Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell JÖRMUNDUR Ingi allsherjargoði ásatrúarmanna gaf dönsk hjón saman á víkingahátíðinni. Víkingahátíðinni lauk á sunnudag 13 þúsund gestir VÍKINGAHÁTÍÐINNI í Hafnar- firði lauk á sunnudaginn. Alls sóttu um 13 þúsund gestir hátíð- ina og stefnt er að því endurtaka leikinn eftir tvö ár. Að sögn Lilju Hilmarsdóttur hjá skrifstofu Landnáms gekk hátiðin mjög vel og ekkert stór- vægilegt kom upp á. Erlendu gestirnir voru mjög ánægðir með móttökurnar að sögn Lilju og góð aðsókn var að fyrirlestrum. Á laugardaginn gekk danskt par í hjónaband að heiðnum sið. Allsheijargoði ásatrúarmanna á Islandi, Jörmundur Ingi, gaf hjónin saman, en þau eru bæði ásatrúar. Brúðhjónin klæddust víkingafötum og brúðarvöndur- inn var úr sóleyjum. „Það er algengt á svona hátíð- um að pör noti tækifærið og gangi í hjónaband undir berum himni“, sagði Lilja. „Mikill fjöldi fylgdist með athöfninni og á eft- ir bauð Hafnarfjarðarbær völd- um gestum til griliveislu." Að hátíðinni lokinni fóru margir erlendu gestanna í tveggja daga ferð um söguslóðir Njálu og nokkrir ætla að ferðast um iandið á eigin vegum. 11 Cn 197(1 Þ VALDIMARSSON, fr&mkvæmdastjori UUL I IuU'uJL Iu/U KRISTJÁN KRISTJANSSON, LOGGILTUR FASTEIGNAS4LI Til sýnis og sölu m.a. eigna: Góð eign á góðu verði Endurnýjað einbhús með rúmgóðri 3ja herb. íb. á hæð. Nýtt eldhús. Ný sólstofa. Nýtt parket. Kj.: 2 herb., sturtubað, þvhús og geymsla. Stór ræktuð lóð 988 fm, há tré. Húsið stendur á útsýnisstað við Digranesveg. Góðar íbúðir - lækkað verð - við: Barðavog: 2ja herb. rúmgóð kjallaraíb. Sérinng. Samþykkt. Eiríksgötu: 3ja herb. jarðhæð. Öll eins og ný. Má vera í Seljahverfi Til kaups óskast 2ja herb. góð íb. á 1. eða 2. hæð. í skiptum fyrir 4ra herb. úrvals íbúð með sérþvottahúsi og bílgeymslu. Sumarhús á Vatnsleysuströnd Nýlegt timburhús, grunnflötur um 40 fm. Hæð og portbyggt ris. Vönd- uð viðarklæðning. Góð viðbygging 50 fm með 3 m vegghæð. Eignar- land 6000 fm. Uppsátur fyrir bát f fjöru. Ýmiss konar skipti. Stór og góð við Stigahlíð Sólrík 4ra herb. íb. lítið niðurgrafin í þríbýlishúsi. 108,5 fm auk geymslu og sameignar. Sérinngangur, sérhiti. Nýjar flísar á gólfum. Langtlán um 4,8 millj. Vinsæll staður. Á söluskrá óskast: 3ja herb. íb. við Birkimel eða nágrenni. Má vera lítil 4ra herb. 3ja herb. góð íb. í Heimum eða nágrenni. Má vera í lyftuhúsi. Sérhæð 4-6 herb. með rúmgóðum bilsk. Gamalt hús í gamla bænum. Margt kemur til greina. í meira en hálfa öld hefur Almenna fasteignasalan útvegað traustum viðskiptavinum sínum íbúðir og aörar fasteignir. • • • Opiðá laugardögum Kynnið ykkur laugardagsaugl. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí 1944. UI)6tVEBI18S. 552 1150-552 1371 ALMENNA FASTEIGNASALAN FRÉTTIR___________________________________ Siglingamálastj óri segir embættið hafa sýnt eins mikinn sveigjanleika og mögulegt sé Skylda stofnunarinnar að fara eftir reglum BENEDIKT E. Guðmundsson sigl- ingamálastjóri segir það skyldu stofnunarinnar að sjá til þess að farið sé eftir settum reglum um um skip nútímans. Haft var eftir Ragn- ari Thorseth leiðangursstjóra á vík- ingaskipinu Gaiu í Morgunblaðinu á sunnudag að breytingar þær sem stofnunin krefst á bol víkingaskips sem Gunnar Marel Eggertsson er að láta byggja beri skilningsleysi vitni. „Þetta skip er fjarri því að upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru í dag og okkur er gert að sjá um að farið sé eftir. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að skip frá víkinga- öld uppfylli þær reglur sem settar hafa verið. Við verðum að skírskota til reglna og það er háalvarlegt mál að gefa út haffærniskírteini. Það er verið að tala um að byggja at- vinnutæki til að starfrækja og taka gjald fyrir með allt að 50 manns um borð,“ segir Benedikt. Hópur fólks fór að skoða víkinga- skipið á laugardag og var skoðunar- maður siglingamálastjóra með í þeirri för til að útskýra kröfur emb- ættisins að sögn Benedikts. Segir hann jáfnframt að í skoðun hafi verið hversu langt væri hægt að víkja frá reglum. „Þær lágmarks- breytingar sem við höfum farið fram á eru þegar mjög langt frá þeim enda er farið fram á mjög takmarkaða notkun skipsins," segir Benedikt. Ekki vanhugsuð ákvörðun Fram hefur komið að víkinga- skipin Gaia, Kvitserk og Borgund Frjókom helmingi færri en ífyrra FRJÓKORN í Reykjavík í júnímánuði eru 43% af því sem þau voru á sama tíma í fyrra. í ár voru 293 frjókom í hverjum rúmmetra andrúmslofts en í fyrra 689. Flest voru þau í júní 1991 eða 797 í hveijum rúmmetra en það sumar er mörgum minnis- stætt sakir einmuna veðurblíðu. í frétt frá Raunvísindastofnun íslands, en á hennar vegum hafa fijómælingar verið gerðar frá árinu 1988, kemur fram að hér á landi sé algengast að ftjónæmi stafi af grasfijóum. Reynslan sýni að búast megi við grasftjóum alla daga júlí- mánaðar og þá aðallega á þurrum og heitum dögum. Fyrsta grasfijó sumarsins kom í fijógildruna 1. júní. Birkifræ eru 17% af því sem þau mældust í fyrra og 15% af því sem þau mældust árið 1991. Þau voru seint á ferðinni í ár og mældist það fyrsta í lok maí. Tímabil birkifijóanna er talið liðið víðast hvar á landinu. Súrufijó hafa verið í loftinu nær stöðugt frá miðjum júní. Frjónæmi algengara í þéttbýli en strjálbýli Fijónæmi er samheiti yfír nokkra ofnæmissjúkdóma sem ftjókorn frá grasi, birki og súrum valda að því er segir í viðtali sem birt er í nýj- asta hefti Lyljatíðinda við Davíð Gíslason, sérfræðing í Iyflækningum og ofnæmissjúkdómum. Þar kemur einnig fram að fijónæmi er algeng- ara í þéttbýli en stijálbýli en að ástæðan fyrir því sé ekki þekkt. Knarren hafi fengið leyfi til siglinga með ferðamenn í Noregi. „Þetta er ekki vanhugsað af okkar hálfu. Við kynntum okkur hvað gert hefur verið í Danmörku og Noregi. Ég fékk meðal annars skriflegt svar um það að Kvitserk sé smíðað með botnstokkum og böndum sem talið er jafngilda þeim kröfum sem sett- ar eru fram í Norðurlandareglun- um. Þær eru settar um smíði tré- skipa og gilda einnig hér á landi og við höfum haft þær til hliðsjón- ar. Um Gaiu veit ég ekki en það er ljóst að hún uppfyllir ekki neinar reglur. Ég hef ekki fengið svör við því enda get ég ekki krafið norsk yfirvöld um hvað þau leyfa,“ segir hann. Gaia ekki með leyfi til farþegaflutninga Benedikt vill ekki meina að um ósveigjanleika sé að ræða hjá emb- ættinu. Hann bendir á til viðbótar að norsku skipin sigli inni í fjörðum en ekki fyrir opnu hafi líkt og hér. „Við erum líka á kaldari sjó og verðum að meta okkar aðstæður." Siglingamálastjóri segir ennfremur rangt að Gaia hafi siglt undir ís- lenskum fána í nærri tvö ár. „Gaia kom siglandi til íslands og þá var ákveðið, ég veit ekki hver gerði það, að hún fengi að sigla undir íslenskum fána í tilteknum ferðum, sem ætlað var að kynna ferðir víkinga fyrr á öldum og við hátíðahöld. Hún fékk tvö mjög takmörkuð haffærnisskírteini. Gilti annað frá 21. júní- 30. september 1991 til að sigla frá Reykjavík til Washington. Hið síðara var gefið út 15. nóvem- ber 1991 og gilti til 1. júní 1992 vegna ferðar til Rio de Janeiro. Skírteinin voru háð því skilyrði að henni fylgdi ávallt vélknúin skip. Þarna var eingöngu um landkynn- ingu að ræða en ekki leyfi til far- þegaflutninga,“ segir Benedikt. Loks segir siglingamálastjóri að búið sé að senda fyrirspurnir til embættisins vegna fyrri ákvörðunar enda hafi Gunnar kært niðurstöð- una til samgönguráðherra. „Þetta var afgreitt í vor og er í skoðun. Við erum að fara yfir gögnin og reyna að svara því sem að okkur snýr. Það er ekki okkar hlutverk að standa í vegi fyrir nýmælum. Menn voru áhugasamir um það strax í upphafi að góð samvinna tækist um að leysa þetta spennandi verkefni. Það eru allir af vilja gerð- ir til þess að leysa þetta mál en það verða að vera forsendur til þess.“ Jóhannes Pálmason forstjóri Borgarspítalans Stjórnarsetan aldrei leyndarmál JÓHANNES Pálma- son, forstjóri Borg- arspítalans, stað- festir að hann hafi setið í stjórn Lyija- verslunar ríkisins og Lyfjaverslunar ís- lands eftir að fyrir- tækið var gert að einkafyrirtæki. Hann vill hins vegar ekkitjásig umfram- tíð sína í stjórninni fyrr en eftir að hafa ráðfært sig við borg- aryfirvöld. Borgarendur- skoðandi segir í Jóhannes Pálmason skýrslu sinni um reikninga borg- arinnar fyrir árið 1994, að dæmi séu um að einstakir forstöðumenn sitji í stjórnum fyrirtækja sem séu í viðskiptum við stofnunina. Það hljóti að teljast í hæsta máta óeðli- legt vegna hættu á hagsmunaá- rekstrum og hamli um leið eðlileg- um samskiptum fyrir hönd við- komandi stofnunar við samkeppn- isaðila. Jóhannes staðfesti að hann sæti í stjórn fyrirtækisins. „Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hef setið í stjórn Lyfjaverslunar ís- lands núna eftir að fyrirtækið varð einkafyrirtæki og sat áður í Lyfja- verslun ríkisins af því lyfjalög á íslandi gerðu ráð fyrir að sjúkra- húsin ættu fulltrúa í stjórninni. Að öðru leyti, um hvað tekur við, vil ég ekki tjá mig opinberlega heldur ræða fyrst við borgaryfirvöld," sagði Jóhannes. Hann sagðist reynd- ar þegar hafa rætt við staðgengil borg- arstjóra eftir að hann kom úr fríi í gær- morgun. Hann vildi hins vegar ekki gefa neinar upplýsingar um þær viðræður. Ekki liags- munaárekstrar Jóhannes sagðist ekki telja að starf hans á sjúkrahúsinu og seta í stjórninni hefði valdið hagsmunaárekstrum. „Lyljainn- kaup eru afar sjálfstæður rekstur og meira að segja gert ráð fyrir því að apóteksrekstur sé aðskilinn frá öðrum rekstri vegna sam- keppni við almennan apóteka- rekstur. Því eru afar skýr ákvæði um hvernig staðið skuli að lyfja- innkaupum á sjúkrahúsum. Ég kem ekki að því á einn eða neinn hátt, mun ekki og get ekki, sama hvort ég er í stjórn eða utan stjórn- ar Lyfjaverslunar íslands, haft áhrif á hvaða lyf eru keypt hér,“ segir Jóhannes. Þess má geta að hann er í tíma- bundnu leyfi frá daglegum störf- um á Borgarspítalanum til að vinna að verkefnum vegna samein- ingar Borgarspítala og Landakots- spítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.