Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEEMDAR GREIIMAR Gagnrýnum vinnubrögð R- listans - ekki einstakling Mjólk til ísgerðar Skiptir verð á íslenskum mjólkurhráefnum til ísgerðar sköpum um samkeppnishæfni? AÐ undanförnu hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og ýmsir stuðningsmenn R-listans geystst fram í fjölmiðlum með stöðugar rangfærslur um afstöðu okkar sjálfstæðisrtianna til ráðn- ingar í starf borgarritara. Á grundvelli þessa málflutnings hef- ur R-listinn síðan ákveðið að gera 6-12 mánaða biðlaunasamning við borgarritara sem markar tíma- mót í ráðningum embættismanna borgarinnar. Af þessu tilefni viljum við undir- ritaðir koma eftirfarandi á fram- færi: Athugasemdir sjálfstæðis- manna við mál þetta hafa aldrei snúist um hæfíleika eða getu Helgu Jónsdóttur til að gegna starfí borgarritara. Sjálfstæðis- menn hafa hins vegar harðlega gagnrýnt vinnubrögð R-listans við ráðningu í stöðu borgarritara. Átta manns sóttu um stöðu borgarritara. Þegar umsóknirnar voru í fyrsta sinn lagðar fram í borgarráði, tilkynnti borgarstjóri að ákveðið hefði verið að ráða Helgu Jónsdóttur. Þá hafði áður komið fram í fjölmiðlum að R-list- inn hyggðist ráða Helgu. Aldrei var farið yfír umsóknir annarra umsækjenda í borgarráði, eins og ávallt tíðkast þegar fjallað er um auglýstar stöður æðstu embættis- manna. Fullyrðingar borgarstjóra um annað eru hrein ósannindi. Fullyrða má að allar slíkar ráðn- ingar fyrir og eftir þessa ráðningu borgarritara hafa- fengið ítarlega umfjöllun. En það var fjarri lagi að slíkt ætti sér stað þegar ráðið var í starf borgarritara. Sem dæmi um ólík vinnubrögð má nefna stöðu framkvæmdastjóra Atvinnu- og ferðamálastofu, ferðamálafull- trúa, þjónustustjóra hjá Dagvist barna og stöður nýrra yfírmanna hjá SVR. Umsóknir voru ræddar af fagnefndum og nöfn allra um- sækjenda kynnt og starfsferill Árni Sigfússon Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Deilur stóðu um ófagleg vinnubrögð R-listans, segja Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, en ekki um hæfileika Helgu Jónsdóttur, sem þeir bjóða velkomna til starfa. þeirra og reynsla rædd í nefndun- um áður en tillögur komu fram um ráðningu-. Hér er um að ræða stöðu emb- ættismanns sem er staðgengill borgarstjóra og því enn ámælis- verðara að svo ófaglega skyldi staðið að ráðningunni. Þessi vinnubrögð eru í anda þeirra að- ferða sem R-listinn hefur viðhaft við ráðningar sérstakra pólitískra aðstoðarmanna eða pólitískra samheija í sérverkefni þar sem ákvarðanir hafa verið teknar á bak við tjöldin, enda ávallt gengið út frá því að aðilar sem hafa verið ráðnir með þeim hætti, láti af störfum um leið og sá pólitíski meiri- hluti sem réði þá hverfur frá völdum. Við sjálfstæðis- menn mótmæltum að verið væri að með- höndla embætti borg- arritara eins og póli- tískan bitling og vör- uðum R-listann við að éf þannig yrði áfram staðið að ráðn- ingum þyrftu þeir sem þannig koma til starfa að búa sig und- ir að hætta störfum þegar R-list- inn færi frá. Vegna þessara vinnu- bragða ákváðum við sjálfstæðis- menn að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Hins vegar eru ekki uppi neinar fyrirætlanir hjá sjálfstæðismönn- um þegar þeir taka á nýjan leik við stjórn borgarinanr að „reka“ Helgu Jónsdóttur. Fjölmiðlafár sem R-listinn þyrl- aði upp vegna þessa hefur knúið hann til að ganga frá 6 - 12 mánaða biðlaunum ef starf borg- arritara skyldi breytast í framtíð- inni. Æviráðning var formlega afnumin hjá Reykjavíkurborg 1978. Það kæmi ekki á óvart að þetta kallaði á kröfur um 6 - 12 mánaða biðlaunasamninga hjá fleiri embættismönnum í þeim til- vikum þar sem störfum þeirra hefur verið breytt umtalsvert af R-listanum. Það skal ítrekað sem fram hefur komið í umfjöllun um málið í borg- arstjórn að sjálfstæðismenn bjóða Helgu Jónsdóttur velkomna til starfa og óska henni farsæidar í starfi. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. AÐ undanförnu hafa birst viðtöl og skrif á síðum Morgunblaðsins í tengslum við innflutn- ing á ísvörum. í umfjöll- un um þessi mál hefur framkvæmdastjóri Kjöríss H/F látið að því liggja að samkeppnis- staða innlendra ísfram- leiðenda væri allt önnur og betri ef nota mætti erlend mjólkurhráefni keypt á heimsmarkaðs- verði, sem fram- kvæmdastjórinn telur vera allt að þrisvar sinn- um lægra en á innlendu mjólkurhráefni til ís- gerðar. Sú fullyrðing er hins vegar nokkuð hæpin eins og síðar kemur hér fram. Jafnframt telur hinn ágæti framkvæmdastjóri mjög Verð á undanrenmidufti til ísgerðar er niður- greitt af mjólkur- iðnaðinum, segir Birgir Guðmundsson, sem hér svarar gagn- rýni sem tengist Mjólk- urbúi Flóamanna. óeðlilegt að þurfa að kaupa mjólk- urhráefni til ísgerðar af Mjólkurbúi Flóamanna sem sé tengt Mjólkur- samsölunni sem rekur Emmessís H/F sem er helsti samkeppnisaðili Kjöríss H/F. Þetta atriði er síðan tekið upp í leiðara Morgunblaðsins 5. júlí sl. Öllum hugrenningum um að aðilum kunni hugsanlega að vera mismunað á einhvern hátt í verðum eða þjónustu er hér alger- lega vísað á bug. Verð á undanrennudufti til ís- gerðar er niðurgreitt af mjólkuriðn- aðinum og er kr. 234,79 pr. kg. Það verð er undir hráefn- iskostnaðarverði sem er kr. 250,77 pr. kg. undanrennudufts. Þó ekki væri nema í Ijósi þessara upplýsinga er með öllu óþarft að velta vöngum yfir verðmyndun á undan- rennudufti til ísgerð- ar. Verð það sem hér um ræðir kr. 234,79 pr. kg er staðfest af fímmmannanefnd Birgir sem verðleggur hefð- Guðmundsson bundnar mjólkurvör- ur á heildsölustigi og er hið sama til ísgerðar hvort sem ísgerðin heitir Kjörís H/F, Emmess- ís H/F eða eitthvað annað. Það getur hins vegar verið fróð- legt að velta fyrir sér hvert sé vægi mjólkurhráefna í samsetningu og verði ísvara og þá um leið hvort það skipti sköpum um samkeppnis- hæfni íslenskra ísframleiðenda við erlenda framleiðendur að notuð séu íslensk hráefni. Til að skoða þessi mál er einfaldast að setja upp upp- skrift að 1 ltr. af hefðbundnum jurtaís sem vegur 480 grömm. ísinn inniheldur 11% fitufrítt mjólkur- þurrefni og 10% fitu. Uppskrift Vatn Undanrennuduft Jurtafeiti Sykur Önnur hráefni og aukefni 306,0 g 57,0 g 47,0 g 50,0 g 20,0 g 480,0 g Mest seldi GULLNA STYRIÐ sméibíllítltl ó Isldndi / / / i¥r {C, r K r' kr. 925.000. r r r r r' r' r'- j r r r f Volkswagen Eins og fram kemur í uppskrift- inni er eina mjólkurhráefnið sem notað er í ísinn 0,057 kg af undan- rennudufti. 0,057 *) 234,77 = 13,38 kr. pr. ltr. jurtaís, sem seldur er á heildsöluverði skv. verðskrá á kr. 219 án vsk.. Innlenda mjólkurhrá- efnið í þessum ís vegur einungis 6,11% af heildsöluverðinu og í dýr- ari ístegundum enn meira. í ljósi þessa sem hér hefur kom- ið fram er vart hægt að álykta sem svo að jafnvel þó að í stað innlends undanrennudufts á skráðu verði til ísgerðar væri notað duft á skráðu *heimsmarkaðsverði, að slíkt skipti sköpum varðandi verð vörunnar á innlendum markaði né samkeppnis- stöðunni. E.t.v. er þar einungis um að ræða tilefni af þessum sökum til breytinga á heildsöluverði vör- unnar sem gæti numið u.þ.b. 1%. Lesendum er hins vegar látið eftir að meta hvort hér sé um að ræða bita-mun en ekki fjár. *) Samkvæmt upplýsingum Nor- disk Mejeriindustri, júni 1995 er heimsmarkaðsverð á undanrennu- dufti 2150 US $ pr. tonn = 135 kr. pr. kg. án flutnings og aðflutn- ingsgjalda. Höfundur er mjólkurbússtjóri Mjólkurbús Flóamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.