Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 7 F' Mælt með Sig- urði Thorlacius sem trygginga- yfirlækni TRYGGINGARÁÐ og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins hafa mælt með að Sigurður Thorlac- ius, sérfræðingur í heila- og tauga- sjúkdómum, verði ráðinn trygg- ingayfirlæknir. Tryggingaráð tók afstöðu til 11 umsókna á fundi sínum á föstu- dag. Sigurður Thorlacius hlaut 4 atkvæði og Vigfús Magnús- son geðlæknir hlaut 1 atkvæði. Niðurstaðan var því sú að mælt var með Sigurði í stöðuna. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, kemst að sömu niðurstöðu í umsögn sinni. Karl Steinar mælir með að Vig- fús verði skipaður tryggingalæknir og staðgengill tryggingayfirlæknis. Vigfús hefur þegar verið settur tryggingalæknir í eitt ár og hefur gegnt stöðu tryggingayfirlæknis frá því Júlíus V alsson lét af störfum snemma í vor. Sigurður Thorlacius er 42 ára gamall og hefur starfað við sérr fræðistörf, m.a. við Landspítalann og Haukeland-sjúkrahúsið í Berg- en, frá því hann fékk sérfræðileyfi í taugalækningum árið 1986. Hann tók doktorspróf í læknisfræði frá háskólánum í Bergen árið 1989. Sigurður hefur verið kennslu- stjóri framhaldsmenntunar hjá læknadeild HÍ og Landspítalanum og lektor við HÍ í hlutastarfi og er í hlutastarfi í læknadeild Trygg- ingastofnunar. Hann hefur verið formaður Félags taugalækna frá 1994 og í stjórn Endurmenntunar- stofnunar Háskólans frá 1992. Hann hefur átt sæti í nefndum á vegum Landspítala, læknadeildar Háskóla íslands og Læknafélags íslands. Sigurður. er kvæntur Sif Eiríksdóttur, uppeldisfræðingi og félagsráðgjafa, og eiga þau tvö börn. Umsögn send ráðherra Umsagnir Tryggingaráðs og for- stjóra Tryggingastofnunar verða sendar heilbrigðisráðherra og skip- ar hann \ stöðuna. Nýr trygg- ingayfirlæknir tekur væntanlega við störfum um mánaðamótin júlí og ágúst. málum. m fÆI ISLENSK FJALLAGROS H F. FÆST I HEILSUBÚÐUM OC APÓTEKUM. FRETTIR Hugmynd ferðamálanefndar Græn orka í Reykjavík REYKJAVÍK, borg grænnar orku, er ein af þeim hugmyndum sem yaknað hafa hjá ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar með það að markmiði að búa tii nýja ímynd af borginni. Með grænni orku er átt við kalda og tæra, íslenska vatnið, hita- veituvatnið og raforkuna. Að sögn Helga Péturssonar, for- manns ferðamálanefndar Reykjavík- urborgar, er þetta liður í stefnumörk- un í ferðaþjónustu borgarinnar. Hug- myndin sé að koma því á framfæri að Reykjavík sé umhverfisvæn höf- uðborg. „Hingað til höfum við lagt áherslu á staðsetingu borgarinnar s.s. að hún sé höfuðborg norðursins en við viljum koma því á framfæri að hún sé um- hverfisvæn með hreint vatn og hreina raforku. Grunnhugmyndin er að þessi græna orka verði sýnilegri og aðgengilegri fróðleikur fyrir ferða- menn, jafnt innlenda sem erlenda, en nú er,“ segir Helgi. Komið hefur til tals að halda sýn- ingu, jafnvel margmiðlunarsýningu á grænni orku, t.d. í Perlunni þar sem segja má að kalt og heitt vatn og rafmagn mætist á einum stað. ^ HSM Pressen GmbH • Öruggir vandaöir pappírstætarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verð J. líSTVniDSSON HF. SKIPHOLII33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580 nyia ...þið eruð skráðir eigendur hans, ...fáið hann á staðgreiðsluverði -og tryggið hann þar sem ykkur hentar best! Sölumenn bifrdðaumboðanna annast útvegun lánsins á 15 mínútum. Allt að 5 ára lánstími* Allt að 100% lán -og lánskostnaður í lágmartó. *hámarkslán til 5 ára er 65% afbílverði M Glitiiirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsendir 560 88 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.