Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
HÁTÍÐARSAMKOMA við Tjarnarborg. Á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, for-
seti bæjarsljórnar Þorsteinn Ásgeirsson, Björn Rögnvaldsson sýslumaður, Hálfdan Kristjánsson
bæjarstjóri og Sigríður H. Jónsdóttir, deildarsérfræðingur á forsetaskrifstofunni.
Forseti Islands heimsótti
Ólafsfjörð á afmælinu
VIÐ INNGANGINN að sýningu safnara í Gagnfræðaskólanum
eru sýndir íslenskir búningar sem Maríanna Ragnarsdóttir hefur
saumað og vefnaður eftir Hólmfríði Völu Svavarsdóttur.
EFTIR stutt hret í liðinni viku
lék veðrið við Ólafsfirðinga nú
um fyrri afmælishelgina og mik-
ill fjöldi manna tók þátt í hátíðar-
höldunum, bæði á laugardaginn,
þegar forseti Islands, Vigdís
Finnbogadóttir, sótti Ólafsfjörð
heim, og á sunnudag, þegar fjöl-
mennt var á sýningar þær sem
haldnar eru í tilefni afmælisins.
Snemma morguns á laugardag
voru fánar dregnir að húni um
allan bæ og hátíðarsvipur færðist
yfir allt. Skömmu eftir hádegi
lenti flugvél Flugmálastjórnar á
Ólafsfjarðarflugvelli og þar tóku
Hálfdán Kristjánsson bæjarsljóri
og Björn Rögnvaldsson sýslu-
maður á móti forsetanum.
Fjölmenni hyllti forsetann
Við Tjarnarborg tóku Ólafs-
firðingar á móti forseta sínum.
Þar var mikið fjölmenni saman
komið, allir í hátíðarskapi og upp
á búnir og börn með islenska
fána í höndum. Forseti bæjar-
stjórnar, Þorsteinn Ásgeirsson,
bauð forseta velkominn og Vig-
dís Finnbogadóttir forseti ávarp-
aði hátíðargesti.
Að þessari móttökuhátíð lok-
inni var Vigdís forseti viðstödd
þegar Hús aldraðra var vígt, en
þar er hin myndarlegasta að-
staða fyrir eldri borgara í Ólafs-
firði. Troðfullt hús var þar og
aldraðir Ólafsfirðingar fjöl-
menntu til að hitta forseta sinn
og urðu þar miklir fagnaðar-
fundir í myndarlegu kaffisam-
sæti.
Um allan bæinn var fjöldi
manna í afar góðu veðri. Fjöl-
margir brottfluttir Ólafsfirðing-
ar komu heim til að vera þessa
hátíðarhelgi og eins kom margt
gesta úr nágrannabæjunum til
að samfagna Ólafsfirðingum.
Mjög mikil aðsókn var að sýning-
um þeim sem komið hefur verið
upp í tilefni afmælisins og for-
seti Islands skoðaði þær um mið-
bik dagsins.
Horfðu mjög glaðir um öxl
Að loknum kvöldverði bæjar-
stjórnar með forseta íslands á
Hótel Ólafsfirði var haldið í
Tjarnarborg þar sem Vigdís
Finnbogadóttir var heiðursgest-
ur á frumsýningu söguannálsins
Horfðu glaður um öxl eftir Guð-
mund Ólafsson leikara og rithöf-
und. Sýningin þótti einstaklega
vel heppnuð og áhorfendur velt-
ust um af hlátri þegar þættir úr
sögu byggðarlagsins voru dregn-
ir fram á sviðið í spaugilegu ljósi.
Vigdís forseti virist skemmta
sér hið besta, ekki síður en
heimamenn, og fór að lokinni
sýningu að tjaldabaki og heilsaði
leikendum og aðstandendum sýn-
ingarinnar og fagnaði þeim. Að
því loknu flaug foretinn heim
eftir viðburðaríkan dag.
Afmælishátíð Ólafsfirðinga
heldur áfram alla þessa viku og
lýkur á sunnudag. Sýningar
verða opnar alla daga og leikja-
námskeið verðafyrir börn og
unglinga á þriðjudag og miðviku-
dag.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
FORSETI íslands við vígslu Húss aldraðra í Ólafsfirði
Pappír
endurunninn
á Akureyri
MIKIL umræða hefur að undan-
förnu farið fram um söfnun og
endurvinnslu á pappír.
Úrvinnslan hf. á Akureyri
hefur nú starfað í tvö ár, en all-
an þann tíma hefur hún tekið á
móti öllum úrgangspappír frá
heimahúsum, dagblöðum, tíma-
ritum, skoluðum mjólkurfernum,
eggjabökkum og fleiru af því
tagi og einnig plastfilmu, sem
til fellur á heimilum. Þessi heim-
ilisúrgangur er endurunninn í
verksmiðju úrvinnslunnar og
meginafurðin er kubbar, sem
notaðir eru sem miliilegg í vöru-
bretti. Brettin eru smíðuð á
Húsavík og í Reykjavík og nokk-
ur stór fyrirtæki eru svo um-
hverfisvæn að velja frekar þessi
bretti, með endurunnu milli-
leggi, en hefðbundin bretti með
timburklossum. Má þar nefna
Granda hf. og Vífilfell.
Pappírsúrgangi
safnað í tvö ár
Tryggvi Árnason fram-
kvæmdastjóri Úrvinnslunnar
segir að frá upphafi hafi verið
söfnunargámur á svæði fyrir-
tækisins við Réttarhvamm.
Þangað hafi fólk komið með
úrgangspappír og plastfilmu.
Fyrir rúmu ári hafi auk þess
verið komið upp þremur gámum
fyrir þennan heimilisúrgang við
stórverslanir og nýlega hafi
gámunum verið fjölgað svo þeir
séu nú orðnir sex auk stórs gáms
við Úrvinnsluna.
Auk þess sem safnað er af
úrgangspappír frá _ heimilum
sagði Tryggvi að Úrvinnslan
hefði afar gott samstarf við
Morgunblaðið og allur úrgangs-
pappír frá prentsmiðju og rit-
stjórn blaðsins í Reykjavík, um
það bil 35 tonn á mánuði, kæmi
norður og væri endurunninn hjá
Úrvinnslunni og sömu sögu er
að segja um pappírsúrgang frá
Degi og Dagsprenti og fleiri
prentsmiðjum á Akureyri.
Bændaplast endurunnið
Auk pappírs tekur Úrvinnslan
á móti rúllubaggaplasti og
áburðarpokum úr sveitum, sem
malað er ásamt pappírnum við
gerð brettakubbanna. Tryggvi
sagði að smám saman væri að
komast á skipulag við að safna
saman þessu bændaplasti í
Húnavatnssýslum, Skagafirði,
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Mönnum væri sífellt meiri akkur
í að koma þessu efni til endur-
vinnslu í stað þess að þurfa að
brenna það eða urða.
Gríðarlega mikið plast fellur
til í sveitum, en á móti hveijum
70 tonnum af pappír 'sem Úr-
vinnslan notar í brettakubbana
eru notuð 30 tónn af plasti.
Tilraun með arinkubba
Hjá Úrvinnslunni er að jafnaði
ekki tekið við bylgjupappa eða
þvílíkum umbúðum, en Tryggvi
Árnason sagði að tilraunir hefðu
verið gerðar með að tæta pappa
og móta eldsmat, arin- eða
ofnkubba og hefði það gengið
vel, kubbarnir brynnu ágætlega,
brunatími væri 2 til 3 tímar. Enn
vantaði þó íblöndunarefni til að
auðvelda íkveikju í kubbunum.
Með því að ná fram þeim bótum
á þessari framleiðslu og með
auknum vélakosti taldi Tryggvi
greiða leið til að endurvinna tals-
vert magn af bylgjupappa og
pappakössum.
Taka pappírsrusl með
sér á leið út í búð
Tryggvi Árnason lagði
áherslu á að Úrvinnslan vildi
hafa sem best samstarf við fólk
sem þarf að losa sig við pappírs-
og plastúrgang á heimilum. Þess
vegna væru nú komnir söfnun-
argámar við allar helstu verslan-
ir á Akureyri svo fólk gæti auð-
veldlega tekið með sér pappír
og plastfilmu sem til fellur heima
og losað sig við þetta um leið
og innkaup til heimilisins eru
gerð. Það færi smám saman
vaxandi að fólk nýtti sér þessa
aðstöðu, enda staðreynd að
pappír og plstfilma væri veruleg-
ur hluti húsasorps, jafnvel meira
en helmingur sorps á venjulegu
heimili.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
TRYGGVI Árnason og Sólveig Ása Tryggvadóttir
við pappírsgáminn sem stendur við verslunar-
miðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri.