Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995 31 MINNINGAR SIGRIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR + Sigríður Frið- riksdóttir fædd- ist á Löndum í Vest- mannaeyjum 23. júní 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. júní 1995. Foreldrar hennar voru Elín Þorsteinsdóttir húsmóðir, ættuð frá Dyrhólum í Mýrdal, og Friðrik Svipmundsson skip- sfjóri og útvegs- bóndi frá Loftsöl- um í sömu sveit. Systkini hennar í aldursröð voru: Matthildur, Jengst af hús- móðir í Kanada, Asmundur, skipstjóri, Sigríður var þriðja í röðinni, næst yngst var Þóra og yngstur var Þorsteinn, þau dóu bæði ung. Að auki ólu þau Friðrik og Elín upp Arna bróð- urson hans og Guðrúnu Jóhann- esdóttur, sem býr í Reykjavík og ein lif- ir af þessum hópi. Eiginmaður Sig- ríðar var Hjalti Árnason frá Höfða- hólum á Skaga- strönd, f. 21. ágúst 1903, d. 28. júní 1961. Dætur þeirra eru Nanna húsmóð- ir í Grindavík, Hrönn loftskeyta- maður á Reykjavík- urradíói, Elín sál- fræðingur, búsett í Englandi, og Hrefna húsmóðir og víóluleik- ari í Austurríki. Að auki ól hún upp Sigríði Jónsdóttur, dóttur Elinar, með henni. Barnabörn Sigríðar eru sjö talsins og barnabarnabörn tvö. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 3. júlí síðastliðinn. MEÐ nokkrum orðum vil ég minn- ast Siggu föðursystur minnar, sem lengst af var búsett á Njálsgötu 7 í Reykjavík. Hún var fædd á Lönd- um í Vestmannaeyjum. Heimilið var mannmargt eins og heimili útvegsbænda í Vestmannaeyjum á þeim tíma. Þar áttu heima fyrir utan fjölskylduna, sjómenn og landmenn, sem voru beitu- og að- gerðarmenn og vinnukonur. Þetta var heimili, þaðan sem gerðir voru út bátar og landbúnaður var stund- aður með sauðfé og kýr. Einnig fuglatekja, fýll og lundi, og egg voru sótt í björg. Sigga minntist oft á öll þessi störf og fólkið sem við þetta vann. Sjálf fór hún eins og önnur börn frá svona heimilum, fljótt að taka þátt í allri þessari vinnu. Heyskap og saltfiskþurrkun á stakkstæðum á sumrin og að pakka honum síðan til útflutnings. Einnig að reyta fýl og lunda, hnýta á og setja upp línu á haustin, verka sundmaga og margt annað sem gera þurfti og börn og unglingar gátu unnið. Ung fór hún til náms í Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga enda bráð- vel gefin. Á skólatímanum í Reykja- vík bjó hún hjá þeim heiðurshjónum Hólmfríði Þorláksdóttur og ísleifi Jónssyni í Bergstaðastræti 3. Hún lét alltaf mikið af því heimili og heimilisfólkinu öllu og hélt tryggð við afkomendur þeirra til dauða- dags. Eftir gagnfræðaprófið hóf hún störf hjá Ragnari Jónssyni í Smára, fyrst sem sendill og síðar við skrif- stofustörf. Alltaf minntist hún ár- anna hjá Ragnari í Smára með ánægju. Þegar hún fór að dvelja í Reykja- vík kynntist hún jafnaðarstefnunni, og í framhaldi af því gekk hún í Kommúnistaflokkinn 1936. Þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum Hjalta Árnasyni, sem var einn af stofnendum þess flokks. Sambúð þeira varð innileg og góð, þar sem gagnkvæm virðing þeirra hvort til annars var áberandi. Frá- fall Hjalta sem varð snöggt og fyrir- varalaust, varð henni mikið áfall, en hún stóð eins og klettur í þeirri miklu sorg. Hjalti hafði verið kvæntur áður og átti tvö börn, Hörð og Ingibjörgu Olgu eða Gógó eins og hún er kölluð. Alla tíð hefur verið hlýtt og innilegt samband milli hennar og Siggu. Einnig átti hann soninn Barða sem dó 16 ára gamall. Heimilislífið á Njálsgötunni og annars staðar, þar sem þau Hjalti og Sigga bjuggu var mjög lifandi og litríkt. Þangað komu flokks- systkin þeirra mikið og ræddu mál- in og þáðu góðgerðir. Pólitíkin var þó lögð til hliðar, þegar við ættingj- arnir eða aðrir andstæðingar þvert hinum megin í þeim málum komum í heimsókn. Og margir voru með ' lykla að Njálsgötunni, því það þótti sjálfsagt að gestir færu inn og fengju sér kaffi og meðlæti, þótt enginn væri heima. Yngsti sonur okkar Erlu var alltaf með lykil, þegar hann stundaði háskólanám skammt frá Njálsgötunni, og ef Sigga var ekki heima var máltíð til reiðu fyrir hann þegar hann kom. Sigga var mikil baráttu- og kven- réttindakona og friðarsinni. Hún var lengi í stjórn Kvennafélags Sósialista og var formaður Kvenna- deildar MIR, Menningartengsla Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna, frá upphafi og einnig í stjórn Verka- kvennafélagsins Sóknar. Hún barðist líka fyrir viðurkenn- ingu Austur-Þýskalands og var henni veitt orða af stjórn þess lands fyrir framgöngu sína. Vegna þess- ara starfa fór hún margar ferðir til Ráðstjórnarríkjanna gömlu og Austur-Þýskalands. Þar hélt hún ræðu um landhelgismál okkar þegar við áttum í útistöðum við Breta vegna útfærslu fiskveiðimarkanna í 200 sjómílur 1976. Á seinni árum, eftir að Sósíalista- flokkurinn varð allur, studdi hún Samtök um kvennalista vel og dyggilega og var í nefnd til undir- búnings fyrsta kvennafrídeginum á íslandi. Henni fannst mjög gaman að starfa með þessum duglegu kon- um og fannst sem hún sæi þar nýja kynslóð halda jafnréttisbarátt- unni áfram. Þegar hún missti Hjalta. 47 ára gömul frá fjórum dætrum, hafði hún alltaf unnið að hluta til úti með heimilisstörfunum, en eftir það all- an daginn og fljótlega í þvottahúsi Landspítalans, sem aðstoðarfor- stöðukona til starfsloka 1984. Hún hafði hlakkað mikið til þess tíma. Þá ætlaði hún að lesa allar bækurn- ar, sem hún hafði ekki komist yfir að lesa, hlusta á tónlist og ferðast. Hún var mikil tungumálamann- eskja. Frábær í ensku, vel talanadi á dönsku og þýsku, og hún fór að læra rússnesku eftir starfslok ásamt áframhaldandi þýskunámi. Hún var tónlistarunnandi, fór mikið á tónleika og var meðlimur í Tónlist- arfélagi Reykjavíkur frá upphafi. Hún tók mikið af myndum á ferða- lögunum erlendis, sem hún geymdi vel og skipulega og hélt þá einnig dagbók. Árið 1958 tók hún móður sína Elínu á Löndum inn á heimilið sitt og þar dvaldi hún við góðan kost og atlæti til 1968, þegar hún flutt- ist á Hrafnistu. Eftir fimm ár á eftirlaunum veiktist Sigga af Parkinsonveik- inni, dró hún smátt og smátt úr henni mátt og þrek. Síðustu 8 mánuðina sem hún lifði dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík, en kom öðru hvoru heim á Njálsgötuna með Hrönn dóttur sinni, en þau ferðalög enduðu eins og önnur og hún lést eins og fyrr segir 25. júní sl. Okkur Erlu, sonum okkar og systur minni, Ellu Fríðu, og hennar fjölskyldu í Svíþjóð, reyndist hún mikið vel. 011 sendum við frænkum okkar, systrunum af Njálsgötunni og börnum, dýpstu samúðarkveðj- ur. Friðrik Ásmundsson. Emdiykkjur Glæsileg kaffi- hladborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 & FLUGLEIÐIR HÖTEL LÖFTLEIÐIR Friðfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einníg umhelgar. Gjafavörur. Sianens í eldhúsið! Gufugleypar - i öll alvöru eldhús. E3 Eldavélar - sigildar gæöavélar. □ Innbýggðir ofnar - þeir gerast ekki betri. E3 Örbylgjuofnar - mikið úrval og gott verð. E3 Helluborð - treystu Siemens. Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum, helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum. Gæða-eldunartæki til að pryða eldhúsið þitt. Þúáttþaðskilið. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir Borgarfjörðun Rafstofan Hvítárskála Hellissandur. Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrtmsson • Stykkishólmun Skipavík • Búðardalur. Ásubúð • Isafjörður Póllinn Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavfk: öryggi • Þórshöfn: Norðurraf ■ Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður. Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir. Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirðí: Kristall • Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi S-rm 567-1800 ^ Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. M. Benz 230E '91, svarblár, sjálfsk., ek. aðeins 41 þ. km., ABS-bremsur, fjarst. læsingar og þjófav., sóllúga, geislasp. o.fl. V. 3,3 millj. Sk. ód. MMC Colt EXE ’92, hvítur, 5 g., ek. 69 þ. km, samlitir stuðarar, hiti í sætum o.fl. V. 790 þús. Suzuki Vitara JSi ’92, hvítur, 5 g., ek. aðeins 26 þ. km., fallegur jeppi. V. 1.530 þús. MMC Colt GLi '93, hvítur, 5 g., ek. 32 þ. km., hiati í sætum o.fl. V. 1.040 þús. Ford Explorer Eddie Bauer V-6 ’91, svart- ur, sjálfsk., ek. 67 þ. km., leðurinnr., rafm, í öllu. Toppeintak. V. 2.550 þús. Nissan Sunny 2000 GTi '92, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu, ABS o.fl. V. 1.230 þús. Toyota Corolla GL Speciai Series ’92, steingrár, 5 g., ek. 49 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús. Range Rover 4ra dyra ’87, grásans., 5 g., ek. 130 þ. km. Tilboðsverð kr. 1.400 þús. Toyota Corolla XLi Liftback S Series '94, rauður, 5 g., ek. 22 þ. km., rafm. í rúðum, þjófavkerfi, álfelgur o.fl. V. 1.250 þús. Grand Cherokee Limited V-8 ’94, græns- ans., sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km., leður- innr., álfelgur, geislasp., einn með öllu. Sem nýr. V. 4.550 þús. BMW 3161 4ra dyra '93, svartur, 5 g., ek. 25 þ. km, toppeintak. V. 1.800 þús. Toyota Carina E (2.0) ’93, rauður, sjálfsk., ek. 35 þ. km., ABS bremsur, álfelgur o.fl. V. 1.590 þús. Fylgstu meb í Kaupmannahöfm Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.