Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 13
FRÉTTIR
Nýjungar í Heilsuhorninu á Selfossi
Nudd og vörur til
heilsuuppbyggingar
Selfossi - Heilsuhornið á Selfossi
er 15 ára um þessar mundir. Hing-
að til hefur verið boðið upp á ljós
og nudd og Slendertone-meðferð
auk ráðlegginga um mataræði og
aðstoð við þá sem vilja grenna sig.
„Það kemur hingað fólk á öllum
aldri, ég held sá elsti hafi verið
yfír áttrætt," sagði Nína Björg
Knútsdóttir eigandi Heilsuhornsins
sem er til húsa í Lyngheiði 14, en
sú gata er heilsugata í sjálfu sér
því þó úti blási napur vindur er allt-
af logn í Lyngheiðinni enda hávax-
in tré í flestum görðum þessarar
grónu götu Selfossbæjar.
Langbest að hjálpa
líkamanum
Nína Björg hefur fengið viður-
kenningu í austurlensku nuddi og
til hennar kemur fólk aftur og aftur
í svæðanudd.
„Nuddið hjálpar líkamanum að
lækna sig og mér fínnst vera geysi-
legur árangur, enda Kínveijar eng-
ir aular. Nuddið er frá þeim komið
og byggist á 5.000 ára gamalli
hefð. Fólk finnur batann svo sem
í blóðrás, meltingu og fleiru sem
hrekkur í lag við örvun nuddsins.
I Austurlöndum er nuddið notað
sem fyrirbyggjandi atriði til þess
að koma í veg fyrir sjúkdóma. Það
er nefnilega langbest að hjálpa lík-
amanum til að hjálpa sér sjálfum,“
segir Nína Björg.
Heilsuvörur og
heilsuklúbbur
í tilefni afmælisins er nú boðið
upp á ýmsar nýjungar í Heilsuhorn-
inu með framboði á heilsuvörum
sem hingað til hafa eingöngu feng-
ist í Heilsuhúsinu i Hafnarfírði en
fást nú einnig í Heilsuhorninu og á
sama verði. I þeim efnum má nefna
jurtate, slökunartónlist á snældum,
baðkúlur til að auka slökunarmátt
baðsins, ýmis náttúruvítamín og
fæðubætandi efni sem gjarnan eyð-
ast við suðu matvæla. Þá má nefna
ýmsar nudd- og baðolíur og Aloe
Vera húð- og hársnyrtivörurnar.
í sumar verður stofnaður heilsu-
klúbbur sem dóttir Nínu, Anna
Árnadóttir, mun annast. Markmið
hans verður að sögn Önnu að láta
sér líða vel og helst öllum í kringum
sig. Klúbburinn verður með fýrir-
lestra og kynningar á því hvernig
má láta sér líða betur. Indverskar
heilsuvörur sem ætlaðar eru sér-
stökum manngerðum verða kynnt-
ar, gönguferðir farnar og hugleiðsla
stunduð. Fyrirhugaðar eru ferðir
út í náttúruna til að tína jurtir í te
og fleira.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
NlNA Björg Knútsdóttir í Heilsuhorninu á Selfossi.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
VARÐELDUR var kveiktur við athöfnina í Grindavík.
Þorskblót í Grindavík
Grindavík - Þorski var blótað í
Grindavík á sunnudaginn í tilefni
heimsóknar víkinga sem hér eru
staddir á Iandi á víkingahátíð-
inni. Þegar þorsknum hafði verið
blótað var hann vafinn inn í ál-
pappír og hann étinn og smakkað-
ist ljúflega að sögn viðstaddra.
Blótið var haldið þar sem
Tryggvi Gunnar Hansen hugðist
reisa hof í bakgarði Hraungerðis
í Grindavík. Þar hafa nú verið
reistir veggir og kveðst Tryggvi
stefna að því að tjalda yfir hofið
fýrir veturinn. Hann segir að vík-
ingarnir sem komu hafi verið víða
að, frá Norðurlöndum, Þýska-
landi og Englandi. Tryggvi tók á
móti gestunum og sýndi þeim
staðinn og skýrði út húsakynni
áður en blótið hófst.
Ruðu blóði
á ennisér
Blótið hófst með því að allir
viðstaddir lögðu grip frá sér sem
var þeim hjartfólginn. Mátti þar
merkja ýmis hálsmen og hringa
sem fólk lagði frá sér. Einnig
mátti merlq'a gripi sem hafa efnis-
lega merkingu svo sem farsíma,
bíllykla og húslykla. Þorskurinn
BÚIÐ er búið að reisa útveggi að hofi að miklu leyti og vonast
til að hægt verði að tjalda yfir það fyrir veturinn. Tryggvi
Gunnar Hansen sýnir gestunum húsakynnin.
var síðan tekin úr keri, blóðgaður
og blóðið látið leka í skál. Tryggvi
las fornan rímkveðskap meðan
skálin gekk á milli manna og þeir
ruðu blóði á enni sér. Að sögn
Tryggva átti blóðið að vera tákn
um samkennd milli manna og ali-
ir séu af samablóði og fórnardýr-
ið. Það að fórna þorski á vel við
í Grindavík, þetta mikla sjávar-
plássi og með því sé undirstrikað
að fleira sé í Grindavík en fiskur
undir steini.
Þegar fórnarathöfninni lauk
var safnast kringum varðeld og
meðan þorskurinn var eldaður fór
fólk í leiki í því sem verður i fram-
tíðinn einhvers konar samkomu-
staður fyrir uppákomur af ýmsu
tagi.
Skólastofur fyrir reykvísk
ungmenni rísa í Hveragerði
Hveragerði - Fjölmargar skóla-
stofur hafa í sumar verið byggðar
fyrir Reykjavíkurborg af fyrirtæk-
inu Byggðaseli í Hveragerði.
Enginn sem til Hveragerðis hef-
ur komið nýlega getur hafa komist
hjá því að taka eftir stóru vinnu-
svæði við innkeyrslu bæjarins þar
sem 14 kennslustofur og 8 tilheyr-
andi tengibyggingar hafa risið á
ógnarhraða undanfarið. Það er fyr-
irtækið Byggðarsel í Hveragerði
sem sér um smíði kennslustofanna
en verkið er unnið fyrir Reykjavík-
urborg. Fyrirhugað er að tíu stofur
verði staðsettar við Engjaskóla í
Grafarvogi en þijár verða settar
við Seljaskóla í Breiðholti þar sem
þær munu hýsa smíðakennslu skól-
ans. Hver kennslustofa er 63 fm
að stærð. í hverri þeirra verður
snyrting og geymsla. Tengibygg-
ingar verða á milli stofanna þannig
að innangengt verður á milli þeirra
Vantar menn í vinnu
Stofurnar eru byggðar úr eining-
um er trésmiðjan SG einingahús á
Selfossi sá um smíði á. Einingarnar
voru síðan settar saman í Hvera-
gerði en þar fer allur frágangur á
stofunum fram.
Að sögn Hafsteins Bjarnasonar,
forstjóra Byggðarsels, vinna um
Morgunblaðið/Aldis Hafsteinsdóttir
HAFSTEINN Bjarnason við skólastofurnar.
20 manns hjá fyrirtækinu nú í sum-
ar. Munar þar mest um kennslu-
stofusmíðina sem er eitt stærsta
verk sem fyrirtækið hefur fengið
fram að þessu. Samhliða skólastof-
unum sér Byggðasel um smíði á
aðveitustöð fyrir Rarik á Hellu en
smíði annarrar aðveitustöðvar á
Flúðum er nýlokið. Hafsteinn
kvartar ekki yfir verkefnaskorti
núna. „Það er frekar að það vanti
vana menn til vinnu hér í upphafi
verksins. Þetta hefur annars geng-
ið alveg samkvæmt áætlun og ráð-
gert að fyrstu stofurnar verði til-
búnar í endaðan júlí.“
Ármúli 17 108 Rvk. S: 533 1234 GRÆHIT MÚMER: 800 6123