Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 5
FRÉTTIR
ÞRÁTT fyrir lélegustu bytjun á
veiðum í áratugi í Elliðaánum hefur
veiðin tekið svo vel við sér að undan-
förnu að hún er nú orðin nokkru
meiri en á sama tíma í fyrra. Þann-
ig voru á sunnudagskvöld komnir
147 laxar á land, en voru 125 á
sama tíma í fyrra. Þá voru komnir
um 900 laxar í gegn um teljarann.
Nú er enn vaxandi straumur og
almennt reiknað með því að veiði
glæðist enn, ekki einungis í Elliða-
ánum, heldur víðast hvar, enda um
gamalþekktan laxastraum að ræða.
Enn er mikil veiði víða á Vestur-
landi, t.d. í Norðurá þar sem met-
holl lauk veiðum á hádegi sunnu-
dagsins. Afraksturinn var 108 laxar.
Stóra-Laxá gefur vel
Á sunnudagskvöld voru komnir
88 laxar á land úr Stóru-Laxá sem
er afburðagott á þeim slóðum svo
snemma sumars. 50 fiskar voru
komnir á land af svæðum 1 og 2,
20 laxar af svæði 3 og 18 laxar
af svæði 4. Á svæði 4 veiddust 8
laxar á laugardaginn og urðu menn
varir við talsverða fiskför á þeim
slóðum.
Orðið líflegt í Soginu
Lítið eða ekkert veiddist í Soginu
fyrstu daganna, en að undanförnu
hefur veiðin tekið vel við sér. Það
er einmitt um þetta leyti sem veiði
byijar yfirleitt fyrir alvöru í Soginu.
Milli 30 og 40 laxar munu komnir
á land og var ganga í ánni um
helgina. Fimm laxar komu á land
í Alviðru á laugardaginn, flestir
smáir og nýgengnir, og á sunnudag-
Góður
kippur í
Elliðaánum
inn settu erlendir fluguveiðimenn í
marga fiska í Bíldsfelii, en misstu
flesta. Sáu mikið líf. Horfur eru þvi
góðar í Soginu og í heild séð betri
byijun en í fyrra.
Enn dauft í Vopnafirði
Enn er veiðin afar dauf í Vopna-
fjarðaránum. 17 laxar höfðu veiðst
í Hofsá á hádegi í gær og 14 í
Selá. Ljóstýran er hins vegar Vest-
urdalsá sem hefur gefið 12 laxa á
mun færri stangir. „Menn sjá dálít-
ið af laxi í Vesturdalsánni og það
er alltaf til bóta,“ sagði Garðar H.
Svavarsson að Vakursstöðum I í
samtali við Morgunblaðið. Garðar
sagði enn fremur að ástandið í
Vopnaljarðaránum þyrfti ekki að
koma á óvart, því heita mætti að
enn hefði vetur ríkt í byijun júní
og því við að búast að árnar yrðu
seinni til en venjulegt er. „Árnar
eru aðeins að hlýna og sjatna og
nú er vaxandi straumur aftur, við
erum að vona að þetta fari að
koma,“ sagði Garðar.
Göngur í Miðfjarðará
„Ef þetta heldur svona áfram þá
líst mér vel á framhaldið. Það er
lax að ganga og holl að fara með
60 laxa. Þá var heildartalan orðin
170 laxar sem er miklu betra en
maður þorði að vona,“ sagði Böðvar
Sigvaldason á bökkum Miðfjarðarár
í gærdag. Böðvar sagði laxinn vera
að dreifa sér og meira að segja
hefðu tveir laxar veiðst frammi í
Valsfossi, efsta stað Austurár. Lif-
legust er Vesturá og „mikið sjónar-
spil“ í Hlíðarfossi, eins og Böðvar
orðaði það, þar sem mikil torfa af
laxi hefur safnast að undanförnu
en er nú farin að renna fram dalinn.