Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ^úðkaupsveislur—útisamkornur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. N Risotiöld - ^©isiutB<i)0^oo "og ýmsir fy|s|hlutir «>« ' 8 T|öl<i * Ekki treysta ó veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - jxið marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tfaldgótf og tjaldhitarar. iQelga ikáta ..rræo skötum á hetmavelli s&nl 562 1390 • fax 552 6377 LÁDA SAFÍR Frá 588.000 kr. \ 148.000,-kr. út og’ 14.799,- kr. í 36 mánuði. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 Sýningatjald við Seglagerðina í Reykjavík Kaffitjald í Kaupmannahöfn Lýðveldistjöldin eru íslensk framleiðsla hönnuð af Einari Þorsteini Ásgeirssyni. Hægt er að fá tjöldin í mismunandi stærðum; 25m2, 70m2, 120m2og 220m2. Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 51 I -2200 Veitingatjald við Bláa lónið Blab allra landsmanna! - kjarni máisins! I DAG SKÁK Umsjðn Margcir Pctursson SVARTUR á leik: Þessi staða kom upp stystu vinningsskákinni é opna mótinu í Kaupmanna- höfn. Per Rasmussen (2.250) hafði hvítt en Erik Brondum (2.245) hafði svart og átti leik: 9. — Bh3! og þessum þrumu- leik lék Brandum með þvílík- um sannfæringarkrafti að Rasmussen sá sitt óvænna og gafst upp. En glöggir les- endur hafa líklega tekið eftir að undir stöðumyndinni stendur ekki „svartur leikur og vinnur“. Uppgjöfin var nefnilega engan veginn tímabær. Eftir 10. Rxd4 — Bxg2 11. Bg5! má nefnilega svara 11. — f6? með 12. Re6. Best virðist 11. — Bf6 12. Rxf6+ - Rxf6 13. Hgl — Bxe4 14. dxe4 — cxd4 og svartur er peði yfir, en skákin er rétt að byija. Með morgun- kaffinu A Ast er... að deila öllu, mat- reiðslu, matartíma og uppþvotti. TM R*a U.S P*t Off.-«ll riflhU r«a«rvwJ o 1993 Loa AngaUs Times Syndkute / Heyrnarmælingar- tæki okkar eru hár- námkvæm Farsi VELVAKANDI Svarar í sínia 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Gullhálsmen tapaðist LÍTIÐ gullhálsmen, sem er eins og höfrungur í keðju tapaðist mjög lík- lega á Kambsveginum 28. maí sl. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 562-1747. Hliðartaska tapaðist SVÖRT lítil hliðartaska tapaðist úr fatahenginu í Þjóðleikhúskjallaranum aðfararnótt sl. sunnu- dags. Skilríkin úr vesk- inu fundust niðri í bæ en ýmislegt fleira var í því, s.s. glænýtt ilmvatn, snyrtivörur o.fl. Kannist einhver við að hafa fund- ið veski í miðbænum eða við Þjóðleikhúskjallarann er hann vinsamlega beð- inn að láta vita í síma 587-1556. Kettlinga vantar heimili TVO tíu vikna gamla kettlinga, fress og læðu, vantar góð heimiii. Þeir eru af gerðinni Brown- Tabby, mjög fallegir á litinn, blíðir, góðir og barnvæniii. Kettlingamir eru loðnir og mjúkhærð- ir. Uppl. í síma 553-6781. LEIÐRÉTT Viku of snemma Greint var frá því í laugardagsblaði Morgun- blaðsins að Steinunn Helga Sigurðardóttir hefði opnað sýningu í Við hamarinn í Hafnarfírði. Að sönnu mun Steinunn Helga opna sýningu á verkum sínum, en það verður ekki fyrr en næst- komandi laugardag, þann 15. júlí. Listakonan og aðrir eru beðin velvirðing- ar á þessari ótímabæru frétt. Soffía frænka Á laugardag var frétt í blaðinu um Kar- demommubæinn sívin- sæla, sem Þjóðleikhúsið tekur til sýninga á næsta leikári. Ekki tókst betur til en svo, við mynd- skreytingu fréttarinnar að röng mynd slæddist með, sem er af Krist- björgu Kjeld úr leikritinu Stræti og sagði í mynda- texta að myndin væri af Ólafíu Hrönn í hlutverki Soffiu frænku. Viðkom- andi eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Fiskveiðasjóður í athugasemd Fisk- veiðasjóðs á viðskiptasíðu á föstudag vegna fréttar blaðsins um lántöku Granda hf. hjá Norræna fjárfestingarbankanum féll niður setning. Fram kom að fastir vextir af lánum i jenum eru nú um 2,8% en hins vegar féll niður setningin: „Ofan á fasta vexti telur hann álag NIB vera 0,21% og ríkisábyrgðargj ald 0,25%.“ Beðist er velvirð- ingar á þessum mistök- um. Ragnar Thorseth í viðtali við Ragnar Thorseth, leiðangurs- stjóra á Gaia, á sunnudag var ættarnafn hans rangt stafsett. Þá víxsluðust tölur í ártali, víkingaskip- ið Hjemkomst sigldi til Noregs árið 1982. Víkverji skrifar... VÍKVERJI þekkir mann sem fékk sér GSM-farsíma fyrir nokkru, en vinnu hans vegna var hér um bil ómögulegt að ná í hann á vinnutíma. Um daginn brá hann sér inn á Póst og síma til að athuga hvað það kostaði að flytja símtöl á milli sima. Þá komst hann að því að Póstur og sími hafa búið mjög svo haganlega um hnútana og ekki er nokkur leið að komast ódýrt frá símtölunum. Eftir því sem Víkveiji kemst næst er málum þannig háttað að ef ein- hver hringir heim til þín og þú ert búinn að flytja símtalið í GSM-síma þá borgar sá sem hringdi innanbæj- arsímtal en þú borgar mismuninn' upp í GSM-skrefagjald. Þar með fær Póstur og sími annars vegar gjald fyrir innanbæjarsímtal frá þeim sem hringdi og hinsvegar mismuninn upp í GSM-símgjöld frá þeim sem hringt var í, fyrir eitt og sama símtalið. Sé hins vegar hringt í GSM-síma og þú ert búinn að færa hringinguna yfir í heimasímann þá borgar sá sem hringdi í þig GSM-símtal en ekki innanbæjarsímtal. Þessi verðmunur er því alltaf Pósti og síma í hag því þeir breyta gjaldinu einungis í aðra áttina, þ.e.a.s. upp á við. Reglan hjá Pósti og síma er sem sagt sú að sá sem hringir borgar gjald samkvæmt gjaldskrá þess númers sem hann hringdi í en sá sem færði hringinguna borgar mis- muninn. Mínútan í GSM-síma kostar tæpar 25 krónur, um 16 krónur í venjulegum farsíma, en eitt skref í venjulegum síma kostar um 3 krón- ur og á ódýrasta tímabili er hvert skref allt að fjórar mínútur, Þessi mismunur er því töluverður. Þá þarf einnig að greiða fyrir sím- talaflutninginn, en það eru einungis tvö eða þijú skref fyrir hvem flutn- ing. xxx ETTA eru upplýsingarnar sem kunningi Víkverja fékk hjá Pósti og síma en hann setti af- greiðslufólkið í mikinn vanda með þessum spurningum og bar ekki öllum saman. Honum fannst þetta dýrt og leigði sér því talhólf hjá Pósti og síma, en það er einskonar símsvari sem hringir í viðkomandi þegar skilaboð eru lögð inn í hólfið. Þar ætlar hann að lesa inn skilaboð og vísa í öll símanúmerin sín eða bjóða viðkomandi að leggja inn skilaboð. VÍKVERJI vildi fá vissu sína í þessu máli og hringdi á tvö pósthús til að fá þetta staðfest. Þar bar fólki ekki saman, á öðru póst- húsinu var honum var sagt að ein- ungis þyrfti að borga mismuninn upp í dýrara símtalið en hinu að það þyrfti að borga bæði gjöldin að fullu. Víkverji er því enn ekki með á hreinu hvað svonalagað kostar, en veit þó að það er dýrt, hann er líka að verða alveg ruglaður í allri þess- ari símatækni. Það nýjasta sem hann heyrði var að nú er hægt að fá sér einhverskonar símtól og tengja við tölvuna hjá sér og þá er hægt að tala við fólk út um all- an heim í gegnum tölvuna, sé mót- aðilinn einnig með svona apparat. Þetta fer allt í gegnum Internetið sem er að leggja Island að fótum sér. Víkveija var sagt að mínútan í svona „símtali" kostaði aðeins um 40 aura hvert út í heim sem hringt er. Víkverji bíður bara eftir því að boðið verði upp á símtöl „að hand- an“ og hann geti spjallað við vini og vandamenn sem farnir eru yfir móðuna miklu. Þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.