Morgunblaðið - 12.07.1995, Page 28

Morgunblaðið - 12.07.1995, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR BIRKISPROTALUS. Ljósm. Oddur Sigurðsson. VIÐIFETI. Vamir í sátt við umhverfið Á ERU tré og runnar lifn- uð eftir nokkuð strangan vetur, garðeigendum til ómældrar ánægju. Það vill þó oft fylgja böggull skammrifi, eins og sagt er hérnorður við íshafið og það leynist oft ormur í Para- dís, eins og þeir komust að suður við Miðjarðarhafið endur fyrir löngu. I iundum íslenskra garð- eiganda iifnar fleira á vorin en gróðurinn, ormar og lýs og ýmiss annar fénaður fer einnig á kreik, og er sambúð garðeigenda og þess félagsskapar oft misgóð. Um sjötíu tegundir skordýra og skyldra dýra nærast að einhveiju leyti á tijám og runnum hér á landi. Við flest þessara dýra verðum við sáralítið vör og því fer víðs fjarri að kalla þau mein- dýr. Af þessum hópi eru í reynd ekki nema 10-20 tegundir sem geta valdið verulegum skaða og eru eiginleg meindýr. Þau mein- dýr sem einkum angra garðeig- endur eru fiðrildalirfur, blaðlýs og lirfa einnar bjöllutegundar. Reglubundið eftirlit Garðeigendur þurfa að fylgj- ast reglubundið með meindýrum í garðinum á sama hátt og þeir gefa illgresi gaum og fylgjast með því hvort vökvun og áburð- argjöf sé hófleg. Fyrri hluta sum- ars þarf að gæta að maðki í tijám og runnum. Ef vel er að gáð má sjá maðkinn strax eftir að hann skríður úr eggi en síðar fer að bera á uppvöfnum blöðum. Það eru einkum þijár tegundir fiðr- ildalifra sem þarna ber að va- rast. I fyrsta lagi eru það haust- fetalirfur. Þær eru grænar, með Ijósari hliðarrákum, mestu alæt- ur og éta flest lauftré, en eiga það líka til að narta í greni og þin svo nokkuð sé nefnt. I öðru lagi eru það lirfur tígulvefara. Þær eru gráleitar og halda sig einkum við birki. I þriðja lagi eru það víðifetalirfur, sem eru svartar og leggjast fyrst og fremst á víðitegundir. Allar þess- ar tegundir skríða úr eggi síðari hluta maí og nærast á laufi fram undir júnílok, en púpa sig að því búinu í jörðu. Úðun fyrri hluta sumars á ekki að eiga sér stað fyrr en ljóst er að maðkur sé til vandræða. Úðun gegn fiðrildali- frum um eða upp úr miðju sumri er tilgangslítil, þar að þá eru þær að púpa sig hvort eð er. Þegar fiðrildalirfur eru að hverfa úr tijánum þarf að fara að huga að blaðlúsum á lauftij- ám. Á birki eru tvær tegundir blaðlúsa, sem geta verið til vand- ræða. Önnur er lítil og græn og situr neðan á blöðum og mætti kalla hana birkiblaðlús. Hin er mun stærri og blágræn og situr á brumum, árssprotum og blöð- um og mætti kalla hana birki- sprotalús. Á víði eru þrjár ná- skyldar tegundir gulrænna lúsa sem silja á árssprotum og blöð- um og mætti kalla þær víðiblaðl- ús. Síðustu sumur hefur einnig borið nokkuð á stórri dökkleitri lús á greinum víðis, sem kalla mætti víðistofnlús. Auk þessara blaðlúsa á lauftijám má nefna að á hegg eru tvær tegundir blaðlúsa, ein á álmi og þijár á rifsi. Síðari hluta sumars og fram eftir hausti, ættu garðeigendur fyrst og fremst að vera á varð- bergi gegn lús á greni. Þetta er sitkalúsin, en hún er fagurgræn og situr á neðra borði nála, eink- um þó eldri nála, og sækir á all- ar tegundri grenis. Fyrstu ein- kennin eru að nálar innan til í krónunni fara að missa lit og verða hvítgular til rauðbrúnar. Ef slík einkenni sjást þarf að — Um garðaúðun Úðun fyrri hluta sum- ars á ekki að eiga sér stað fyrr en ljóst er að maðkur sé til vand- ræða. Guðmundur Halldórsson skrifar um varnir í sátt við umhverfið. athuga hvort sitkalýs er að finna neðan á nálum. Síðari hluta sum- ars verður einnig oft vart við að nýlega gróðursettar plöntur fara að missa lit og drepast. Ef togað er í plöntuna dregst hún auðveld- lega upp og þá koma í ljós upp- étnar rætur. Þar er um að kenna ranabjöllulirfum, en þær eru ljósar, með brúnar höfuðskeljar. Draga má úr aff öllum af þeirra völdum með því að forðast að gróðursetja skömmu fyrir varp bjöllunar (júlí) og nota krötugar plöntur. Spyijið fyrst, skjótið svo Á síðari árum hefur orðið veruleg breyting til batnaðar í garðaúðun frá því sem tíðkaðist þegar ég flutti til Reykjavíkur um miðjan sjöunda áratuginn. Þá var helsti sumarboðinn gulir eiturmerkimiðar í hveijum garði í hverri götu. Núna er sem betur fer sjaidséð að heilu hverfin séu úðuð og jafnframt hafa komið á markaðinn hættuminni efni. Þetta er spor í rétta átt, en betur má ef duga skal. Garðeigendur eiga að fylgjast vel með sínum görðum á þann hátt sem lýst er hér að framan og grípa ekki til eitrunar nema brýna nauðsyn beri til. Fyrsta boðorðið verður alltaf að vera; athuga fyrst, úða svo. Gæta skal þess að úðun sé framkvæmd af aðilum sem hafa til þess tilskilið leyfi frá Hollustuvemd ríkisins. Það er útbreidd skoðun að garð- ar sem ekki eru úðaðir séu upp- spretta meindýra og spilli þar með árangri af úðun í öðrum görðum. Þetta er að nokkru leyti rétt, en hitt vegur þó þyngra að svæði sem ekki eru úðuð fóstra fjölmargar lífverur, sem sporna við fjölgun meindýra. Þeir sem leiðbeina um val á tijám og runnum í garða eiga að hafa í huga að velja sem mest af tegundum sem eru þolnar gegn meindýrum og að hafa fjöl- breytni sem mesta. Þar sem gróður er fjölbreyttur er minni hætta á áföllum af völdum mein- dýra auk þess sem fjölbreytni dýralífs í garðinum eykst og þar með fjölgar ýmsum smádýrum, sem veita okkur ómetanlegt lið- sinni við að halda meindýirum í skefjum. Þeir sem stunda rannsóknir á þessu sviði mega heldur ekki láta sitt eftir liggja. Menn hafatekið eftir því að mismunandi kvæmi alaskavíðis eru miseftirsótt af maðki, það er mikill munur á lússækni sitkagrenis, einstaka skógarfura lifði af furulúsina og svo mætti áfram telja. Á þessu sviði er mikill akur óplægður. Þarna þurfa vísindamenn, fram- leiðendur garð- og skógar- plantna og leiðbeinendur að taka höndum saman svo unnt sé að auka framboð á þolnum efniviði fyrir ræktendur. I enskumælandi löndum og kannske víðar hefur löngum ver- ið mikil trú á því að silfurkúla setji niður foryngjur í eitt skipti fyrir öll. Einhveijar spurnir höfðu Islendingar af þessari ágætu kúlu, en voru silfurlitlir og urðu því að láta sér nægja að grípa til hlandkoppsins ef óvætti bar að garði, þótt þeir vissu vel að ekki leysti það vand- ann nema til einnar nætur. Þegar skordýraeitrið DDT var fundið upp töldu margir að nú væri silf- urkúlan fundin og að meindýra- vandamál heyrðu brátt sögunni til. Þær vonir brugðust, skor- dýraeitur hefur ekki reynst vera sú töfralausn sem menn bjuggust við. Það eru heldur engar aðrar töfralausnir til. Það má þó ekki láta deigan síga. Við verðum að draga úr notkun skordýraeiturs jafnt og þétt með því að læra að vinna með náttúrunni og sam- þætta okkar varnir varnarþátt- um hennar. Höfundur er skordýrafræðingur við rannsóknastöð Skógræktar ríkisins. Hverjum klukkan glymur Ef ég sé það ekki... Mannskepnan bregst við áreiti eins og önnur dýr. Meira áreiti sterk- ari viðbrögð. Þessa sér meðal annars stað í umræðu okkar um þjóðfélags- mál. Fámennir hagsmunahópar geta ráðið umræðunni um „sín“ mál með því að vera einir um að láta í sér heyra um þau á opinberum vett- vangi. I slíkri 'umræðu er síendurtek- in orðræða þrýstihópanna eina áreit- ið sem mótar skoðun okkar á málinu. ...þá er það ekki til Hið sama á við um réttmæti þess að styrkja tiltekin málefni með opin- berum framlögum. I slíkri umræðu heyrist mest á þeim sem að málefn- inu standa, enda hafa þeir jafnan mestra hagsmuna að gæta. Þannig mun sá, sem myndi njóta verndar- tolla, niðurgreiðslna, ríkisábyrgðar eða annars konar opinberra fram- laga, verða ötulastur í blaðaskrifum, bréfaskriftum til þingmanna o.þ.h. til að tryggja sér þessi framlög. Við, sem á endanum fáum svo reikninginn í formi skattheimtu, gefum okkur sjaldnast tíma til að benda á hina hlið málsins, að tala máli okkar skatt- greiðendanna. Til þess eru málefnin einfaldlega of mörg og hagsmunir okkar of litlir í hveiju þeirra fyrir sig. Auk þess elur þjóðfélagið okkur upp í því að það sé ljótt að vera á móti „góðu málunum." Slíkt geri aðeins hinir nísku, þröngsýnu og sérgóðu. Þannig er auðvelt að telja sjálfum sér trú um að sú hætta, sem stafar af því að leyfa aðstandendum æ fleiri „góðra mála“ að senda ríkinu reikninginn, sé ekki til. Það var gaman í gær... Sjóðsstjórar íslenska ríkissjóðsins verða seint sakaðir um nísku eða þröngsýni. Þeir hafa í gegnum árin haft æ betri og víðari skilning á „góðu málunum" og á nauðsyn þess að styrkja þau flest. Við vitum jú að við höfum ekki efni á að styrkja þau ekki. Annars gætum við ekki kallað okkur sjálfstæða menningar- Það er ekki í tísku að hafa áhyggjur af skuldasöfnun hins opinbera, segir Hörður H. Helgason, sem telur hátt í helming landsframleiðslunnar fara í skatta. þjóð, ekki satt? Til að standa undir veislunni taka ríki og sveitarfélög hátt í helming landsframieiðslunnar í skatta. Það er ekki málið þótt þetta dugi ekki til. Þá er bara að taka lán og málið er leyst. Áfram skal djamm- að, hvað sem það kostar. ...en nú er mál að vakna Það er skiljanlegt að einhvem vilji Klukkan... Þess vegna er kominn tími til að vakna, núna. Það er að vísu ekkert gaman að fara á fætur með ofan- nefnda timburmenn yfir höfði sér og það er ekki beint í tísku að hafa áhyggjur af skuldasöfnun hins opin- bera. En það er heldur ekki „inn“ að fara á hausinn. Eyðsluæðið síð- ustu ár og áratugi hefur valdið því að við höfum ekki lengri tíma til að sofa. Vi höfum ekki efni á fleiri „góðum málurn". Til að hjálpa okkur að. vakna, hélt Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, upp á „skattadag“ 10. júní sl. Nú minna ungir sjálf- stæðismenn aftur á vandann í ríkisfjármál- unum með því að setja upp „skattaklukku". Henni verður komið fyr- ir í Reykjavík og mun sýna hveijar skuldir hins opinbera eru á hveijum tíma og hvern- ig þær hækka jafnt og ...hún glymur þér Með því að taka höndum saman í barátu við þrýstihópa sem gera út á sameiginlega sjóði landsmanna, getum við komið í veg fyrir að klukk- an glymji okkur á sama hátt og hún hefur þegar glumið gjaldþrota ná- grannasamfélagi okkar. Höfundur er laganemi og Heimdellingur. frekar sofa áhyggjulaus áfram en líta á reikning- inn fyrir svallinu, enda er hann í hærri kandin- um. SkUldin er þegar komin yfír kr. 200.000.000.000. Nei, núllin eru ekki of mörg. Eg og þú og hinir fs- lendingarnir skuldum yfír tvö hundruð millj- arða króna. Og það versta er að skuldin er enn að hækka. Á hveij- um degi hækkar hún um 43 milljónir, sem þýðir að hún hefur hækkað um sextíu þúsund kall á Hörður H. Helgason meðan þú varst að lesa þessa grein. þétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.