Morgunblaðið - 12.07.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.07.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 19 ERLEIMT Enn er ár í forsetakosningar í Bandaríkjunum en ekki er ráð nema í tíma sé tekið Clinton setur kosninga- vélinaígang BANDARÍKJAMENN ganga ekki að kjörborðinu fyrr en eftir rúmt ár, en Bandaríkjaforseti er þegar farinn að smyija kosningavél sína. í ræðum reynir hann að marka sér sérstöðu með því að sölsa undir sig miðju stjórnmálanna og fjármögn- un er stunduð með því að leggja snörur fyrir frammámenn í við- skiptalífi. Ræður Clintons fyrir og eftir helgina bera því vitni að forsetinn er að komast í kosningaham. Á mánudag reyndi hann að taka frumkvæðið í máli, sem helstu for- setaefni repúblikana hafa mikið reynt að nota sér til framdráttar: ofbeldi í sjónvarpi. Bob Dole, forseti öldungadeildar þingsins, hefur ítrekað hamrað á því í ræðum sínum að kvikmynda- framleiðendur í Hollywood og framleiðendur sjónvarpsefnis verði að fara að ritskoða sjálfa sig og draga úr siðleysi, klámi og blóðsút- hellingum í myndum sínum. Tölvukubbur gegn ofbeldi Clinton bætti um betur á ráð- stefnu um fjölskyldur og fjölmiðla í Nashville þegar hann lagði til að ritskoðunarvaldið yrði fært í hend- ur foreldra með því að setja sér- stakan tölvukubb, sem nefndur hefur verið ofbeldiskubburinn, í sjónvörp. Kubbur þessi myndi gera foreldrum kleift að stöðva móttöku þess efnis, sem þeir teldu óæskilegt að þörn sín sæju. Ákvæði um það að hver dag- skrárliður í Bandarísku sjónvarpi fái sérstaka merkingu eftir efni og inntaki er í frumvarpi um fjölmiðla, sem nú liggur fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Þótt kosningakeimur hafi verið af ræðunni á mánudag má segja að ávarpi hans i Georgetown- háskóla í Washington í lok síðustu viku hafi verið ætlað að kynna stefnuskrá hans fyrir næstu kosn- ingar. Þar var miðstéttin nefnd rúmlega tuttugu sinnum og mikið lagt upp úr hugmyndinni um að þjóðin geti mæst á miðri leið, eigi sér sameiginlegan umræðugrund- völl. Clinton sagði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að stjórnvöld tækju höndum saman við samtök borgara og efldu starf sjálfboðaliða í grasrótinni. Einfl dálkahöfunda dagblaðsins The New York Times komst svo að orði á mánudag að í máli Clintons væri fátt, sem ekki væri hægt að fella sig við. Ekki einu sinni talsmenn byssueignar væru andvígir sjálfboðaliðum. Forsetinn boðaði einnig endalok einhliða málflutnings og flokksholl- ustu og kvaðst sjálfur ekki myndu láta sér nægja að hafna hugmynd- um andstæðinga sinna, heldur gera sér far um að nefna aðra kosti. Það er hins vegar spurning hvort málflutningur af þessu tagi dugir til að snúa við fylgishruni demó- krata í þingkosningunum á síðasta ári þegar flokkurinn missti meiri- hluta í báðum deildum þingsins í hendur repúblikönum. Clinton getur gert sér vonir um að hann sitji einn að miðjunni á meðan þeir repúblikanar, sem leit- ast eftir útnefningu flokks síns til forsetaframboðs, kljást yst á hægri vængnum. Sóst eftir kosninga- framlögum En forsetinn þarf ekki aðeins að hafa hugann við hinn almenna kjó- sanda. Forsetaframboð er stórfyrir- tæki, sem kostar milljónir dollara. Clinton hefur að sögn tímaritsins Business Week nú þegar tekist að safna 11,5 milljónum dollara á þessu ári og búist við að hann muni auðveldlega ná 30 milljón dollara markinu, sem hann setti sér á þessu ári. Sú upphæð dugar til þess að svara árásum repúblikana og fæla frá áskorendur úr röðum demó: krata. Hins vegar þarf meira til. í viðsk'iptaheiminum eru margir, sem eru tregir til að styðja forsetann. Hugmyndir repúblikana um að lækka skatta, skera niður ríkisút- gjöld og grisja reglugerðafrum- skóginn eiga hug þeirra allan. Samkvæmt Business Week eru menn þegar farnir að þrýsta á fyrir- tæki í kosningaherbúðum Clintons. Viðræður Israela og Sýrlendinga Auknar vonir um frið Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, þakkaði í gær fornum fjend- um ísraela, Sýrlendingum, fyrir það, sem hann kallaði jákvæðar vísbendingar“ um árangur í friðar- viðræðum ríkjanna. Peres flutti sýrlensku stjórninni kveðju sína og þakkir eftir fund með Dennis Ross, milligöngumanni Bandaríkjastjórnar, en hann fór síð- an til Damaskus til áframhaldandi viðræðna við samningamenn Sýr- lendinga. „Það er margt í afstöðu Sýrlendinga, sem við metum mik- ils,“ sagði Peres á fundi með frétta- mönnum en vildi ekki fara nánar í sakirnar. Dagblaðið Jerusalem Post sagði í gær, að margt benti til, að Sýr- lendingar féllust á, að eitthvert þriðja ríki mánnaði varðstöðvar í Gólanhæðum ef Israel flytti her sinn á brott þaðan. Af samningaviðræðum ísraela og Palestínumanna er það að frétta, að stefnt er að samkomulagi .fyrir 25. þ.m. um enn víðtækari sjálf- stjórn þeirra síðarnefndu. Munu við- ræðurnar fara fram á leynilegum stað í Ítalíu. Afsakaði ekki heldur baðst afsökunar MEINLEG villa var í fyrirsögn fréttar á forsíðu Morgunblaðsins í gær. I fyrirsögninni sagði að páfi „afsakaði kvennakúgun“. Hið rétta er, líkt og fram kom í fréttinni, að páfi baðst í bréfi afsökunar á kvennakúgun kirkjunnar fyrr á tím- um og hvatti til að jafnrétti kynj- anna yrði aukið. Biðst Morgunblað- ið velvirðingar á þessari villu. Reuter BILL Clinton flutti ræðu á ráðstefnu um fjölskylduna og fjölmiðla í Nashville á mánudag og mæltist þá til þess að Bandaríkjaþing samþykkti frumvarp um að settir yrðu tölvukubbar í sjónvörp til þess að stöðva móttöku sjónvarpsefnis. Dagskipunin er að sýna fram á að Clinton hafi verið afar vilhallur fyrirtækjum. Bandarískur efnahag- ur hafi eflst, verðbólga sé lág, at- vinna hafi aukist og áhersla lögð á að auka útflutning. Að auki hafí hann barist fyrir fríverslunarsátt- mála Norður-Ameríku (NAFTA), GATT og komið Mexikó til bjargar þegar pesóinn féll, þótt slíkt hafi komið niður á stuðningi leiðtoga stéttarfélaga við hann. Ekki allir jafn bjartsýnir Bernard Schwartz, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Loral, heldur því fram að rök af þessu tagi hafi snúið ýmsum á band með Clinton. Hann segir að repúblikan- ar hafi eftir kosningarnar 1992 sagt að „þessi heppni náungi væri að hagnast á stefnu, sem Bush hrinti í framkvæmd. Það getur hins vegar enginn haldið því fram að viðvarandi styrk verðbréfamarkað- arins megi með einum eða öðrum hætti rekja til Bush.“ Ákveðinn kjarni framkvæmda- stjóra styður Clinton, en þar eru ekki allir jafn bjartsýnir um að þeir geti snúið starfsbræðrum sín- um og Schwartz. James 0. Edw- ards, framkvæmdastjóri verktaka- fyrirtækisins Kaiser International, segir að flestir viðskiptavinir sínir séu harðir repúblikanar, sem ekki muni láta eyri af hendi rakna til Clintons. Hann hefur tekið að sér að safna 50 þúsund dollurum fýrir Clinton og segir að það taki því ekki einu sinni að nefna slíka söfn- un við marga í viðskiptalífinu. Annar stuðningsmaður, Steven J. Green, forstjóri Astrum Internat- ional, sem meðal annars á ferða- töskuframleiðendurna Samsonite og American Tourister, hyggst safna peningum fyrir Clinton. Hann segir að ýmsar hugmyndir repúblikana kunni að koma fyrir- tækjum vel, en ekki þjóðinni: „Það er munur á því að jafna fjárlögin og beita slíkri hörku að það skap- ist vandamál í þjóðfélaginu," segir Green. „Ég er sannur fylgismaður íhaldssemi í fjármálum, en það að við gætum lifað í landi, sem ekki veitir veiku fólki læknisaðstoð, er ótækt.“ Clinton hefur einnig misst stuðn- ingsmenn og ýmsir eru hikandi. Einn, John H. Bryan, forstjóri fyrir- tækisins Sara Lee, kveðst enn styðja Clinton, en sá stuðningur muni ekki fara hátt. Hluthafar í fyrirtækinu hafi nefnilega þráfald- lega lagt fram fyrirspurnir um stuðning sinn við forsetann á árs- fundum. Sennilegt er að stjórnendum fyr- irtækja á bandi Clintons muni fjölga vaxi honum fiskur um hrygg í skoðanakönnunum og stöðugleiki efnahagslífsins helst. En reynslan hefur sýnt að sá er sigurstrangleg- astur, sem tekst að safna mestu fé, og því þarf Clinton að hitta á réttu samsetninguna í málflutningi sínum ætli hann að fá peninga- mennina til að opna buddur sínar. ■w* apr* • / 1 Kjola- tilboð Ótrúlegt úrval af sumar- kjólum. Nú á kr. 1.990 Áður kr. 3.990. á meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.