyjólfsdóttir var lagleg
kona og vel vaxin, bar sig tígulega-
og klæddist vel. Oft þurfti hún að
sitja fagnaði með bónda sínum þar
sem höfðingjar, innlendir og er-
lendir voru saman komnir og
klæðnaður í samræmi við það. Sól-
veig bjóst þá samkvæmt nýjustu
tísku og glansaði af henni í „París-
arkjólunum". Iskraði gjarnan í
henni hláturinn þegar heim kom
úr þessum samkvæmum enda hafði
hún þá oftast verið spurð úr hvaða
Diorverslun föt hennar væru. Sann-
leikurinn var nefnilega sá að Sól-
veig saumaði flestöll föt sín sjálf,
að undanteknum yfirhöfnum þó að
mig minnir. Var samt liðin sú tíð
er bóndi hennar sótti ekki launin
sín - af því að tómahljóð var í ríkis-
kassanum!
Raunar lék flest það sem hún
gekk að í höndum Sólveigar. Á
þeim árum sem ég hélt til hjá henni
gengu menn þar á bæ gjarnan í
hvítum skyrtum. Eysteinn notaði
oft tvær á dag en við hinir færri.
Þetta voru vitanlega bómullarflíkur
og þurfti að stífa þær svo vel væri.
Ég held að varlega áætlað hafi
Sólveig strauað a.m.k. 20 skyrtur
á viku. Hafði hún fengið til þess
strauvél góða og var hreint ótrú-
lega fljót. með skyrturnar. Mig
minnir að hún kæmist niður í þrjár
mínútur með stykkið en vera má
að langtímameðaltalið, eins og nú
er gjarnan sagt; hafi verið nær
fímm mínútum. Ég horfði oft hug-
fanginn á handatiltektirnar og
gerði loks tilraun sjálfur, enda gat
þetta jú ekki verið nokkur vandi!
Er skemmst frá því að segja að
útkoman varð bæði böggluð og
brún og tilraunir urðu ekki fleiri.
Skyrtuna átti ég sem betur fór
sjálfur.
Sólveig og Eysteinn bjuggu enn
á Ásvallagötu 67 þegar ég og fjöl-
skylda mín fluttumst í húsið númer
18 við sömu götu. Börn okkar
Kolbrúnar voru þá enn ung að árum
en komust fljótlega á merkjasölu-
aldurinn ef svo má segja. Þau
munu ekki hafa verið neinir af-
burða sölumenn og var tekið mis-
vel eins og gengur. Fljótlega frétt-
um við þó af fullorðinni konu sem
alltaf verslaði við þau, veitti þeim
höfðinglega og tók af þeim stutta
skýrslu í leiðinni. Þetta var auðvit-
að Sólveig Eyjólfsdóttir að fylgjast
með vinum sínum og afkomendum
þeirra.
Mér finnst dvöl mín á Ásvalla-
götu 67 alveg sérstakur kapítuli í
lífi mínu. í gegn um húsbóndann
komst maður í snertingu við lands-
málin í víðum skilningi þéirra orða
en húsmóðirin var meira á félags-
lega sviðinu, eins og Hermann afa-
bróðir minn hefði orðað það. Var
gott að leita til Sólveigar með hvað-
eina er við kom daglegu amstri og
ýmsum mannlegum samskiptum
og nauðsynjum. Og eftir á að
hyggja er það líklega Sólveig sem
umfram aðra kenndi mér það að
fátt er með öllu ómögulegt heldur
aðeins misjafnlega erfitt.
Ég þakka af alhug þá hlutdeild
sem ég fékk í einkaheimi Sólveigar
Eyjólfsdóttur og hennar nánustu.
Við Kolbrún sendum fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hjálmar Vilhjálmsson.
Kveðja frá Félagi framsókn-
arkvenna í Reykjavík
Látin er í Reykjavík heiðurskon-
an Sólveig Eyjólfsdóttir. Okkur
framsóknarkonum í Reykjavík er
bæði ljúft og skylt að minnast
hennar með virðingu og þökk fyrir
allt það sem hún var félaginu alla
tíð. Hún var einn af stofnendum
félagsins í október 1945 og heiðurs-
félagi þess.
Þegar litið er til baka allt frá
þeim tíma, er ekki eitt heldur allt
sem hún tók þátt í varðandi félags-
störfin. Má þar til nefna að hún sat
í -stjórn og var gjaldkeri um tíma.
Þá var hún einnig fulltrúi félagsins
á flokksþingum oftar en einu sinni.
Einna mest lét hún að sér kveða
í stjórn basarsins, en þar var hún
formaður um árabil og ekki ofsög-
um sagt að heimili hennar var allt
undirlagt þann tíma sem undirbún-
ingurinn stóð. Þar hittust konurnar
og saumuðu og pijónuðu. Áhuginn
var slíkur að Sólveig útvegaði
„overlock“ vél til þess að létta og
flýta störfum. Heimili hennar var
einnig móttökustaður fyrir basar-
muni frá hinum almenna félags-
manni úti í bæ.
Þegar sú hugmynd kom upp inn-
an félagsins að baka laufabrauð til
sölu á basarnum lá hún ekki á liði
sínu frekar en áður.
Þess má geta að jólatrésskemmt-
anir framsóknarkvenna í Reykjavík
voru undanfari þess að kvenfélagið
var stofnað, en á skemmtunum
þessum voru þau hjón Sólveig og
Eysteinn ætíð mætt með sinn
barnahóp sem stækkaði eftir því
sem árin liðu og barnabörnunum
fjölgaði.
Já, það eru margar minningarnar
í 50 ára sögu félagsins sem tengj-
ast Sólveigu. Hún var snyrtileg og
prúð í framkomu, kát og hress í
vinahópi. Sólveig talaði gott mál og
var hnyttin í tilsvörum. Röddin var
þýð og sveigjanleg og lét henni vel
að líkja eftir raddblæ, fasi og lát-
bragði sögumanna, enda lagði hún
stund á leiklist á yngri árum og
gekk í Leiklistarskóla Haraldar
Bjömssonar. Hún fór með nokkur
veigamikil hlutverk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur á þeim tíma.
Sólveig var forkur til vinnu að
hveiju sem hún gekk, var verkfús
og vinnusöm, féll aldrei verk úr
hendi. Hún var listfeng, fljótvirk
og vandvirk, hagsýn og útsjónar-
söm og því fengum við framsóknar-
konur svo sannarlega að kynnast.
Starf Sólveigar var ekki við það
miðað að hljóta daglaun að kvöldi,
heldur hitt að vinna þjóð sinni allt
það gagn er verða mætti.
Hún studdi mann sinn í stjórn-
málastarfi hans en vegur stjórn-
málamannsins er ekki alltaf rósum
stráður og Eysteinn komst ekki hjá
því frekar en aðrir að stundum var
á hann deilt. Þá reyndi á styrk
eiginkonunnar og eðli hennar sam-
kvæmt var stuðningur hennar
óbrigðull á hveiju sem gekk og
hvað mestur þegar harðast og
ómaklegast var að manni hennar
vegið.
Hún var gædd óvenjulegu
jafnaðargeði og andlegum styrk.
Það er mál þeirra sem best þekkja,
að þau hjón hafí verið samrýnd í
öllu og heimilislíf þeirra til fyrir-
myndar. Gagnkvæm ást og virðing
mótaði allt þeirra samlíf frá fyrsta
til síðasta dags. Vinátta Sólveigar
var eins og hún sjálf, trú og traust.
Megi þjóð okkar eignast margar
konur henni líkar.
Við sendum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hve ljúft er að verða að liði
um langan og fagran dag,
í kærleikans kyrrð og friði
svo kveðja um sólarlag.
(Steingrímur Arason)
Blessuð sé minning Sólveigar
Eyjólfsdóttur.
Sigrún Sturludóttir og
Þóra Þorleifsdóttir,
fyrrverandi formenn.
SÓLVEIG
EYJÓLFSDÓTTIR
SVANNI
Stangarhyl 5
Pósthólf 10210, 130 Reykjavfk
Kennitala: 620388 - 1069
Sfml: 567 3718 - Fax: 567 3732.
ASTA ARNADOTTIR
20-60% lcekkun á öllum vörum
úr vor- og sumarlistanum.
Útsöluvörur úr eldri listum seldar með 50%
aukaafslœtti á meOan útsalan stendur yfir.
20-60%
ÚTSJKLJk
Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10-18.
Lokað á laugardögum í sumar.
Pöntunarsími 567 3718.
+ Ásta Árnadóttir
fæddist á Hjalt-
eyri 19. ágúst 1916.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjavík 3. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Helga Gunnlaugs-
dóttir og Arni Ólaf-
ur Magnússon. Ásta
giftist Þórði Péturs-
syni og eignuðust
þau þijú börn. Þau
eru: Pétur, f. 14.7.
1944; Árni, f. 30.3.
1947, og Hafdís, f.
9.2. 1953.
Árið 1970 giftist Ásta Einari
V. Bæringssyni, sem lést 11.
janúar síðastliðinn.
Útför Ástu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, og hefst athöfnin
klukkan 15.00.
TENGDAMÓÐIR mín Ásta Árna-
dóttir er látin. Þar sem ég hef þekkt
Ástu í meira en 30 ár og verið svo
lánsöm að eiga þessa góðu konu
sem tengdamóður og ömmu barna
okkar Ama, liggur það í augum
uppi að skilnaðarstundin er sár.
Síðastliðin 18 ár höfum við hjón-
in verið búsett ásamt börnum okk-
ar, Þórði og Guðrúnu Ástu, í Krist-
iansand í Noregi. Ég tel að fjar-
lægðin vegna búsetu okkar erlendis
hafi fremur styrkt en skaðað sam-
band okkar við ömmu Ástu og Ein-
ar afa, eins og við nefndum þau í
daglegu tali.
Þau ár sem Ásta var við góða
heilsu kom hún hvert sumar til
Noregs og dvaldi hjá okkur í sínu
sumarleyfi. Þá var alltaf glatt á
hjalla, tíminn notaður
vel í hitanum og sólinni
í Kristiansand, legið á
ströndinni, siglt í
skeijagarðinum, farið
í sjóinn og notið lífsins.
Alltaf nennti amma
Ásta að segja krökkun-
um íslensk ævintýri
eða syngja með þeim
íslensk lög. Ef sólin
ekki skein var hún
komin í eldhúsið að
baka kleinur eða pöns-
ur. Þá var besti ilmur
í heimi á heimili okkar.
Fyrir nokkrum árum
fékk Ásta sjúkdóminn Alzheimer
og varð aldrei söm. Það er erfitt
að sjá sína nánustu veikjast og
geta ekkert gert og enn erfiðara
að vera svo langt í burtu, að ekki
er hægt að skreppa og líta inn til
þeirra.
Fyrir ári síðan fluttist dóttir okk-
ar til íslands og hún heimsótti
ömmu Ástu reglulega. Það var ekki
auðvelt fyrir tvítuga stúlku að sitja
hjá ömmu sinni banaleguna, en ég
held að hún standi sterkari eftir.
Hafdís mágkona mín var betri en
enginn. Þar sem hún er búsett úti
á landi, varð hún í óteljandi skipti
að fara frá bamahópnum til Reykja-
víkur til að sitja hjá mömmu sinni.
Það sem af er árinu 1995 höfum
við fyrst misst Einar afa, 11. jan-
úar, og nú hálfu ári seinna ömmu
Ástu. Sár er missirinn og erfitt er
fyrir Þórð son okkar að geta ekki
verið með okkur núna. Við viljum
með þessum orðum þakka ömmu
Ástu og Einari afa fyrir allt og allt.
Megi góður Guð geyma þau.
Ásta mín, ég þakka þér
allar góðar stundir.
Hef í hjarta mínu trú
að aftur verði endurfundir.
Guðrún S. Tryggvadóttir.
Það er erfitt að kveðja mömmu
sína, enda þótt maður hafi verið
að því í mörg ár. Það er erfitt að
horfa á þann sem maður elskar og
virðir kveðja smám saman á mörg-
um árum.
Ég veit, að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þó sé hún dauðaþreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.
Þetta ljóð Davíðs Stefánssonar
um Konuna sem kyndir ofninn minn,
lýsir mömmu betur en annað. Alltaf
var hún tilbúin að rétta öðrum hjálp-
arhönd en henni þótti alveg óþarfi
að verið væri að tala um það. Síðan
breyttist líf hennar þannig að hún
varð sjúklingur og þurfti að fá hjálp
frá öðrum. Alltaf var stutt í fallega
brosið og glettnina í augunum, það
sagði meira en mörg orð.
Það er erfitt að skilja að dauðinn
sé endapunktur. Ekki fleiri bros,
ekki fleiri hlýleg aunaráð.
Elsku mamma, hafðu þökk fyrir
allt og allt
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Hafdís.