Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995 21 Ast hafði ég meyja KVIKMYNPIR Laugarásbíó DONJUAN DEMARCO ★ ★ Vi Leikstjórn og handrit: James Levin. Aðal- - hlutverk: Johnny Depp, Marlon Brando, Faye Dunaway. New Line Cinema. 1995. Hvað á að gera við ungan mann sem er klæddur eins og Zorro, seg- ist vera elskhuginn mikli Don Juan, og sem stendur uppi á stóru auglýs- ingaskiltí'og hótar að drepa sig? Eitt ráð er að gabba hann með því að þykjast vera Don Octavio de Flores og skella honum inná geðsp- ítala. Það gerir a.m.k. Marlon Brando í myndinni „Don Juan DeM- arco“ í hlutverki geðlæknis sem kallaður er á staðinn að tala um fyrir pilti. Á spítalanum fær Don Octavio (Brando hefur áður leikið Don með góðum árangri og við er- um minnt fínlega á það) að heyra ævintýralega sögu elskhugans mikla. Sú frásögn er ljúfsár harm- saga í lítilli snertingu við raunveru- leikann kannski, en fljótlega verður óljóst hvor er í meðferð, geðsjúkl- ingurinn eða geðlæknirinn. Sjálf er myndin einskonar með- ferð fyrir alla þá sem gleymt hafa ástinni í sínu daglega argaþrasi og hversdagsþusi. Hér drýpur hún eld- heit og eggjandi af hveiju strái. „Don Juan“ er ofurrómantísk gam- anmynd og dýrðaróður til kvenþjóð- arinnar þar sem sá fjallmyndarlegi Johnny Depp smellpassar í hlutverk Don Juan samtímans, sem sam- kvæmt eigin frásögn, naut eitt sinn ásta með 1500 konum. Enginn hef- ur næmara skyn á kvenfólki en hann, meiri kunnáttu í tælingar- tækninni, betri þekkingu á stundu fullnægingarinnar. Og allt kvenfólk er fallegt. Ég læt ekki sjónina tak- marka skynjunina, segir hann og það er svo sem ágæt leið til áð horfa á þessa mynd. Depp er góður leikari, sem er meira en hægt er að segja um marga af hans kynslóð í bandarísku kvikmyndunum, og tekur hlutverkið heillandi tökum með áherslu á hina töfrandi og ævintýralegu hlið elsk- hugans; hann talar löngunarfullur með mjög viðeigandi spænskættuð- um hreim og ber Zorrobúninginn glæsilega og dregur áreynslulaust upp ljúfsára mynd af manni yfir- komnum af ástartrega. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn, James Levin, tekst það sem hann ætlar sér með frumlegri upp- byggingunni þar sem villtur hugar- burður Don Juan, kvikmyndaður eins og hann er rakinn í meðferð- inni, á sér nokkra skírskotun i ævi hans. Veikasti hlekkur myndarinn- ar er hliðarsaga af Marlon Brando og eiginkonu hans, sem Faye Dunaway leikur. Söngur Don Juan um ástina fær Brando til að endur- meta ást sína á spúsu sinni og allt er það meira en lítið hallærislegt innlegg í annars skemmtilega mynd. Brando, einkar myndarlegur á þverveginn, er alltaf augnayndi og auðvitað er partur af brandaran- um að hann, þetta mesta kyntákn kvikmynanna, skuli sitja og hlusta á villtar ástarsögur á gamals aldri. Það skín af honum mannúðin og skilningurinn en hann er einhvern- veginn eins og skugginn af sjálfum sér frá því hann strauk leyndar- dómsfullur á sér skallann í Heims- enda nú, enda langt um liðið. Arnaldur Indriðason Dauðagríman sem kennd er við Darmstadt þar sem hún hefur verið geymd. Á Chandos-verkinu sést mein- semd í vinstra auga sem einn- ig eru merki um á grímunni. Yar Shakespeare með krabbamein í auga? ÞÝSKIR vísindamenn segjast ekki aðeins hafa sannað að dauða- gríma, sem lengi hefur verið deilt um hvort sé af William Shakespe- are, sé ekki aðeins af skáldinu, heldur hafi þeir einnig fundið augnhár hans í grímunni, að því er fram kemur í The Independent Hart hefur verið deilt um grím- una frá því að þýska borgin Mainz festi kaup á henni árið 1960. Bret- ar hafa farið fremstir í flokki þeirra sem full- yrða að hún sé ekki af Shake- speare en þýskir fræðimenn hafa verið á öðru máli. Nú segjast Þjóðveijar hafa sönnun fyrir máli sínu. Þýska lög- reglan hafi gert afsteypu af and- litinu sem gríman er af og borið saman við tvö málverk af Shakespeare, eftir málarana Chandos og Flowers. Niðurstaðan var sú að sautján atriðum bar saman, sem tekur af allan vafa um að gríman, svo og myndirnar séu af skáldinu, að sögn Hildegard Hammerschmidt-Hummer, pró- fessor við háskólann í Mainz. Þá var yfirmaður augnlækn- ingadeildarinnar í Wiesbaden fenginn til þess að finna skýringu á jneinsemd í vinstra auga, sem virðist hafa hrjáð Shakespeare samkvæmt málverkunum tveimur. í grímunni eru merki um bólgu við augað sem læknirinn telur hafa verið merki um krabbamein. Talið er að Chandos-verkið sé upprunalegt, ekki síst vegna þess að ljóðskáldið Sir William Davenant átti það og síðar leikarinn Thomas Betterton. Meiri vafi leikur á upp- runa Flowers-verksins, sem marg- ir halda fram að hafi verið gert löngu eftir lát Shakespeares. Einn og sami maðurinn Hammerschmidt-Hummer full- yrðir hins vegar að myndirnar séu af einum og sama mannin- um. Nefnir hún m.a. því til sönnunar að mynd Flowers hafi verið fyrir- mynd að mynd skáldsins sem grafin er í út- gáfu verka hans árið 1623, sjö árum eftir dauða hans. En Hammer- schmidt Hum- mer viðurkennir einnig að vissu- lega hafi leikið mikill vafi á áreið- anleika myndanna og grímunnar, sem skaut upp kollinum á markaði í Þýskalandi árið 1840 og er dán- ardægur Shakespeares, 1616, grafið í hana. Bretar hafa ekki tekið undir ánægju Þjóðveijanna með niður- stöður rannsóknanna. Segja þeir enn ekkert vitað um verustað grímunnar áður en hún fannst fyrir hálfri annarri öld. Þá hafi menn enga hugmynd um lit auga- brúna Shakespeares og engar samtímalýsingar séu til af honum. Því sanni augnhárin í grímunni ekki nokkurn skapaðan hlut. Bretar og Þjóðverjar hafa deilt hart um hvort dauðagríma sem kennd er við skáldið, sé raunverulega af Shakespeare. Nú hafa þýskir fræðimenn rannsakað hana og segjast sjá merki um að hann hafi verið með krabbamein Blab allra landsmanna! Gautaborg Hjá Eimskip í Svíþjóð bjóðast þér víðtækir möguleikar enda státar Gautaborg af stærstu vöruhöfn á Norðurlöndum. Um höfnina fer um hálf milljón gáma á hverju ári. Gautaborg er miðpunktur flutninga í Skandinavíu og þangað liggur leið fjölmargra aksturs-, járnbrauta- og skipafélaga. í Gautaborg eru því allar leiðir opnar fyrir útflytjendur vegna áframflutnings, hvort sem áfangastaðurinn er Finnland, Eystrasaltslöndin, Rússland eða önnur fjarlæg lönd. Gautaborg er jafnframt hagkvæm lestunarhöfn fyrir innflytjendur. Tvö gámaflutninga- skip annast Norðurlandaflutninga Eimskips. Þau lesta vöru í Gautaborg á hverjum föstudegi og eru komin til Reykjavíkur næsta miðvikudag. „Hjá Eimskip í Gautaborg og innflutningsdeild Eimskips býðst þér víðtæk ráðgjöf og þjónusta þegar inn- og útflutningur um Svíþjóð er annars vegar." Benedikt Ingi Elisson, forstöðumaöur Eimskips í Gautaborg Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.