Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 49 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Slapp vid að spila gegnKR |^etta er í fyrsta skipti sem ég fer í svona æfingabúðir og ég kann vel við mig. Æfingarnar eru skemmtilegar og félagsskap- urinn góður, segir Heiða Kristín Víðisdóttir úr Leiftri frá Ólafs- firði. Heiða leikur ýmist sem miðju- maður eða vængmaður með öðr- um flokki félagsins og hún hefur einnig fengið að spreyta sig með meistaraflokknum. Enginn þriðji flokkur keppir á vegum Leifturs í kvennaflokki vegna þess að fáar stúlkur í þeim aldursflokki æfa knattspyrnu á Ólafsfirði. „Við erum í annarri deild og ég fór að spila með meistara- flokki núna í ár. Það getur stund- um verið erfitt að leika með tveimur flokkum þegar margir leikir eru í röð. Við erum hins vegar dottnar út úr bikarkeppn- inni eftir tap gegn KR 15:0 svo leikirnir verða eitthvað færri fyrir bragðið,“ sagði Heiða. „Sem betur fer spilaði ég ekki þann leik, ég var látin hvíla.“ Morgunblaðið/Frosti • NEMENDUR f knattspyrnuskóla fyrlr stúlkur sem fæddar eru 1981 var haldinn að Laugarvatni og lauk sl. föstudag. Aftasta röð frá vinstri: Þóra Helgadóttir [Val], Ragnhildur Ágústsdóttir [Haukum], íris Sigurðardóttir [ÍBV], Árdís Ármannsdóttir [UMFA], Elín Jóna Þorsteinsdóttir [KR], Laufey Ólafsdóttir [Val], Guðrún Gunnarsdóttir [KR], Þóra Lilja Sigurðardóttir [Haukum], Arna Steinsen skólastýra. Þriðja röð frá vinstri: Eyrún Eyleifsdóttir [ÍA], Erna Björg Gylfadóttir [ÍA], Kolbrún Georgsdóttir [Leikni], Jónína Guðbjartsdóttir [Hvöt], Hugrún Sif Hallgrímsdóttir [Hvöt], Hulda Sigmundsdóttir [FH], Ingibjörg Sigurðardóttir [Fylki]. Önnur röð frá vinstri: Marín Sörens [Víkingi], Eyrún Jónsdóttir [UMFG], Herdís Jónsdóttir [Stjömunni], Ema Sigurð- ardóttir [Stjömunni], Heiða K. Víðisdóttir [Leiftri], Steinunn Jóhannsdóttir [Þór Akureyri], Brynja Árnadóttir [Fjölni] og Bára Gunnarsdóttir [UBK]. Fremsta röð frá vinstri: Gyða Ingólfsdóttir [Víkingi], Bryndís Jóhannesdóttir [ÍBV], Björk Óladóttir [Leiftri], Anna Hilmarsdóttir [UMFA], Anna Björg Bjömsdóttir [Fylki], Eva Ósk Ólafsdóttir [Fjölni], Guðrún Sveinsdóttir [FH] og Rósa Ragnarsdóttir [UMFG]. Á myndina vantar Aðalheiði Kristjánsdóttur úr Breiðabliki. HUGRÚN Hallgrímsdóttlr Hvöt, Anna BJörg Björnsdóttlr Fylki og Eva Ósk Ólafsdóttlr FJölni. Áhuginn mikill hjá Fylki en Hvatarstelpur rétt ná í lið Flugurnar eru erfiðastar að eiga við, var samdóma álit þeirra Hugrún- ar Hallgrímsdóttur úr Hvöt, Önnu Bjargar Bjömsdóttur úr Fylki og Evu Óskar Ólafsdóttur Fjölni en mikið var um mý við vatnið skóladag- ana. Hugrún sagði að áhuginn væri meiri á Blönduósi fyrir knattspymunni yfír vetrarmánuðina. „Sumar stelpumar em hættar að nenna þessu og við rétt náum í lið. Við emm heldur ekki með á íslandsmótinu, höfum látið okkur nægja að vera með á Nikulásarmótinu á Ólafsfirði og Gull & silfurmótinu." Öllu meiri áhugi er hjá Fylki og sagði Anna Björg að 28 stelpur hefðu mætt á æfingar í sumar. „Okkur hefur líka gengið vel, við töpuðum reyndar fyrir ÍBV, en vomm fyrir leikinn búnar að vinna átta leiki í röð,“ sagði Anna. Aðspurð um hvort fyrirlestramir um teygjur og næringafræði hafí verið fróðlegir svöruðu þær því til að þar hefði margt komið fram sem þær ekki vissu. „Við vomm mest hissa á því hvað ijóminn er fítandi," sagði Eva Ósk. BRYNJA Árnadóttir Fjölnl og Þóra Björk Helgadóttir Val. Skemmtilegar æfingar Æfingarnar era skemmtilegastar og þó að dagurinn geti stundum verið langur er þetta ekkert erfitt, bara skemmtilegt, var álit þeirra Brynja Árnadóttur úr Fjölni og Þóru Bjarkar Helgadóttur mar- kvarðar úr Val. „Ég prófaði að fara í markið í vetur og líkaði svo vel að ég hélt áfram,“ sagði Þóra sem nýlega var valin í átján manna leik- mannahóp í stúlknalandsliðinu. Brynja er hins vegar í sókninni hjá sínu félagi og sagði að áhuginn mætti gjarnan vera meiri í Grafarvoginum. „Við eram sautján sem æfum í þriðja flokki og okkur hefur gengið þokkalega í sumar." Knattspyrnuskóli fyrir stúlkur haldinn að Laugarvatni Mættu á tvær æfingar dag- lega og hlýddu á fyririestra KNATTSPYRNUSKÓLA stúlkna lauk sl. föstudag en þá höfðu 32 stúlkur á fjórtánda aldursári verið í æfingabúðum að Laugarvatni í viku. Stúlkurn- ar mættu á tvær æfingar á dag og hlýddu á fyrirlestra um efni tengd knattspyrnu og ekki var annað að heyra en að þær væru ánægðar með dvölina. (Jetta er annað árið sem að KSÍ gengst fýrir Knattspymuskóla fyrir stúlkur en það er komin löng hefð fyrir því að drengir komi sam- an í eina viku á Laugarvatni. Stúlk- urnar voru valdar af þjálfurum fé- laga sinna og vora félögin misjafn- lega dugleg að tilnefna stúlkur að þessu sinni. Sum félög skiluðu ekki inn neinum tilnefningum en flest félög sem eru með kvennaknatt- spyrnu á sínum snærum áttu þó tvo fulltrúa í skólanum. Með þessum æfingabúðum gefst stúlkunum tækifæri á að reyna sig á æfingum, þær hlýða á fýrirlestra um ýmislegt sem tengist íþróttum eins og til að mynda næringafræði, meiðsli, upphitun og teygjur og sálræna þáttinn í íþróttunum. Arna Steinsen, sem þjálfar stúlknalandsliðið, hafði yfirumsjón með skólanum en sér til halds og traust hefur hún gestaþjálfara sem koma í einn dag. Arna sagði að það hefði gefist vel en sami háttur hef- ur verið á í Knattspyrnuskóla drengja. „Með því að hafa tvo þjálf- ara hvern dag er hægt að skipta hópnum í tvennt og mismunandi þjálfarar gera það að verkum að æfingarnar eru fjölbreyttar. Stelp- urnar fá því alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt til að glíma við því það er enginn þjálfari eins,“ segir Arna. Morgunblaðið leit við í íþrótta- miðstöðinni að Laugarvatni sl. þriðjudag og þá voru gestaþjálfar- arnir, Olafur Þ. Guðbjörnsson Haukum og Eiríkur S. Sigfússon Aftureldingu að stjórna æfingum. Daginn áður höfðu fimm landsiiðs- konur litið við og rabbað við hópinn og miðlað reynslu sinni. „ HEIÐA Krístín Víöisdóttir úr Lelftri frá Ólafsfirði og Bryndís Jóhannsdóttlr úr ÍBV. Öðruvísi æfingar „Æfingarnar héma eru allt öðru vísi en ég á að venjast heima,“ sagði Bryndís Jóhannsdóttir úr ÍBV. „Við höfum ekki búnað til að vera með æfingar eins og eru hérna, í fyrsta lagi eigum við ekki svona marga bolta vegna þess að meist- arafiokkur karla fær alla boltana. Við spilum því oftast á æfingunum. Svo er ég ekki vön svona löngum æfingum, æfingamar hjá okkur heima eru yfirleitt ekki nema fjör- tíu mínútur. Mér finnst samt áhug- inn fyrir kvennaknattspyrnu alltaf vera að aukast og ég held að Pæju- mótið eigi stóran þátt í því. Þá koma mörg lið saman og áhuginn eykst mikið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.