Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR . 1 r P" >lt l itd u , '* / -T L > J L '■. * r< ■ i . .. I OLEG Steshenko, fyrsti stýrimaður, heldur um stýrið. SKÓLASKIPIÐ Khersones frá Úkraínu lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Úm er að ræða þriggja mastra skútu, sem er að koma í sína aðra ferð til íslands, en hún kom líka hing- að í fyrra. Að sögn Kjartans Lárussonar frá Ferðaskrif- stofu íslands, er þetta með glæsilegri skútum sem sigla um heimshöfin. Á skútunni eru þrjú möstur, 66 metra há frá sjólínu, og á hveiju þeirra eru fimm þver- segl. Hún er 108 metra löng, 14 metrar að breidd og 840 tonn. Um borð í skipinu eru sjötiu sjóliðsforingjaefni, Morgunblaðið/Golli HÉR MÁ sjá þegar skútan Khersones var dregin að bryggju í gær. Glæsiskúta íhöfninni fjörutíu manna áhöfn og fimm- tíu farþegar. Þetta er ekki aðeins skemmtisigling fyrir farþeg- ana, því þeir fá líka að taka þátt í störfum um borð. „Þeir létta undir með áhöfninni og er til dæmis leyft að fara upp í þriðja segl, sem er varla fyr- ir lofthrædda,“ segir Kjartan. „Sérstaklega þegar skútan er úti á rúmsjó, því þá hallar hún og mastrið liggur yfir beljandi sjónum.“ Almenningi boðið um borð Khersones siglir um heims- höfln, einkum á norðurslóðum, og er gert út frá Hamborg. Það gerir stutta viðdvöl hér á landi eða í þijá daga og stend- ur fólki til boða að fara um borð og skoða það ofanþilja. Ekki er vitað hvort efnt verður til siglingar út á Faxa- flóa eins og í fyrra. „Áhöfnin er á frívakt þegar hún kemur í land og það þarf að semja sérstaklega við hana til að fá hana út á sjó. Það þarf því eitt- hvað að koma til, eins og fé- lagasamtök, til þess að fyrir- höfnin við slíka ferð borgi sig,“ segir Kjartan. „Hins vegar eru lausar ferð- ir með skútunni héðan til Bremerhaven, en það er sigl- ing upp á átta til tíu daga. I ferðinni verður siglt með segl þegar vindar leyfa, sem er að öllu jöfnu meginhluta leiðar- innar.“ Skútan siglir héðan fimmtudaginn 13. júlí. Kostnaður samfélagsins af mígreni um hálfur miiijarður króna Mígreni tíðara meðal kvenna en hjá körlum Sennilegt að 12% Islendinga þjáist af sjúkdómnum KOSTNAÐUR íslensks samfélags af mígreni er líklega á bilinu 434-525 milljónir á ári. Er þá miðað við 12% tíðni sjúkdómsins, sem er sennileg í vestrænum lönd- um. María Hrönn Gun.narsdóttir, lyfjafræðingur, og Hörður Kristjáns- son, lífefnafræð- ingur, hafa kannað félagsleg- og fjár- hagsleg áhrif mí- grenis og birta nið- urstöður sínar í nýjasta hefti Lyfja- tíðinda. Þau segja í umfjöllun sinni að engar athuganir hafi verið gerðar hérlendis á áhrif- um sjúkdómsins, en ef tekið sé mið af rannsóknum í öðrum vest- rænum löndum megi fá fram sennilegar áætlunartölur. Tekið er dæmi um rannsóknir sem gerðar hafí verið í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð á tíðni mígr- enis og áhrifum þess á vinnugetu mígrenisjúklinga, þ.e. tapaða daga vegna íjarveru og ónýta daga vegna minni afkasta. I umfjölluninni kemur fram að ef niðurstöðutölur úr bresku rann- sókninni, þar sem tíðni mígrenis greinist 8%, séu heimfærðar á ís- lenskar aðstæðnr megi ætia að kostnaður samfélagsins af mígreni sé á bilinu 289-350 milljónir króna. Ef miðað sé við sennilegri tíðni í vestrænum löndum, sem er um 12%, megi gera ráð fyrir kostnaði á bilinu 434-525 milljónir króna. Ef við værum með svipað hlutfall og Danir eða 16 prósent mætti hins vegar gera ráð fyrir að kostnaður þjóðfélagsins væri um 578-700 millj- ónir. Tekið er fram að í þessum tölum sé ekki tekið tillit til sjúkrahúslegu, lyfja- og læknis- kostnaðar, kostn- aðar vegna auka- verkana af lyfjum eða þess að lífs- gæði mígrenisjúklinga eru síðri en heilbrigðra. Góð heilsa verði aldrei metin til fjár. 18-24% kvenna þjást af mígreni f umfjölluninni segir að mis- mundandi rannsóknir hafi leitt í Ijós að 12-16 prósent fullorðins fólks þjáist af mígreni. Þá sé mí- greni mun algengara meðal kvenna en karla. I erlendum könn- unum sem byggist á slembiúrtaki úr þjóðskrá hafí hlutfall kvenna verið allt að 75 prósent allra mí- grenisjúklinga. Ef eingöngu sé lit- ið á hlut þeirra megi því ætla að 18-24 prósent kvenna þjáist af mígreni. Meintar ólöglegar dýralækningar kærðar Þýskur dýralækna- nemi gelti tvo hesta JÓN Pétursson, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kærði fyrir nokkru þýska konu fyrir að gelda tvo hesta á bæ á Austurlandi. Er konan dýra- læknanemi í Þýskalandi og hefur ekki leyfi til dýralækninga hér á landi. Tildrög málsins eru sú að Jón hafði verið pantaður til að gelda hestana. Þegar hann kom á bæinn, var honum sagt að þegar væri búið að gelda hestana og því þyrfti hans ekki við. Þýskur dýralæknanemi var búinn að gera aðgerðina á dýrunum Jón segist hafa farið rakleitt til lögreglu og kært málið. Hann álítur að þrenn lög hafi verið brotin: lyfja- lög, dýravemdunarlög og dýra- læknalög. Leyfí þarf til til að stunda dýralækningar hér á landi, auk þess sem nemar geta ekki unnið við dýralækningar nema undir eftir- liti dýralæknis. „Mig langar mest að vita hvar hún fékk deyfílyfín sem hún hlýtur að hafa notað við aðgerðirnar," segir hann. Samkvæmt lyfjalögum mega dýralæknar einir nota þau lyf sem um ræðir þegar aðgerðir sem þessi em gerðar. Biðstaða á rannsókninni Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum er rannsókn málsins í bið- stöðu því ekki hefur enn tekist að ná til konunnar, en hún hefur verið f hestaferð síðan atvikið átti sér stað. Verður hún yfirheyrð þegar hún kemur til byggða ásamt bónd- anum sem óskaði eftir aðgerðinni. Innbrot í Kirkjuhúsið Hökull á meðal þýfis BROTIST var inn í Kirkjuhús- ið, Laugavegi 31, aðfaranótt laugardags. Farið var inn á skrifstofur biskupsembættisins og verslun. Tölvu var stolið af skrifstofu og úr versluninni var stolið grænum hökli, útvarpstæki með geislaspilara og kassettu- tæki og altarissetti í kassa. í því er bikar, patína og box fyr- ir oblátur. 100 þúsundum stolið í reiðufé Brotist var inn á fleiri stöð- um í Reykjavík um helgina. M.a. var farið inn í vinnustofu í bílskúr við Kaplaskjólsveg og þaðan stolið 100 þúsund krón- um, ávísanahefti, GSM-farsíma og útvarpstæki með geislaspil- ara og kassettutæki. Togararnir enn í Hafnar- firði TOGARARNIR Atlantic Princ- ess og Atlantic Queen, sem eru frá Georgíu, skráðir í Belize og gerðir út af Færeyingum, liggja enn við bryggju í Hafnarfirði. Atlantic Princess hefur verið þar síðan 28. maí og Atlantic Queen síðan 3. júlí. Togaramir hafa ekki komist út á sjó vegna fjár- mögnunarerfiðleika, en að sögn Sigvalda Hrafns Jósafatssonar hjá Gám, sem er umboðsaðili togaranna hér á landi, er verið að ganga frá þeirra málum. Það ætti því að styttast í að þeir létu úr höfn. Tveir sviptir á staðnum LÖGREGLAN í Hafnarfírði svipti tvo bílstjóra ökuréttind- um í fyrrinótt. Báðir vom staðnir að því að aka á ólöglegum hraða á Reykjanesbrautinni, annar á móts við Hvaleyrarholt og hinn í Hvassahrauni. Annar mældist á ríflega 170 km hraða. Hann er 17 ára og hefur haft bílpróf í tvo mánuði. Unnið að endurbótum á frárennsli í Skerjafirði Mikil mengnn á afmörkuðu svæði MENGUN í sjónum á afmörkuðu við útrásarenda í Skerjafirði er að öllum líkindum síst minni en út af norðurströnd Reykjavíkur. Þar er styrkur saurkóligerla 100.000 til 3,5 milljónir í hverjum 100 millilítmm af sjó eða þúsund- falt til 35 þúsundfalt umfram það sem mælt er með varðandi baðsjó. Frá þeim mælingum var skýrt í sunnudagsblaðinu. Skólp úr svokölluðu Fossvogsræsi rennur óhreinsað út í Skerjafjörð en ræsið flytur skólp frá Breiðholti, Árbæ, Selási, Fossvogi og hluta Vesturbæjar. Mengun er einnig mik- il í Hafnarfirði og Seltjamamesi. Útrás er fyrir utan olíustöð Skelj- ungs í Skerjafirði og þar er ástand- ið ekki gott, að sögn Halldórs Run- ólfssonar heilbrigðisfulltrúa. Til stendur að tengja Fossvogsræsið út með ströndinni að stórri dælu- og hreinsistöð ásamt útrás í Ána- naustum. Nauthólsvík hrein á næsta ári Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir að gert sér ráð fyrir að veita fjármunum til þessara framkvæmda og verði skólp frá útrásum á sunnanverðri strand- Ipncrin Rpvkiíivíknr Ipitt að hreinsi- stöðinni í Ánanaustum á næsta ári. Þar er verið að reisa eina af tveim- ur til þremur meginútrásum í frá- veitukerfinu. Búið er að bjóða út byggingu hreinsistöðvarinnar og á hún að standa fullbúin haustið 1996. Til þess að ljúka framkvæmd- inni á næsta ári með tilheyrandi lögnum og 4,5 km útrás þarf 600-700 milljónir króna. „Þá verður hægt að taka það sem í dag fer út í Nauthólsvíkina og fara með það eftir 4,5 km langri útrás út frá dælu- og hreinsistöð- inni sem er verið að byggja. Þar með er sá hluti kerfisins kominn í mjög gott horf,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.